Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 C 17HeimiliFasteignir Fífulind - Kóp. Sérlega glæsileg og vönduð 128 fermetra „penthouse“-íbúð á tveimur hæðum í litlu fjölbýli á þessum vin- sæla stað í Kópavogi. Fallegt gegnheilt olíuborið parket. Góðar innréttingar, góðar svalir. Verð 15,5 m. Breiðvangur - Hf. Falleg og vel umgengin 4ra herb. 116,4 fm endaíbúð á 2. hæð í fjölb. með 2 bílskúrum, hver þeirra er 22,8 fm. Þvhús innan íbúðar. Húsið er nýlega viðgert. Hiti í stéttum. Séð er um þrif á sameign. Áhv. 7,2 m. Verð 14,3 m. Veghús - Reykjavík Mjög falleg og skemmtileg 4ra herb. 114,4 fm íbúð á annarri hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt 26 fm bílskúr. Olíuborið gegnheilt eikarparket. Íbúðin getur losnað við samning. Áhv. 6,0 m. bygg.sj. Verð 14,5 m. Engjasel - Rvík 4ra herb. 103 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýli ásamt 31 fm stæði í bílageymslu. Rúmgóð og vel um- gengin eign. Nýjar hurðir, ný og nýyfirfarin gólfefni, nýir sólbekkir og nýir skápar. Hús- ið er að sögn seljanda í góðu ásigkomulagi að utan og að innan er verið að laga sam- eignina á kostnað seljanda. Verð 13,8 m. Kleppsvegur - Rvík Góð 90 fm íbúð á 6. hæð í góðu lyftuhúsi. Snyrtileg eldri innrétting í eldhúsi. Ágæt stofa með frábæru útsýni. Séð er um þrif í sameign. Hús nýlega viðgert og málað. Verð 10,6 m. Mosarimi - Grafarvogi Glæsilegt 93 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýl- ishúsi á mjög góðum stað þar sem stutt er í skóla og alla þjónustu. Flísar á gólfi í and- dyri. Falleg kirsuberjainnrétting í eldhúsinu. Dúkar á gólfum. Suðursvalir. Áhv. 6 m. Verð 12,2 m. Hraunbær - Rvík Mjög góð 107 fm íbúð á annarri hæð í góðu fjölbýli. Glæsi- legt nýlegt eldhús. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Parket á flestum gólfum. 4 svefnherbergi á teikningu. Verð 12,8 m. Blikahólar - Rvík Góð 98 fm íbúð á þriðju hæð í sjö hæða lyftuhúsi með hús- verði. Snyrtileg eldri innrétting í eldhúsi. Þrjú ágæt svefnherbergi. Snyrtileg sameign Verð 10,9 m. Álfheimar - Rvík Góð 105 fm íbúð á 3ju hæð í 4ra hæða fjölbýli. Hol og stofa með parketi á gólfi. Stórt og gott eldhús með góðri innréttingu, (hvít og beyki). Sameign er mjög snyrtileg. Verð 12,6 m. Garðhús - Rvík 107 fm mjög falleg 4ra herb. íbúð með sérinng. af svölum á annarri hæð í fallegu fimm íbúða húsi ásamt mjög góðum sérb. 26 fm bílskúr. Parket á flestum gólfum. Falleg kirsuberja- innrétting í eldhúsi. Þvottahús innan íbúð- ar. Nýjar hurðir. Þjófavarnarkerfi er í íbúð- inni. Eign í sérflokki. Laus strax. Verð 15,4 m. 3 herbergja Básbryggja - Bryggjuhverfi Glæsileg 105,5 fm vel skipulögð og rúm- góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð með sérinn- gang í viðhaldslitlu fjölbýli við Básbryggju í Bryggjuhverfi. Parket og flísar á gólfum. Kirsuberjaskápar og innréttingar í eldhúsi og á baði. