Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 31

Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 C 31HeimiliFasteignir Sími 575 8500 • Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 Veffang: www.fasteignamidlun.is Netfang: brynjar@fasteignamidlun.is VANTAR ALLAR TEGUNDIR HÚSNÆÐIS Á SÖLUSKRÁ - SKOÐUM SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali ENGIHJALLI - KÓP. 4ra herb. 98 fm íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er m.a. Stofa, borðstofa, þrjú svefnherb., rúmgott eldhús, nýlegt flísalagt baðherb. o.fl. Parket og flísar á gólfum. Þvottaherb. á 8. hæð. Tvennar svalir. Mikið útsýni. Áhv. 4,9 m. húsbréf og byggsj. Verð 11,8 m. FÍFUSEL 103 fm 4ra herb.íbúð á tveimur hæðum. Húsið er klætt að utan, sameign er nýlega tekin í gegn. Íbúðin er m.a. stofa, 3 rúmgóð svefnherb., eldhús, flísalagt baðherb. o.fl. Áhv. 5,0 m. húsbréf og byggsj. Verð 11,3 m. HÁTÚN 4RA HERB.ÍBÚÐ, LYFTUHÚS. Góð 4ra herb. íbúð á 7. hæð í Sigvaldablokkinni v/Hátún. Íbúðin er samtals 88,3fm² að stærð skiptist í 3 her- bergi, stofu, borðstofu, bað, eldhús og geymslu í kjallara. Eldhús með fallegri upprunalegri innrétt- ingu, baðherbergi með mósaikflísum, nýlegt parket í stofu og einu herbergjanna, stafaparket í borð- stofu og á gangi. Stórar svalir í suður, góð sam- eign.Verð 11,2 M. - getur losnað fljótt. KAMBASEL - BÍLSKÚR Góð 93 fm 3-4ra herb. íbúð ásamt 26 fm bílskúr. Þrjú svefnherb., rúmgott eldhús, parketlögð stofa með suð/vestur-svölum út af, nýlega endurnýjað baðherb. og þvottaherb. í íbúð. Bílskúr með geymslulofti. Áhv. 5,8 m. V. 13,4 m. BREIÐAVÍK Stórglæsileg og óvenju vönduð 3ja herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í nýlegu fjölbýli. Íbúðin er m.a. stofa með rúmgóðum suðursv. (svalir 16.2 fm²) tvö rúmgóð svefnherb. glæsilegt eldhús með sérsmíð- aðri kirsuberjainnr., afar vandað flísalagt bað í hólf og gólf. Flísalagt þvottaherb. í íbúð. Parket (hlynur) og flísar á gólfum. Áhv. 8,3 m. húsbréf. Verð 13,2 m. Vönduð íbúð fyrir rómantíska fagurkera sem þið megið ekki missa af. Myndir á netinu.   TÓMASARHAGI - BÍLSKÚR Falleg 118 fm sér- hæð ásamt 22,5 fm bílskúr í þríbýlishúsi. Íbúðin er á fyrstu hæð og er með sérinngang, fjögur svefnherb., tvær parketlagðar stofur sem eru við- arklæddar upp á miðja veggi, rúmgott eldhús, fallegt flísalagt baðherbergi og bílskúr með hurð- aoppnara. V. 18,8 m. OFANLEITI - LAUS 3ja herb. 82 fm íbúð á 4. hæð í fjölbýli ásamt stæði í bílgeymslu á þessum vinsæla stað í Leitunum. Íbúð- in er m.a. stofa, með rúmgóðum suðursv., tvö svefnherb., eldhús og bað. Þvottaherb. í íbúð. Íbúð- in er laus. Áhv. 5,5 m. Byggsj. og húsbréf. Verð 11,9 m. RAUÐÁS Mjög falleg 73 fm íbúð á þriðju hæð (efstu) auk geymslu í litlu fjölbýli í Árbænum. Sérsmíðuð falleg eldhúsinnrétting, parketlögð stofa, tvennar svalir með fallegu útsýni, tvö rúmgóð svefnherb., flísalagt baðherb. með glugga. Húsið í góðu viðhaldi jafnt að innan sem utan. Áhv. 2,1 m. V. 10,9 m. HJALTABAKKI 2ja herb. íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla stað í Bökkunum. Íbúðin er stofa, rúmgott eldhús, svefnherb., baðherb. o.fl. Stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 7,9 m.   