Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 C 37HeimiliFasteignir gardatorg@gardatorg.is GARÐATORG Garðatorg 7 - Garðabæwww.gardatorg.is Guðmundína Ragnarsdóttir hdl. og lögg. fast.sali Þórhallur Guðjónsson sölumaður Sigurður Tyrfingsson sölumaður EIGNAMIÐLUN  545 0800 TJALDANES - GBÆ. - LAUST Glæsilegt um 300 fm einb. með tvöf. bílsk. á frá- bærum stað á Arnarnesinu. Gott útsýni og fallegur og vel hirtur garður. Húsið er laust. Gott tækifæri fyri vandláta. ÞRASTARLUNDUR - GBÆ. Mjög gott samtals 199,6 fm einbýli á góðum stað í Garðabænum. Góð og vel umgengin eign. Fallegur ræktaður garður. ÞRASTARNES - GBÆ. Nýkomið í sölu gott samtals um 450 fm einbýli á frábærri 2000 fm lóð yst á Arnarnesinu. Húsið er að grunnfleti 200 fm og er ein íb. á efri hæð og tvær á þeirri neðri. 55 fm bílskúr. Húsið stendur innst í botlanga. HOLTÁS - GBÆ. Mjög glæsilegt 155,8 fm auk 49 fm tvöfalds bíl- skúrs. Stórt eldhús með fallegum innréttingum. Frá- bær staðsetning rétt við hraunjaðarinn og útsýni yf- ir allt frá Keili til Esju. SPÓAÁS - Hf. Stórglæsilegt 215,2 fm með 47,7 fm innb. bílsk. Sérsmíðaðar iinnréttingar og allt einstaklega vand- að. Frábær staðsetning. Um er að ræða einstaklega glæsilegt og tæknilegt hús. Sjón er sögu ríkari. Rað- og parhús HELGUBRAUT - KÓP. auka íb. Mjög gott samtals 263,5 fm raðhús á þessum góða stað í vesturbæ Kópavogs. Á neðstu hæð er mjög góð sér íbúð. Á efri hæðum er mjög skemmtileg íbúð. Verð 21,9 millj. KLAUSTURHVAMMUR - HF. m/auka íbúð Mjö gott 306 fm raðh. með innb. bílskúr. Um er að ræða mjög gott hús á frábærum stað, mikið útsýni (Keilir, Snæfellsjökull). Möguleiki á aukaíb. á neðstu hæð með sérinngang. KLETTABERG - HF. Mjög glæsilegt 219,6 fm parhús með innb. stórum bílskúr. Sérsmíðaðar maghony innréttingar og hurð- ir. Flísar á gólfum neðri hæðar. Stórar suðursvalir og frábært útsýni til suðurs. Stutt í þjónustu og skóli í stuttu göngufæri. Glæsliegt hús í alla staði. Verð 25,9 millj. Penthouse MIÐBÆR - PENTHOUSE Glæsilegasta íbúð miðbæjarins er til sölu. Íbúðin 135,8 fm auk 40.3 fm bílskýlis, samtals 176.1 fm Marmari á gólfi neðri hæðar og glæsilegar innrétt- ingar. Mjög falleg og sérstök eldhúsinnrétting og tæki. Heitur pottur á verönd. Allt fyrsta flokks og frabær staðsetning. Traustur leigusamn. getur fylgt. FUNALIND - KÓP. Glæsileg 151 fm íbúð á 2 hæðum. Stórar stofur með útgengi á suðursvalir. Efri hæð er með sjón- varps og húsbóndaherbergi . Eldhús er með maha- gony innréttingum . Gólfefni : Mahony parket er á öllum gólfum nema eldhúsi . Glæsileg eign Verð 17.9 millj. 4ra herb. HRÍSMÓAR - GBÆ. LYFTUH. Nýk. í einkasölu glæsileg 110 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli miðsvæðis í Garðabæ. Mjög góð og snyrtileg eign, parket á gólfum, gott þvottahús. Verð 13.9 millj. BREIÐVANGUR - HF. Snyrtileg og góð 107 fm íb. á 1. hæð í góðu fjölbýli. 3 svefnherb. eikarparket á gólfum, flísalgt bað góð geymsla. Vel staðett fjölbýli og rúmgóð aðkoma. FÍFULIND - KÓP. Glæsileg íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er með tveimur rúmgóðum herbergjum. Uppi er falleg stofa með gengheilu olíubornu parketi. Glæsilegt eldhús með fallegri hvítri innréttingu. Verð kr. 15,5 millj. ARNARÁS - GBÆ. Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 132 fm íbúð á besta stað í Ásahverfinu í Garðabæ. Flísar og parket á gólfum. Fallegt eldhús með vönduðum tækjum. Gott útsýni. 3ja herb. ENGIHJALLI - KÓP. Falleg 90.2 fm íb. á 6 h. (efstu) í mjög góðu fjölbýli. 2 svefnherb. nýstandssett flísalagt bað. Góð og snyrtileg íbúð. Geymsla og hjólageymsla. FURUGRUND - KÓP. 2-3 herbergja íbúð með aukaherb. Góð staðsetning, stutt í alla þjónustu. Verð 9.8 millj. FURUGRUND - KÓP. 3-4 herbergja 87,7 fm íbúð með aukaherbergi. Rúmgóð stofa og 2 svenherbergi bað flísar í hólf og gólf. Verð 11,9 millj. HRÍMÓAR - GBÆ. Glæsileg 100 fm 3ja- 4ra herb. íbúð á besta stað í Garðabæ. Íbúðin er öll ný standsett og öll hin glæsilegasta. Áhvílandi ca 9 millj. Verð 13,4 millj. GALTALIND - KÓP. Nýk. á einkas. glæslieg 95,2 fm ibúð 1. hæð í mjög góðu fjölb. Glæsilegt eldhús, falleg innr. og góð tæki. Parket og flísar á gólfum. Góðir skápar. Suð- ursvalir. 2ja herb. BARÓNSTÍGUR - 101 RVÍK. Mjög snotur 40,6 fm stúdíóíbúð í hjarta Reykjavík- ur. Viðarklædd og kósý íbúð. Sumarbústaðir GRÍMSNES Mjög huggulegt og gott 37 fm hús á einum hekt- ara lands (eignarland) í landi Klausturhóla í Gríms- nesi. Allt nýuppgert. Stór og góð verönd. Frábært útsýni til Heklu og víðar. Verð 3,9 millj. Einbýli FAXATÚN - GBÆ. Gott samttals 192,7 fm einbýli. 4 svefnherb, 3 stof- ur góður bílskúr og fallegur og vel ræktaður garð- ur. Hús með mikla möguleika. HOLTSBÚÐ - GBÆ. m/aukaíb. Mjög gott 253,9 fm tvílyft einb. á góðum stað. Á neðri hæð er m.a. aukaíb. Stór og fallegur garður. Hörgslundur - GBÆ. Mjög gott samt. 241 fm einbýli m/tvöf. bílsk. á ró- legum og góðum stað í neðri Lundum. Húsið sem er teiknað af Kjartani Svenssyni er mjög skemmti- lega hannað. Stórar stofur, 4 svefnherb. blóma- skáli. Stór og fallegur garður. Gott hús. Verð 23 millj. SKÓGARLUNDUR - GBÆ. Mjög gott 151,3 fm einbýli auk 36,2 fm bílskúrs á góðum stað í Lundunum í Garðabæ. Fallega rækt- aður garður og hefur húsið verið nokkuð endurnýj- að á síðustu árum. Atvinnuhúsnæði VERSL. OG IÐNAÐARHÚSN. GBÆ. Vorum að fá til sölu samtals 713 fm mjög gott húsnæði á góðum stað í Garðbæ. Um er að ræða tvö samtengd hús 355 fm og 358 fm Húsin seljast saman eða í sitt hvoru lagi. Mjög góðar eignir. KEFLAVÍK Verslunar- skrifstofu- og íbúðarhúsnæði, alls 1105 fm á besta stað í Keflavík. Hægt að skipta eign- inni í smærri einingar. Búðið er að teikna tíu íbúð- ir í húsið. Einnig 150 fm lagerhúsnæði. Góð fjár- festing. KRÓKHÁLS - 105 eða 210 fm Mjög gott 105 fm atvinnuhúsnæði á þessum góða stað. Möguleiki á öðru 105 fm bili við hlið- ina á. SUÐURHRAUN - TIL LEIGU. Mjög gottt 404 fm iðnaðarhúsn. á frábærum stað í Hrauninu í Garðabæ (Hafnarfirði). 4. m. inn- keyrsludyr. Mjög bjart og gott húsn. Gott hellu- lagt plan og greið aðkoma. Miklir mögul. hér. ASKALIND - KÓP. Vorum að fá til sölu mjög vel staðsett samtals 902 fm á tveimur hæðum auk möguleika á milli- lofti á efri hæð. Skiptanlegt í smærri eining- ar. Aðkeyrsla að báðum hæðum. Mjög traust- byggt hús. Teikningar á skrifstofu Garðatorgs. AKRALIND - KÓP. Mjög gott um 120 fm bjart og gott húsnæði. Stór innkeyrsluhurð ásamt inngöngudyr. Húsnæðið er fullbúið. Verð 9.6 millj. VAGNHÖFÐI - 165 fm Mjög gott 165 fm húsnæði á einni hæð með góðri innkeyrsludyr. Vinnusalur, kaffistofa og skrifstofa. Gott útipláss og mögul. á viðbyggingu. GBÆ. SALA/LEIGA Stórglæsilegt 532 fm verslunar og skrifstofuhús- næði. Grunnflötur 425,4 og efri hæð 106,6 fm Þetta er hús í algjörum sérflokki. Mikið gler bæði í þaki og í sólstofum. Skiptanlegt í smærri eingar. Miklir möguleikar hér. Nýbyggingar KJÓLSALIR - KÓP. Glæsileg 182,6 fm raðhús með innb. 29 fm bílsk. 