Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.02.2002, Blaðsíða 60
Ríkið ákveður að draga hækkanir til baka STJÓRNVÖLD ákváðu í gær að draga til baka hækkanir á opinberri þjónustu sem tóku gildi um áramót. Aðgerðirnar kosta ríkissjóð 750 milljónir miðað við heilt ár og eru samanlögð áhrif þeirra á neyslu- verðsvísitölu metin á 0,2%. Rekja má 0,16% hækkunar vísitölunnar í síð- asta mánuði til gjaldskrárbreytinga ríkisins. „Þetta eru mikil útgjöld sem ríkið hefur af þessu eða nálægt 750 millj- ónum króna. Það hefur ekki verið gengið formlega frá því hvernig þessu verður mætt, en við vekjum at- hygli á því að hagur ríkissjóðs verður betri heldur en við gerðum ráð fyrir vegna aukningar á kvóta,“ sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra um gjaldskrárbreytingarnar Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að sér lítist vel á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hvað varðar lækkun gjaldskrár. „Auðvitað má alltaf finna eitthvað að öllum hlut- um, en í heildina erum við mjög já- kvæðir. Við teljum að ríkisstjórnin hafi alveg komið til móts við það sem við fórum fram með,“ sagði Gylfi. Kostnaður 750 milljónir á heilu ári  Vísitalan gæti/6 Morgunblaðið/Ásdís ÍSLENSKA þjóðin hætti hversdags- amstri sínu í rúman klukkutíma í gærkvöldi þegar Íslendingar og Þjóðverjar áttust við í Evr- ópukeppninni í handbolta. Sann- kallað handboltaæði hefur gripið um sig meðal landsmanna þar sem fólk leggur niður vinnu og götur eru auðar á meðan á leikjum ís- lenska handboltaliðsins stendur. Ísland burstaði Þýskaland í síð- asta leik sínum í milliriðlinum í gær með 29 mörkum gegn 24. Ísland sigraði því í riðlinum og er eitt þeirra fjögurra liða sem munu leika um Evrópumeistaratitilinn í hand- knattleik. Ísland mætir Svíum í Stokkhólmi klukkan 15 á morgun. Eiginkonur og unnustur íslensku handboltakappanna hafa horft á alla leiki liðsins saman og mátti heyra fagnarðaróp þeirra langt út á götu þegar sigurinn var í höfn í gær, „við erum best!“ Ísland komst áfram í Evrópukeppninni Við erum best!  Leikurinn/B1–4  Berjast strákar!/4 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Uppfærslutilboð – 30% afsláttur!! www.atv.is – Skeifunni 17 Afritunarhugbúnaður Kl ippstopp 2 8 .FEB R Ú AR 20 0 2 UM 20 danskir meðlimir í samtökum Vítisengla eða Hell’s Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær og í gærkvöldi en óljóst var í gær- kvöldi hve mörgum þeirra verður meinuð landganga. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins er talið víst að tilgangurinn með ferð þeirra hingað hafi verið að færa starfsemi samtak- anna til Íslands, en Vítisenglar eru meðal alræmdustu glæpasamtaka í Danmörku og víðar í Norður-Evr- ópu. Hafa meðlimir í samtökunum m.a. verið ákærðir og dæmdir fyrir eiturlyfjasölu, fyrir að hagnast á vændi og fyrir hvers kyns ofbeldis- glæpi. Lögregla lítur málið mjög al- varlegum augum. Um var að ræða umfangsmestu aðgerð, sem miðar að því að koma í veg fyrir landgöngu, sem lögregla hefur framkvæmt. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli naut aðstoðar ríkislögreglustjóra við undirbúning og framkvæmd og lögreglumenn frá fjórum öðrum embættum tóku þátt í aðgerðinni, lögreglunni í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík. Margir lögreglumannanna voru vopnaðir skammbyssum og greini- legt var á viðbúnaði að mennirnir eru taldir hættulegir. Þá voru liðsmenn víkingasveitarinnar á staðnum. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um Morgunblaðsins kom lítill hópur vítisengla til landsins fyrir skömmu en þeir munu hafa farið af landi brott. Koma hópsins nú er talin tengjast því að fámennur vélhjólaklúbbur á Suð- urnesjum mun hafa sótt um inn- göngu í samtökin Vítisengla. Vítisenglarnir komu til landsins í tveimur hópum. Fimm þeirra komu með síðdegisflugi Flugleiða frá Kaupmannahöfn og biðu þeirra þá 30–40 lögreglumenn. Þegar vítis- englarnir komu að vegabréfaskoðun- inni var þeim tilkynnt að þeir hefðu ekki leyfi til að koma inn í landið. Fylgdu tveir til þrír lögreglumenn hverjum og einum þeirra út úr komu- salnum. Seinni hópurinn, sem í voru um 15 manns, kom með kvöldfluginu frá Kaupmannahöfn. Viðbúnaður lög- reglu var þá enn meiri. Mennirnir voru ekki handteknir heldur einungis tilkynnt að réttur þeirra til landvistar yrði skoðaður. Tveimur úr fyrri hópnum var síðar hleypt inn í landið þar sem ekki þótti grundvöllur fyrir því að neita þeim um landgöngu. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var ekki ljóst hve marg- ir yrðu í haldi lögreglu í nótt. Hinum var haldið á flugstöðinni undir strangri gæslu lögreglumanna. Líklegt að krafist verði lög- regluvarðar á leiðinni út Margir vítisenglanna voru í mitt- isjökkum með merki Hell’s Angels- samtakanna á bakinu. Þeir skáru sig af þeim sökum talsvert úr farþega- hópnum. Hinir, sem ekki voru í merktum mittisjökkum, þekktust þó ekki síður úr hópnum. Morgunblaðið hefur ekki upplýs- ingar um hvenær ætlunin er að flytja mennina aftur til Danmerkur. Þegar flytja þarf mann, sem vísað hefur verið úr landi, geta flugfélög krafist þess að lögregluvörður fylgi viðkomandi á áfangastað og eru í raun ekki skuldbundin til að flytja farþega sem taldir eru óæskilegir. Ekki er ólíklegt að krafist verði lög- regluvarðar nú. Flugvélarnar með vítisenglunum komu frá Danmörku sem er innan Schengen-svæðisins. Vegna þess að vitað var af vítisenglunum um borð voru farþegar vélanna látnir fara um komusal í suðurbyggingu flugstöðv- arinnar sem að öllu jöfnu er ætlaður farþegum sem koma frá löndum utan Schengen-svæðisins. Að öðrum kosti hefði lögreglu verið afar óhægt um vik að stöðva alla farþega og kanna vegabréf þeirra eins og gert var í gær. 20 danskir vítisenglar stöðvaðir í Keflavík Morgunblaðið/Sverrir Lögreglumenn fylgdu hverjum og einum vítisenglanna út í lögreglubíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.