Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 57 Sýnd kl. 3.45. Ísl. tal. Vit 320 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com strik.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 325 Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 332  DV Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B. i. 16. Vit 329  Rás 2 Sýnd kl. 4. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Frá leikstjóra Blue Streak. Hasarstuð frá byrjun til enda. Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.I. 14 ára Vit340 FRUMSÝNING 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Vit 319 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit329 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i 12 ára. Vit 339. Hann er gæddur þeim hæfileika að geta séð fortíðina, að geta spáð fyrir um framtíðina og að geta látið hæfileika sína öðrum í te. FRUMSÝNING Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Stórverslun á netinu www.skifan.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Drepfyndin mynd um vináttu, stinningarvandamál og aðrar bráðskemmtilegar uppákomur! Framlag Svía til Óskarsverðlauna. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma  Ó.H.T. Rás2 „Frábær og bráðskemmtileg“ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  SV Mbl  DV  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Kvikmyndir.com Golden Globe verðlaun besta mynd, besta leikkona og besta tónlist. Missið ekki af þessari. 3  DV  MBL Sjúklegt ferðalag tilfinningalausrar konu sem haldin er bældum masókisma. ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ANNAÐ EINS! FRUMSÝNING Aðalverðlaun dómnefndar í Cannes og besti leikari og leikkona. Í MENNINGARBLAÐI Sunday Times, dagsettu 27. janúar, er grein um aukin umsvif hinna ýmsu fyr- irtækja í útgáfu á eldri tónlist. Svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að aðalum- fjöllunarefnið er íslenska hljóm- sveitin Hljómar og diskurinn Thor’s Hammer - From Keflavik, ... with love. Það er Ace Records, útgáfa sem sérhæfir sig í endurútgáfum, sem gefur plötuna út og byggist hún á gömlum lögum Hljóma og Thor’s Hammer, nafn það sem sveitin tók sér er hún reyndi fyrir sér erlendis. Í greininni er rakið hvernig áhugi almennings á eldri tónlist hefur vax- ið jafnt og þétt síðustu ár, ekki hvað síst með tilkomu geisladiskanna. Áður fyrr var popptónlist gær- dagsins svo gott sem gleymd og menn biðu einfaldlega eftir næsta „æðinu“. En í dag er „ný“ gömul tónlist reglubundið að skjóta upp kolli, tónlistaráhugamönnum til ómældrar ánægju. Þegar bítlaæðið stóð sem hæst spruttu upp bítlabönd bókstaflega um alla jarðarkringluna. Nýverið hafa t.d. komið út söfn með asískri, tyrkneskri og japanskri bítlatónlist. Maðurinn sem á heiðurinn af safnplötu Thor’s Hammer er Alec Palao, en einnig sá hann um útgáfu á kassanum Nuggets II sem inni- heldur safn sjaldgæfra sýrurokks- laga og diskinum Let’s Go Spiders, sem á eru lög eftir japönsku bítla- sveitina Spiders. „Hljómgæði geisladiska gera kröfur um að menn leiti eftir bestu segulböndum sem fáanleg eru, þeg- ar um endurútgáfu á gömlu efni er að ræða,“ segir Palao. „Sá frábæri hængur er á að þá rekst maður gjarnan á efni sem legið hefur í kassa í fjöldamörg ár, sem býr oft yfir sagnfræðilegu mikilvægi.“ Aðspurður hvort markaður sé fyrir heilum geisladisk, tileinkuðum hljómsveit sem enginn þekkir segir Palao. „Thor’s Hammer er frábært dæmi um hljómsveit sem býr yfir miklum krafti en náði aldrei hylli al- mennings. Starfsmenn Ace eru allir ástríðufullir áhugamenn um tónlist og auk þess að gefa út plötur sem mætti álíta sem söluvænlegar vitum við að það er til markaður fyrir plöt- um álíka og Thoŕs Hammers – þótt lítill sé.