4 svefnherb, gott þvottah og geymsla. Mjög vel skipul. hús. Húsin eru á tveimur hæðum og skilast fullbúin að utan en fokheld að innan. FJÁRFESTINGATÆKIFÆRI Til sölu um 40 hektara lands í Kapelluhrauni aust- an af álverinu. Um er að ræða gott byggingarland sitthvorum megin við fyrirhugaða nýja Reykjanes- braut. Hér um að ræða frábært fjárfestingatæki- færi. KLETTÁS - GBÆ. eitt hús eftir Glæsilegt raðhús á einni hæð (mögul. á 20 fm millilofti) á frábærum stað í Hraunsholt- inu í Garðabæ. Um er að ræða milli hús 103,8 + 31,6 fm bílsk. Skilast fullbúin að ut- an og fokheld að innan (mögul að fá lengra komið). SUÐURTÚN - ÁLFTANESI Mjög skemmtileg 194 fm parhús á friðsælasta stað höfðuborgarsvæðisins. Húsin eru á tveimur hæðum með inng. 27 fm bílskúr. SVÖLUHRAUN - HF. Mjög skemmtilegt 190 fm einbýli á einni hæð með tvöf. bílskúr. Frábærlega hannað hús í grónu og góðu hverfi. Fokhelt að inann og fullbúið að utan. LERKIÁS - GBÆ. Mjög vel staðsett raðhús í nýja hverfinu í Garða- bænum. Um að ræða 141.1 fm hús. m/innb. bílsk. Húsið er á einni hæð og er tilbúið til afhendingar, fullbúið að utan og fokhelt að innan. Gott verð. KLETTÁS - GBÆ. Tvöf. bíls Frábær 190 fm raðhús á tveimur hæðum með tvö- földum bílskúr. 4 svefnherb. góðar stofur ofl. Góð- ur tvöf. jeppaskúr. Um er að ræða tvö endahús og tvö miðju hús. Skilast í vor fullbúin að utan og fok- held að innan. FURUÁS - GBÆ. Mjög gott 225 fm einbýli á aldeilis frábærum stað í Hraunsholtinu í Garðabæ. 4 svefnherb. 40 fm tvöf. bílsk. Skilast fokhelt að innan og fullbúið að utan. KRÍUÁS - HF. Mjög skemmtileg tvö 217,3 fm milliraðhús ásamt 29,3 fm bílsk. samt. 246,6 fm. Mjög gott skipulag. Húsin skilast fullbúin að utan og rúml. fokheld að innan (full einangrað) Verð 13,8 millj. LERKIÁS - GBÆ. Vorum að fá til sölu 180 fm raðhús á tveimur hæð- um. Vel skipulögð hús og gott útsýni. 4 svefnherb. og góðar svalir. Skilast fokheld í vor eða lengra komin. GBÆ. - LÓÐ M/SÖKLUM Til sölu lóð, sökklar og teiknngar af glæsilegu ein- býli á mjög góðum stað í Ásahverfi í Garðabæ. Teikningar á skrifstofu Garðatorgs. á landi er einungis að finna eina borg – sem í alþjóðlegum sam- anburði er ekki mjög fjölmenn – og hins vegar með ráðandi stöðu byggðastefnunnar í stefnumótun stjórnvalda gagnvart búsetuþróun- inni í landinu. Sú borgarstefna sem hefur verið að mótast á undanförnum árum felur í sér heildrænna sjónarhorn á borgarsamfélagið en áður hefur tíðkast. Innan ramma borgarstefnunnar rúmast ekki einungis skipulagsmál og byggingarmál, húsnæðismál eru sömuleiðis veigamikill þáttur hennar, svo og atriði á borð við uppbyggingu á sviði mennta- og menningarmála. Í ört vaxandi borgum heimsins er að finna mörg erfiðustu úr- lausnarefni mannkyns og jafn- framt eru borgirnar vettvangur framfara, auðlegðar og menning- ar. Allt er þetta meðal viðfangsefna borgarstefnunnar og þeirra sem fást við rannsóknir er beinast að slíkri stefnumótun. Byggðastefna í borginni – borgarstefna á landsbyggðinni Þótt borgir