Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 44
44 C ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir FYRIR ELDRI BORGARA HRAUNBÆR-FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI Falleg 2ja herbergja íbúð í góðri lyftublokk við Hraunbæ. Íbúðin er 67.6 fm. Þvottaherb. í íbúðinni. Félags- miðstöð í húsinu. Húsvörður. Laus strax. Verð 11.2 millj. Í SMÍÐUM SUÐURTÚN - ÁLFTANES Vel skipulögð parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum alls 194,6 fm. Selj ast fullbúin að utan og fokheld að innan. eða lengra komin eftir samkomulagi. Til afhendingar mjög fljótlega. HÆÐIR 4RA - 5 HERBERGJA FELLSMÚLI 112 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Rúmgóð stofa og 3 svefnherb. Þvottavélatenging á baði. Húsið allt nýlega tekið í gegn og klætt. Verð 12.7 millj. 3JA-4 HERBERGJA HAMRAHLÍÐ 84,3 fm 3ja herb. íbúð með sérinngangi í kjallara. Tvö svefnherb. Rúmgóð stofa. Eldhús með borðkróki og flísalagt baðherb. Áhvíl. húsbr. 6 millj. VESTURBERG - LYFTUHÚS Góð 73 fm 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Flísalagt baðherb. Parket og gólfdúkur á gólfum. Góðar austursvalir. Sameiginlegt þvottahús á hæðinni. Verð 9,2 millj. KRUMMAHÓLAR M/BÍL- SKÝLI Gullfalleg 3ja herb. íbúð 89,6 fm á jarðhæð. Ný falleg eldhúsinnrétt- ing. Flísar og parket á eldhúsi og stofu. Þvottavélatenging á baði. Sérgarður. Stæði í bílageymslu fylgir. Verð 11.5 m. MEISTARAVELLIR MEÐ BÍL- SKÚR 4ra herb. íbúð 104,3 fm á 2. hæð. skiptist í 2-3 svefnherb., rúmgóða stofu m/suðursvölum, eldhús með borðkróki, baðherb. með baðkari og glugga. Bílskúr m/gryfju f 20,8 fm Skuldlaus eign. Verð 13.0 millj. LAUFBREKKA - M /BÍLSKÚR Falleg efri sérhæð 107 fm í góðu tvíbýl- ishúsi. Stofa, borðstofa, þrjú svefnherb. endurnýjað eldhús og bað. Bílskúr og inn af honum herbergi m/snyrtingu. Ný- legt járn á þaki og húsið nýmálað. Mjög snyrtilega eign með frábæru útsýni. Verð 15,3 millj. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar  564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA EINBÝLI OG RAÐHÚS Sunnubraut - Einbýli 201 fm ein- bhús á góðum stað við Sunnubraut. 3 svefnherb., arinn í stofu. 25 fm bílskúr á jarðhæð. Mikið útsýni. Laust eftir sam- komulagi. Verð tilboð. (959) Starengi Mjög gott 150 fm endaraðhús á einni hæð. Gert ráð fyrir 3 svefnh. en nú eru tvö svh. Vandaðar innréttingar, 21 fm bílskúr, einkasala. (958) Bræðratunga 124 fm raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnh. Laust fljótl. Áhv. 3,0 m. byggsj. Einkasala. (944) Fjarðarsel 147 fm mikið endurnýjað endaraðhús, 4 svefnh. 24 fm bílskúr. (929) Nýbýlavegur - Parhús 175 fm parhús á 2 hæðum, nýleg innr. í eldhúsi, 50 fm bílskúr, laust strax. V. 17,5 m. (824) SÉRHÆÐIR Reynihvammur 60 fm neðri hæð með sérinng. í tvíbýli. Afh. fullfrágengið að utan án málningar og tilbúið til innréttingar að innan. Til afh. strax. 