Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BLAÐ var brotið í baráttu Banda- ríkjamanna gegn alþjóðlegum hryðjuverkum í gær þegar hófust á Filippseyjum heræf- ingar sem bandarískir hermenn taka þátt í ásamt liðsmönnum fil- ippeyska stjórnar- hersins. Allt að sex hundruð Bandaríkja- menn taka þátt í æf- ingunum, flestir þeirra sérsveitar- menn, en þær fara fram í vel vörðum her- búðum í borginni Zamboanga í suður- hluta landsins. Er til- gangur æfinganna að undirbúa stjórnarher- inn fyrir það verk að takast á við samtökin Abu Sayyaf en þau halda nú í gísl- ingu tveimur Bandaríkjamönnum og filippeyskri hjúkrunarkonu á eynni Basilian. Bandarísku hermennirnir eru full- búnir vopnum en ekki stendur þó til að þeir taki beinan þátt í aðgerðum gegn Abu Sayyaf, að sögn banda- rískra stjórnarerindreka. „Ég vil segja við þá sem vilja íbúum Filipps- eyja ekkert nema illt og hafa í und- irbúningi hryðjuverk að við stjórn- arher landsins sé meira en fullfær um að ráða niðurlögum ykkar,“ sagði Robert Fitts, sendifulltrúi Bandaríkjanna þegar æfingarnar hófust í gær. Sagði hann að heræfingarnar væru hluti af baráttunni sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði skipulagt gegn hryðju- verkum og sem yrði háð víðs vegar um heiminn í samstarfi við bandamenn Bandaríkj- anna uns sigur væri unninn. Þátttaka Banda- ríkjahers í heræfingum filippeyska stjórnar- hersins er til marks um þá trú manna að helstu vígi alþjóðlegra hryðju- verkasamtaka, eins og al-Qaeda samtaka Sádí-Arabans Osama bin Laden, verði í framtíðinni í Suðaust- ur-Asíu. Uppljóstranir síðustu daga og vikur um umfangs- miklar ráðagerðir, sem m.a. fólu í sér að gera ætti árásir á bandarísk her- skip, fyrirtæki í eigu Bandaríkja- manna í Singapore og sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands, Ástralíu og Ísraels í löndum Suðaustur-Asíu þykja hafa rennt stoðum undir áhyggjur manna þar að lútandi. Angelo Reyes, varnarmálaráð- herra Filippseyja, segir að handtaka Indónesans Fathurs Rohmans al- Ghozi í Manila, höfuðborg Filipps- eyja, sýni og sanni að hópar manna í ríkjum Suðaustur-Asíu séu í sam- krulli við al-Qaeda-samtökin. „Ég held að eftir því sem við köf- um betur ofan í málin muni verða æ ljósara að ógnin, sem stafar af al- þjóðlegum hryðjuverkasamtökum, sé raunveruleg,“ sagði Reyes. Al-Ghozi, sem sagður er sprengju- sérfræðingur Jemaah Islam- iyah-samtakanna, var handtekinn eftir ábendingu frá yfirvöldum í Singapore en í kjölfarið voru síðan þrír filippeyskir samverkamenn al- Ghozi hnepptir í varðhald og hald lagt á mikið magn sprengiefna í Santos í suðurhluta Filippseyja. Sagði Reyes að al-Ghozi hefði við- urkennt aðild að nokkrum nýlegum hryðjuverkum, s.s. sprengjuárás 30. desember 2000 í Mindanao og Man- ila á Filippseyjum sem varð 22 að bana. Lúta yfirstjórn al-Qaeda Menn hafa einkum áhyggjur af því að öfgahópar reki umfangsmikla starfsemi í Malasíu, Indónesíu og Singapore en íbúar beggja fyrr- nefndu landanna eru að miklum hluta til íslamstrúar. Segja rann- sóknarmenn að hryðjuverkamenn- irnir í ríkjum Suðaustur-Asíu tengist allir innbyrðis undir regnhlíf Jem- aah Islamiyah en að þeir lúti yfir- stjórn forystumanna úr al-Qaeda sem séu í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Reyes sagði að hlutfall múslima á Filippseyjum væri minna en öfga- samtök hefðu sig þar samt talsvert í frammi. „Ég get t.d. nefnt Abu Sayyaf-samtökin sem hafa sýnt að þau hika ekki við að taka gísla, háls- höggva þá og hreykja sér af því,“ sagði Reyes. Varði hann þá ákvörðun stjórn- valda á Filippseyjum að fá