ÆGISSÍÐA Falleg 78 fm íbúð í þríbýlis húsi með sjávarútsýni. Íbúðin er á neðstu hæð og lítið nið- urgrafin ( tvö þrep niður). Rúmgóð stofa, tvö svefnherb., snyrtilegt eldhús með útgangi út á hellulagða verönd og fallegur stór garður. V. 10,9 m. MARÍUBAKKI Góð 3ja herb.78,1 fm íbúð á þriðju hæð. Tvö rúmgóð svefnherb, eldhús með góðu borðplássi, stofa með vestur-svölum út af og þvottaherb. í íbúð. Hús og sameign í góðu ástandi. Afhending í júní 2002. V. 9,7 m. GLÓSALIR 7 Í KÓPAVOGI Til sölu vandaðar og rúmgóðar 2ja, 3ja og 4ra her- bergja íbúðir með sérþvottherbergi, í 8 hæða ál- klæddu 29 íbúða fjölbýlishúsi ásamt stæði í bíl- geymsluhúsi. Í húsinu verða tvær lyftur. Stórar suð- ur- og vestursvalir. Glæsilegt útsýni. Góð staðsetn- ing og stutt í alla þjónustu. Verð á 2ja herb. frá kr. 11,3 m. á 3ja herb. frá kr. 14,0 m. og 4ra herb. frá kr. 15,9 m., allar íbúðirnar með stæði í bílgeymslu- húsi. Innangengt er úr bílgeymsluhúsi. Afhending í júní 2002. Byggingaraðili er Bygging ehf. SÓLARSALIR 4 Í KÓP. 4ra til 5 herb. íbúðir í þessu glæsilega fimm íbúða húsi með tveimur innbyggðum bílskúrum. Í húsinu er ein 4ra herb. 125,10 fm íbúð og fjórar 137,20 fm íbúðir með 4 svefnherbergjum. Verð á 4ra herb. íbúðinni er kr. 15,5 m., en verð á 5 herb. íbúðunum er frá kr. 16,6 m. Afhending í mars 2002. Teikn. og skilalýsing á skrifstofu. EINBÝLISHÚS- NORÐURLAND VESTRA Stór- glæsilegt og vandað 156,6 fm, 8 herb. einbýli m/innbyggðum bílskúr á fögrum stað í litlum byggðarkjarna mitt á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Húsið sem er teiknað af Kjartani Sveinssyni býður upp á ýmsa möguleika. Áhv. 5,4 m. húsbréf. Verð 9.1 m. Nánari upplýsingar veittar í síma á skrifstofu okkar, sjá einnig myndir á vefsíðu okkar. Skipti á eign á höfuðborgarsvæðinu koma til greina.    LÆKJARSEL - 4RA HERB. AUKAÍBÚÐ Fallegt tæplega 400 fm einbýlishús með 4ra herb. aukaíbúð. Þetta er fallegt hús á tveimur hæðum í góðu viðhaldi. Bílskúr er tvöfaldur 36 fm með geymsluplássi undir, 4 svefnherb. í aðalíbúð og þrjú í þeirri minni, tvö þvottaherb. og fallegur garð- ur. Áhv. 4,9 V. 29.5 m. REYKJAVÍKURVEGUR - HF. Fallegt járnklætt steinhús 136 fm sem er kjallari, hæð og ris. Hús í góðu viðhaldi að innan sem utan, þrjú svefnherb., þrjár stofur, fallegt eldhús, flísalagt baðherb., sólpallur með yfirbyggðri grillaðstöðu og gróinn sérgarður. Áhv. 5,6 m. húsbréf og byggsj. Verð 13,9 m. HRAUNTUNGA - AUKAÍBÚÐ Gott og mikið end- urnýjað 214 fm raðhús á tveimur hæðum. Í húsinu eru tvær aukaíbúðir, ein tveggja herb. og ein stúdíóíbúð. Í aðalíbúð eru þrjú svefnherb. baððherb., nýtt eldhús með fallegri innréttingu og falleg og björt stofa með útgangi út á mjög stórar suðursvalir. Áhv. 10,3 m. V.21,9 m. TUNGUVEGUR Raðhús sem er kjallari og tvær hæðir. Íbúðin er m.a. stofa, eldhús, 3 svefnherb., baðherb. o.fl. Suðurgarður. Sólpallur. Verð 12,7 m. GILJALAND Mjög gott 210 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt 26 fm bílskúr. Húsið er í góðu við- haldi bæði að innan og utan. