Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 34
34 C ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fast- eignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður FAXAFENI 5 SÍMI 533 1080 www.foss.is Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA EINBÝLISHÚS ELLIÐAVATN – STÓRGLÆSILEGT Erum með í sölu einbýlishús í algerum sérflokki við Elliðavatn. Húsið er 278,4 fm á þremur pöll- um. Allar innréttingar einstaklega glæsilegar. Húsið er hannað af arkitektinum Steve Christer. GARÐABÆR – HOLTÁS Vorum að fá í sölu fallegt 240 fm einbýlishús á mjög góðum stað, innst í botlanga í nýja Hraunholtshverfinu í Garðabæ. Eignin er næstum fullkláruð að innan án gólfefna og baðinnréttinga. Húsið verður af- hent fullklárað að utan, lóð jöfnuð. Verð 26,5 millj. Góð lán áhvílandi. ÁSVALLAGATA - EINBÝLI Glæsilegt einbýlishús í mjög góðu ástandi á vinsælum stað í Vesturbænum. Húsið er nánast allt end- urnýjað á smekklegan hátt. Verð 27,5 millj. FUNAFOLD - GLÆSILEGT 185 fm tveggja hæða einbýlishús auk 40 fm bílskúrs í Foldahverfi. Glæsilegar innréttingar. Fimm svefnherbergi, stór stofa, rúmgott eldhús, sólskáli og verönd með heitum potti. Verð 25,5 millj. RAÐHÚS BÁSBRYGGJA – ÚTSÝNI Mjög gott ca 207 fm raðhús á þremur hæðum á frábærum stað í Bryggjuhverfi. Húsið stendur við sjávar- bakkann og er með glæsilegu útsýni. Rúmgóður innbyggður bílskúr. Tilboð óskast. 4JA - 5 HERBERGJA VESTURBÆR – KAPLASKJÓLSVEG- UR Rúmgóð íbúð á tveimur hæðum í góðu fjöl- býlishúsi. Góð stofa með gegnheilu parketi. Fjögur svefnherbergi. Upprunalegar innrétting- ar í eldhúsi og á baði. Verð 11,9 millj. BJARNARSTÍGUR – ÞINGHOLT Mjög falleg og skemmtileg íbúð á einum á tveimur hæðum besta stað í miðbæ Reykjavikur. Tvær bjartar stofur og 2 – 3 svefnherbergi. Verð 13,5 SÓLHEIMAR – AUSTURBÆR Góð íbúð á 1. hæð í vinsælu lyftuhúsnæði. Tvær stórar stofur með rennihurð á milli. Rúmgott hjónaher- bergi og lítið aukaherbergi. Húsnæðið hentar eldra fólki mjög vel. Aðgengi er mjög gott. Hús- vörður og góð sameign. Verð 11,9 millj. 3JA HERBERGJA HVERAFOLD - ÁHV. BYGGSJ. CA 5,6 M. Góð ca 90 fm íbúð á 2. hæð í góðri vel staðsettri blokk. Glæsilegt útsýni. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Verð 11,9 millj. GRAFARVOGUR – STARENGI Glæsi- leg, rúmgóð 3ja herbegja íbúð á góðum stað í Engjahverfi í Grafarvogi. Stór stofa og tvö góð svefnherbergi. Sérinngangur, sérgarður og sér- þvottahús. Skipti möguleg á minni eign. Verð 11,9 millj. LANGHOLTSVEGUR – SÉRHÆÐ Fal- leg rishæð með sérinngangi. Björt og rúmgóð parketlögð stofa. Tvö góð parketlögð svefnher- bergi. Þvottahús í íbúð. Íbúðinni fylgir góður bíl- skúr. Falleg eign á góðum stað. Verð 12,9 millj. VESTURBÆR – RAÐHÚS FJÖRUGRANDI – GLÆSILEGT Stórglæsilegt rúmlega 292 fm raðhús frá- bærum stað í vesturbænum. Húsið er óaðfinnanlegt í alla staði, 4-6 góð svefnher- bergi, bjartar stofur, sjónvarpshol, góður garður með trépalli og heitum potti. Frá- bært hús fyrir stóra fjölskyldu. Verð 28,9 millj. HLÍÐAR – RIS Góð 3ja-4ra herbergja ris- íbúð í Mávahlíð. Tvö góð herbergi og möguleiki á þriðja. Góð stofa. Góð eign á vinsælum stað. Ekkert greiðslumat. Ósamþykkt. Verð 6,7 millj. 2JA HERBERGJA KLAPPARSTÍGUR – FALLEG Vel skipulögð, björt og opin íbúð á jarðhæð í fallegri blokk á einum vinsælasta stað í Reykjavík. Rúm- gott svefnherbergi með miklum skápum. Stór stofa með fallegum gluggum. Verð 10,9 millj. MIÐBÆR – LAUGAVEGUR Mjög góð tveggja herbergja risíbúð í bakhúsi við Lauga- veginn. Spónaparket á gólfum. Íbúðinni er hag- anlega fyrir komið og hver fermetri nýttur til hins ítrasta. Verð 6,8 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU EÐA SÖLU TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á HELSTU VERSLUNARSVÆÐUM BORGARINNAR. KNARRARVOGUR Vorum að fá í sölu gott ca 670 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Knarrarvog í Reykjavík. GRAFARVOGUR Til sölu blandað glæsi- legt skrifstofu- og lagerhúsnæði við Fossaleyni. Stærð húss er rúmlega 2.100 fm. FAXAFEN Til leigu við Faxafen um 700 fm. Hagstæð leiga. HLÍÐARSMÁRI 2.000 fm þar af 1.000 á verslunarhæð. Verð 1.200 og 1.400 kr. á fm. VATNAGARÐAR Gott atvinnuhúsnæði, 945,8 fm. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Húsið var tekið í gegn að innan fyrir u.