Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 30

Morgunblaðið - 01.02.2002, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMTÍÐARUPPBYGGING LANDSPÍTALA AÐFÖR AÐ VERÐBÓLGUNNI Ríkisstjórn Íslands kynnti í gæraðgerðir til þess að stuðla aðlækkun vísitölu neysluverðs. Komugjald á dagvinnutíma á heilsu- gæslustöðvum verður lækkað og hækk- un komugjalda utan dagvinnutíma dreg- in til baka. Fastagjald til sérfræðilækna verður lækkað og hækkun á afnotagjöld- um ríkisútvarpsins um 7% verður dregin til baka. Samanlagt munu þessar að- gerðir lækka vísitölu neysluverðs í febr- úar um 0,14% en gjaldskrárhækkanir ríkisins um áramót hækkuðu janúarvísi- töluna um 0,16%. Jafnframt verður fallið frá hækkun áfengisgjalds en ekki var komin tíma- setning á þá hækkun. Þessar aðgerðir munu kosta ríkissjóð 750 milljónir króna miðað við heilt ár og eru heildaráhrifin til lækkunar vísitölunnar 0,2%. Frá því að Hagstofa Íslands kynnti 0,9% hækkun vísitölu neysluverðs milli desember og janúar hefur forysta ASÍ beitt sér fyrir því með virkum hætti að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki þátt í að berjast við verðbólgudrauginn. Ár- angurinn af þessu starfi ASÍ er veruleg- ur. Sveitarfélög hafa dregið gjaldskrár- hækkanir til baka og fyrirtæki lækkað vöruverð. Á ASÍ hrós skilið fyrir þetta framtak. Nú hefur ríkisstjórn Íslands staðið við fyrirheit sitt um að draga til baka að verulegu leyti þann hlut sem ríkið átti í hækkun vísitölu neysluverðs í janúar og gott betur. Því ber að fagna að ríkis- stjórnin hefur lagt sitt af mörkum til þess að samkomulag aðila vinnumarkað- arins frá lokum síðasta árs standi. Vísi- tala neysluverðs stóð í 221,5 stigum við síðustu mælingu en í samkomulagi aðila vinnumarkaðar er sett sem verðbólgu- viðmið að vísitala neysluverðs verði ekki hærri en 222,5 stig í maí. Standist sú for- senda ekki, eru launaliðir kjarasamn- inga uppsegjanlegir með þriggja mán- aða fyrirvara. Því má vísitalan ekki hækka nema um tæplega hálft prósentu- stig á næstu fjórum mánuðum svo ekki komi til uppsagnar kjarasamninga. Óhætt er að taka undir orð utanríkisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, frá því fyrr í mánuðinum að það skiptir höfuð- máli að það standi og miða aðgerðirnar nú að því að svo verði. Í dag mun Seðlabanki Íslands kynna verðbólguspá sína og eru væntingar um að hann muni einnig boða vaxtalækkun. Ljóst er að bankinn er undir miklum þrýstingi um að lækka stýrivexti í dag og verður fróðlegt að sjá hvort stjórn bank- ans telji það tímabært nú eins og flestir gera sér vonir um. Það væri mikilvægt framlag Seðlabankans til þeirra aðgerða sem rík samstaða er um í þjóðfélaginu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri segir að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla 7% hækkun á afnotagjöld- um RÚV komi ekki til með að hafa áhrif á rekstur ríkisútvarpsins á þessu ári. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra að stjórnvöld muni bæta RÚV upp hækk- unina með sérstakri fjárveitingu úr rík- issjóði. Ekki skal gert lítið úr rekstrar- vanda RÚV. Hins vegar hefði verið eðlilegra, þegar tekin var ákvörðun á sínum tíma um hækkun afnotagjalda, að knýja forráðamenn stofnunarinnar til róttækra sparnaðaraðgerða. Það á að gera nú áður en gripið er til sérstakra fjárveitinga úr ríkissjóði. Starfsnefnd um framtíðaruppbygginguháskólasjúkrahúss hefur nú skilað frá sér áliti þar sem lagt er til að öll starf- semi Landspítala - háskólasjúkrahúss verði á einum stað í framtíðinni. Af þeim