Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 C 45HeimiliFasteignir Perla í miðbænum Vorum að fá í sölu þetta skemmtilega ein- býlishús í hjarta borgarinnar. Húsið, sem er á tveimur hæðum, er allt endurnýjað á skemmtilegan hátt og stendur á lokaðri eignarlóð. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 7,7 millj. Verð 14,5 millj. Fossvogur - Endahús Mjög vandað og gott u.þ.b. 200 fm end- araðhús auk 20 fm bílskúrs. Húsið er mjög vel staðsett, innst í botnlanga við autt svæði. Eign sem býður upp á mikla mögu- leika. 4-5 svefnherbergi. Parket á gólfum. Þetta er eign sem vert er að skoða. Þingás - Einbýli Vorum að fá í sölu hörku gott 171 m² einbýlishús á einni hæð ásamt 48 m² bílskúr. Það eru ekki mörg svona hús til sölu í dag. Áhv. 5,1 millj. Verð tilboð. Maríubaugur - Grafarholti Mjög skemmtilega hannað 190 m² tengihús á einni hæð með innb. bílskúr. Afh. fullbúin að utan og fokheld að innan. Lóð að hluta til frágengin. Aflokaður suðurgarður. Verð 15,9 millj. Roðasalir - Raðhús Skemmtilegt 136 m² raðhús á tveimur hæð- um ásamt 35 m² bílskúr. 3-4 svefnherbergi. Húsið er til afh. nú þegar, fullbúið að utan og „fokhelt“ að innan. Verð 13,9 millj. Nýbýlavegur Eldra einbýlishús á tveim- ur hæðum. Fjögur svefnherbergi. Stór lóð og fylgir byggingarréttur fyrir 5 íbúða hús. Mikið endurnýjað að innan en þarfnast að- hlynningar að utan. Verð 15,9 millj. Árskógar - Eldri borgarar Glæsi- leg 105 fm íbúð á 12. hæð. Skiptist í rúm- góðar stofur, herb./setustofu og 2 svefn- herb. Glæsilegt parket á allri íb. Vandaðar innr. Áhv. húsb. 3,0 millj. Seltjarnarnes Mjög falleg 107 m² 3ja herb. íbúð á tveimur hæðum. Parket og flísar á öllu. Sólskáli. Íbúðin er laus nú þegar. Áhv. 7,4 millj. hús- bréf og byggingarsjóður. Verð 14,3 millj. Fálkagata - Rishæð Vorum að fá í sölu góða 4ra herbergja ris- hæð í virðulegu steinhúsi á þessum eftir- sótta stað í vesturbænum. Þrjú svefnher- bergi. Áhv. 5,2 millj. veðdeild og húsbréf. Verð 9,4 millj. Sólarsalir - Sérinngangur Glæsilegar 4ra herb. sérhæðir í litlu sérbýli á þessum frábæra stað. Til afh. í mars/apríl 2002. Verð frá 15,5 millj. Vallarás Mjög falleg og skemmtilega hönnuð 87 m² 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjöleigna- húsi með lyftu. Parket og flísar. Útsýni. Áhv. 4,8 millj. veðdeild. Hraunbær Vorum að fá í sölu mjög góða 86 m² 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýl- ishúsi. Þvottahús í íbúð. Laus fljótlega. Áhv. 5,6 millj. húsbréf. Verð 9,9 millj. Hjallabraut - Hafnarfjörður Falleg 122 m² 4ra-5 herb. endaíbúð í góðu fjöleignahúsi við hraunjaðarinn. Þrjú góð svefnherbergi. Áhv. 5,5 millj. Verð 11,9 millj. Hólsvegur Skemmtileg 95 m² 4ra her- bergja rishæð með sérinngangi á þessum eftirsótta stað. Sérinngangur. Til afhending- ar strax. Verð 12,8 millj. Hrafnhólar Mikið endurnýjuð 84 fm íbúð á 2. hæð í nýlega klæddu lyftuhúsi. Yf- irbyggðar svalir. Verð 9,9 millj. Möguleiki á að kaupa með íbúðinni 25,4 fm bílskúr á 1,2 millj. Ársalir Tvær rúmgóðar 4ra herb. íbúðir í nýju fjöleignahúsi. Íbúðirnar afh. fullbúnar, án gólfefna, nú þegar. Verð 14,7 