og borgarstefna væru helsta umfjöllunarefni ráð- stefnu Borgarfræðaseturs bar ríkjandi byggðastefnu stjórnvalda einnig oft á góma. Það þarf heldur ekki að koma á óvart, íslensk byggðastefna hefur, eins og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri benti á, að vissu marki beinst gegn byggðinni á suðvesturhorni landsins. Nánari athugun leiðir hins veg- ar í ljós að borgarstefna sem hef- ur að leiðarljósi eflingu mannlífs á höfuðborgarsvæðinu er í rauninni þáttur byggðastefnu sem tekur til landsins alls án þess að skilja út undan mikilvægasta landsvæði þess. Vandinn liggur ef till vill í gagnsæi orðsins byggðastefna, sem menn tengja ósjálfrátt fyrst og fremst við einhvers konar landsbyggðarstefnu. Á tungum nágrannaþjóða okkar tala menn hins vegar um regional- politik eða regional policy, sem eiginlega merkir svæðastefna, svæðapólitík. Byggðastefnu í skilningnum svæðastefna – „regionalpolitik“ upp á skandinavísku – ætti í raun réttri einnig að ástunda gagnvart þéttbýlinu á Suðvesturlandi, áherslurnar þar hljóta hins vegar að vera talsvert frábrugðnar; höf- uðborgarsvæðið þarf alls ekki á byggðastyrkjum að halda. Hins vegar vantar, svo dæmi sé tekið, svæðisbundna sýn á upp- byggingu samgöngukerfisins á gervöllu suðvesturhorni landsins. Yfir 90% Íslendinga búa á þéttbýlissvæðum Borgarstefna er einnig, ef að er gáð, of gagnsætt og lýsandi orð, þar sem það vísar eingöngu til borga. Í ensku er notað í þessu sam- bandi lýsingarorðið urban, sem vísar í raun til alls þéttbýlis, ekki bara til borga. Yfir 90% Íslendinga teljast þannig vera urban dwellers, þ.e. búa á þéttbýlissvæðum. Ef borgarstefnan er skoðuð í víðtækari skilningi en nú er gert má halda því fram að sú efling ákveðinna byggðakjarna sem nú er mikið rætt um – samanber t.d. orð forsætisráðherra sem vitnað var til í upphafi þessarar greinar – geti talist vera liður í eflingu borgarstefnu. Efling byggðakjarna utan höf- uðborgarsvæðisins hefur nú þegar skilað góðum árangri á Akureyri og ber þar hæst stofnun háskóla þar í bæ. Akureyri er í rauninni sá staður utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur sterkust borgareinkenni, fjölgi íbúum þar t.d. í 25.000 lætur nærri að Akureyri geti farið að kalla sig borg. Byggðakjarnastefnan, sem nú nýtur vaxandi fylgis, gengur í rauninni ekki síst út á það að koma upp 2-4 öflugum aðal- kjörnum byggðar á landsbyggð- inni, sem í vaxandi mæli tækju á sig einkenni borgar. Í slíkum auknum borgarsvip felst t.d. meiri fjölbreytni í at- vinnulífi, öflug menningar- starfsemi og þó einkum og sér í lagi efling menntunar og þekking- artengdrar starfsemi. Með öðrum orðum, einkenni borgarmenningarinnar þurfa að ná að festa rætur og gera sig gild- andi í þéttbýlinu utan Reykjavík- ur, borgarstefnan gæti þannig einnig haft áhrif á byggðaþróun landsbyggðarinnar. Borgarstefna ríkisins, sem borg- arstjóri Reykjavíkur hefur ítrekað auglýst eftir, gæti í raun falið í sér endurnýjun og nútímavæðingu þeirrar byggðastefnu sem hér hef- ur verið stunduð áratugum saman með fremur litlum árangri. Efling eina borgarsvæðis lands- ins, samfara stuðningi við öflug- ustu þéttbýliskjarna landsbyggð- arinnar, gætu þannig orðið tvær hliðar á sömu myntinni. Eftir Jón Rúnar Sveinsson, jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.