Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 47

Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 47 TÆKNISKÓLI Íslands útskrifaði 166 nemendur laugardaginn 26. janúar síðast liðinn, langfjölmenn- asta hópinn frá upphafi. Nem- endur voru frá öllum 6 deildum skólans, þ.e. frumgreinadeild, byggingadeild, heilbrigðisdeild, rafmagnsdeild, rekstrardeild og véladeild. Útskriftin fór fram í Grafarvogskirkju. Rekstrardeild er stærsta deild Tækniskólans og þaðan voru út- skrifaðir alls 107 nemendur. Þar af voru 61 með diploma ýmist af rekstrar-eða markaðssviði og einn sem lauk prófi af báðum sér- sviðum. Námið tekur tvö ár. Einn- ig útskrifuðust 46 nemendur með B.Sc. gráðu, þar af 15 vörustjórn- unarfræðingar og 31 alþjóðamark- aðsfræðingur. Frumgreinadeild TÍ útskrifaði 11 nemendur með raungreina- deildarpróf sem veitir þeim rétt til frekara náms á háskólastigi, hér- lendis sem erlendis. Tveir nemendur, Magnús Krist- inn Sigurðsson og Stefán Ómar Sigurðsson, fengu viðurkenningar fyrir mjög góðan námsárangur í deildinni. Frá byggingadeild útskrifuðust 15 nemendur. Af þeim eru 8 bygg- ingatæknifræðingar og 7 sem lokið hafa námi í byggingaiðnfræði, þar af 2 sem byggingaiðnfræðingar. 5 iðnaðartæknifræðingar út- skrifuðust með sérhæfða B.Sc. gráðu ýmist á sviði þróunar og sjálfvirkni eða á sviði iðn- vörumarkaðs. Frá rafmagnsdeild luku 6 rafiðnfræðingar prófi og úr véladeild luku 12 manns námi, 7 véliðnfræðingar, 2 orkutæknifræð- ingur og 3 véltæknifræðingar. Frá heilbrigðisdeild útskrifuðust 12 meinatæknar. Tók einn úr þeirra hópi lokaverkefni sitt, sem Nordplus nemandi, við Malmö Högskola og 8 unnu lokaverkefni sín á rannsóknastofum utan sjúkrahúsanna. Viðurkenningar veittar Jóhannes Benediktsson formað- ur Tæknifræðingafélags Íslands færði nýjum tæknifræðingum við- urkenningu félagsins fyrir loka- verkefni og hagnýtt gildi þeirra. Einar Rafn Guðmundsson og Steinar Jens Gíslason, véltækni- fræðingar, hlutu viðurkenningu TFÍ fyrir verkefni sitt „Ísgámur með sjálfvirkum losunarbúnaði“ sem og byggingatæknifræðing- arnir Birgir Leo Ólafsson fyrir lokaverkefni sitt „Brú yfir Ölfusá, þrír valkostir“ og Sævar Þór Ólafsson fyrir lokaverkefnið „Magnskrúfan, – prófanir og notk- unarmöguleikar“. Forstjóri Iðntæknistofnunar, Hallgrímur Jónasson, afhenti verð- laun og viðurkenningu fyrir loka- verkefni í iðnrekstrarfræði. Þær Anna Karen Arnarsdóttir, Auður Kristín Þorgeirsdóttir og Guðfinna Helgadóttir hlutu þau fyrir mark- aðsverkefni sem unnið var fyrir Sláturfélag Suðurlands. Þær könn- uðu stöðu 1944 réttanna á neyt- endamarkaði. Fulltrúi SS færði þeim einnig viðurkenningu fyr- irtækisins. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenti þeim Ingólfi Péturssyni og Kristjáni Kristjánssyni farand- styttu og viðurkenningarskjal fyrir hagnýtt gildi lokaverkefnis í vöru- stjórnun sem þeir unnu fyrir Aust- urbakka en frá fyrirtækinu kom Ágúst Þórðarson, aðstoðarforstjóri og færði þeim þakkir fyrirtæk- isins. Verkefnið heitir „Vöru- stjórnun og hagkvæmni strika- merkja“. Útflutningsráð veitir nýjum alþjóðamarkaðsfræðingum farandbikar og viðurkenningu fyr- ir vel unnið lokaverkefni. Jón Ás- bergsson, framkvæmdstjóri Út- flutningsráðs, sá um afhendinguna til þeirra Hildar Helgu Lúth- ersdóttur og Þórhalls Há- konarsonar fyrir verkefni þeirra „Innkoma Össurar á Kínamarkað“. Frá Össuri kom Kolbeinn Björns- son, sölu- og markaðsstjóri og þakkaði þeim fyrir hönd fyrirtæk- isins. Allir nemar rekstrardeildar hlutu jafnframt viðurkenningu og styrk frá deildinni. Morgunblaðið/Ómar Tækniskólinn útskrifaði 166 nemendur í Grafarvogskirkju laugardaginn 26. janúar 2002. Brautskráning frá Tækniskóla Íslands Friðun hrygningarþorsks Í korti með frétt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um veiðibann vegna friðunar hrygningarþorsks kom ranglega fram að allar veiðar innan 3ja sjómílna frá Gjögurtá aust- ur um að Stokksnesi, innan 3ja sjó- mílna við Grímsey og í Ísafjarðar- djúpi, bannaðar frá 15. apríl til 21. apríl. Hið rétta er að veiðar á um- ræddum svæðum eru bannaðar frá 15. apríl til loka aprílmánaðar og leiðréttist það hér með. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT FRÆÐSLUFUNDIR verða haldnir á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni í Ásgarði, Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borg- ara og nágrenni, sem hér segir: Laugardaginn 9. febrúar kl. 13.30. Minnkandi heyrn hjá öldruðum, flytjandi, Hannes Petersen yfirlæknir Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi og íslenskar lækningajurt- ir, flytjandi, Sigmundur Guðbjarnason, prófessor Há- skóla Íslands. Laugardaginn 16. mars kl. 13.30. Krabbamein í brjóstum eldri kvenna, flytj- andi, Helgi Sigurðsson, yfir- læknir Landspítala – háskóla- sjúkrahúss v. Hringbraut, og Alzheimer-sjúkdómar og minn- istap, flytjandi, Jón Snædal, yf- irlæknir Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, Landakoti. Laugardaginn 13. apríl kl. 13.30. Hóprannsóknir á vegum Hjartaverndar, flytjandi, Vil- mundur Guðnason, forstöðu- læknir Hjartaverndar. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 300 og er kaffi innifalið. Allir velkomn- ir, segir í frétt frá Fræðslu- og kynningarnefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Fræðslu- fundir fyrir aldraða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá menntahópi Samtaka atvinnulífsins: „Menntakerfið er ein af megin- stoðum atvinnulífsins og þess vegna til baga að lengd grunn- og fram- haldsskóla sé ósambærileg við helstu samkeppnislönd okkar. Aukin hag- ræðing í menntakerfinu er mikil- vægur liður í að auka alþjóðlega samkeppnishæfni skóla og fyrir- tækja. Samtök atvinnulífsins hafa bent á það í áhersluatriðum sínum að fækka beri grunnskólaárum í níu og fram- haldsskólaárum í þrjú og að tíma- bært sé að innleiða samkeppnishugs- un í skólakerfið, gera árangur skóla sýnilegan og bjóða út rekstrarþætti á grundvelli gæða. Menntahópur SA fagnar þess vegna því framtaki VR að fá Hag- fræðistofnun HÍ til að vinna skýrslu um styttingu grunn- og framhalds- skóla. Skýrslan styður við það sam- eiginlega álit samtakanna að ríki og sveitarfélögum beri að hefja vinnu við að hagræða í skólakerfinu.“ SA vilja styttingu í skólakerfinu NÁMSKEIÐ um leikritun hefst hjá Endurmenntunarstofnun HÍ þriðju- daginn 5. febrúar. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Þjóðleikhúsið og er ætlað öllum sem hafa áhuga á því að skrifa fyrir leikhús. Aðalkennarar eru Karl Ágúst Úlfsson leikari, Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur, Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og Hlín Agnarsdóttir leikskáld og leik- stjóri. Þá munu leikarar Þjóðleik- hússins, í samvinnu við höfunda og kennara, túlka þá leiktexta sem verða til í verklegum æfingum. Einn- ig fá þátttakendur tækifæri til að vera viðstaddir æfingar í Þjóðleik- húsinu og ræða við ýmsa þá sem koma að uppsetningu leiksýningar. Kennt verður tíu kvöld og lýkur námskeiðinu 9. apríl. Frekari upplýsingar og skráning eru á vefsíðunni www.endurmennt- un.is og í síma segir í fréttatilkynn- ingu. Námskeið um leikritun LÖGREGLAN lýsir eftir vitnum að háskaakstri aðfaranótt sunnudags- ins 12. ágúst sl. Vitni bera að þá hafi Volkswagen Golf bifreið verið ekið með ofsahraða afturábak niður