Morgunblaðið - 01.02.2002, Page 50
DAGBÓK
50 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Playa
de Rodas kemur í dag.
Mánafoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Hvilvtenni kom í gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
leikfimi og vinnustofa,
kl. 12.45 dans, kl. 13
bókband. Bingó fellur
niður vegna þorrablóts-
ins í dag, húsið opnað
kl. 18.
Árskógar 4. Kl. 13–
16.30 opin smíðastofan.
Allar upplýsingar í síma
535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30
böðun, kl. 9–12 bók-
band, kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 10–17 fótaað-
gerð, kl. 13 frjálst að
spila og glerlist.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Jóga á
föstudögum kl. 11.
Púttkennsla í íþrótta-
húsinu kl. 11 á sunnu-
dögum. Uppl. hjá Svan-
hildi í s. 586-8014 kl.
13–16. Uppl. um fót-,
hand- og andlitssnyrt-
ingu, hárgreiðslu og
fótanudd, s. 566-8060 kl.
8–16.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9–12 aðstoð
við böðun, kl. 9–16.45
hárgreiðslustofan opin,
kl. 9 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Bingó í dag
kl. 14. Félagsvist spiluð
í Fannborg 8 (Gjá-
bakka) kl. 20.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
10 hársnyrting, kl.
10.30 guðþjónusta, kl.
10–12 verslunin opin,
kl. 13. „Opið hús“, spil-
að á spil.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Í dag kl. 14
koma gestir í heimsókn
frá Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Kórsöngur, kín-
versk leikfimi, hring-
dansar og fleira.
Kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Myndlist kl. 13, bridge
kl. 13.30. Fimmtud. 7.
feb. Verður farið í
heimsókn í Menningar-
miðstöðina Gerðuberg
að skoða þýskar tísku-
ljósmyndir frá 1945–
1995. Kaffi og óvæntar
uppákomur. Rúta frá
Hraunseli kl. 13.30.
Skráning í Hraunseli, s.
555-0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádeginu.
Sunnudagur: Félagsvist
kl. 13.30. Dansleikur kl.
20 Caprí-tríó leikur fyr-
ir dansi. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýnir
í Ásgarði í Glæsibæ, fé-
lagsheimili Félags eldri
borgara Söng og gam-
anleikinn „Í lífsins ólgu-
sjó“, minningar frá ár-
um síldarævintýranna í
samantekt: Guðlaugar
Hróbjartsdóttur, Bryn-
hildar Olgeirsdóttur,
Bjarna Ingvarssonar og
leikhópsins. Og “Fugl í
búri“, dramatískan
gamanleik eftir syst-
urnar Iðunni og Krist-
ínu Steinsdætur. Frum-
sýning sunnudaginn 3.
febrúar. Sýningar
sunnudaga kl. 16, mið-
vikudaga kl. 14 og
föstudaga kl. 14. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum kl.
10–12. Miðapantanir í
síma: 588-2111, 568-
8092 og 551-2203.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ.
Uppl. á skrifstofu FEB.
kl. 10–16, s. 588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
myndlist og rósamálun
á tré, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 9.30 göngu-
hópur, kl. 14. brids. Op-
ið alla sunnudaga frá kl.
14–16 blöðin og kaffi.
Gerðuberg, félagsstarf.
kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, frá hádegi, spila-
salur opinn. Miðviku-
daginn 6. feb. þorra-
hlaðborð í veitingabúð í
hádeginu, skráning haf-
in. Föstudaginn 8. feb.
kl. 16 opnuð myndlist-
arsýning Braga Þórs
Guðjónssonar.
Veitingar í veitingabúð.
Upplýsingar um starf-
semina á staðnum og í
síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 9.15
rammavefnaður, kl. 13
bókband, kl. 13.15
brids.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 10 glerlist, bingó
kl. 14.
Hraunbær 105. Kl. 9–
12 baðþjónusta, kl. 9–17
hárgreiðsla og fótaað-
gerðir, kl. 9 handa-
vinna, bútasaumur, kl.