millj. Álfheimar Falleg og skemmtileg 105 m² 4ra herb. íbúð í góðu fjölbýlishúsi. Þrjú svefnherb. Rúmgott eldhús. Suðursvalir. Skipti á minni íbúð í þessu hverfi koma til greina. Verð 11,4 millj. Álagrandi - Rúmgóð Vorum að fá í sölu glæsilega og rúmgóða 63 m² 2ja herb. íbúð í góðu fjöleignahúsi. Rúm- góð stofa og herb. Flísalagt baðherb. Flísar á gólfum. Góðar svalir. Verð 8,9 millj. Lindargata - Laus - Ódýr Vorum að fá í sölu 47 m² 2ja-3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Íbúðin er öll nýmáluð og gólefni eru ný. Íbúðin er laus. Verð aðeins 5,3 millj. Til leigu - Hlíðasmári Mjög gott og full innréttað 146 m² skrifstofu- húsnæði á 1. hæð á þessum frábæra stað. Aðkoma er góð og fjöldi bílastæða. Uppl. gefur Pálmi. Til leigu - Síðumúli Í mjög áberandi húsi við Síðumúla eru til leigu 250 m² . Húsnæðið er til afhendingar nú þegar, tilbúið til innréttinga. Nú er lag að tryggja sér húsnæði á besta stað í miðju fjármálahverfi Reykjavíkur. Nánari upp- lýsingar gefur Pálmi. Til leigu - Vegmúli 140 m² á götuhæð, sem er að mestu salur með starfsmannaaðstöðu, 140-200 m² á 3. hæð sem er innréttað sem kírópraktors- stofa/nuddstofa. Lyfta er í húsinu. Til af- hendingar strax. Starfsmenn fasteignasöl- unnar verða á staðnum og sýna húsnæðið þegar þér hentar. Stórhöfði Í nýju og mjög vel staðsettu húsi eru til sölu fjórar einingar, 153 m² á 1. hæð, 426 m² á 2. hæð, 158 m² á 2. hæð og 218 m² á 4. hæð. Húsnæðið er til afhendingar nú þegar, full- búið að utan og sameign fullfrágengin með lyftu og snyrtingum, að innan er húsnæðið tilbúið til innréttinga. Auðbrekka - 50 m² Vorum að fá í sölu mjög gott 48 m² húsnæði á götuhæð í nýlegu húsi. Allt sér. Nánari uppl. veitir Pálmi. ALLAR EIGNIR Á NETINU - fasteignasala.is Pálmi B. Almarsson löggiltur fasteignsali Þóroddur S. Skaptason löggiltur fasteignsali Guðrún Gunnarsdóttir ritari Jón Guðmundsson sölustjóri Sverrir B. Pálmason Eskihlíð - Bílskúr Vorum að fá í sölu mjög góða neðri sérhæð sem skiptist í þrjú svefnherbergi og tvær stofur, auk 32 fm bílskúrs. Endurnýjað bað- herbergi og gólfefni (parket). Áhv. 2,1 millj. húsbréf. Verð 15,8 millj. Boðagrandi - Ný íbúð Glæsileg og ný 111 m² íbúð í nýja fjöleigna- húsinu við Boðagranda. Íbúð þessi fæst ein- göngu í skiptum fyrir hæð eða lítið sérbýli í Vesturbænum. Nánari upplýsingar gefur Pálmi. Fálkagata - Nýtt á skrá Vorum að fá í einkasölu góða 80 m² 3ja herb. íbúð á 2. hæð með sérinngangi. Parket og flísar á gólfi. Áhv. 4,8 millj. húsbréf. Verð 10,3 millj. Ljósheimar - Glæsileg Vorum að fá í sölu fallega 100 fm íbúð á 2. hæð. Sérinng. af svölum. Rúmgóðar stofur og tvö herb. Endurnýjaðar innr. í eldhúsi og á baði. Parket. Verð 11,9 millj. Meistaravellir - endurnýjuð Vorum að fá í sölu mjög góða 4ra herbergja 94 fm íbúð á 4. hæð í ný viðgerðu fjöleigna- húsi. Endurnýjuð eldhúsinnrétting og gólf- efni (parket). Fallegt útsýni. Áhv. 4,5 millj. húsbréf. Verð 12,4 millj. Ásendi - Sérinngangur Vorum að fá í sölu mjög góða og töluvert endurnýjaða 97 m² 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í þríbýl- ishúsi á þessu eftirsótta