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Áhv. 7,8 m. Verð 15,4 m. Laugavegur - Miðhæð 3ja herb. 77 fm falleg íbúð á annarri hæð í góðu húsi á Laugaveginum. Snyrtileg og góð íbúð, hátt til lofts í góðu húsi. Danfoss og raf- magn yfirfarið. Ný falleg hurð inn í íbúðina. Áhv. 4,2 m. Verð 10,6 m. Jörfagrund - Kjalarn. Erum með í sölu 92 fm 3ja til 4ra herb. efri sérhæð í fjórbýli á frábærum útsýnisstað. Íbúðin skilast fullbúin án gólfefna. Fullfrágengin að utan. Íbúðin er laus. Verð 11,4 m. Ugluhólar - Rvík Góð 85,2 fm 3ja- 4ra herb. íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Rúm- gott eldhús. Ljós viðarinnrétting. Stór stofa, parket á gólfi, svalir í vestur. Blokkin er ný- lega klædd að utan á þrjá vegu. Bílskúrs- réttur. Verð 10,5 m. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA RAÐHÚS OG PARHÚS Starengi Mjög gott 150 fm endaraðhús á einni hæð, gert ráð fyrir 3 svefnh. en nú er tvö svh. vandaðar innréttingar, 21 fm bílskúr, einkasala. (958) Bræðratunga 124 fm raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnh. laust fljótl. áhv. 3,0 m. Byggsj. Einkasala. (944) Bræðratunga 293 fm glæsilegt mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum, 6 svefnherbergi, heitur pottur í suðurgarði. Möguleiki að hafa séríbúð á neðri hæð. (952) Fjarðarsel 147 fm mikið endurnýjað endaraðhús, 4 svefnh. 24 fm bílskúr (929) Nýbýlavegur-parhús 175 fm par- hús á tveimur hæðum, nýleg innr. í eldhúsi, 50 fm bílskúr, laust strax. V 17,5 m. (824) SÉR HÆÐIR. Reynihvammur 60 fm neðri hæð með sér inng. í tvíbýli afh. fullfrágengið að utan án málningar og tilbúið til innréttingar að innan. Til afh. strax. 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR. Gnoðavogur 77 fm 3ja herb. enda- íbúð á 2. hæð, laus strax. (949) Háleitisbraut 112 fm 4ra herb. á 4. hæð, 3 svefnh. mögul. skipti á 2ja herb. í lyftuhúsi, 20 fm bílskúr. Einkasala. (955) Hlíðarhjalli 54 fm 2ja herb. á 2. hæð, vandaðar innréttingar, parket á stofu, áhv. 5,2 m. í Byggsj. 4,9% vextir, einkasala. (954) Þinghólsbraut 105 fm 3-4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi, nýlega endurnýjuð, fallegar innréttingar, parket. V 11,8 m. (956) Vantar allar stærðir eigna á skrá, góð sala Hlíðarhjalli 66 fm 2ja herb. á 3. hæð, sérþvottah. laus fljótlega, einkasala (950) Engjasel 83 fm 3ja herb. á 4. hæð, suður svalir, parket á gólfum, þvottaherb. innaf baði, stæði í lokuðu bílahúsi, laust fljótl. áhv. viðbótarl. 2,1 m. 4,38 % vextir og húsbr. 5,5 m. (940) Vallargerði 3ja-4ra herb. risíbúð með sérinngangi ásamt bílskúr, einkasala (935) ATVINNUHÚSNÆÐI. Hafnarbraut Eigum eftir nokkur bil frá 77 fm - 231 fm Húsið hefur verið nýlega endurnýjað. Hæð á hurðum er um 4,5 m. Langtímalán fylgja, verð á fm kr. 65.000. Laufbrekka 122 fm iðnaðrhúsnæði með innkeyrsluhuð, að auki er um 80 fm milliloft, snyrting, kaffistofa og skrifstofa, laust fljótl. V 11,0 m. (878) Smiðjuvegur Mjög bjart og gott at- vinnuhúsnæði með stórri innkeyrsluhurð samtals 518 fm Búið er að innrétta í hús- næðinu, skrifstofu, kaffistofu, verkstjóra- herbergi, snyrtingu og milliloft. Skútuvogur Mjög gott skrifstofu- lag- erhúsnæði alls 341 fm þar af eru