11 spurt og spjallað.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
böðun, leikfimi og
postulín, kl. 12.30
postulín. Fótaaðgerð og
hársnyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9–13
tréskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10
boccia. Þorrablót verð-
ur haldið föstud. 8. feb.
kl. 19. Ásta Bjarnadótt-
ir leikur létt lög, Upp-
lestur, fjöldasöngur,
veislustjóri Gunnar
Þorláksson, hljómsveit
Ragnars Levi leikur
fyrir dansi. Aðgangs-
miði gildir sem happ-
drættismiði. Skráning í
s. 568-6960.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 13.30 sungið
við flygilinn, kl. 14.30
kaffi og dansað í að-
alsal. Getum bætt við
fleirum á bútasaums-
námskeið. Þorrablót
verður fimmtudaginn 7.
febrúar. Húsið opnað
kl. 17. Veislustjóri
Gunnar Þorláksson.
Ragnar Páll Einarsson
verður við hljómborðið.
Þorrahlaðborð. Maga-
dansmeyjar koma í
heimsókn kl. 19. Þor-
valdur Halldórsson slær
á létta strengi og syng-
ur nokkur þekkt lög.
K.K.K. syngja, fjölda-
söngur og fleira. Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs
leikur fyrir dansi. Að-
gangsmiði gildir sem
happdrætti. Upplýs-
ingar og skráning í af-
greiðslu.
Vitatorg. Kl. 9 smíði og
hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerðir, kl.
12.30 leirmótun, kl.
13.30 bingó.
Háteigskirkja aldraðir.
Samvera í Setrinu kl.
13–15. Söngur með
Jónu kl. 13.30, vöfflur
með kaffinu,
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laug-
ardögum.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt húsið býður
ungum foreldrum (um
16–25 ára) með börnin
sín á laugard. kl. 15–17
á Geysi, kakóbar, Að-
alstræti 2 (gengið inn
Vesturgötumegin). Opið
hús og kaffi á könnunni,
djús, leikföng og dýnur
fyrir börnin.
Úrvalsfólk. Vorfagn-
aðurinn verður á Hótel
Sögu, Súlnasal, föstud.
15. feb. kl. 19. Miðasala
og borðapantanir hjá
Rebekku og Valdísi í
Lágmúla 4 mánud. 4.
feb, í s. 585-4000.
Gigtarfélag Íslands:
Gönguferð um Laugar-
dalinn á morgun, laug-
ardag, kl. 11 frá húsa-
kynnum félagsins í Ár-
múla 5. Klukkutíma
ganga sem hentar flest-
um. Einn af kennurum
hópþjálfunar gengur
með og sér um upphit-
un og teygjur. Allir vel-
komnir. Ekkert gjald.
Uppl. í s. 530 3600.
Framarar. Þorrablótið
verður haldið í íþrótta-
húsi Fram, Safamýri
26, laugard. 2. feb. Hús-
ið opnað kl. 19 miðasala
í íþróttahúsinu í dag.
Þorramatur, skemmti-
atriði og dansað. Fram-
arar fjölmennið.
Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins í
Reykjavík. Aðalfund-
urinn verður haldinn 7.
feb. kl. 20 í Höllubúð.
Þorramatur.
Í dag er föstudagur 1. febrúar, 32.
dagur ársins 2002, Brígidarmessa.
Orð dagsins: Ég hefi losað hendur
hans við byrðina, heldur hans eru
sloppnar við burðarkörfuna.
(Sálm. 81, 7.)
LÁRÉTT:
1 brotsjór, 8 raddhæsi, 9
veglyndi, 10 mánaðar, 11
næstum því, 13 áflog, 15
framreiðslumanns, 18 ár-
tala, 21 eldiviður, 22
batna, 23 drepum, 24
vandræðamann.
LÓÐRÉTT:
2 meir, 3 harma, 4 eignir,
5 lúkum, 6 vansæmd, 7
varma, 12 gyðja, 14 reið,
15 ójafna, 16 dapra, 17
samfokin fönn, 18 full-
komlega, 19 vökni, 20
beisk.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hrönn, 4 þegar, 7 fæddi, 8 rjúpu, 9 nem, 11
rúða, 13 Esja, 14 rýjan, 15 burt, 17 naum, 20 urt, 22 lýk-
ur, 23 ískur, 24 rengi, 25 terta.