Ingólfsstræti og munaði hársbreidd að tvær stúlkur yrðu fyrir bifreiðinni. Þrír piltar stóðu við gangstéttarbrún og kipptu stúlkunum upp á gangstéttina til að forða þeim frá bifreiðinni. Í geðs- hræringu sinni mun önnur stúlkan hafa sparkað í bifreiðina. Ágreining- ur er um atvik. Áður en lögregla kom á vettvang fóru þessir þrír piltar af vettvangi og óskar lögreglan í Reykjavík eftir að viðkomandi hafi samband við lög- regluna í síma 569-9104. Lýst eftir vitnum GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 2. febrúar kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum fé- lagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Gönguferð um Laugardalinn VAKA heldur hádegisfund í Læknagarði í dag, föstudaginn 1. febrúar, kl. 12. Fundurinn ber yfirskriftina: „Inntökupróf í læknadeild – til góðs eða ills?“ Fundarmenn verða: Kristján Erlendsson, formaður kennslu- ráðs læknadeildar, Stefán B. Sigurðsson, varadeildarforseti læknadeildar, Gísli Engilbert Haraldsson, formaður félags læknanema, og Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar Alþingis. Að loknum framsögum fund- armanna verður opnað fyrir spurningar úr sal. Fundur um inntökupróf í læknadeild TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 4. febrúar kl. 20. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir þar sem hvor kepp- andi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskák- ir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær mat fyrir tvo frá Dominos-pizzum og einnig einn keppandi sem dreg- inn verður út. Þátttökugjöld eru 300 kr. fyrir félagsmenn, 200 kr. fyrir 15 ára og yngri og 500 kr. fyrir aðra, 300 kr. fyrir 15 ára og yngri. Allir velkomnir. Atkvöld Taflfélagsins Hellis ÍSLANDSPÓSTUR sendi kynning- arefni til allra heimila á landinu í desember síðastliðnum. Þar var kynntur jólaleikur Íslandspósts og Rásar 2, ásamt helstu upplýsingum um jólapóstinn. Margir sendu inn svarsendingar til og var dregið úr lukkupottinum á Rás 2 hinn 17. des- ember sl. Tíu einstaklingar unnu sér inn bókina Höll minningana frá Vöku- Helgafelli, en þeir voru; Svanhildur Eyjólfsdóttir, Sigmundur Eiríksson, Sigríður Hálfdánsdóttir, Ragnheið- ur Björnsdóttir, Andrés Ari Ott- ósson, Þorsteinn Magnússon, Magn- ea Baldursdóttir, Guðmann Skæringsson, Valdimar Einarsson og Rósa Andersen. Það var síðan Freyja Ösp Burkna- dóttir frá Suðureyri sem hlaut 1. vinninginn og fékk hún í verðlaun helgarferð fyrir tvo til borgar í Evr- ópu með Flugleiðum frá Íslands- pósti, segir í fréttatilkynningu. Freyja Ösp tekur við gjafabréfi fyrir ferðinni úr hendi Hörpu Helgadóttur, markaðs- og kynn- ingarfulltrúa hjá Íslandspósti. Vinningshafar í jólaleik SÓLARKAFFI og aðalfundur Norð-firðingafélagsins í Reykjavík og ná- grenni verða haldin sunnudaginn 3. febrúar í safnaðarheimili Bústaða- kirkju kl. 15.30. Kaffihlaðborð, að- gangeyrir er kr. 1.000. Lesið verður upp úr nýútkominni bók eftir Júlíus Þórðarson Skorra- stað, segir í frétt frá stjórn Norðfirð- ingafélagsins. Sólarkaffi Norðfirðinga- félagsins „VIÐSKIPTAVINUM Tals hf. býðst nú að fá stjörnuspá frá vef- svæðinu Spámaður.is beint í GSM- símann sinn. Spáin hefur notið mik- illa vinsælda á vefnum, en Spámað- ur.is er orðinn 13. vinsælasta vefsvæði landsins samkvæmt sam- ræmdri vefmælingu. Íslensku spá- dómsspilin sem komu út fyrir síð- ustu jól eiga einmitt rætur að rekja til þessa vefsvæðis,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá Tali. Hægt er að kynna sér spána á vef- svæðinu www.spamadur.is en skrán- ing fer fram á heimasíðu Tals, www.tal.is. Stjörnuspáin í farsímann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.