Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 23 KAUPÞING var rekið með 853 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári, sem er heldur betri afkoma en árið áður. Fyrir skatta dregst afkoman hins vegar saman um helming í tæpar sex hundruð milljónir króna. Skýringin á þessum mun á afkomuþróun fyrir og eftir skatta er tekjufærsla tekju- skatts á síðasta ári, sem stafar að hluta til af lækkun tekjuskattshlut- fallsins úr 30% í 18%. Hagnaður Kaupþings er í sam- ræmi við arðsemismarkmið, þau hljóða upp á 15% arðsemi eftir skatta en niðurstaðan varð 14,6%. Sé miðað við arðsemi eigin fjár án verðbreyt- ingarfærslu var arðsemin 20,2%. Í fréttatilkynningu frá bankanum kemur fram að veruleg umskipti hafi orðið í rekstri hans á fjórða ársfjórð- ungi en afkoma fyrstu níu mánuði ársins hafi numið 83 milljónum króna eftir skatta. „Helstu ástæður þessa umskipta eru í meginatriðum tví- þættar,“ segir í tilkynningunni. „Annars vegar féllu til tekjur vegna verkefna á sviði fyrirtækjaþjónustu. Hins vegar voru skilyrði á verðbréfa- mörkuðum á fjórða ársfjórðungi bankanum hagstæð og leiddu til verð- hækkana á verðbréfaeign bankans.“ Innlán hjá Kaupþingi voru engin árið 2000 en í fyrra námu þau 10,6 milljörðum króna og eru í dótturfyr- irtækjunum í Danmörku og í Lúxem- borg. Þeir bankar höfðu viðskipta- bankaleyfi í fyrra og í upphafi þessa árs fékk móðurfélagið, Kaupþing banki hf., viðskiptabankaleyfi hér á landi. Forsvarsmenn bankans gera sér vonir um að þetta muni skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun hans og gera hana ódýrari, en vonast er eftir um þreföldun innlána frá árslok- um 2001 til loka þessa árs. Hreinar vaxtatekjur bankans voru neikvæðar um 187 milljónir króna. Ástæða þess að vaxtatekjur að frá- dregnum vaxtagjöldum eru neikvæð- ar er sú að verulegur hluti eigna bankans, svo sem hlutabréf, ber ekki vexti. Gengistap af veltuhlutabréfum nam 639 milljónum króna á síðasta ári, en gengishagnaður að fjárhæð 351 milljón króna hafði verið af þess- um lið árið 2000. 366 milljóna króna gengistap veltuskuldabréfa árið 2000 snerist hins vegar í rúmlega eins milljarðs króna gengishagnað í fyrra. Gengishagnaður af gjaldeyristengd- um eignum og skuldum minnkaði úr 435 milljónum króna í 342 milljónir króna milli ára. Alls jókst því geng- ishagnaður Kaupþings úr 420 millj- ónum króna í 725 milljónir króna. Breyting hefur orðið á útreikningi á afkomu erlendra dótturfélaga og er gengismunur vegna breytingar á reikningskilum þeirra í íslenskar krónur nú færður í rekstrarreikning en áður var hann færður í gegnum eigið fé í efnahagsreikningi. Hefði sömu aðferð verið beitt og árið áður hefði afkoman versnað um 172 millj- ónir króna, en samanburðartölum fyrra árs hefur verið breytt til sam- ræmis við þessa breytingu. Framlag í afskriftareikning útlána nam 415 milljónum króna á árinu, þar af fóru tæp 40% inn á sérstakan af- skriftareikning en rúm 60% á reikn- ing til að mæta almennri áhættu. Í árslok var afskriftareikningurinn 1,6% af útlánum og veittum ábyrgð- um, en það hlutfall var 0,9% ári fyrr. Gert ráð fyrir 1,4–1,5 milljarða hagnaði á þessu ári „Að teknu tilliti til árferðisins erum við þokkalega sáttir við afkomuna,“ segir Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings spurður um afkomu bank- ans. Eins og fram kemur í reikningum Kaupþings hefur kostnaðurinn aukist talsvert en Sigurður segir að skýring þess sé sú að fyrirtækið hafi stækkað mikið á þessu ári. Starfsfólki hafi fjölgað, banki verið stofnaður í Dan- mörku og verið sé að byggja upp starfsemi í Sviss. Af þessu hafi hlotist mikill kostnaður en tekjur séu ekki enn farnar að skila sér. Spurður um útlitið, svo sem vaxt- arhorfur, segir Sigurður að umfang viðskipta á fjármálamarkaði og verð- bréfamarkaði hafi dregist saman, bæði hér á landi og ekki síður erlend- is. Þrátt fyrir þetta hafi fyrirtækið ekki í hyggju að grípa til sérstakra niðurskurðaraðgerða heldur ætli það sér að halda áfram að vaxa. „Við telj- um,“ segir hann, „að samdrátturinn muni ekki halda áfram. Hvort botn- inum sé náð einmitt nú eða hvort bíða þurfi í nokkra mánuði er ómögulegt að segja til um, en við viljum hafa fólkið okkar til staðar þegar þau um- skipti verða svo við þurfum ekki að fara að ráða inn nýtt fólk þá. Og vöxt- urinn sem við erum að hugsa um þarf ekki nauðsynlega að vera í eigin fé, heldur fyrst og fremst í tekjumynd- un.