Lóðrétt: 1 hífir, 2 önduð, 3 náin, 4 þarm, 5 grúts, 6 rausa,
10 emjar, 12 art, 13 enn, 15 bolur, 16 ríkan, 18 askur, 19
marra, 20 urgi, 21 tíst.
K r o s s g á t a
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur áður gert aðumtalsefni hina furðulegu og
órökréttu verðlagningu á pilsner í
stórmörkuðum, þar sem verð ein-
stakra tegunda sveiflast oft um tugi
króna á milli vikna. Halda mætti að
uppskeruhorfur á byggökrum Evr-
ópu hefðu svona mismunandi áhrif á
hráefnisverðið eða þá að laun brugg-
ara væru mjög mismunandi eftir
vikum og það skilaði sér strax í verð-
inu – a.m.k. eiga talsmenn stór-
markaðanna yfirleitt ekki í vand-
ræðum með að finna „rökréttar“ og
„eðlilegar“ skýringar á sveiflum í
verði ýmissa annarra vörutegunda.
x x x
SJÁUM þá hvort þeir hafa rök-rétta og eðlilega skýringu á
þessu: Víkverji kaupir núorðið pilsn-
erinn sinn í Bónusi rétt eins og ýmsa
aðra nauðsynjavöru til heimilisins.
Það kemur honum hins vegar á
óvart að ódýrasti pilsnerinn í Bónusi
er ævinlega Bjarnabrugg. Það getur
munað 20–30 krónum á dósinni af
Bjarnabruggi og t.d. gamla, góða
Egils-pilsnernum. Ástæðan fyrir því
að Víkverji er hissa á þessu er sú að
Bjarnabruggið er innfluttur pilsner
– það stendur a.m.k. skilmerkilega á
umbúðunum, þar sem jafnframt er
tilgreint að drykkurinn sé bruggað-
ur og pakkaður hjá Harboes Brygg-
eri AS í Skælskør í Danmörku.
x x x
NÚ FINNUR Víkverji engangæðamun á Bjarnabrugginu
og þeim pilsner, sem framleiddur er
hér á landi, og hann veltir því fyrir
sér hvers vegna innflutta varan er
svona ódýr. Pilsner er nú engin
léttavara og flutningskostnaður
hlýtur að vega miklu þyngra í verð-
inu þegar varan kemur frá Skælskør
heldur en þegar hún er keyrð ofan af
Grjóthálsi. Talsmenn stórmarkað-
anna eru duglegir að tilgreina flutn-
ingskostnað, þegar fólki ofbýður
verðlagningin á einhverri vöru eins
og t.d. hinum margumtöluðu suður-
afrísku vínberjum. Varla eru starfs-
menn ölgerðarinnar í Danmörku á
svona miklu lægri launum en starfs-
menn Egils í Árbænum – eða hvað?
Og tæplega geymist Egils-pilsner-
inn verr en Bjarnabruggið, þannig
að ekki þarf að gera ráð fyrir rýrnun
í verðinu (sem er enn ein vinsæl
skýring á háu verðlagi). Gaman
þætti Víkverja að fá skýringu frá
Baugsmönnum á þessu. Þeir eru
reyndar að verða svo óvinsælir
þessa dagana, bæði hjá almenningi
og ráðamönnum, að þess er kannski
skammt að bíða að þeir verði hálf-
gerðir fjörbaugsmenn.
ÞAÐ er erfitt að lenda í
fjötrum fátæktar. Hjá sum-
um er þetta tímabundið en
aðrir losna ekki úr þessum
viðjum. Það er þungur
kross að draga að ganga
veg örbirgðar og vonleysis.
Það að geta ekki veitt sér
neitt af því sem þeim efna-
meiri þykir sjálfsagt reyn-
ist mörgum erfitt. Ég er
eldri kona og upplifði mikla
fátækt á mínum æskuárum.
Það voru skömmtunarseðl-
ar þá og naumt skammtað.
Maður fékk ekki alltaf nóg í
sinn tóma maga. Ég byrjaði
snemma að vinna og ól mín
börn upp að mestu leyti ein
og var þá oft þröngt í búi.
Þess vegna finnst mér að ég
ætti að hafa það betra núna.
