Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ottó Ryel fæddistá Akureyri 1. júní
1921. Hann lést á
Landakotsspítala í
Reykjavík 25. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Gunn-
hildur og Balduin
Ryel, kaupmannshjón
á Akureyri. Gunn-
hildur fæddist í Pálm-
holti í Eyjafirði 25.7.
1894 en lést í Reykja-
vík 12.6. 1987. Baldu-
in Ryel fæddist í Vor-
dingborg í Danmörku 14.8. 1881
og lést í Reykjavík 12.12. 1963.
Ottó var næstyngstur sex barna
þeirra hjóna. Systkini hans eru: 1)
Herluf Ryel, skipasmiður, f. 3.7.
1913 á Akureyri, d. 9.10. 1993 í
Reykjavík. Kona hans var María
Erdmenger frá Þýskalandi, f.
22.12. 1911 og d. 30.12. 1990. Her-
luf átti einn son, Steen Frost Han-
sen, f. 1939, d. 1992. 2) Erna Ryel,
vefari, f. 8.8. 1914 á Akureyri, d.
24.5. 1974 í Reykjavík. Maður
hennar var Stefán Jónsson, f.
16.10. 1913, d. 11.3. 1989. Sonur
þeirra Stefán Örn, f. 1947. 3) Rich-
ardt Ryel, stórkaupmaður, f.
18.10. 1915 á Akureyri, d. 2.10.
1993 í Kaupmannahöfn. Kona hans
Helga Christine Aalling, f. 12.9.
1924. Börn þeirra:
Sólveig, f. 1951, Ás-
dís, f. 1952, Kjartan,
f. 1955, d. 1990, Mar-
grét, f. 1956. Fyrir
hjónaband átti hann
eina dóttur, Gunn-
hildi f. 1945. 4) Val-
borg Ryel, snyrti-
fræðingur, f. 1.8.
1917, d. 29.7. 1957 á
Akureyri. 5) Hjördís
Ryel, iðjuþjálfi, f. 4.2.
1928 á Akureyri.
Maður hennar Geir
Ólafsson, f. 22.2. 1909, d. 24.8. 1998
í Kaupmannahöfn. Sonur þeirra
Björn Ryel Olafsson, f. 1955.
Ottó ólst upp í foreldrahúsum á
Akureyri, gekk í barnaskólann þar
og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Akureyrar 1940. Hann
fór til náms hjá Hindsberg í Kaup-
mannahöfn árið 1946 og lauk námi
þar tveimur árum síðar sem hljóð-
færasmiður og fékk meistarabréf í
þeirri grein 1955 og varð það að-
alstarfsgrein hans síðan. Hann
vann einkum við hljóðfærastilling-
ar á píanóum og flyglum en greip
einnig í önnur hljóðfæri ef þörf var
á.
Útför Ottós fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Einn af fjársjóðum æskuminning-
anna er bronsmedalía í kúluvarpi sem
ég bar við hátíðleg tækifæri og var
mjög dulur og fámáll um þegar ég var
inntur eftir hvar ég hafði unnið til
hennar. Hún hafði sín áhrif þar sem
þeirra þurfti með.
Ottó frændi minn gaf mér hana,
sagðist eiga nóg af þessu. Ég hef ekki
lagt mig sérstaklega eftir kúluvarpi
síðan, þurfti þess ekki, ég átti medal-
íuna.
Hann var þéttur á velli, hann móð-
urbróðir minn, þegar hann var upp á
sitt besta, var svo sem ekkert að hafa
orð á því og brosti frekar þegar maður
vildi gera mikið úr og t.d. hafa gagn af
í valdatafli götunnar. Hann var ófáan-
legur til að hnykla einu sinni brýnnar,
hvað þá vöðvana. og hló bara. Ég bjó
býsna vel að frændum í æsku hvað
stærð og krafta áhrærði en þeir voru
vita gagnslausir þegar á þurfti að
halda og til átti að taka.
Ottó fæddist á Akureyri, hálfur
Dani, fjórðungur Norðmaður og fjórð-
ungur Íslendingur.
Foreldrar hans áttu stórt og mynd-
arlegt hús í Innbænum á Akureyri,
byggðu það af framsýni og smekkvísi
og þar ríkti gestrisni og mikil glað-
værð.