þremur stöðum, sem verið hafa til athug- unar, leggur nefndin til að Hringbraut verði fyrir valinu, enda muni þar rísa þungamiðja þekkingar og rannsókna, svo vitnað sé í Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra. Hann lýsti yfir því um leið og hann kynnti tillögur nefndarinnar, sem hann skipaði í maí á liðnu ári, að hann hefði þegar gert þær að sínum og yrði næsta skrefið að kynna málið í ríkisstjórn og fá heimild til að skipa starfshóp til að undirbúa frekari vinnu. Starfsnefndin kannaði fjóra kosti, tvær útfærslur af því hvernig byggja mætti spítalinn upp við Hringbraut og framtíð- arstæði í Fossvogi annars vegar og á Víf- ilsstöðum hins vegar. Hallaðist nefndin helst að kosti, sem nefndur er Hringbraut II. Þar er gert ráð fyrir því að meginupp- bygging fari fram á suðurhluta lóðarinnar við Hringbraut en núverandi mannvirki verði notuð að mestu óbreytt á norður- hlutanum. Áætlaður kostnaður við þann kost er 31,1 milljarður, sem er rétt rúm- um milljarði meira en sá kostur, sem nefnist Hringbraut I og gerir ráð fyrir meiri uppbyggingu á norðurhluta lóðar- innar. Sýnu meiri kostnaður yrði við upp- byggingu í Fossvogi og á Vífilsstöðum eða 38,6 milljarðar og 40,2 milljarðar. Öllum þeim kostum, sem ræddir hafa verið, fylgja bæði kostir og gallar. Í Foss- vogi og á Vífilsstöðum er mikið land og svigrúm. Það kann að vera þrengra um sjúkrahússtarfsemina við Hringbraut, en þar eru þó einnig miklir möguleikar. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir því að hafa starfsemina á einum stað var rak- inn í Morgunblaðinu í gær. Nefndin telur að þannig aukist skilvirkni þegar spítal- inn verði allur á afmörkuðu landsvæði, það komi sjúklingum til góða að geta gengið að allri þjónustu á einum stað, samvinna innan sérgreina og milli þeirra eflist, meiri árangur náist í faglegu starfi og samþjöppun sérþekkingar leiði til betri þjónustu við sjúklinga, meiri virkni í vísindastarfi og markvissari kennslu heil- brigðisstétta. Í skýrslu nefndarinnar um þá niðurstöðu að sjúkrahúsið eigi að vera við Hringbraut segir að aðgengi verði gott að loknum fyrirhuguðum fram- kvæmdum, lóðin liggi vel við almennings- samgöngum auk þess sem fyrirhugað sé að reisa umferðarmiðstöð í næsta ná- grenni og nálægð við Háskóla Íslands, sem hyggist efla mjög vísindi og rann- sóknir, veiti kennslu- og fræðahlutverki Landspítala - háskólasjúkrahúss stuðn- ing og efli samtímis þjónustu við sjúk- linga. Talað er um mikla möguleika á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu. Allt eru þetta sannfærandi röksemdir. Um leið er mikilvægt að komin sé nið- urstaða. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð sjúkrahúsmála á höfuðborg- arsvæðinu, enda skiptir hún máli fyrir landið allt. Nú er aflétt ákveðinni óvissu. Því má hins vegar ekki gleyma að fram- kvæmdatími við þann kost, sem nefndin valdi, er 14 ár og það er ugglaust nokkuð í það að framkvæmdir hefjist. Það þarf því að tryggja að á meðan á framkvæmdum stendur verði ekki slakað á kröfum hjá þeim stofnunum, sem þegar þar að kemur munu flytja starfsemi sína að Hringbraut, en um leið verði, eins og heilbrigðisráð- herra hyggst kappkosta, allar ákvarðanir teknar í samræmi við þessar tillögur. KOLBRÚN Halldórsdótt-ir, þingmaður Reykvík-inga, er fyrsti flutnings-maður þingsálykt- unartillögu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, en að henni standa þó allir þingmenn flokksins. Í henni felst að Alþingi álykti að fram skuli fara þjóðaratkvæða- greiðsla um framtíð hálendisins norðan