“ Um afkomuhorfur á þessu ári segir Sigurður að gert sé ráð fyrir um 1,4 til 1,5 milljarða króna hagnaði eftir skatta. Frjálsi fjárfestingarbankinn hagnast um 462 milljónir króna Kaupþing varð á síðasta ári eigandi nánast alls hlutafjár í Frjálsa fjár- festingarbankanum hf. og er hann færður sem hlutdeildarfélag í rekstr- arreikningi Kaupþings en sem hluti samstæðunnar í efnahagsreikningi. Frjálsi fjárfestingarbankinn hagn- aðist um 462 milljónir króna í fyrra, en árið á undan var 168 milljóna króna tap af rekstrinum. Hagnaður af sölu viðskiptavildar sem varð til við sölu á fjórum dótturfélögum vegna yfirtöku Kaupþings nam 452 milljón- um króna á árinu, en hagnaður fyrir skatta nam 474 milljónum króna. Vaxtatekjur námu 2,1 milljarði króna og hreinar vaxtatekjur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxta- gjöldum, námu 353 milljónum króna. Vaxtamunur var 3,2%. Framlag í afskriftareikning útlána nam 120 milljónum króna á síðasta ári og var afskriftareikningur útlána í lok ársins 2,3% af veittum ábyrgðum og útlánum. Vanskil útlána hafa farið lækkandi síðustu ár, og voru 1,56% um síðustu áramót en höfðu verið 1,72% ári fyrr. Eigið fé Frjálsa fjárfestingarbank- ans nam 2,2 milljörðum króna í lok tímabilsins og CAD-eiginfjárhlutfall hans var 21,8% í árslok en 21,2% í upphafi árs.      * "&' " "" " +   ,   -         . /0  . /0 , 1   2 3    , 1           & !4 # 5#5 # '4' %( & 5% %!& % $##5  4 '#5 ( "54  ! $% &"" % !5( %%)#6 #&)!6 &&4 (  ( (  ( (( (    !" # $ # $   !"      !" Hagnaður Kaup- þings fyrir skatta dregst saman Jákvæð umskipti í afkomu Frjálsa fjár- festingarbankans ● STJÓRN Eldingar, félag smábáta- eigenda í Ísafjarðarsýslum, vill að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig að línuveiðar njóti ívilnunar umfram önnur veiðarfæri. Í fréttatilkynningu frá Eldingu seg- ir að þorskaflahámarkskerfi króka- báta sem fellt var úr gildi 1. sept- ember sl. hafi reynst með eindæmum vel. Afnám veiðikerf- isins hafi haft gríðarleg áhrif á Vest- fjörðum og línuútgerð sé nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við und- anfarin ár. Erfiðleikar einstakra út- gerða og þjónustuaðila hafi fylgt í kjölfarið, samfara atvinnuleysi hjá verkafólki og sjómönnum. Stjórn Eldingar segist einhuga um að berjast fyrir breytingu á lög- um um stjórn fiskveiða þannig að línuveiðar dagróðrarbáta mundu njóta ívilnunar umfram önnur veið- arfæri, til dæmis þannig að að afli þessara báta teldist ekki að fullu til kvóta, 80% yrðu færð sem frádrag frá úthlutuðu aflamarki eða króka- aflamarki. Yrði þessi tillaga að lög- um myndi línuútgerð á Vestfjörðum aftur fara að dafna og atvinnulíf henni samfara ná betri stöðu. Til- lagan sé auk þess mjög í anda þess að auka framboð á ferskum fiski og minnka ásókn í stærsta fiskinn. „Efling línuveiða í strandbyggðum landsins er öflugasta átak, sem hægt er að gera til viðhalds byggðar í sjávarbyggðum Íslands. Efling línu- veiða er framlag til betri umgengni um auðlindina. Stjórn Eldingar ósk- ar eftir að tillagan verði tekin til al- varlegrar umræðu, í næstkomandi sveitarstjórnarkosningum í sjáv- arbyggðum þessa lands,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Línuveiðar njóti ívilnunar ● PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra er ekki hlynntur þeirri hug- mynd sem Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans setti fram á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í vikunni. Þar skýrði Halldór frá því að hann teldi fara vel á því að húsbréfadeild Íbúðalánasjóðs yrði breytt í „verðbréfunarfyrirtæki“ á heildsölustigi, en bankar og spari- sjóðir taki að sér smásölu til ein- staklinga. „Ég tel að Íbúðalánasjóður hafi fé- lagslegu hlutverki að gegna,“ segir Páll. „Hann er ekki í viðskiptum með sama hætti og Landsbankinn. Bank- inn er í rekstri til að hafa af því arð handa hluthöfum en Íbúðalánasjóð- ur til að hjálpa fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þó hann eigi jafn- framt að vera sjálfbær fjárhagslega. Íbúðalánasjóður hefur geysimiklu fé- lagslegu hlutverki að gegna, hann aðstoðar líka fólk sem býr við þröng kjör, hann lánar ekki bara þeim sem eru stöndugir. Hann gerir ekki heldur mun á fólki eftir því hvort það býr hér á suðvesturhorninu eða úti á landi. Hjá Íbúðalánasjóði sitja menn við sama borð hvar sem þeir eru á land- inu, en hjá Landsbankanum er gerð- ur munur á því hvar eignirnar eru. Þar að auki lánar Íbúðalánasjóður á lægri vöxtum en Landsbankinn.“ Íbúðalánasjóði ekki breytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.