aðstoð bandaríska hersins til þess verks að ráða niðurlögum Abu Sayyaf. Frá því snemma í desember hafa alls 13 verið handteknir í Singapore, 22 í Malasíu og fjórir á Filippseyjum í tengslum við rannsókn á starfi hryðjuverkasamtaka. Reiknað er með að fleiri handtökur fylgi í kjöl- farið en fundist hafa gögn sem gefa til kynna að net hryðjuverkamann- anna nái víða. Hefur m.a. verið lagt hald á tölvu- gögn, ljósmyndir og myndbönd af stöðum sem hryðjuverkamennirnir hafa hugsanlega ætlað að gera árásir á, hernaðarlandakort, nætursjón- auka, handbækur um sprengjugerð, auk mikils safns vopna. Voru skotmörkin sem fyrr segir mörg og margvísleg en tengdust í flestum tilfellum Bandaríkjunum með einum eða öðrum hætti. Rann- sókn á ráðagerðum hryðjuverka- manna í Singapore þykir t.d. hafa leitt í ljós að áform hafi verið uppi um hryðjuverk þar. Segja sérfræðingar að starfsemi og skipulagi al-Qaeda-sellunnar í Singapore svipi mjög til þess sem á daginn hefur komið um hryðju- verkamennina sem stóðu fyrir árás- unum á Bandaríkin 11. september sl. Liðsmenn sellunnar í Singapore munu t.d. hafa sótt þjálfunarbúðir í Afganistan og eytt miklum tíma í að skoða hugsanleg skotmörk sín vel og vandlega. Líklegt þykir að þeir hafi haft í hyggju að ráðast að mörgum skotmörkum samtímis en þó er ekki vitað hvenær þeir hugðust láta til skarar skríða. Fyrri áform þeirra miðuðust, að sögn stjórnarerindreka í Singapore, m.a. við árás á rútu sem notuð er til að ferja bandaríska sjó- menn milli borgarhluta. Yfirmenn al-Qaeda ku hins vegar hafa neitað heimamönnunum um leyfi til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Reuters Bandarískir og filippeyskir hermenn við athöfn er markaði upphaf æfinga í Zamboanga á Filippseyjum. Nýr kafli í baráttunni gegn hryðju- verkum 600 bandarískir hermenn taka þátt í þjálfun filippeyska stjórnarhersins Fathur Rohman al-Ghozi Zamboanga, Manila, Singapore. AFP, The Los Angeles Times. ’ Stjórnarherlandsins verður meira en fullfær um að ráða niðurlögum ykkar ‘ EINN af þekktustu ljósmyndurum heims úr röðum kvenna, Inge Morath, lést í New York í gær, 78 ára að aldri. Hún var jafnvíg á að myndavélina og pennann og rit- aði marga texta fyrir vin sinn, ljósmyndarann Ernst Haas. Morath giftist leikritaskáldinu Arthur Miller árið 1962 en áður hafði hún tekið ljósmyndir af Miller og Marilyn Monroe er leik- konan lék í kvikmyndinni The Misfits árið 1960. Miller sagði í gær að Morath hefði „laðað fram ljóðið“ í fólkinu og hlutunum sem hún tók myndir af. Morath neitaði að gerast nas- isti og var neydd til að starfa í vopnaverksmiðju í heimsstyrjöld- inni síðari en gerðist blaðamaður eftir stríð. Robert Capa bauð á sínum tíma Morath og Haas að vinna fyrir Magnum-ljósmynd- arasamtökin í París, skömmu eft- ir að þau voru stofnuð. Morath, sem var fædd 1923 í Graz í Austurríki, hóf að taka myndir í London 1951 og aðstoð- aði Henri Cartier-Bresson við heimildaöflun 1953–1954. Hún varð félagi í Magnum 1955 og ferðaðist næstu árin víða um heim til að taka myndir og skrifa greinar, þ. á m. í Evrópu, Norður- Afríku og Miðausturlöndum. Eftir að hún giftist Miller settist hún að í Bandaríkjunum og samstarf þeirra hjóna bar góðan árangur, hún tók myndir en hann ritaði fyrir hana texta og eru sum af ritum þeirra nú talin sígild. Hún sótti Sovétríkin heim en hóf árið 1972 að læra kínversku og fór í sína fyrstu af mörgum Kínaferð- um með Miller árið 1978. Þau hjón eignuðust eina dóttur. Morath var þekkt fyrir por- trett-myndir af ýmsu þekktu fólki, einnig eru frægar myndir sem hún tók á heimili Boris