Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.02.2002, Qupperneq 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 19 UM áramótin urðu eigendaskipti að eignum Alþýðuskólans á Eiðum, þeg- ar Eiðar ehf. tóku formlega við eign- unum af sveitarfélaginu Austur–Hér- aði. Í stjórn Eiða ehf. sitja eigendur félagsins, þeir Sigurjón Sighvatsson og Sigurður Gísli Pálmason, auk Árna Páls Árnasonar lögmanns. Að hálfu eigenda Eiða hefur verið mörkuð sú stefna að skapa Eiðum sess sem alþjóðlegu mennta- og menningarsetri. Sett hefur verið á laggirnar nefnd sem verður eigend- um til ráðuneytis um framtíðar- stefnumörkun fyrir Eiða. Í nefndinni eiga sæti þau Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður, Vilhjálmur Einarsson, fyrrum skólameistari, Þórunn Sig- urðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Einar Örn Benediktsson fjölmiðlafræðingur, Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður, Ragnheiður Elín Árna- dóttir, aðstoðamaður fjármálaráð- herra, Steinar Berg Ísleifsson hljómplötuútgefandi, Steve Christer arkitekt, Freyr Einarsson kvik- myndagerðarmaður, Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunn- arsstofnunar á Skriðuklaustri, og Örnólfur Thorsson, sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands, sem jafn- framt er formaður. Nefndin hefur þegar haldið sinn fyrsta fund. „Að hálfu Eiða er lögð áhersla á að vandað verði sem kostur er til undirbúnings þeirrar starfsemi sem fram mun fara á Eiðum. Svanhildur Konráðsdóttir hefur tekið að sér að vinna frum- skýrlsu um starfsemi á Eiðum í sam- ráði við nefndina og gert er ráð fyrir að hún liggi fyrir um mánaðamót febrúar/mars. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að unnin verði nánari viðskipta- áætlun sem verði tilbúin á hausti komanda,“ segir í fréttatilkynningu frá eigendum. Gerður hefur verið samningur til þriggja ára við Flughótel um áfram- haldandi rekstur sumarhótels undir merkjum Hótels Eddu á Eiðum. Nýir eigendur tóku formlega við Alþýðuskólanum á Eiðum um áramótin Nefnd vinnur að framtíðar- stefnumótun Eiðar ♦ ♦ ♦ ÞÓ að þorrinn sé kaldur þessa dagana halda fururnar sínum dökkgræna lit eins og önnur barrtré og þar sem þær eru lífga þær upp á annars litfátæka jörðina sem bíður eftir vorinu. Á þessum árstíma, þegar kuldi og klaki eru allsráðandi, geta ýmsir smámunir lífgað upp á umhverfið eins og t.d. grýlukertabunkar sem myndast alls staðar þar sem vatn seytlar út úr bergi eða rörum og útbýr alls konar myndir sem geta verið fljót- ar að breytast í einhverja aðra mynd. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Andrés Pálmason virðir fyrir sér grýlukertin milli grænna furutrjáa. Grænn og kaldur vetur Fagridalur SVEITARSTJÓRN Norður-Héraðs samþykkti eftir tvær umræður að fækkað yrði í sveitarstjórn sveitarfé- lagsins þegar kosið verður til sveit- arstjórnar í vor. Nú eru sjö fulltrúar í sveitar- stjórninni en þeim verður fækkað í fimm. Ákveðið var að vera með sjö fulltrúa í sveitarstjórninni í fram- haldi af sameiningu þriggja hreppa sem nú mynda Norður-Hérað, Jök- uldals,- Hlíðar- og Tunguhreppa. Einnig var samþykkt að leggja niður hreppsráð, sem starfað hefur þetta kjörtímabil. Í hreppsráðinu voru þrír fulltrúar úr sveitarstjórn- inni sem funduðu milli sveitarstjórn- arfunda. Með því að fækka hrepps- nefndarmönnum í fimm er talið að stjórnsýslan verði öll skilvirkari auk þess sem það lækkar stjórnunar- kostnað. Samþykkt að fækka í sveitarstjórn Norður-Hérað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.