Þau buðu m.a. til sín nemendum í
MA til vetrardvalar og í slíkum nem-
endaskiptum var Ottó nokkur sumur á
unglingsárum sínum í Vigur í Ísafjarð-
ardjúpi. Þegar Vigur og Vigurfólkið
bar á góma kom einhver hafblá heið-
ríkja yfir svipinn, allar voru þær sögur
og minningar hlýjar og skemmtilegar,
ekki laust við að veiðiblikið hafi birst í
augunum um leið og sagan af lunda-
kippunum tveimur, með hundrað
lundum í hvorri, á öxlunum á leiðinni
heim úr bjarginu og hann stóð meðan
hinir fleygðu sér niður til hvíldar á
miðri leið. Það borgar sig ekki að setj-
ast, sagði veiðimaðurinn.
Að loknu gagnfræðaprófi þurfti að
ákveða stefnuna, iðnina helst. En
veiðimaðurinn og kúluvarparinn var
líka liðtækur spilamaður, spilaði á
nikkuna á böllum, á píanó og hvað sem
var og virtist hafa það í fingrunum eða
eyrunum eða einhvers staðar þar á
milli.
Svo útkoman varð fyrst hljóðfæra-
stillingar og síðar hljóðfærasmíði og
það varð ævistarfið og það sem hann
gerði betur en flestir aðrir – að finna
hina réttu tóna og stilla þá saman.
Síðustu árin urðu á margan hátt erf-
ið, langar dvalir á sjúkrahúsum, tví-
sýnar aðgerðir, en alltaf var bitið á
jaxlinn og tekið á móti af öllu afli. Med-
alíurnar höfðu ekki komið af sjálfu sér.
Ein til eða frá skipti ekki máli.
Stefán Örn Stefánsson.
OTTÓ
RYEL
✝ Magnús WíumVilhjálmsson
fæddist 25. janúar
1920 í Tungu v/
Laugaveg í Reykja-
vík. Hann lést á Elli-
heimilinu Grund 24.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sigríður Júlía Hansví-
umdóttir húsmóðir, f.
á Maríubakka á Síðu í
V-Skaftafellssýslu 14.
júlí 1878, d. 31. júlí
1937, og Vilhjálmur
Kristinn Stefánsson
bifreiðastjóri, f. í Norðurkoti,
Grímsnesi 23. nóvember 1888, d. 9.
júní 1974. Systkini Magnúsar eru
Kristinn, Hjörtur, Karl og Hans,
sem eru látin, en eftir lifa Gústa,
Hörður og Viktoría.
Magnús kvæntist 6. september
1947 Sigfríði Pálmarsdóttur, f. í
Reykjavík 4. desember 1922, d. 12.
júní 2000. Foreldrar hennar voru
Anna Guðbjörg Helgadóttir hús-
móðir, f. 11. september 1898, á
bænum Kópavogi, d. 11. október
1969, og Jón Pálmar Sigurðsson
rafvirki, f. á Berustöðum í Holtum í
Rangárvallasýslu 7. apríl 1895, d.
18. maí 1978. Magnús
og Sigfríður eignuð-
ust fjögur börn: Sig-
urlínu Júlíu, f. 23. júlí
1948, maki Magnús
Brimar Jóhannsson,
f. 18. júní 1947, og
eiga þau Magnús
Brimar, Sunnu Krist-
ínu og Jóhann Pétur;
Pálmar Kristin, f. 19.
september 1954,
maki Kristín Þor-
steinsdóttir, f. 20.
ágúst 1962, d. 14.
apríl 2000, þeirra
dætur eru Hólmfríður Hulda, Sig-
fríður Arna, Jóhanna Wíum og
Ingibjörg Anna; Dagnýju, f. 12.
mars 1957, maki Agnar Kárason, f.
14. desember 1957, og eiga þau
Diljá, Arnar og Aron; Axel Wíum,
f. 19. febrúar 1963, maki Sigur-
björg Kristín Jónsdóttir, f. 27.
ágúst 1967.
Magnús ólst upp á Grímsstaða-
holtinu í Reykjavík og bjó alla ævi í
næsta nágrenni við það, síðast í
Skerjafirði.
