Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur segist hrærður og fullur stolts/B1 Sigfús fór til Svíþjóðar til að vinna/B4 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Einfalt og fyndið 1B  Sálin blómstrar 2B  Fluguhnýtingar 4B  Sársauki oft ekki umflúinn 4B  Dagur hjá dagmömmu 6B  Auðlesið efni 8B Sérblöð í dag ÁÆTLAÐAR lífeyrisskuldbindingar ríkisins jukust á síðasta ári um 21,3 milljarða eða um 14%. Skuldbinding- arnar hafa að jafnaði aukist um 13– 14% á ári síðustu þrjú ár. Árið 1998 hækkuðu skuldbindingarnar um 33%. Þrátt fyrir að ríkið hafi borgað yfir 30 milljarða í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) á síðustu þremur árum umfram lögbundin iðgjöld hafa heild- arskuldbindingarnar samt haldið áfram að aukast. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Pétri H. Blöndal al- þingismanni. Ríkissjóður ber ábyrgð á lífeyris- skuldbindingum í B-deild LSR, Líf- eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, Líf- eyrissjóðs alþingismanna og Lífeyrissjóðs ráðherra. A-deild LSR og séreignardeild LSR eiga að standa undir sér sjálfar, en ríkissjóður hefur hins vegar ábyrgst að hækka ið- gjaldagreiðslur í sjóðina ef eignir duga ekki fyrir lífeyrisskuldbinding- um. Í lok ársins 2000 námu lífeyris- skuldbindingar ríkisins 155,8 millj- örðum en áætlað er að þær hafi numið rúmum 177 milljörðum um síðustu áramót. Frá þessari upphæð dragast greiðslur sem inntar hafa verið af hendi umfram lögbundið iðgjald, en þær nema tæplega 34 milljörðum á síðustu þremur árum. Heildarskuld- bindingarnar um síðustu áramót námu því 143,1 milljarði. Skuldbind- ingarnar jukust um 3% á árinu þrátt fyrir að 16,7 milljarðar hafi verið greiddir í LSR á árinu umfram ið- gjöld. Helmingur fjárfestingar í hlutabréfakaup Pétur spurði líka hvernig þeim fjár- munum sem ríkissjóður hefur greitt í LSR á síðustu árum hefði verið varið. Í svarinu kemur fram að af þeim 30,5 milljörðum sem ríkissjóður hefur greitt í LSR og Lífeyrissjóð hjúkr- unarfræðinga á síðustu þremur árum hafa 5,7 milljarðar farið í kaup á rík- isskuldabréfum og 10,5 milljarðar í önnur skuldabréf. 4,1 milljarður fór í kaup á innlendum hlutabréfum og 10,2 milljarðar í erlend hlutabréf. Tæplega helmingur upphæðarinnar hefur því farið í kaup á hlutabréfum. Á síðasta ári voru gerðir gjaldmiðla- skiptasamningar til að draga úr gjald- miðlaáhættu og koma í veg fyrir að erlendar fjárfestingar LSR hefðu áhrif á gengi íslensku krónunnar. Alls voru gerðir samningar fyrir 3,5 millj- arða króna í þessu skyni. Fram kemur í svari fjármálaráð- herra að hrein raunávöxtun B-deildar LSR á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var 2,6%, en ávöxtunin var 2,17% árið 2000. Í svarinu kemur fram að slök ávöxtun og mikil hækkun dag- vinnulauna auki bakábyrgð ríkis- sjóðs. Lífeyrisskuldbindingar ríkisins hafa hækkað um 13–14% á ári síðustu ár Skuldbindingar námu 143,1 milljarði í árslok         !   # !  #!  $#    %  &   %  &  ' ' '% ' ' '         (   )  * +* LÖGREGLUYFIRVÖLD á Kefla- víkurflugvelli ætla að taka mun harðar á ólöglegum vopnainn- flutningi en gert hefur verið til þessa, í ljósi stóraukins innflutn- ings á ólöglegum vopnum til landsins síðastliðin 3 ár. Vopna- innflutningur varðar upptöku gripa og sektargreiðslum allt að 100 þúsund krónum. Síðastliðna 20 mánuði hefur 720 sinnum verið lagt hald á ýmiss konar ólögleg vopn sem flug- farþegar hafa verið með í fórum sínum. Er það tæpur fjórðungur af fjölda annarskonar haldlagn- inga á þessu tímabili. Vopnin hafa einkum verið í fórum barna og unglinga þótt aðrir aldurshópar hafi einnig komið við sögu. Lang- mestur hluti vopnanna, loftbyssur af ýmsum gerðum, er keyptur á Spáni þar sem aðgengi er auðvelt, en þaðan koma einkum loftbyssur og sverð, sem eru ólögleg hér- lendis samkvæmt vopnalögum. Fólki ekki vel kunnugt um lögleysuna Að sögn Sævars Lúðvíkssonar, fulltrúa sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli, virðist sem fólki sé ekki vel kunnugt um að loftbyssur séu bannaðar og kemur með þær til landsins í þeirri trú að um leik- föng sé að ræða. Í mörgum til- vikum