þ.b. tveimur ár- um. Mikið útsýni til Esjunnar. Gæti vel hentað sem lager- og skrifstofuhúsnæði. Tvennar að- keyrsludyr eru á framhlið. Símkerfi ásamt tölvu og raflögnum getur fylgt. Húsnæðið er laust nú þegar. Góð lán geta fylgt. Tilboð. VIÐ LAUGAVEG 800 fm á 1., 2. og í kjall- ara. Hagstæð leiga. GRAFARVOGUR Skrifstofu- og þjónustu- rými 2150 fm. Meðalverð kr. 1.000 á fm. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Til sölu glæsilegt rúmlega 300 fm atvinnuhúsnæði. Miklir mögu- leikar. Frekari upplýsingar á skrifstofu. LEIGUHÚSNÆÐI HLÍÐAR – LEIGA Glæsilegt íbúðarhúsnæði í Hlíðunum til leigu frá 1. mars nk. til júníloka 2004. Húsnæðið er á tveimur hæðum og er u.þ.b. 200 fm á stærð. Verð tilboð. Upplýsingar gefa Börkur og Úlfar. ATVINNUHÚSNÆÐI HAFNARFJÖRÐUR – GLÆSILEGT Til sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfjarðar stórglæsi- legt húsnæði í góðu lyftuhúsi með frábæru út- sýni yfir höfnina. Lyklar og allar nánari upplýs- ingar á skrifstofu. NÝBYGGINGAR KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLTI Falleg raðhús, alls 193,3 fm, á tveimur hæðum á góð- um stað í Grafarholtinu. Stutt verður í alla þjón- ustu og skóla. Húsin afhent fullbúin að utan, en fokheld að innan og lóð grófjöfnuð. Húsin eru tilbúin til afhendingar. Verð 15,5–15,8 m. Nánari uppl. og teikn. á skrifstofu. Magnús I. Erlingsson lögmaður SÍMI 533 1080 - FAX 533 1085 - HEIMASÍÐA www.foss.is - NETFANG foss@foss.is - VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ Reykjavík – Fasteignamiðlunin Berg og Gimli eru nú með í sölu ein- býlishús í Gerðhömrum 5 í Reykja- vík. Þetta er stein- og timburhús, byggt 1987, með bílskúr sem er 58,1 ferm. Sjálft húsið er 183,5 ferm að stærð. „Þetta er glæsilegt einbýli, afar vandað að gerð og í góðu viðhaldi, eign fyrir vandláta,“ sagði Hannes Sampstedt hjá Bergi. „Komið er inn í anddyri með granítflísum á gólfi. Stórir skápar eru þarna og hiti í gólfi. Til hægri úr anddyri er herbergi með dúk á gólfi. Innfelld ljós eru í lofti. Hol er með eikarparketi á gólfi. Loft eru upptekin með innfelldum ljósum og mikilli lofthæð og fallegir gluggar eru efst á veggjum sem varpa góðri birtu. Stórir skápar eru í holi. Borðstofa er með parketi á gólfi. Til hægri úr holi er rúmgott hjóna- herbergi með uppteknu lofti og inn- felldum ljósum. Parket er þar á gólfi og stórir og vandaðir skápar. Snyrt- ing er inn af herberginu og er hún flísalögð í hólf og gólf, með stórum sturtuklefa og fjórum sturtuhausum úr veggjum. Baðkar er einnig og gluggi. Innfelld ljós í loftum. Útgengt er út á svalir úr hjóna- herbergi. Granítflísar eru á svölum og þaðan er fallegt útsýni. Í aðra snyrtingu er gengt úr holi og er hún öll flísalögð. Til vinstri úr holi er eldhús með eldhúseyju, gufuháf yfir eldavél sem er bæði með gasi og grilli, svo og hellum. Granít er á vinnuborðum í eldhúsi og parket á gólfi. Útgengt er út á sólpall úr eldhúsi, einnig er útgengt út á svalir þaðan. Gengið er úr holi niður þrjár tröppur niður í stofu. Þar er parket á gólfi og skiptist stofan í sjónvarps- stofu og setustofu. Sólskáli er byggður út úr stofu og er hann með granítflísum á gólfi og innfelldri lýsingu í lofti. Stigi er úr stofu niður á neðri hæð, en lokað hef- ur verið fyrir inngang á neðri hæð og sá hluti hefur verið leigður út sér. Lítið mál er hins vegar að opna á milli aftur. Sér inngangur er í íbúð sem er þar núna, þar eru flísar á for- stofu, lítið eldhús, rúmgóð snyrting og flísalagður sturtuklefi. Góðar innréttingar eru í íbúðinni og rúmgott herbergi með glugga, ljósu parketi á gólfi. Samskonar parket er á stofunni. Útgengt er þaðan út á hellulagða verönd. Stór tvöfaldur sérstæður bílskúr fylgir húsinu. Búið er að innrétta um 20 ferm herbergi í bílskúr með merbauparketi á gólfi og sér snyrt- ingu. Útgengt er úr bílskúr út í garð. Hellulagt bílaplanið er með snjó- bræðslukerfi. Hundrað metra sólpallur er með trégólfi og hellulögðum stígum. Heitur pottur (setlaug) er í garði og er þar útisturta. Afar glæsilegur frágangur er á þessu öllu og garður- inn er smekklega hannaður og í mik- illi rækt. Skjólveggir eru umhverfis pall og garð. Ásett verð er 26,8 millj. kr.“ Gerðhamrar 5 Þetta er stein- og timburhús með bílskúr sem er 58,1 ferm. Sjálft húsið er 183,5 ferm. að stærð. Ásett verð er 26,8 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Bergi og Gimli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.