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Gnoðarvogur 77 fm 3ja herb. enda- íbúð á 2. hæð, laus strax. (949) Háleitisbraut 112 fm 4ra herb. á 4. hæð, 3 svefnh. Mögul. skipti á 2ja herb. í lyftuhúsi, 20 fm bílskúr. Einkasala. (955) Þinghólsbraut 105 fm 3-4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Nýlega endurnýjuð, fallegar innréttingar, parket. V. 11,8 m. (956) Hlíðarhjalli 66 fm 2ja herb. á 3. hæð, sérþvottah. Laus fljótlega, einkasala. (950) Vallargerði 3ja-4ra herb. risíbúð með sérinngangi ásamt bílskúr. Einkasala. (935) Vantar allar stærðir eigna á skrá, góð sala Engjasel 83 fm 3ja herb. á 4. hæð, suðursvalir. Parket á gólfum, þvottaherb. innaf baði. Stæði í lokuðu bílahúsi. Laust fljótl. Áhv. viðbótarl. 2,1 m. 4,38% vextir og húsbr. 5,5 m. (940) ATVINNUHÚSNÆÐI Hafnarbraut Eigum eftir nokkur bil frá 77-231 fm. Húsið hefur verið nýlega endur- nýjað. Hæð á hurðum er um 4,5 m. Lang- tímalán fylgja. Verð á fm kr. 65.000. Smiðjuvegur Mjög bjart og gott at- vinnuhúsnæði með stórum innkeyrsludyr- um, samtals 518 fm. Búið er að innrétta í húsnæðinu skrifstofu, kaffistofu, verk- stjóraherbergi, snyrtingu og milliloft. Skútuvogur Mjög gott skrifstofu-/lag- erhúsnæði, alls 341 fm, þ.a. eru skrifst. um 80 fm. Hentar sérlega vel fyrir heildsölur. NÝBYGGINGAR Jónsgeisli Erum með tvö 215,7 fm raðhús á tveimur hæðum. 4 svefnh., stór stofa, 22 fm bílskúr. Húsin verða afhent tilbúin að utan með grófjafnaðri lóð, en að innan fulleinangruð og múraðir útveggir, mahóní-gluggar. Til afhendingar fljótlega. Nánari uppl. og teikningar á skrifstofunni. Sólarsalir Eigum eftir þrjár 4ra her- bergja íbúðir í 6 íbúða húsi. Íbúðirnar eru 116 fm og 122 fm. Allar íbúðir eru með sér- inngangi og sérþvottahúsi, bílskúr fylgir einni íbúð. Íbúðirnar verða afhentar í vor fullfrágengnar með öllum innréttingum, án gólfefna nema að baðherbergi, anddyri og þvottahús verður flísalagt. H ÚSAGERÐ Lundúna- arkitektsins Davids Chipperfields reynir að brjóta upp fyrirfram- gefna afstöðu almennings til byggðs umhverfis. Hugleiðingar Chipperfields Í landi þar sem það tíðkast ekki að efna til almennrar samkeppni varðandi opinberar byggingar, þar sem ríkisvaldið sýnir tiltölulegan lítinn metnað í eflingu byggingar- listar (annan en þann sem kom fram í tilefni aldamótanna), og þar sem smærri borgir hafa litla burði til þess að gangast fyrir stórum verkefnum, hefur Chipperfield gert sér grein fyrir því að aðal- markaðinn fyrir öfluga húsagerð er að finna hjá hástétt neytenda tísk- unnar. Vegna þessara aðstæðna hefur Chipperfield hannað hlutfallslega fáar umfangsmiklar byggingar í Bretlandi á meðan hann hefur skapað sér nafn í Þýskalandi, Jap- an og í Ameríku þar sem hann hef- ur skilið eftir sig mikilvægar op- inberar byggingar. Í Bretlandi er hann almennt þekktastur fyrir hönnun innri rýma; verslana og veitingastaða. Í Bretlandi sýnir fólk almennan skilning á stælingum, eða eftiröp- un. Á stælingum sem ala á jákvæðu viðhorfi til fortíðarinnar. Bretar skilja líka hátæknina sem gerir ráð fyrir að allt sé breytingum háð og í sífelldri þróun. Þetta eru tvennar öfgar þjóðfélagsins sem torvelda fólki skilning á umskiptum eða hægum breytingum. Hinn almenni borgari setur hlutina upp sem and- stæður og ber annaðhvort fortíðina í hillingum eða á sér draumkennda framtíðarsýn. Chipperfield sýnir annað viðhorf og spyr: Hvað er rangt við nútíð- ina? Af hverju ætti maður að virða húsagerðarlist sem afturhald við söguna? Hvað er rangt við að sýna fram á