Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir H ÚS á stórum lóðum hafa ávallt haft mikið aðdrátt- arafl fyrir marga. Þeir finna fyrir mikilli frelsis- tilfinningu við að búa þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Oft er um dugmikið útivistarfólk að ræða, sem hefur áhuga á gönguferðum, skíðum, skógrækt, hestamennsku og fleiru af því tagi. Þeim hefur líka fjölgað, sem kvarta undan ys og þys borgarlífsins og vilja búa fyrir utan mesta skarkalann en þó ekki of langt í burtu, því að þeir sækja atvinnu á höfuðborgarsvæðið og vilja auk þess geta notið þess, sem þéttbýlið hefur upp á að bjóða. Af þessum sökum hefur það aukizt, að fólk af höfuðborgarsvæðinu flytjist austur fyrir fjall eða upp í Kjós, en haldi áfram að starfa í borginni eða næsta nágrenni hennar. Samgöngur eru orðnar það góðar, að það tekur lítið lengri tíma fyrir þetta fólk að sækja vinnu á höfuð- borgarsvæðið en fyrir þá, sem þurfa að fara langar leiðir í sama skyni inn- an höfuðborgarsvæðisins. Margir borgarbúar hafa líka fengið nóg af háu íbúðarverði og lóðaskorti og eygja þann möguleika að geta reist sér ódýrara íbúðarhús, þar sem lóð- arverð er lægra og kannski hægt að byggja á lengri tíma en kröfur eru gerðar um í þéttbýlinu. En það er ljóst, að stórar lóðir henta ekki öllum. Margir vinna mikið og hafa þá sjaldan tíma til þess að sinna lóðum sínum, jafnvel þó að þeir hafi efni á að búa í myndarlegum hús- um með stórum lóðum. Það sannast því hér sem annars staðar, að vandi fylgir vegsemd hverri. Það er til lítils að eiga stóra lóð nema henni sé sýndur fullur sómi. Einbýlishús á 10.000 ferm. lóð – Það er mikið spurt um eignir með stórum lóðum, segir Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mos- fellsbæjar, en hjá honum er nú m. a. til sölu einbýlishúsið Skriða við Kolla- fjörð. Þetta er myndarlegt einbýlis- hús á 10.000 ferm. lóð. – Þeir sem spyrja eru ekki hvað sízt fólk, sem býr í miðborg Reykja- víkur og vill komast burt úr skark- alanum, heldur Einar Páll áfram. – Þetta fólk sækist eftir húsum á stórum lóðum til þess að komast nær náttúrunni, en vill samt vera nálægt þjónustunni. Þess vegna eru bæði Mosfellsdalur og Kjalarnes mjög hentug svæði í þessu skyni. Þetta er allt frá því að vera ungt fólk, sem hefur þann draum að setjast þar að, þar sem hægt er að hafa hesta og stunda útilíf og upp í eldra fólk, sem er einkum að hugsa um skóg- rækt, en því fer greinilega fjölgandi. Einar Páll kvað mjög takmarkað framboð vera á eignum af þessu tagi, enda hreyfing á þeim ekki mikil. – Þessar eignir halda sér yfirleitt vel í verði og þegar þær koma í sölu, þá færu þær gjarnan fljótt, segir hann. – Ég er með aðra svipaða eign í sölu, en það er Norðurkot á Kjalarnesi. Húsið stendur á 10.000 ferm lóð. en er aðeins meira út úr. Þar ríkir mikil friðsæld. Maður er virkilega kominn í sveitasæluna og hægt að hafa hesta og stunda hvaðeina, sem tilheyrir sveitinni. Engu að síður er stutt í þjón- ustuna. Það er einmitt kosturinn við Skriðu og Norðurkot, fyrir utan það að vera bæði nýleg hús, að báðar þessar eignir eru í næsta nágrenni við verzlun, góða skóla og íþróttaaðstöðu. Einar Páll telur líklegt, að framboð á stórum lóðum í nágrenni