Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÆTLI það sé tilviljun að þau leik- skáld, sem hafa skrifað af mestri skarpskyggni um siðferðisábyrgð þess sem stendur hjá þegar illvirki eru framin, eru svissnesk? Fyrir nokkrum árum var meistaraverk Max Frisch, Andorra, sýnt á Herra- nótt og nú er röðin komin að hinum Svisslendingnum, Friedrich Dürren- matt, og meistaraverki hans, Der Besuch der alten Dame, sem kallast Milljónamærin snýr aftur í skemmti- legri þýðingu Gísla Rúnars Jónsson- ar. Ung stúlka er hrakin úr heimabæ sínum eftir að barnsfaðir hennar hef- ur svarið fyrir faðernið og fengið fé- laga sína til að segjast hafa sofið hjá henni líka. Mörgum árum síðar snýr stúlkan aftur, illa útleikin af lífinu en ógeðslega rík. Bærinn er á vonarvöl, hún ein getur bjargað honum og er reiðubúin til þess með einu skilyrði; réttlæti, hefnd. Eru bæjarbúar til- búnir að taka barnsföðurinn af lífi í skiptum fyrir endurreisn þorpsins? Hinir sómakæru íbúar Kamrahlíð- ingar fyllast hneykslun, en á undra- verðan hátt fara hjól efnahagslífsins að snúast, og verðmiðinn sem settur er á samviskuna verður að sama skapi sanngjarnari. Eins og allar góðar dæmisögur þá hefur þessi víða skírskotun, og þó að helför nasista sé nærtæk sem kveikja verksins þá leiðir það hug- ann víða, frá umhverfismálum að vanda þriðja heimsins og lýðskrumi og stríðsæsingum skammsýnna stjórnmálamanna. Milljónamærin snýr aftur er stórt leikrit. Sýning Herranætur og Magnúsar Geirs er firnavel sviðsett. Hinn mikli fjöldi sem á sviðinu stendur nær að vera agaður og fullur af kraftmiklu lífi samtímis og sýningin úir og grúir af snjöllum lausnum og smáskrítn- um hugdettum sem krydda hana. Svo eitt dæmi sé nefnt þá bendi ég væntanlegum áhorfendum á að horfa á tærnar á skólameistaranum meðan hann talar í símann snemma í verk- inu. Snjöll leikmynd, stemmningsrík lýsing og skemmtileg tónlist styðja við sýninguna, þó að sumt af text- anum drukkni í músík eins og geng- ur. Magnús hefur valið sýningunni nokkuð ýkjukenndan stíl í leik og út- liti sem fellur að mestu skemmtilega að efninu og hentar leikhópnum vel. Þó má velta því fyrir sér hvort ekki sé verið að fórna nokkru af áhrifa- mætti verksins á kostnað skemmti- legheitanna. Eftir því sem ýkjurnar magnast verður erfiðara að setja sig í spor bæjarbúa, sem er þó merg- urinn málsins að áhorfendur geri. Í lokin var eins og Illugi barnsfaðir væri staddur í martröð – í barna- leikriti sem farið hefði af sporinu. Ef ósköp venjulegir, raunsæir og „góð- ir“ smáborgarar eins og hann hefðu komið í stað fábjánanna í gulu skón- um hefði gæsahúð áhorfenda eflaust orðið þéttari. En líklega hefði skemmtigildið rýrnað, og vissulega skyldi lokamyndin eftir sig allnokkra gæsahúð. Og útfærsla leiðarinnar sem valin er tekst allt að því full- komlega. Þetta er sýning fyrir allan hópinn til að vera stoltur af. Mikið mæðir vissulega á aðalleikurunum, Árna Agli Örnólfssyni í hlutverki Illuga elskhuga og Sunnu Maríu Schram sem túlkar hina einfættu refsinorn Kamillu Trumpgates (dýrðlegt nafn hjá Gísla). Þau standa sig vonum framar, og Sunna fer hreinlega á kostum í sinni stjörnurullu. Árni á erfiðara verkefni, að vera venjulegur maður í martröðinni, en rósemd og innlifun hans í lokaatriðum verksins var sterk og sönn. Margir aðrir verð- skulda að vera nefndir á nafn, of margir til að hægt sé að byrja á því í stuttum pistli. Látum nægja að taka ofan fyrir hinni fornfrægu og síungu Herranótt, sem leysir hér erfitt verkefni á framúrskarandi hátt. Réttlæti á sanngjörnu verði LEIKLIST Á Herranótt Höfundur: Friedrich Dürrenmatt. Þýð- andi: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Tónlist: Medectophobia. Tjarnarbíói miðvikudaginn 13. febrúar 2002. MILLJÓNAMÆRIN SNÝR AFTUR Þorgeir Tryggvason SÝNING á nútímaverkum úr Nor- ræna vatnslitamyndasafninu verð- ur opnuð í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 15. Katrín Helga