Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Arnfríður Jónas-dóttir fæddist í Grundarkoti, Akra- hreppi, 12. nóv. 1905, hún lést á Sjúkrahúsi Sauðár- króks 9. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Jónasson, skáld frá Syðri-Hof- dölum og Anna Jóns- dóttir frá Þorleifs- stöðum. Systur Arn- fríðar, Þórdís og Hólmfríður, eru báð- ar látnar. Arnfríður giftist 6. jan. 1931 Jóni Pálmasyni frá Svaðastöðum, d. 12. ágúst 1955. Þau bjuggu á ýmsum stöðum þar til 1939 að þau fluttu að Axlarhaga. Að Jóni látnum bjó Adda áfram í Axlar- haga með tveimur yngri börnum sínum. Síðla árs 1956 fluttist hún með þau að Þverá 1 til Hannesar Stefánssonar, d. 1985, þau gengu í hjónaband tveim árum síðar. Arnfríður og Jón eignuðust fjögur börn: 1) Sig- urbjörg Erla, f. 19.6. 1931, d. 10.11. 1997, maki Páll Hjálmars- son, f. 22.12. 1929. 2) Pálmi, f. 20.7. 1933, kvæntur Eddu Vil- helmsdóttur, f. 16.9. 1937. 3) Hreinn, f. 12.1. 1943, kvæntur Jórunni Lárusdótt- ur, f. 28.8. 1942. Fyrri kona Hreins er Nína K. Guðna- dóttir, f. 21.4. 1944, þau skildu. 4) Þórdís Anna, f. 23.8. 1947, gift Hannesi Friðrikssyni, f. 28.3. 1955. Fyrri maður Þórdísar var Tómas Ingi Márusson, f. 26.7. 1937, d. 4.8. 2001. Þau skildu. Útför Arnfríðar fer fram frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Formáli og minningargreinar um Arnfríði birtust fyrir misgán- ing í blaðinu í gær, og eru hlut- aðeigendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. Ég vil í örfáum orðum minnast konunnar Arnfríðar Jónasdóttur, sem fæddi mig í þennan heim fyrir 68 árum. Hún var þá 28 ára, hafði gifst föður mínum 2 árum áður og Sigurbjörg Erla systir mín fæddist á giftingarárinu. Síðar eignuðust for- eldrar mínir 2 börn, Hrein og Þór- dísi, við vorum samheldin systkin og nutum góðrar móðurástar í uppvext- inum. Mamma var góðum gáfum gædd, skáldmælt eins og faðir hennar Jón- as frá Hofdölum. Frá móður sinni Önnu Jónsdóttur fékk hún einstak- lega góða skapgerð og sauma- og prjónahendur, sem komu sér vel um miðbik síðustu aldar. Amma var lærð saumakona, saumaði jafnt karl- mannafatnað sem fínustu samkvæm- iskjóla, hún kenndi dætrum sínum handbragðið og við systkinin nutum þess. Mamma var ótrúlega fljót að sauma á okkur, skyrtur, buxur og jakka. Sokka, peysur og ullarnærföt, prjónaði hún bæði með handprjón- um og prjónavél, mér féll þó ætíð fremur illa við prjónanærfötin, sem er önnur saga. Allir hljóta að sakna slíkrar móð- ur. – Ég geri það en þakka líka fyrir að hafa átt hana, er í raun glaður í minni sorg yfir því að verða vitni að hversu æðrulaus og ánægð móðir mín var til hinstu stundar, hún var sátt og ánægð að kveðja. 96 ár er hár aldur og í reynd mega allir fagna því að fá að kveðja jarðlífið áður en ör- kuml og andlegt rugl tekur völdin. Síðustu árin dvaldi mamma á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki og naut þar ágætrar umönn- unar. Ég þakka hér með öllu því in- dæla starfsfólki, sem þar vinnur gott verk, Guð blessi ykkur öll. Mamma fæddist að Grundarkoti í Akrahreppi, hún hélt tryggð við sveitina sína til dauðadags. Þar liggja flest hennar ævispor og þar verður hún lögð til hinstu hvílu í dag. Blessuð sé minning hinnar mætu konu Arnfríðar Jónasdóttur. Pálmi Jónsson, Sauðárkróki. Elsku mamma, það eru ófáar minningarnar frá æskuárunum, einkum þó frá uppvextinum í Axl- arhaga. Seinna gerði ég mér grein fyrir hlutskipti þínu og löngum vinnudegi við bústörfin, jafnt úti sem inni, án allra þæginda sem fólk þekk- ir í dag, en ekki man ég eftir að þú kvartaðir. Í huganum get ég ennþá heyrt sönginn þinn, sérstaklega þeg- ar þú stóðst við skilvinduna og ég fékk að smakka froðuna. Ég er viss um það, að fá að kynn- ast fábrotna lífinu í gamla torfbæn- um, hefur gert mig að betri mann- eskju, en ég annars hefði orðið. Þótt færri lofi gamla burstabæinn en borgarturninn nýja út við sæinn, má líkja þeim er stóðust stormsins æði, við stuðla tvo í sama hetjukvæði. Við bratta hlíð var bænum valinn staður, og bóndinn er þar frjáls og morgunglaður. Hann býr