er um að ræða stór- hættuleg vopn, enda eru sumar loftbyssurnar mjög öflugar. Að meðaltali hafa 10 loftbyssur verið teknar af farþegum í mánuði síð- astliðna 20 mánuði. Jafnmargir hnífar hafa verið teknir af fólki, s.s. ýmiss konar kasthnífar, auk margra sverða, handjárna, fót- járna og hnúajárna. Langflest hættulegustu vopn- anna, sem tollgæslan á Keflavík- urflugvelli leggur hald á, tengjast meintum fíkniefnasmyglurum og eru ætluð til nota meðal fólks í fíkniefnaheiminum. Dæmi eru um að ekta skammbyssur hafi verið teknar af farþegum. Hættulegustu vopnin eru í fórum farþega sem koma frá Amsterdam að sögn Kára Gunnlaugssonar, aðaldeild- arstjóra tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli. Meðal þess sem toll- gæslan sýndi blaðamönnum í gær var rafstuðbyssa sem gefur frá sér 150 þúsund volta straum. Tollgæslan segir þó að mestur fjöldi brota varði þó umgmenni sem gera sér yfirleitt ekki grein fyrir því að loftbyssur og áþekk vopn séu bönnuð. Vill Tollgæslan því brýna fyrir foreldrum að fylgj- ast vel með því hvort börn þeirra hafi slíkan varning undir höndum. Morgunblaðið/Ásdís Hluti þeirra vopna sem fundist hafa við leit á Keflavíkurflugvelli. Harðar tekið á ólögleg- um vopnainnflutningi Óvissa um framtíð Björns Bjarnasonar í ríkisstjórn Borgarstjóri afsalaði sér ekki þingmennsku DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir ekkert liggja fyrir um framtíð Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra í ríkisstjórninni, en Björn hefur sem kunnugt er lýst vilja til að vera í forystu fyrir Sjálfstæðis- flokknum í borgarstjórnarkosning- unum í vor. Hann minnir á að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hefði ekki afsalað sér þingmennsku 1994 fyrr en eftir að hún hafði verið kjörin borgarstjóri. „Björn er ekki formlega enn kom- inn í framboð. Framboðslistinn hef- ur ekki enn verið ákveðinn, en hann hefur lýst yfir vilja til að standa að slíku framboði og það er ljóst að það er mikill vilji hjá fulltrúaráðinu í Reykjavík fyrir því að hann verði þar í forystu. Ég minnist þess að þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór í borgarstjóraframboð á sínum tíma þá hélt hún þingsætinu allan tímann, væntanlega vegna þess að hún var að bjóða sig fram í áttunda sætið og ef hún yrði ekki borgarstjóri og þyrfti ekki að sinna borgarmálum gat hún haldið áfram í þinginu. Ég skil það svo að menntamálaráðherra ætli sér, hvernig sem fer, að sinna borgarmál- um sem borgarfulltrúi.“ Davíð sagði að framtíð Björns inn- an ríkisstjórnar og á þingi hefði ekki verið ákveðin. „Út af fyrir sig eru fordæmi fyrir því að menn hafi setið í þinginu og verið borgarfulltrúar. Ég gerði það og Albert Guðmundsson gerði það einnig.“ Skilafrestur framtala 25. mars LANDSMENN mega búast við því að fá skattframtölin send til sín í kringum mánaðamótin febr- úar/mars skv. upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Er það svipaður tími og í fyrra. Almennur skilafrestur á fram- tölum er til 25. mars nk. en þeir sem skila á rafrænu formi í gegn- um Netið hafa skilafrest til 8. apríl nk. 65% allra framtala í fyrra var- skilað með rafrænum hætti. FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. á Keflavíkurflugvelli hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur Sandgerðisbæ vegna of- greidds fasteignaskatts sem lagður var á vegna reikningsskekkju Fast- eignamats ríkisins. Sandgerðisbær hefur innheimt fasteignaskatta af flugstöðvarbygg- ingunni sem er innan bæjarmark- anna, á grundvelli fasteignamats sem Fasteignamat ríkisins gefur árlega út. Kom í ljós fyrir nokkru og er viðurkennt af Fasteignamati ríkisins, að matið var ranglega hækkað árið 1989 og hefur verið tæplega 37% of hátt þar til við end- urmat sem framkvæmt var á síð- asta ári. Flugstöðin hefur krafið Sand- gerðisbæ um endurgreiðslu vegna ofgreiddra gjalda á árunum 1989 til 2000 en eldri gjöld eru talin fyrnd. Nemur krafan tæplega 40 milljón- um króna. Flugstöðin höfðar mál gegn Sandgerðisbæ Krefst endur- greiðslu fast- eignaskatta  Krefjast/17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.