“ Þá var hann spurður um þá óhjá- kvæmilegu rómantík sem hlýtur að fylgja því að grafa eftir sjaldgæfum, týndum lögum. „Vissulega getur þetta verið lýj- andi,“ segir Palao. „En unaðurinn sem fylgir því að uppgötva áður óþekkta gimsteina gerir þetta allt þess virði. Vandfýsnin borgar sig hér. Eins og t.d þegar ég fann upp- runalegu upptökurnar með hinu sí- gilda sálarlagi Bob & Earl, „Harlem Shuffle“, geymt en gleymt í bílskúr í Norður-Kaliforníu!“ Í lok greinarinnar er minnst á tónleika Hljóma sem fram fara á Kaffi Reykjavík í kvöld og annað- kvöld. Og klykkt er út með því að lýsa því yfir að allir aðdáendur um íslenska bítlatónlist eigi engan kost annan en að drífa sig yfir! Grafið eftir hljómum fortíðar Thor’s Hamm- er. Grein um Hljóma í Sunday Times ANDRÉ Bachman er að keyra leið 7 þegar blaðamaður hringir í hann. Hann er samur við sig, alltaf eitthvað að bar- dúsa, ef ekki að spila í einkasam- kvæmum, eða gefa út diska til styrkt- ar börnum, þá í markaðsmálunum. Og nú syngur hann á Kringlukr- ánni föstudags- og laugardagskvöld, sem gestasöngvari hjá Furstunum og Geir Ólafs. „Ég er voðalega ánægður og ætla að reyna að skapa Mímisbarstemmningu. Ég var þar í sex ár, og það var kjaftfullt út úr dyrum seinasta skiptið sem ég spilaði þar. Nú verða óskalögin tekin aftur.“ – Hvaða lög voru vinsælust? „„Quando, Quando, Quando“, „Bamboleo“, „All of Me“ og svo lög með Björgvini Halldórs. Ég vona að Geir fá- ist til að taka með mér eitt lag eða svo, kannski inni í góðri syrpu. Ég hlakka til að sjá aftur fólkið sem var með mér á barnum og hér og þar. Að það komi að njóta og gleðjast með mér. Furstarnir eru mjög færir tónlist- armenn.“ – Hvað kemur fólki í stuð? „Ég byrja á því að lesa salinn. Svo má ekki taka bara ástarsöngva út í gegn heldur vera lifandi og skemmtilegur og keyra alveg áfram. Það eru lögin sem hafa lengi hljómað á öldum ljósvakans og þau nýjustu sem fólk vill heyra.“ – Og þú ert ekkert orðinn þreyttur eftir 30 ára feril? „Nei, það er alveg ofboðslega gaman að þessu og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Við Birgir Jóhann Birgisson förum bráðum að spila á þorrablóti í Los Angeles og San Fransisco,“ segir André Bachmann að lokum og keyrir sína leið. Vill sjá fólkið sitt André Bachmann hilo@mbl.is AÐSTANDENDUR næstu Austin Powers myndar New Line Cinema neyðast til að afturkalla öll sýn- ishorn og kynningarefni. Ástæðan er undirtitill mynd- arinnar Goldmember sem forsvars- menn James Bond-myndanna hjá MGM þykir of líkur titli Bond- myndarinnar frá 1964 Goldfinger. MGM lagði því fram formlega kvörtun til Bandarísku kvikmynda- samtakanna (MPAA) sem féllust á að nöfn myndanna væru of lík. Þeir hjá New Line Cinema eru ekki af baki dottnir og ætla að berj- ast fyrir nafninu Goldmember, sem vísar til samnefndrar nýrrar per- sónu nýju myndarinnar um leyni- þjónustumanninn illtennta. Reynt verður til þrautar að fá MGM til að sjá af sér og falla frá kærunni en ólíklegt þykir að sú tilraun beri ár- angur. Þangað til neyðast menn til að kalla myndina „Þriðju Austin Powers- myndina“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn á Austin Pow- ers-mynd veldur usla því nafnið á þeirri síðustu The Spy Who Shagged Me fór einn- ig fyrir brjóstið á aðstandendum Bonds vegna þess hve nærri það var titli myndarinnar The Spy Who Loved Me. Málið gekk reyndar svo langt að MGM lagði fram kæru líkt og nú en henni var synjað. Nýir stjórnendur hjá MGM taka hins vegar á máli sem þessu af mun meiri hörku og undirbjuggu kæru sína mun betur en síðast. Væntanleg „Þriðja Austin Po- wers-mynd“ mun skarta þeim Michael Caine og Beyonce Know- les, aðalsöngkonu Destiny’s Child, auk Mike Myers að sjálfsögðu sem verður í fjórum hlutverkum. Mynd- in verður frumsýnd í júlí ná menn að leysa þetta hvimleiða nafna- vandamál. Undirtitillinn Goldmember bannaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.