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi og fallegu útsýni,suðursvalir, borðstofa, 6-7 svefnherb., tvö baðherb., gott eld- hús og fallegur suðurgarður. Suðurhlið húsins ásamt bílskúr tekin í geng og máluð í sumar. Toppeign á vinsælum stað. V. 23,5 m. LOGAFOLD 227 fm einbýlishús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr, ásamt ca 90 fm fok- heldu rými á jarðhæð. Íbúðin er m.a. stofa, sjón- varpsstofa, 4 svefnherb. mjög rúmgott nýlegt eld- hús, baðherbergi, þvottaherbergi o.fl. Mjög stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 23,5 m.  Skoðið heimasíðu okkar www.fasteignamidlun.is Fjöldi eigna á skrá allar með ljósmyndum. BARÐAVOGUR-SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR Mjög falleg og björt 112,5 fm² , 5 herb. efri sérhæð auk bílskúrs á friðsælum stað í Vogunum. Íbúðin skiptist í góða forstofu, rúmgóða setustofu sem nýtt er sem sjónvarpsherb., tvískipta rúmgóða stofu sem skiptist í setustofu og borðstofu, stórt og fallegt eldhús með borðkrók og inn af eldhúsi er bæði þvottaherbergi og búr. Svefnherbergjaálman skiptist í 3 herbergi þar af 2 með fataskápum. Gengið er út á stórar suðvestur svalir frá svefn- álmu. Gólfefni á stofum eru teppi, flísar í forstofu, teppi og dúkar í herbergjum og korkflísar á baði. Verð 16.8 m. MELHAGI Erum með til sölu hæð og ris ásamt 40 fm bílskúr. Neðri hæðin skiptist í rúmgott hol, tvennar stofur, mjög rúmgott eldhús og baðherb. Á efri hæð eru 2-3 rúmgóð svefnherb., baðher- bergi, þvottaherbergi og eldhús sem áður var barnaherb. Tvennar suðursvalir eru í íbúðinni, sér- garður og hægt er að nota eignina sem tvær íbúðir. V. 19,9 m. SAFAMÝRI - SÉRHÆÐ 5 herb. 130 fm efri sérhæð í þríbýlishúsi ásamt 26 fm bílskúr sem er staðsett innst í botnlanga á þess- um vinsæla stað í austurbænum. Íbúðin er stofa, 4 svefnherb., rúmgott nýlegt eldhús, baðherb., o.fl. Parket. Suðursvalir. Hús nýviðgert að utan. Nýtt gler í gluggum. Nýjar skólplagnir, raflagnir o.fl. Stutt í skóla og alla þjónustu. Áhv. 3,4 m. húsbréf. Verð 18,9 m. LANGHOLTSV. 5 HERB. SÉRGARÐUR Snotur 5 herb. íbúð skv. FM sögð vera 69,8 fm² en er mun stærri þar sem risið að stærð ca 25 fm² að sögn eiganda er ekki inni í fermetratölu íbúðar. Á neðri hæð eru 2 parketlögð svefnherbergi annað með góðum fataskápum, rúmgóð björt stofa með park- eti á gólfi og útgangi út á suðursvalir, eldhús með upprunalegri innréttingu, flísalagt baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og parketlögð forstofa með fatahengi. Í risi eru 2 nýlega innréttuð unglingaher- bergi, teppi á gólfum. Góðar geymslur fylgja íbúð- inni, stór sérgarður í suður svo og bílastæði. Gælu- dýr hafa verið velkomin hér. Verð 11.4 m, áhv. ca 3,7 m. Skipti ódýrara. ATH. LÆKKAÐ VERÐ ! Þ AÐ vill brenna við, sér- staklega í eldri húsum, að stöðugt er slæm lykt á vissum stöðum, sumir umbera það en aðrir nota alls kyns ilmefni, sem ekki er nokkur skortur á í okkar framleiðsluglaða heimi, til að halda þessu í skefjum. Hinsvegar vilja aðrir ekki búa við þetta, heldur leita leiða til að finna orsökina sem kannski er ekki svo auðvelt, orsökin liggur ekki alltaf í augum uppi. Oft er hægt að rekja ólykt til skólplagna, það mun vera algeng- asta orsökin, en illa loftræst rými geta einnig verið saggafull, innilok- aður raki veldur ekki aðeins slæmri lykt, heldur getur hann skemmt veggi og gólf og fyrr á tíð voru slík hýbýli hreinlega heilsuspillandi. Tæplega eru mikið um slíkt hús- næði lengur, en við skulum ekki