Mosfells- bæjar eigi eftir að aukast. – Í framtíð- inni er gert ráð fyrir töluverðu fram- boði á stórum lóðum upp í Mosfellsdal, það er eins hektara lóð- um, þar sem gert er ráð fyrir frí- stundabúskap, segir hann að lokum. – Mosfellsbær er kominn með til- lögu að skipulagi á þessu svæði og ekki ólíklegt að lóðir þar komi til út- hlutunar á næstu árum. Þegar að því kemur, geri ég ráð fyrir mikilli eft- irspurn. Talsvert um fyrirspurnir – Það er alltaf talsvert um, að fólk spyrji um hús á stórum lóðum, gjarn- an í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en kannski ekki síður lengra í burtu, segir Magnús Leópoldsson hjá Fast- eignamiðstöðinni . – Þetta er gjarnan fólk, sem komið er fram yfir miðjan aldur og þarf ekki að taka tillit til skólagöngu barna, af því að þau eru flogin úr hreiðrinu. Sumir óska eftir húsum, sem hægt er að gera upp. Stundum er um merk hús að ræða með mikla sögu og þá er það auðvitað ávinningur fyrir alla, ef þeim er forðað frá því með þessu móti að verða rifin. En stundum eru húsin orðin svo gömul og lúin, að þeim verður ekki bjargað. Þetta hefur oft gerzt með jarðir, eftir að þær eru orðnar kvóta- lausar. Stundum er þeim þá skipt upp og ný hús byggð á mjög stórum lóð- um. – Þeir sem kaupa jarðir án fram- leiðsluréttar, eru gjarnan fólk með áhuga á hestamennsku eða skógrækt, heldur Magnús áfram. – Sumir hafa keypt þessar jarðir til fjárfestinga og þá ekki endilega horft á þann húsa- kost, sem fyrir er heldur stúkað land- ið niður í lóðir fyrir sumarhús ýmist til sölu eða leigu. Eyjar á Breiðafirði og víðar hafa líka höfðað til margra og selzt á háu verði. Magnús Leópoldsson kveðst álíta, að tæknibyltingin mikla, sem nú er í fullum gangi, eigi eftir að setja mik- inn svip á hús og híbýli fólks á næstu árum og áratugum og kunni einmitt að verða til þess, að fleiri sækist eftir því að búa fyrir utan mesta þéttbýlið og þá í frjálsara umhverfi en nú. – Þessar breytingar geta allt eins orðið þess valdandi að við förum að vinna mun meira heima en fólk hefur gert til þessa, segir Magnús – Rithöf- undar, blaðamenn, verkfræðingar, arkitektar, endurskoðendur, vísinda- menn, þýðendur, kerfisfræðingar og margir aðrir, sem vinna sjálfstætt og vilja einbeita sér að verkefnum, verða þá með fullkomnustu tölvur heima hjá sér og jafnframt beintengdir við sína starfstöð í gegnum síma og með tölvutengingu. Ljósleiðari og aðrar tæknilausnir verða til staðar. Þessi þróun er þegar hafin og hún kann að verða mun hraðari, þegar frá líður. Lítum bara á, hve fjarnámið er að ryðja sér hratt til rúms hjá náms- fólki. En ákvörðun fjölskyldufólks varð- andi búsetu fer ávallt mikið eftir því, hvaða þjónusta er í boði á hverjum stað. – Menntunar- og félagsaðstaða er nú víða allt önnur og betri en var og samgöngur stöðugt batnandi, seg- ir Magnús Leópoldsson að lokum. – Samskipti við annað fólk verða greiðari um leið, þó að fólk búi aðeins út úr eins og kallað er. Margir vilja búa fyrir utan skark- ala þéttbýlisins Hús á stórum lóðum upp í sveit en þó í nágrenni þéttbýlisins höfða til margra. Magnús Sigurðsson kynnti sér nokkur slík hús, sem eru til sölu í nágrenni Reykjavíkur. Kjalarnes - Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er