En það er nú aldeilis ekki
svo. Fáækt hefur aukist hér
mikið undanfarin ár og ef-
laust á ástandið því miður
eftir að versna.
Ég var stödd inni í mat-
vöruverslun einn daginn og
horfði á glæsilegt ávaxta-
borðið. Þegar ég var ung
voru þessar hollu og góðu
vörur ekki til. En núna hef
ég ekki efni á því að kaupa
þetta. Ég hef alla tíð verið
fátæk og mun deyja fátæk
ef ekki kemur það stjórn-
málaafl til sem hefur áhuga
á að eyða fátæktinni. Hún
er illt mein í samfélaginu og
skapar mörg óþarfa vanda-
mál. Mér þætti gaman að
sjá í borgarpólitíkinni
hvaða flokkur hefði hug á að
lagfæra þetta ástand. Það
gengur ekki að fólk sem
leitar til Félagsþjónustunn-
ar sé sent áfram til hjálp-
arstofnana. Þar með bregð-
ast Félagsþjónustan og
borgin sinni lagalegu
skyldu gagnvart fólki. Ég
vil að lokum hvetja fátækt
fólk til að láta í sér heyra.
Gyða Pálsdóttir,
varaformaður
Samtaka gegn fátækt.
Gefum fuglunum
smjör
RANNVEIG hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi hún benda fólki á að
gefa smáfuglunum smjör
eða feitmeti.
Ofbýður
lágkúran
KRISTÍN hafði samband
við Velvakanda og sagði að
sér ofbyði stórlega þáttur-
inn með Johnny National á
Skjá 1. Sér fyndist þetta
ekki til nokkurs sóma fyrir
stöðina að sýna þetta.
Finnst henni þetta ekki
eiga erindi inn á heimili þar
sem jafnvel smákrakkar
horfa á. Segir hún að rudda-
skapur og dónaskapur sé
viðhafður í þessum þáttum,
þeir séu algjör lágkúra og
fyrir neðan allar hellur.
Hún segir að hugsunin nái
ekki upp fyrir mittið á um-
sjónarmönnum margra
þáttanna á Skjá einum, það
sé eins og þáttastjórnendur
hafi verið að uppgötva kyn-
lífið. Segist hún ekki vita
hvernig fólk hefur farið að í
gamla daga. En Kristín
segir að það megi vel hæla
Skjá 1 fyrir marga góða
þætti sem þeir bjóði uppá
og séu fjölskylduvænir.
Slæm breyting
ÉG vil koma því á framfæri
að breytingarnar sem gerð-
ar voru á strætisvagnaleið-
um (leið 14 og 15) í Graf-
arvogi eru slæmar, þetta er
verra en var áður og tekur
mun lengri tíma að komast
úr Grafarvoginum.
Farþegi.
Tapað/fundið
Hringur týndist
Trúlofunarhringur (þrír
samfastir hringir) týndist
við hesthúsin í Víðidal um
miðjan janúar. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
823-2399.
GSM-sími týndist
NOKIA 3310 GSM-sími
týndist í eða við Sundlaug
Hafnarfjarðar. Símans er
sárt saknað, er jólagjöf
ungs drengs. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
555-4267 eða 555-4269.
Gullhringur í óskilum
GULLHRINGUR, gæti
verið félagshringur, fannst í
Tennishöllinni í Kópavogi
fyrir tveimur vikum. Upp-
lýsingar í síma 564-2582 eða
897-2582.
Kventaska týndist
SVÖRT kventaska týndist í
miðbæ reykjavíkur sl.
föstudagskvöld. Í töskunni
voru veski, sími og skilríki
sem er sárt saknað. Skilvís
finnandi hafi samband við
Öldu í síma 896-5973.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
TVEIR kettlingar ellefu
vikna, svartir og hvítir, fást
gefins á gott heimili. Þeir
eru kassavanir. Upplýsing-
ar í síma 567-0410.
Kanína í óskilum
SVÖRT kanína fannst á
Grettisgötu. Er mjög gæf.
Uppl. í síma 697-8090.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Í fjötrum
fátæktar
Kossaleikur við Laugarnesskóla.
Morgunblaðið/Golli