skrifst. um 80 fm. Hentar sérlega vel fyrir heild- sölur. NÝBYGGINGAR. Jónsgeisli Erum með tvö 215,7 fm raðhús á tveimur hæðum 4 svefnh. stór stofa, 22 fm bílskúr. Húsin verða afhent tilbúin að utan með grófjafnaðri lóð, en að innan fulleinangrað og múrðir útveggir, maghonigluggar, til afhendingar fljótlega. Nánari uppl. og teikingar á skrifstofunni. BLÁSALIR - KÓPAVOGUR. Í 12 hæða fjölbýlishúsi 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á glæsilegum útsýnisstað í Kópavogi. Nú- tímalegur byggingamáti. Hús álklætt að ut- an (nánast viðhaldsfrítt), rör í rör lagnakerfi, heitt vatn forhitað í húsinu, hljóðeinangrun meiri en áður hefur þekkst o.m.fl. Glæsileg sölugögn á skrifstofu, teikningar og nánari upplýsingar. ÓLAFSGEISLI - EINBÝLI. Hús sem eru 205 fm og 185 fm. Sérstaklega skemmti- lega hönnuð hús með innbyggðum bílskúr. Upplýsingar og teikningar á skrifstofu. Verð: 16,8 - 19,4 m. kr. VOGAR - VATNSLEYSUSTRÖND - EIN- BÝLI. Glæsileg hús á einni hæð 125 fm með innbyggðum 31 fm JEPPABÍLSKÚR. Húsin eru byggð úr forsteyptum viðhalds- fríum einingum, tilbúin að utan, útveggir einangraðir og pússaðir inni, rör í rör lagna- kerfi og pússuð gólf. Frábær staðsetning. Verð aðeins: 11,6 m. kr. GAUKSÁS - RAÐHÚS. Glæsileg raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr alls 234. fm Sérlega vönduð vel hönnuð hús, tilbúin til afhendingar. Aðeins tvö hús eftir, gott verð og greiðslukjör. Teikningar og upplýsingar á skrifstofu og á staðnum. BLÖNDUBAKKI - REYKJAVÍK. Mjög góð fjagra herb. íbúð 98,1 fm. Aukaherbergi í kjallara, þvottahús í íbúð og gestasnyrting. Björt og rúmgóð íbúð. Góð staðsetning og stutt í alla þjónustu. GARÐHÚS - REYKJAVÍK. Óvenju glæsi- leg íbúð með sérinngangi 107 fm. Vandað- ar innréttingar, glæsilegt baðherbergi oog vandað parket á gólfum. Góður bílskúr. VOGAR - VATNSLEYSUSTRÖND. Gott 183 fm iðnaðarhúsnæði. Á mjög góðu verði. Vantar tveggja íbúða hús í Reykjavík má kosta 20 - 30 m. kr. Getum bætt við okkur öllum gerðum eigna á söluskrá. Ekkert skoðunar eða skráningargjald. Vegna greinar um Framnesveg 44 í Fasteignablaðinu í desember sl. óska ég að koma á framfæri eftir- farandi leiðréttingu: Í umræddri grein er sagt að húsið sé byggt 1929, en staðreyndin er að árið 1927, hinn 4. september, gaf Byggingarnefnd Reykjavíkur Vél- stjórafélaginu leyfi til að byggja tví- lyft íbúðar- og verslunarhús á lóðinni Framnesvegi 38 (breyttist síðar í 44). Húsamat er framkvæmt 21. júlí 1927. Fyrsta manntal í húsinu er tek- ið í des. sama ár, þá er skráður þar 21 íbúi. Til gamans má geta þess að samkvæmt fyrstu manntölum í hús- inu eru heimilisfeðurnir oftast skráð- ir vélstjórar eða járnsmiðir. Í greininni segir m.a. að í húsinu sé árið 1944 ein fimm herbergja íbúð, eldhús og salerni á hæðinni. Enn- fremur „þaklyfti óinnréttað og notað til geymslu og þvottþerris“. Einnig er fullyrt að Gestur Guðmundsson hafi keypt húsið árið 1940 og hann hafi starfrækt verslun þar undir nafninu „Svalbarði“ frá 1944 og að hann hafi innréttað íbúð í risi. Í