stað. Áhv. 6,7 millj. Verð 11,3 millj. Grýtubakki - Skipti Vorum að fá í sölu rúmgóða 4ra herb. íbúð í góðu fjöl- eignahúsi. Þrjú góð svefnherbergi. Parket. Áhv. 5 millj. húsbréf. Verð 10,7 millj. FJÖR Á FASTEIGNAMARKAÐI – VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ - SKOÐUM ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 11-13 VANTAR - VANTAR KAUPENDALISTI BIFRASTAR: Frá áramótum höfum við m.a. fengið eftirfarandi óskir: • 4ra-5 herb. íbúð í vesturbænum eða á Seltjarnarnesi. • Lítið hús í Þingholtum eða miðbæ - má þarfnast standsetningar. • 3ja-4ra herbergja íbúð í Breiðholti eða Árbæ. • Stórt einbýlishús í vesturbænum eða á Seltjarnarnesi. • 2ja eða 3ja herb. íbúð í Þingholtum. • 2ja eða 3ja herb. íbúð í Selja- eða Hólahverfi. • Einbýlishús á einni hæð í Rvík, Kóp. eða Gbæ. Verð allt að 25 m. • Hæð í nágrenni Land- eða Borgarspítala fyrir lækni sem er á leið heim. Fjöldi annarra kaupenda á skrá sem bíða eftir réttu eigninni. Vertu með þína eign þar sem sérfræðingarnir eru og þjónustan er betri. Hafnarfjörður - Fasteignasalan Höfði, Hafnarfirði er nú með til sölu einbýlishús að Hringbraut 27 þar í bæ. Þetta er steinhús, byggt 1930 og er það 161,8 ferm. Því fylgir hlaðinn bílskúr, sem er 23 ferm. og fokheldur. „Um er að ræða glæsilegt „klassískt“ og mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum á einum besta staðnum í Hafnar- firði,“ sagði Guðmundur Gunnars- son hjá Höfða. „Staðsetning húss- ins er sérstaklega valin með tilliti til veðursældar. Frá hliði eru um 20 metrar að húsinu og þar af leið- andi er húsið töluvert frá götunni. Gengið er örlítið upp í mót og er aðkoman tilkomumikil með trjám beggja vegna. Risloft er yfir öllu húsinu og neðri hæð þess er lítið niðurgrafin. Komið er inn í anddyri þar sem annars vegar er gengið upp á hæð- ina og hins vegar niður á neðri hæð. Á neðri hæð eru tröppur nið- ur í hol, þrjú svefnherbergi, þvottahús og tvö baðherbergi. Hjónaherbergið er stórt með fata- herbergi og baði og fataherbergið er með hillum og hengi. Nýlegt baðherbergið er með sturtu og flísum á gólfi. Tvö mis- stór svefnherbergi eru á hæðinni, það stærra með skápum. Þvotta- hús er rúmgott og með minna baði inn af. Flísar eru á gólfi. Á efri hæð er hol með fataskáp, borðstofa og eldhús með borðkrók. Nýleg innrétting er í eldhúsi og keramik- helluborð. Samliggjandi eru rúmgóð stofa og sjónvarps- stofa. Nýlegt baðherbergið er með ljósri innréttingu, baðkari og flísum á gólfi. Pergo-gólfefni eru á allri íbúðinni ef frá eru talin baðherbergi og þvottahús. Nýtt parket er í hjónaher- bergi. Frá holi efri hæðar er stigi upp á risloftið sem fyrr gat um. Það er um 80 ferm. að gólffleti, þar af eru manngengir um 40 ferm. Þakgluggar eru á öllum hliðum. Þetta gefur ýmsa möguleika. Húsið er í góðu ásigkomulagi og viðhaldi að sögn seljenda. Ásett verð er 19,2 millj. kr.“ Hringbraut 27 Þetta er steinhús, 161,8 ferm. að stærð og því fylgir hlaðinn bílskúr, sem er fokheldur. Ásett verð er 19,2 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Höfða, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.