Ágústsdóttir, forsvarsmaður Akvarell Ísland, opnar sýninguna og Lena Eriksson frá Norræna vatnslitamyndasafninu mun segja nokkur orð um tilurð safnsins. Í verkum sínum fjalla nítján norrænir listamenn á ýmsum aldri um náttúruna, umheim okk- ar. Efnistök eru skógar, fjöll og vötn og borgargötur, en einnig myndir þar sem fengist er við form og mynstur. Listamemenn- irnir hafa allir beint sjónum sín- um út á við að hinum áþreif- anlega veruleika og reynt að glöggva sig á þessum heimi með skilningarvitum sínum. Sumir reyna að ná því á pappír hvernig hlutirnir líta út, aðrir reyna að líkja eftir þeim reglum sem nátt- úran fylgir við að skapa form, enn aðrir hlusta og taka upp hljóð. Árangurinn er margvís- legur – myndirnar eru margar og ólíkar. Hér eru innsetningar á myndböndum sem og stórar og smáar myndir til að skoða og skilja. Sýningin stendur til 24. mars. Nútíma vatnslita- verk í Norræna húsinu Ein myndanna á sýningunni í Norræna húsinu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Öldu Sig- mundsdóttur þýðanda: Vegna yfirlýsingar Péturs Más Ólafssonar í Morgunblaðinu í gær, óska ég eftir að koma eftirfarandi á framfæri: 1. Pétur Már segir að mér hafi verið gert ljóst í upphafi að Ólafur Jóhann myndi endurvinna textann að Sniglaveislunni þegar ég hefði skilað honum af mér. Þetta er rangt. Mér finnst hins vegar ekkert athugavert við það að texti sé endur- unninn af höfundi eftir þýðingu, en ef til stendur að flytja eða birta texta op- inberlega og notaður er texti eða hluti af texta þýðanda, ber að semja við þann þýðanda áður en sú ráðstöfun er gerð, sé þýðandinn ekki bú- inn að afsala sér sín- um rétti. Þetta var ekki gert í mínu til- felli. 2. Í yfirlýsingunni kemur fram að ég hafi „reynt að vekja athygli fjölmiðla“ á þessu máli. Staðreyndin er sú að málið bar á góma í óformlegu samtali sem ég átti við blaðamann á Morgun- blaðinu fyrir nokkru, en efni sam- talsins var allt annað en þetta mál. Einn af ritstjórum blaðsins hafði síðar samband við mig og lýsti yfir áhuga sínum á málinu. Það liðu hins vegar nokkrar vikur þar til ég ákvað að tjá mig við Morgunblaðið opinberlega og var það gert að vel íhuguðu máli. Ein af meginástæð- um þess að ég kaus þennan tíma- punkt, er að Ólafur Jóhann sjálfur nafngreindi mig sem þýðanda í frétt hjá DV, þvert á það sem hann hafði reynt að fá mig til að sam- þykkja nokkrum dögum fyrr. Mér misbauð þetta og vildi ég að hin raunverulega framvinda mála kæmi fram. 3. Varðandi fullyrðingu Péturs Más um að ég hafi ekki fallist á að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu vegna þess að „[hún] vildi getað farið með málið í fjölmiðla“, er hið rétta í málinu að ég tjáði lögmanni mínum að ég vildi geta notið réttar míns til tjáningarfrelsis, þar á með- al átt kost á því að tjá mig við fjöl- miðla, enda höfðu þeir sýnt málinu áhuga. Á þeim tímapunkti hafði ég hins vegar ekki tekið neina ákvörð- un um slíkt. Ég samþykkti einnig að fulltrúum Ólafs Jóhanns yrði gert kunnugt um mína afstöðu. Skömmu seinna voru mér send önnur drög að samkomulagi þar sem ég var meðal annars beðin um að þegja um það í sex mánuði að ég hefði komið að þýðingu verksins og var orðalag samkomu- lagsins að mínu mati afar niðrandi. 4. Ég játa hins vegar fúslega að ég hafði samband við bæði DV og Morg- unblaðið þegar frétt um meintan ritstuld Ólafs Jóhanns komst í hámæli, og fjöl- miðlar kepptust við að tjá sig um þær tvær setningar sem dregnar voru upp sem dæmi. Látið var í veðri vaka að þessar tvær setn- ingar væru allt og sumt og var al- menn hneykslan með þann storm í vatnsglasi sem af hlaust. Stað- reyndin er hins vegar sú að um- ræddur kafli er mun lengri og hafði ég samband við ofangreind dagblöð til þess að spyrja hvort þau vissu af þessu, enda blöskraði mér sá blekk- ingarleikur sem virtist vera í gangi. Má vera að Pétur Már eigi við það þegar hann segir að ég hafi reynt að vekja athygli fjölmiðla á þessu máli, en það er alveg ljóst að mitt mál er efnislega óskylt hinu meinta ritstuldarmáli. 