greininni er talað um að fimm her- bergja íbúð, sem nú er á efri hæð- inni, hafi tekið litlum breytingum frá því að húsið var byggt, það getur ekki staðist, eins og kemur fram í grein minni. Hvergi í þessari um- ræddu grein er minnst einu orði á Þorstein Jónsson, manninn sem breytti hluta af íbúðinni á jarðhæð í fyrstu nýlenduvöruverslunina í þessu húsi. Þessi umrædda grein, sem hér er til umræðu, virðist vera byggð á ónákvæmni, sem ég tel nauðsynlegt að leiðrétta. Árið 1939 flyt ég í þetta hús, þá er ein íbúð á jarðhæð, þar bjó þá Guð- mundur Pálsson ásamt fjölskyldu sinni, alls átta manns. Á efri hæðinni voru tvær íbúðir, vinstra megin þeg- ar farið var upp stigann götumegin, var þriggja herbergja íbúð. Þar bjó Guðmundur H. Jónsson ásamt fjöl- skyldu sinni, alls sex manns, hægra megin var tveggja herbergja íbúð, þar bjó faðir minn, Sigurður Magn- ússon, ásamt fjölskyldu sinni, alls sex manns. Í risi var ein íbúð þá, þar bjó Ágústa Eggertsdóttir ásamt dóttur sinni, Guðnýju Karlsdóttur. Alls voru þetta 22 íbúar í fjórum íbúðum. Árið 1940 voru íbúðirnar orðnar fimm, önnur íbúð hafði bæst við í risi, en þar hafði verið þurrkloft áður, íbúar voru þá orðnir 25 í húsinu. Öll árin, en þau voru alls þrettán, sem ég bjó í þessu húsi voru aðeins tvö sal- erni, eitt í risi og annað í kjallara, ekkert baðkar eða sturta var í hús- inu. Árið 1942 voru íbúar 21 í fimm íbúðum. Það ár er Þorsteins Jóns- sonar fyrst getið á íbúaskrá þess húss, en hann virðist hafa keypt hús- ið 1941, því 18. apríl sama ár fær hann leyfi frá Byggingarnefnd til að breyta gluggum á götuhlið hússins. Í júlímánuði 1941 opnar Þorsteinn fyrstu nýlenduvöruverslunina í þessu húsi og nefndi hana Framnes. Guðný (Ninna) sem áður er getið var eina afgreiðslustúlkan og undirritað- ur fyrsti sendisveinninn. Áður en þessi verslun hóf rekstur hafði brauð- og mjólkurbúð verið starf- rækt í húsinu í mörg ár, inn í þá búð var gengið í gegnum sömu dyr og gengið er inn í verslunina í dag, brauðbúðin var á hægri hönd þegar inn var komið, í einu herbergi. Hve lengi Þorsteinn rak þessa verslun á eigin reikning veit ég ekki, en ég man eftir tveim ungum mönn- um sem versluðu þarna, þó ekki sam- an. Hvort þeir unnu fyrir Þorstein eða höfðu tekið hana á leigu eða jafn- vel keypt hana, veit ég ekki. Kynni mín af Þorsteini voru mjög góð. Eftir að hann hætti með verslunina sneri hann sér að byggingarframkvæmd- um í borginni. Hann byggði fjölda húsa, m.a. húsið beint á móti Fram- nesvegi 44, sem er númer 74 við Sól- vallagötu. Ekki veit ég nákvæmlega hvenær Gestur Guðmundsson keypti húsið, en á manntali 1948 er hann fyrst skráður til heimilis að Framnesvegi 44. Nafnsins „Svalbarða“ er fyrst getið í símaskrá árið 1949. En síma- skrá kom þá út annað hvert ár. Morgunblaðið/Sverrir Framnesvegur 44. Húsamat var framkvæmt 21. júlí 1927 og fyrsta manntal í húsinu tekið í desember sama ár, segir greinarhöfundur. Rafn Sigurðsson, Ofanleiti 25, R. Framnesvegur 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.