nú til sölu einbýlishúsið Skriða, sem stendur undir rótum Esjunnar við Kollafjörð. Húsið er tvær hæðir og kjall- ari, alls 205 fm og stendur á 10.000 fm lóð. Ásett verð er 19,2 millj. kr. Þetta er timburhús á steyptum kjallara. Hann er 80 fm og skiptist í stóra geymslu og um 60 fm rými, sem nú er nýtt sem vinnuaðstaða, sagði Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Komið er inn í forstofu eða hol á jarðhæð, en þaðan er gengt inn í baðherbergi með sturtuklefa, vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Inn úr holi er komið inn í stórt opið rými, sem skiptist í stofu, borðstofu og eldhús með miklu útsýni til Reykjavíkur og út á hafið. Eldhúsinnréttingin er góð og úr bæsuðum rósaviði, en inn af eldhúsi er gott búr. Gengið er út á verönd úr borðstofu. Svefn- herbergin á þessari hæð eru tvö, með filtteppum á gólfi og ljós eru í fataskápum. Önnur hæð er tilbúin til innréttingar, en þar eru þrjú svefnherbergi, stórt baðherbergi og koníaks- stofa. Eftir er að klæða loft og leggja gólfefni. Glæsi- legt útsýni er af 2. hæðinni. Húsið stendur á 1.500 fm eignarlóð, en auk þess fylgir því 8.500 fm leigulóð til 99 ára. Staðsetning hússins er einstök, en það stendur und- ir Esjunni með miklu útsýni til hafs og til fjalla, sagði Einar Páll. Þetta er tilvalinn staður fyrir þá, sem vilja komast úr skarkala höfuðborgarinnar og hafa áhuga á t.d. skógrækt, hestamennsku og rólegu umhverfi. Húsið er tvær hæðir og kjallari, alls 205 ferm. og stendur á 10.000 ferm. lóð. Ásett verð er 19,2 millj. kr., en þessi eign er til sölu hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Skriða við Kollafjörð Reykjavík - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu lögbýlið Suðurhlíð úr landi Úlfars- fells. Landstærð er 7.620 ferm. eignarland. „Þarna er um að ræða gott íbúðarhús byggt 1990,“ sagði Magnús Leópoldsson hjá Fast- eignamiðstöðinni. Íbúðarhúsið er á einni hæð og 152 fm að stærð. Það skiptist í þrjú svefnherbergi, eld- hús, stofu og borðstofu, baðherbergi, þvotta- hús, geymslu og anddyri ásamt rúmgóðum innbyggðum bílskúr. Inn af bílskúrnum er þvottahúsið og eitt aukaherbergi. Loftin í stofunni og borðstof- unni eru upptekin og klædd furu. Parket er á stofu og borðstofu, en flísar á anddyri og dúkur á öðru. Vegleg verönd um 38 fm hefur verið byggð fyrir framan húsið og er gengið út á hana úr stofu. Hesthúsið er glæsilegt, sem að framan segir, og með aðstöðu fyrir 22 hross. Þar er einnig kaffiaðstaða, hnakkageymsla, hlaða og spónahlaða, einnig aðstaða fyrir fimm hesta í viðbót, en hesthúsbyggingin er um 250 fm alls, en sjálft hesthúsið er 160 fm samkvæmt fasteignamati. Verðhugmynd er 35 millj. kr. „Öll aðstaða er þarna til fyrirmyndar,“ sagði Magnús Leópoldsson að lokum. „Þetta er óskastaður fyrir alla þá, sem vilja búa í fal- legu og friðsælu umhverfi en vera samt í grennd við þéttbýlið.“ Íbúðarhúsið er á einni hæð og 152 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Þarna er ennfremur glæsilegt hesthús. Landstærð er 7.620 ferm. eign- arland. Verðhugmynd er 35 millj. kr., en þessi eign er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Suðurhlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.