áframhald tímans? Það sem býr í rýminu Chipperfield höfðar til húsagerð- arlistarinnar óháða hugtakinu um tímann. Forsendurnar sem hann gefur sér veita jafna möguleika til nýrrar tækni sem og hugmynda sem þegar eru til staðar í þjóð- félaginu. Það þarf ekki að leita uppfinninga eða nýjunga á hverju sviði. Í eðli sínu heldur tíminn áfram að líða án þess að taka stökkbreytingum. Þannig verður það siðferðisleg skylda arkitektsins að gera söguna að þátttakanda í því að finna merk- ingu fyrir umhverfið; staðinn og minninguna sem eru hluti af sama hugtakinu. Í því samhengi hefur það litla þýðingu að ætlast til þess að arki- Hvað er rangt við nútíðina? Líkanið af húsi í litlu sjávarþorpi í Galicia á Spáni (1995/1998) sýnir hvernig rýmið getur verið heilt í gegn, ákvarðar lögun og uppbyggingu hússins. David Chipperfield arkitekt. Chipperfield skissar upp hvernig innra rými elur af sér samfellda þætti og hlutföll, gagnsæi og þéttleika, fyrir Jazzie B-húsið í London (1993). Ljósmyndir/Hisao Suzuki Alltaf á þriðjudögum ÞÓTT skipulag hafi verið unnið hér- lendis um áratuga skeið eru skipu- lagsfræði og starfsheitið skipulags- fræðingur hér tiltölulega ný hugtök. Skipulag er áætlun um að hafa áhrif á þróun samfélagsins og myndar ramma um búsetu og at- vinnulíf. Því er mikilvægt að vel sé til þess vandað, og m.a. þarf að taka tillit til fagurfræðilegra, félagslegra og efnahagslegra þátta. Til þess að skipulag sé meira en áætlun á pappír þarf að fylgja því framkvæmdaáætlun, og það þarf að tengjast annarri áætlanagerð. Á síðari árum hefur skipulag í auknum mæli verið notað til að markaðs- setja borgir og bæi fyrir fyrirtæki og til búsetu. Fólk gerir æ meiri kröfur til vist- ræns og félagslegs umhverfis, og þessir þættir eru meðal þess sem gerir staði eftirsóknarverða til bú- setu. Ég starfaði um 10 ára skeið við skipulag í Malmö í Svíþjóð, og þar var lögð megináhersla á að mark- aðssetja borgina meðal Evrópu- borga og að samhæfa atvinnuþróun og vistvæna umhverfisstefnu. Nauðsynlegt er að samkomulag sé um markmið skipulagsins meðal íbúa og yfirvalda. Þetta hefur leitt af sér auknar kröfur um samráð við íbúa við gerð þess. Hvað er skipulagsfræði? Skipulagsfræði er sjálfstæð þver- fagleg fræðigrein, og markmið hennar er að tryggja að skipulags- áætlanir séu byggðar á breiðum vís- indalegum grunni og að með þeim séu samræmd hin fjölmörgu sjón- armið fólks um notkun lands, nýt- ingu auðlinda o.fl. Menntun skipulagsfræðinga er víðtæk og nær til ólíkra greina eins og vistfræði, félagsfræði, hagfræði, verkfræði, byggingarlistar og borg- arhönnunar (urban design). Ýmsar starfsstéttir eru sérhæfð- ar í einstökum þáttum skipulags, en skipulagsfræðingar eru eina starfs- stéttin sem hefur hlotið menntun og þjálfun í þeim öllum. Sérhæfing skipulagsfræðinga felst m.a. í því að samhæfa niðurstöður sérsviða og samræma ólík sjónarmið hags- munaaðila. Starfsheitið skipulagsfræðingur er lögverndað hérlendis, og sækja þarf um leyfi iðnaðarráðuneytisins til að nota það. Til þess þarf viðkom- Skipulagsfræði, segir Bjarki Jóhannesson, er sjálfstæð þverfagleg fræðigrein. Skipulag og skipulagsfræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.