Past- ernaks og bókasafni Alexanders Púskíns, einnig myndir af svefn- herbergi Mao Tse Tungs. En sum- ar af bestu myndum hennar eru af óþekktu fólki á götunni. Reuters Inge Morath með eiginmanni sínum, Arthur Miller. Morath látin í New York KAÞÓLSKA kirkjan á Írlandi hefur samþykkt að greiða um 11 milljarða íslenskra króna í bætur til þeirra, sem beittir hafa verið líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í stofnunum á hennar vegum. Skýrði írska ríkis- stjórnin frá þessu í gær. Írska ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða það, sem upp á vantar, en talið er, að heildarbótakrafan sé ein- hvers staðar á bilinu 22 til 45 millj- arðar króna. Á þingi er nú verið að ræða stofnun sérstaks sjóðs í þessu skyni. Viðræður við fulltrúa kirkjunnar um hennar hlut í skaðabótunum hafa staðið í eitt ár en í tæp tvö ár hefur sérstök nefnd verið að kanna mis- notkun barna á írskum uppeldis- stofnunum allt frá árinu 1940. Hafa meira en 3.000 manns boðist til að bera vitni fyrir nefndinni. Nefndin var skipuð eftir að Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, bað fórnarlömbin afsökunar fyrir hönd þjóðarinnar í maí 1999 en þau búa flest á Írlandi og í Bretlandi. Auk þess hafa margir, sem nú búa utan landsteinanna, til dæmis í öðrum Evrópuríkjum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, gefið sig fram. Umfangsmikil lögreglurannsókn stendur nú yfir á sumum stærstu stofnununum og hafa meira en 20 manns í ýmsum kirkjufélögum verið fangelsaðir. Hafa sum þessara kirkjufélaga beðið fórnarlömbin af- sökunar en mörg þeirra hafa höfðað einkamál gegn viðkomandi stofnun- um. Um það samdist milli ríkis og kirkju, að tæki hún þátt í bótagreiðsl- unum, þyrfti hún ekki að óttast frek- ari málshöfðanir af þessu tagi. Þá fylgir það líka með, að taki einhver við bótum, þá skuldbindur hann sig til að falla frá málshöfðunum. Almenningur borgar Eamonn Walsh biskup, sem situr í sérstakri barnaverndarnefnd kaþ- ólskra biskupa, segir að kirkjan sé mjög örlát í greiðslum sínum en sam- tök þeirra, sem berjast gegn kynferð- islegri misnotkun, og stjórnarand- stæðingar á þingi, segja að hún hafi sloppið vel. Almenningur í landinu eigi ekki að borga fyrir misgerðir kirkjunnar manna. Virðing manna fyrir kaþólsku kirkjunni á Írlandi hefur minnkað mikið enda má segja að hvert hneykslismálið hafi rekið annað allan síðasta áratug. Eamonn Casey bisk- up varð uppvís að því 1992 að eiga óskilgetinn son í Bandaríkjunum og hafði hann greitt með honum af fé kirkjunnar. Flýði hann þá land og settist að í Suður-Ameríku. Finnst Írum raunar lítið til þessa koma nú enda fylgdu mörg á eftir miklu alvar- legri. Bannhelgin rofin Árið 1994 féll írska ríkisstjórnin vegna ásakana um að hún hefði huns- að kröfu um að presturinn Brendan Smyth yrði framseldur til Norður-Ír- lands þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað kórdrengjum. Var hann að lokum dæmdur í báðum ríkj- unum fyrir að hafa misnotað meira en 30 börn allt frá árinu 1958. Leiðtogar kirkjunnar viðurkenndu að þeir hefðu fyrir löngu vitað um ásakanirn- ar á hendur honum en kosið að færa hann á milli sókna fremur en að af- henda hann lögreglunni. Málið gegn Smyth varð til að rjúfa þá bannhelgi, sem hvílt hefur yfir þessum málum á Írlandi, og máls- höfðanirnar gegn kirkjunni urðu brátt að mikilli skriðu. Ein afleiðing þessa er sú að á síðustu árum hefur kirkjusókn minnkað ár frá ári. Misnotkun barna á kaþólskum stofnunum á Írlandi Kirkjan fellst á greiðslu skaðabóta Dyflinni. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.