hreykja okkur of hátt í oftrú á alla hina fullkomnu tækni nútímans og vel valin byggingarefni, þau eru ekki alltaf eins gott val og við höld- um. Víða eru menn að vakna upp við þann vonda draum að nýjar byggingar eru langt frá því að vera neinir heilsubrunnar. Ekki fer miklum sögum af slíkum byggingum hérlendis en það er full- komin ástæða til að vera vel á verði. Þetta vandamál var löngum hulið en komið hafa upp tilfelli er- lendis þar sem heilsufar þeirra er unnu í ákveðnum byggingum var svo slæmt að ekki varð hjá því komist að rannsaka það nánar. Eitt hrikalegasta dæmið er frá Svíþjóð þar sem ekki varð hjá því komist að rífa til grunna nýjan skóla vegna þess að byggingin var hreinlega heilsuspillandi. Slæm lykt er tæpast heilsuspillandi, eða hvað? Nei, maður skyldi tæpast ætla að svo sé, en það er þó viss hætta á ferðum. Sem eðlilegt er þá eru margskonar lofttegundir á sveimi í skólpkerfum og það er ekki ætlast til að þær komist inn í vistarverur. En það gerist stundum og við það má ekki búa. Eitt af því sem verður að vera á verði gagnvart í eldri byggingum eru léleg eða sundurbrotin rör í grunni. Í rauninni hafa komið upp nokkur tilfelli að gömlu steinrörin undir grunninum voru svo illa farin að þar var orðið nokkurs konar haughús eða hlandfor. Ef lykt frá slíku kemst upp um sprungur í gólfi er hún hvorki góð né heilnæm. Leki á lögnum, sem sums staðar liggja í gólfum, geta einnig fyllt gólf og veggi af raka sem gefur frá sér óhollt loft auk þess að skemma viðkom- andi húshluta. Ekki alltaf svona slæmt Stundum staf- ar slæm lykt innanhúss af ástæðum sem eru ekki af svo al- varlegum rótum eins og að framan hefur verið dregin upp mynd af, alldramatískt. Í eldri húsum stafar slæm lykt oft af því að það sogast úr lásum undir handlaugum eða baðkerum og fleiri tækjum, líkindin eru því meiri því hærra sem húsið er. Í eldri húsum er lítið um það að gólflásar séu í böðum, jafnvel ekki þvottahúsum. þetta kemur til af því að áður fyrr vildi vatnið í slíkum gólflásum þorna eða gufa upp og þá var opið inn í skólpkerfið og fýluna lagði um allt. Síðan kom krafan um að í svo- kölluðum votrýmum væri skylda að hafa gólflás til að taka við vatni ef leiðslur biluðu. þá kom á markaðinn gólflás með gegnumrennsli frá t. d. handlaug, það átti að tryggja að ekki þornaði í lásnum og fýlan kæmi í heimsókn. Í þvottahúsum hafa menn ekki notað gólflása með gegnumrennsli, þá var hætta á að sápufroða leggist yfir gólf þegar þvottavélin dældi úr sér. En nú er loksins komið að kjarna málsins og ástæðunni fyrir þessum pistli, sem er að kynna nýja gerða af gólflás sem sænskt fyrirtæki framleiðir og gerir gólflásinn með gegnumrennslinu óþarfan. Sá lás er búinn þeirri tækni að ef vatnið í honum gufar upp þá lyftist skálin í honum og lokar honum alfarið, eng- in lykt kemst upp. Ef vatn rennur í lásinn er það þyngd vatnsins í skál- inni sem lætur hana síga aftur og vatnið rennur auðveldlega sína leið. Lítið mál og einföld tækni, en getur stuðlað að því að losa fólk við hvimleiða og jafnvel óholla lykt. Lykt og leiðindi í húsakynnum Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Innri hluta gólflássins er hægt að lyfta upp og hreinsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.