Morgunblaðið - 01.02.2002, Síða 60
Ríkið ákveður að draga
hækkanir til baka
STJÓRNVÖLD ákváðu í gær að
draga til baka hækkanir á opinberri
þjónustu sem tóku gildi um áramót.
Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 750
milljónir miðað við heilt ár og eru
samanlögð áhrif þeirra á neyslu-
verðsvísitölu metin á 0,2%. Rekja má
0,16% hækkunar vísitölunnar í síð-
asta mánuði til gjaldskrárbreytinga
ríkisins.
„Þetta eru mikil útgjöld sem ríkið
hefur af þessu eða nálægt 750 millj-
ónum króna. Það hefur ekki verið
gengið formlega frá því hvernig
þessu verður mætt, en við vekjum at-
hygli á því að hagur ríkissjóðs verður
betri heldur en við gerðum ráð fyrir
vegna aukningar á kvóta,“ sagði Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra um
gjaldskrárbreytingarnar
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, segir að sér lítist vel á
ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hvað
varðar lækkun gjaldskrár. „Auðvitað
má alltaf finna eitthvað að öllum hlut-
um, en í heildina erum við mjög já-
kvæðir. Við teljum að ríkisstjórnin
hafi alveg komið til móts við það sem
við fórum fram með,“ sagði Gylfi.
Kostnaður
750 milljónir
á heilu ári
Vísitalan gæti/6
Morgunblaðið/Ásdís
ÍSLENSKA þjóðin hætti hversdags-
amstri sínu í rúman klukkutíma í
gærkvöldi þegar Íslendingar og
Þjóðverjar áttust við í Evr-
ópukeppninni í handbolta. Sann-
kallað handboltaæði hefur gripið
um sig meðal landsmanna þar sem
fólk leggur niður vinnu og götur
eru auðar á meðan á leikjum ís-
lenska handboltaliðsins stendur.
Ísland burstaði Þýskaland í síð-
asta leik sínum í milliriðlinum í gær
með 29 mörkum gegn 24. Ísland
sigraði því í riðlinum og er eitt
þeirra fjögurra liða sem munu leika
um Evrópumeistaratitilinn í hand-
knattleik. Ísland mætir Svíum í
Stokkhólmi klukkan 15 á morgun.
Eiginkonur og unnustur íslensku
handboltakappanna hafa horft á
alla leiki liðsins saman og mátti
heyra fagnarðaróp þeirra langt út
á götu þegar sigurinn var í höfn í
gær, „við erum best!“
Ísland komst áfram í
Evrópukeppninni
Við erum
best!
Leikurinn/B1–4
Berjast strákar!/4
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!!
www.atv.is – Skeifunni 17
Afritunarhugbúnaður Kl
ippstopp
2
8
.FEB R Ú AR
20
0
2
UM 20 danskir meðlimir í samtökum
Vítisengla eða Hell’s Angels voru
stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær
og í gærkvöldi en óljóst var í gær-
kvöldi hve mörgum þeirra verður
meinuð landganga.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um Morgunblaðsins er talið víst að
tilgangurinn með ferð þeirra hingað
hafi verið að færa starfsemi samtak-
anna til Íslands, en Vítisenglar eru
meðal alræmdustu glæpasamtaka í
Danmörku og víðar í Norður-Evr-
ópu. Hafa meðlimir í samtökunum
m.a. verið ákærðir og dæmdir fyrir
eiturlyfjasölu, fyrir að hagnast á
vændi og fyrir hvers kyns ofbeldis-
glæpi. Lögregla lítur málið mjög al-
varlegum augum.
Um var að ræða umfangsmestu
aðgerð, sem miðar að því að koma í
veg fyrir landgöngu, sem lögregla
hefur framkvæmt. Lögreglan á
Keflavíkurflugvelli naut aðstoðar
ríkislögreglustjóra við undirbúning
og framkvæmd og lögreglumenn frá
fjórum öðrum embættum tóku þátt í
aðgerðinni, lögreglunni í Reykjavík,
Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík.
Margir lögreglumannanna voru
vopnaðir skammbyssum og greini-
legt var á viðbúnaði að mennirnir eru
taldir hættulegir. Þá voru liðsmenn
víkingasveitarinnar á staðnum.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um Morgunblaðsins kom lítill hópur
vítisengla til landsins fyrir skömmu
en þeir munu hafa farið af landi brott.
Koma hópsins nú er talin tengjast því
að fámennur vélhjólaklúbbur á Suð-
urnesjum mun hafa sótt um inn-
göngu í samtökin Vítisengla.
Vítisenglarnir komu til landsins í
tveimur hópum. Fimm þeirra komu
með síðdegisflugi Flugleiða frá
Kaupmannahöfn og biðu þeirra þá
30–40 lögreglumenn. Þegar vítis-
englarnir komu að vegabréfaskoðun-
inni var þeim tilkynnt að þeir hefðu
ekki leyfi til að koma inn í landið.
Fylgdu tveir til þrír lögreglumenn
hverjum og einum þeirra út úr komu-
salnum.
Seinni hópurinn, sem í voru um 15
manns, kom með kvöldfluginu frá
Kaupmannahöfn. Viðbúnaður lög-
reglu var þá enn meiri.
Mennirnir voru ekki handteknir
heldur einungis tilkynnt að réttur
þeirra til landvistar yrði skoðaður.
Tveimur úr fyrri hópnum var síðar
hleypt inn í landið þar sem ekki þótti
grundvöllur fyrir því að neita þeim
um landgöngu. Þegar Morgunblaðið
fór í prentun var ekki ljóst hve marg-
ir yrðu í haldi lögreglu í nótt. Hinum
var haldið á flugstöðinni undir
strangri gæslu lögreglumanna.
Líklegt að krafist verði lög-
regluvarðar á leiðinni út
Margir vítisenglanna voru í mitt-
isjökkum með merki Hell’s Angels-
samtakanna á bakinu. Þeir skáru sig
af þeim sökum talsvert úr farþega-
hópnum. Hinir, sem ekki voru í
merktum mittisjökkum, þekktust þó
ekki síður úr hópnum.
Morgunblaðið hefur ekki upplýs-
ingar um hvenær ætlunin er að flytja
mennina aftur til Danmerkur.
Þegar flytja þarf mann, sem vísað
hefur verið úr landi, geta flugfélög
krafist þess að lögregluvörður fylgi
viðkomandi á áfangastað og eru í
raun ekki skuldbundin til að flytja
farþega sem taldir eru óæskilegir.
Ekki er ólíklegt að krafist verði lög-
regluvarðar nú.
Flugvélarnar með vítisenglunum
komu frá Danmörku sem er innan
Schengen-svæðisins. Vegna þess að
vitað var af vítisenglunum um borð
voru farþegar vélanna látnir fara um
komusal í suðurbyggingu flugstöðv-
arinnar sem að öllu jöfnu er ætlaður
farþegum sem koma frá löndum utan
Schengen-svæðisins. Að öðrum kosti
hefði lögreglu verið afar óhægt um
vik að stöðva alla farþega og kanna
vegabréf þeirra eins og gert var í
gær.
20 danskir vítisenglar
stöðvaðir í Keflavík
Morgunblaðið/Sverrir
Lögreglumenn fylgdu hverjum og einum vítisenglanna út í lögreglubíl.