Vatnajökuls. Kjósendur geti valið milli tveggja kosta, annars vegar núverandi áforma um Kára- hnjúkavirkjun með virkjun Jökuls- ár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal ásamt tilheyrandi stíflum, vatna- flutningum, veitum og öðrum tengdum framkvæmdum, og hins vegar frestun ákvarðana um fram- tíðarnýtingu svæðisins uns tekin hefur verið afstaða til verndunar þess og stofnunar þjóðgarðs með einu stærsta ósnortna víðerni Evr- ópu. Einnig liggi þá fyrir endanleg rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma með flokkun virkj- anakosta, stefnumótun um framtíð- arskipan orkumála og áætlun um orkunýtingu til lengri tíma. Gerð er tillaga um að atkvæða- greiðslan fari fram samhliða sveit- arstjórnarkosningum 25. maí 2002. Dómsmálaráðherra setji nánari reglur um atkvæðagreiðsluna í samráði við allsherjarnefnd, um- hverfisnefnd og iðnaðarnefnd Al- þingis. Heimilt verði að verja allt að 20 millj. kr. til að kynna þau meg- insjónarmið sem um verði kosið og skal upphæðinni skipt jafnt milli málsvara fyrrgreindra meginsjón- armiða enda sé um að ræða heildar- samtök eða samstarfsvettvang aðila sem deila sjónarmiðum í málinu. Mestu framkvæmdir sem ráð- gerðar hafa verið hérlendis Kolbrún mælti fyrir tillögunni með þeim orðum að nái hún fram að ganga fari samhliða sveitarstjórn- arkosningum fram þjóðaratkvæða- greiðsla um mestu framkvæmdir sem ráðgerðar hafi verið hérlendis og hafa myndu óafturkræf áhrif á náttúru landsins á stóru svæði. Að baki liggi harðar deilur um Kára- hnjúkavirkjun og hugmyndir um aðrar virkjanir á þessu svæði og úr- skurður umhverfisráðherra frá 20. desember sl. sem flestir viðurkenni að byggður sé á „þröngum pólitísk- um viðhorfum“. Sagði hún fjölmargar ástæður renna stoðum undir þá hugmynd að frekari framvinda málsins verði ráðin í lýðræðislegri atkvæða- greiðslu sem allir atkvæðisbærir landsmenn geti tekið þátt í. „Sam- hliða sveitarstjórnarkosningum innan fárra mánaða gefst kostur á að framkvæma slíka atkvæða- greiðslu án mikils umstangs og til- kostnaðar og áður en fyrirhugað er að teknar verði ákvarðanir um framkvæmdir.“ Vísaði hún einnig til þess að með úrskurði sínum hefði umhverfisráð- herra hafnað því að taka afstöðu til hugmyndarinnar um stofnun þjóð- garðs norðan Vatnajökuls og einnig hafnað alfarið kröfunni um það að landið, sem færi undir fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun, verði metið til fjár með þeim aðferðum sem hag- fræðingar hafa þróað til slíkra nota og kallaðar eru skilyrt verðmæta- mat. „Kannanir, sem gerðar hafa verið um afstöðu almennings til Kára- hnjúkavirkjunar, hafa sýnt að and- stæðar skoðanir eru uppi um fram- kvæmdina og að þjóðin skiptist í fylkingar í afstöðu sinni,“ sagði Kol- brún ennfremur og sagði ljóst að al- menningur láti sig þessi mál miklu skipta. Hér væri um óafturkræfar aðgerðir að ræða sem kæmu til með að hafa áhrif löngu eftir daga þeirra sem nú bera ábyrgð á náttúru Ís- lands og byggja íslenskt samfélag. „Flutningsmenn tillögunnar eru andvígir stóriðjuáformum ríkis- stjórnarinnar og byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og hafa ítrekað gert grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Í ljósi eðlis þessa máls og hversu afdrifarík niðurstaða í því getur orðið fyrir nútíð og komandi kynslóðir telja flutningsmenn full rök standa til að gefa öllum kosn- ingabærum mönnum tækifæri til að taka afstöðu til framhalds þess í al- mennri atkvæðagreiðslu. Með kosningunni yrði tryggt að ekki yrði af byggingu Kárahnjúkavirkj- unar í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar,“ sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir ennfremur í framsögu- ræðu sinni. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, vitnaði í gamlan afrískan málshátt sem orðið hefur fleygur um heim allan á síðari árum í tengslum við vakningu í um- hverfismálum og gengur út á að minna okkur á að við höfum ekki erft jörðina frá forfeðrum okkar, heldur höfum við hana að láni frá börnum okkar. „Og það sem maður hefur að láni, því á maður að skila aftur jafngóðu,“ sagði hann. Sagði hann vilja Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs standa til þess að leggja hin gríðarstóru, um- deildu og afdrifaríku áform um stórvirkjun á hálendinu norðan Vatnajökuls í dóm þjóðarinnar sjálfrar og landsmönnum verði gef- inn kostur á að kynna sér betur helstu staðreyndir málsins gegnum málflutning talsmanna meginsjón- armiða í málinu. Þannig verði lýð- ræðið virkjað beint og milliliðalaust og þjóðin taki sjálf af skarið um framhaldið. Umhverfisráðherra andvígur tillögu um þjóðaratkvæði Siv Friðleifsdóttir (B) umhverf- isráðherra sagðist ekki telja eðli- legt að samþykkja tillöguna og nefndi hún fjórar ástæður helstar fyrir þeirri afstöðu sinni. Í fyrsta lagi væru valkostirnir sem kjósa ætti um óskýrir, í öðru lagi teldi hún tillöguna óþarfa þar sem líkur væru á pólitískri samstöðu um virkjana- heimild til Kárahnjúkavirkjunar þegar alþingismenn greiði um hana atkvæði síðar á þessu þingi. Í þriðja lagi benti hún á að sú framkvæmd sem um ræddi væri ekki ný af nál- inni og gert hefði verið henni í svæðisskipulagi m isins um nokkurra ára s allt frá síðasta kjörtímabili almenningur haft „einstak an aðgang“ að ákvarða tengslum við þessi verke aðgang en tíðkist gagnva stjórnvaldsákvörðunum. B á að margir hefðu nýtt sér komu og sent inn athuga ýmsum stigum sem tekið h ið mark á. M.a. hafi þær margra af þeim skilyrðum ist hafi í úrskurði umhv herra þar sem fallist var á ismat virkjunarinnar. Flokkssystir umhverfisr Valgerður Sverrisdóttir ráðherra, lýsti sig einnig megininntaki tillögu grænna. Sagði hún allt t ætlunin sé að fórna hálend úr lausu lofti gripið, enda armál lóna Kárahnjúkav ekki nema 66 ferkílómet vart gæti talist stór hluti a þúsund ferkílómetrum sem ið teldi. „Við munum áfr stærstu ósnortnu víðerni í sagði hún. „Orð mín má ekki skilja að ég vantreysti þjóðinni e niðurstöðu hennar. Tilla Útvarpsumræða á Alþingi í gær um þjóðaratkv Þjóðin fái að lá sitt í þjóðaratkv Skiptar skoðanir komu fram í umræðu um þingsályktunartillögu Vinstri grænna um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í gær. Í til- lögunni er gert ráð fyrir að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð há- lendisins norðan Vatnajökuls, þar sem m.a. er áformað að reisa Kárahnjúkavirkj- un og mynda uppistöðulón. Kolbrún Halldórsdó STEINGRÍMUR J. Sigfúss maður Vinstri grænna, va aður af Halldóri Blöndal, f Alþingis, fyrir ummæli sem lét falla um Össur Skarphé formann Samfylkingarinn ræðunni um framtíð hálen norðan Vatnajökuls á Alþi gær. Steingrímur hafði í ræð beinni útsendingu útvarps varps sagt þetta um afstöð urar Skarphéðinssonar til hnjúkavirkjunar: „Ég verð segja alveg eins og er, her seti, að mér fannst formað fylkingarinnar með málflu sínum hér áðan gera sig en anlega að skoffíni í umfjöl þetta mál, eins og hann sti unum upp.“ Forseti Alþingis beið me sínar þar til útsendingu í ú var lokið, en sagði þá að þ Formaðu ur fyrir u

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.