5. Að lokum vil ég taka það fram að hver sú sem hin lögfræðilega niðurstaða kann að verða, er sú framganga sem ég hef orðið vitni að hjá Ólafi Jóhanni og fulltrúum hans að mínu mati siðlaus. Ég fagna því mjög að umræða um rétt- indi þýðanda skuli vera komin upp á borðið, því að mitt mál er ekki einsdæmi. Alda Sigmundsdóttir Alda Sigmundsdóttir Yfirlýsing frá Öldu Sigmundsdóttur FRÖNSK stemmning mun ráða ríkjum í Salnum á morgun, þegar Kammerhóp- ur Salarins leikur. Að vanda hefst dagskráin kl. 16.30 með tónleikaspjalli, en tón- leikarnir, sem eru klukku- stundarlangir, hefjast kl. 17. Á tónleikunum leika Áshild- ur Haraldsdóttir flautuleik- ari og Peter Máté píanóleik- ari Fantasíu op. 79 eftir Gabriel Fauré. Þá leika Þór- unn Ósk Marinósdóttir víólu- leikari og Miklós Dalmay pí- anóleikari Sónötu í B-dúr eftir Vieuxtemps. Þriðja verkið er þekktur smellur; forleikurinn að Síðdegi skóg- arpúkans eftir Claude De- bussy, fluttur af Áshildi og Peter, en lokaverkið á efnis- skránni er Prelúdía, Resetatív og Varíasjónir op. 3 eftir Maurice Du- ruflé, sem Áshildur, Þórunn og Mikl- ós leika. Það er Þorkell Sigurbjörns- son sem verður með tónleikaspjallið og hann ætl- ar að segja frá tónskáldun- um. „Ég ætla segja lítillega frá mönnum og málefnum, höfundum og verkum. Þetta er ekki eins og kennslu- stund, og engar ítarlegar greinargerðir og ég held að fólk hafi haft gaman af því að kynnst aðeins á þennan hátt þeim tónskáldum sem það er að fara að hlusta á. Það er merkilegt að ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem sónatan eftir Vieuxtemps heyrist hér á landi. Þórunn er búin að tala við marga víóluleikara, og það er alls staðar sama sagan, það þekkir þetta eng- inn, en þetta er meiriháttar tónsmíð.“ Tónleikunum lýk- ur með veitingahúsakynningu en að þessu sinni verður boðið upp á mat frá veitingahúsinu Við Tjörnina. Rúnar Marvinsson reiðir fram. Morgunblaðið/Ásdís Peter Máté, Miklos Dalmay og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Púki á sunnu- dagssíðdegi Þorkell Sigurbjörnsson Áshildur Haraldsdóttir LJÓSMYNDARARNIR Bjarki Reyr Ásmundsson og Arsineh Houspian frá Ástralíu opna sýn- ingu í Straumi, í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru svart- hvítar myndir sem teknar voru á ferð þeirra um landið á síðasta ári. Bjarki hefur fjallað um manninn og umhverfi hans í myndum sínum og hann heldur áfram á þeirri braut. Bjarki lærði ljósmyndun í Photography Studies College í Melbourne, Ástralíu þar sem hann sérhæfði sig í heimilda- og frétta- ljósmyndun og svokallaðri Fine Art ljósmyndun. Hann lauk námi árið 2000 og hlaut verðlaun við út- skrift fyrir góðan námsárangur. Arsineh hefur hingað til beint auga sínu sem heimildaljósmynd- ari að Ástralíu, en nú beinir hún sjónum sínum að Íslandi. Hún lauk námi árið 2000 frá Photography Studies College í Melbourne og hlaut verðlaun við útskrift fyrir bestu möppu í frétta- og heimilda- ljósmyndun. Sýningin stendur til 3. mars og verður í lok sýningarinnar dregið í happdrætti þar sem vinningshaf- inn fær mynd að eigin vali. Sýn- ingin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 11-19. Umhverfi manns á ljósmynd AÐALFUNDUR Wagner-félags- ins verður í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 14. Í kjölfar fundarins, þ.e. kl. 15, flytur sagn- fræðingurinn Viðar Pálsson erindi er hann nefnir Wagner og nasism- inn – fortíðardraugurinn í Bay- reuth. Viðar hefur nýverið lokið B.A.- námi í sagnfræði frá Háskóla Ís- lands og hyggur á framhaldsnám erlendis. Fyrirlestrinum er ætlað að veita yfirlit yfir pólitíska fortíð Wagner- ættarinnar fram til loka síðari heimsstyrjaldar og gera grein fyrir þeim fortíðarvanda sem ættin, og Þjóðverjar, glíma við. Fyrirlestur um Wagn- er og nasismann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.