Útför Magnúsar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku afi.
Ég veit að þú varst búinn að vera
að bíða eftir að fá hvíldina í eitt og
hálft ár, eða alveg síðan amma dó, og
nú loksins færðu að hitta ömmu aft-
ur. Okkur krökkunum var sagt að
það færi að styttast í þetta hjá þér og
ég hélt að ég væri búin að búa mig
undir þetta, en það er mjög erfitt að
búa sig undir dauða manns sem mað-
MAGNÚS WÍUM
VILHJÁLMSSON
ur dáði svona mikið. Ég þekkti ykkur
ömmu örugglega öðruvísi en aðrir
krakkar þekkja ömmu sína og afa, ég
er búin að búa í næsta húsi við ykkur
síðan ég var fjögurra ára og kom til
ykkar á hverjum degi til að njóta fé-
lagsskapar fólks sem hafði alltaf
áhuga á að heyra það sem maður
hafði að segja, sama hversu ómerki-
legt það var.
Ég á bara yndislegar minningar
um ykkur, þið eruð virkilega bestu
amma og afi sem nokkur getur hugs-
að sér að eiga.
Skilaðu kveðju minni til ömmu.
Hvíl í friði.
Þín
Diljá.
Okkur langar til að minnast vinar
okkar Magnúsar Wíum með sérstöku
þakklæti fyrir allar glaðværu sam-
verustundirnar sem við áttum með
þeim hjónum Magnúsi og Sigfríði
(Bíbí) á Baugatanga 7.
Þótt heilsan væri farin að bila síð-
ustu árin voru þau ætíð glöð heim að
sækja, enda höfðu þau frá mörgu að
segja og minni Magnúsar um menn
og málefni var alveg frábært. En
þegar dauðinn sótti að og Magnús
stóð eftir fullur hryggðar og trega
var mælirinn fullur og hinn ötuli og
glaðværi vinur okkar fór að feta sig
síðustu sporin.
Eitt sinn áttum við fjögur leið sam-
an til Kanarí, en Magnús leigði sér
ætíð bíl er hann dvaldi þar. Hann
bauð okkur margsinnis í bíltúr, víðs
vegar um eyjuna enda þekktu Magn-
ús og frú þar vel til og sögðu okkur
hvar best væri að kaupa ávexti,
herraföt, efni til hannyrða o.fl. Þetta
voru góðir dagar sem við minnumst
með þakklæti. Oft hefur það glatt
okkur að elskuleg dóttir þessara
góðu hjóna er tengdadóttir okkar.
Blessuð sé minning Magnúsar Wíum.
Jónína Kristjánsdóttir,
Sigfús Kristjánsson.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
"
+567+
,(1 ! -#
+ 2 !
#$
%
$
#
&
'(! ( (
(#)
(
)
(*
+,--
68 9$ !. 2""# 314 + :"2
; +$ !. 2""# $+ ! 2
" !. 2"2
+: !. 2""# !314 ( 2"2
+ !. 2"2 0
"#
3 34 #3 3 34 $
.! / % #
%
#
(%< +
#! 2=
01
2 $> ""# !1 "2
> % 1#+ 2 "34
268 "2
!. 2""# ?14 "2
@ !. 2""# 0!( "
68 !. 2""# $
"
@%5+
< +
#
" %
0-
'(! ( (
(# )
(
(*
+,--
+ "1, "2
* " "1, ""# < 8+ ! 2
;"% 1 "1, "2 + ! *
""#
"3 "1, "2 +A. 2 +A. 2""#
+ "1, ""# ' 0( !2
4;" "1, "2 + ! $+ , ""#
2"( "1, "2 ;". 2""#
3 34 #3 3 34 $
<
7+5*
+
(B
5" !
,! - . "
,+. !1 4 C
%
(# 1
(
(*
+,--
< :"2 ( . 2""#
22< :"2 + , * ""#
*- < :""# (2 *- "2
% 1< :"2 ! + 314 ""#
3 34 #3 3 34 $
"
(
(
( *
<$+++ 9 " 3 D
2
#2
( 2
(
( %
0-
' 0# 2"2
+ ($ !1 ""#
0 !1 "2
($, "#
( 214 !1 "2
""#
#3 34 $