við sitt og blessar landið góða, því bændur eru kjarni allra þjóða. Og blessuð konan kveikir eld og felur og klæðir litlu börnin sem hún elur, svo kann hún líka kynstrin öll af sögum og kveður vísur undir fornum lögum. Í þessum bæ, við bóndans aringlæður, fann barnið fyrst, hver öllu lífi ræður og þarna lærði þjóðin fyrst að skrifa og þaðan fær hún aflið til að lifa. Í bænum, undir bröttum fjallatindum, er bergt af hinum djúpu, tæru lindum og þaðan stafar styrkur sá og hreysti, sem stefnir hæst – og borgarturninn reisti. (Davíð Stefánsson.) Elsku mamma mín, þú fórst syngjandi gegnum lífið, þakka þér fyrir allt. Þórdís. Hvað er hægt að segja um hana ömmu mína sem allir vita ekki nú þegar. Hún var einfaldlega sú besta sem hægt var að hugsa sér. Ég veit ekki hvernig lífið verður án hennar. Alveg frá því ég fyrst man eftir mér hefur hún verið hjá mér, alltaf tilbúin að leika við mig og Öddu systur. Ég gleymi því ekki þegar við spiluðum „hæ gosa“ og amma varð máttlaus af hlátri yfir öllum óhljóðunum í okkur. Og hvernig hún ljómaði í hvert skipti sem Max, hundurinn okkar, kom hlaupandi í fangið á henni eða þegar ættingjar og vinir komu með börnin sín í heimsókn. Mér þykir sárt að hugsa til þess að ófædd dóttir mín eigi aldrei eftir að hitta hana. En ég hlakka til að segja henni sögur af Öddu langömmu úr sveitinni. Svo margt skemmtilegt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu. Ég á svo margar fallegar minningar um hana að ekki er hægt að lýsa þeim með orðum. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og með mér öll þessi ár. Ég elska þig og sakna þín meira en orð fá lýst. Kristín Hrönn. Elsku amma mín, sárt var að heyra að þú værir farin. En svona gengur lífið fyrir sig, þinn tími var því miður kominn. En við áttum góða tíma saman. Ég var svo heppin að fá að alast upp með þér fyrsta árið mitt, og við vorum saman mörg jól. Þú gafst þér alltaf tíma til að leika við mig og segja sögur. Systkini mín, Hreinn Marinó og Sylvía Rut, fengu líka að kynnast þér og þau muna vel þegar við vorum að heimsækja þig á dvalarheimilið þar sem þú eyddir þínum síðustu dögum. Elsku amma, þú verður alltaf í huga okkar. Við elskum þig. Hafdís Björk, Hreinn Marinó og Sylvía Rut. Elsku Adda amma. Þegar mamma hringdi í mig og sagði að þú værir dáin flaug margt í gegnum huga minn. Ég, Guðni bróðir og mamma fluttum í Þverá þegar ég var 9 ára. Ég gleymi því aldrei, þú og Hannes biðuð eftir okkur um kvöldið og mót- tökurnar sem við fengum voru ógleymanlegar. Þá var Adda systir bara nokkurra mánaða. Það fylltist húsið hjá ykkur af börnum og þið fenguð aldrei leið á að leika við okkur og segja okkur sögur. Við brölluðum margt saman. Spilastundirnar voru ógleymanlegar. Þú vaknaðir á morgnana með okkur og spilaðir einn „olsen“ eða „hæ gosa“ við okkur áður en við fórum í skólann. Ég heyri enn hláturinn í þér við óhljóðin í okk- ur systkinunum við spilin. Ég man líka þegar við sátum úti og ég var að hjálpa þér að sauma striga utan um hey, hvað við hlógum og hlógum. Elsku Adda amma, það væri hægt að skrifa heila bók bara um okkar tíma saman, það er svo margs að minnast. Bæði með þér og Hannesi, ég varð fljótt hænd að ykkur báðum. Þú varst svo dugleg, alltaf bakandi kleinur og svo sátum við og saum- uðum vambir í slátur. Þú söngst mik- ið og gast alltaf gert brandara úr öllu. Ég veit þér líður vel núna og mun alltaf minnast þín með gleði. Góður Guð, þig bið ég nú þú gefir mér mína barnatrú. Ef kallar þú mig á þinn fund þá komið er að kveðjustund. (Höf. ók.) Svava. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin frá okkur, finn ég til tómleika. Ég minnist margra góðra stunda sem við áttum saman. Þú varst svo góð og vildir beina öllu til betri veg- ar. Ég þakka að lokum allar þessar samverustundir sem ég mun geyma í minningunni og bið Guð að geyma þig. Þín María Dröfn Guðnadóttir. ARNFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR   "          8 9  68 /99 0 ! ""# +& " " "# - " & % ! ("     7):: 669 :"#! 8"" ; " + 11  +  &-# % 6 *" <$ 7!* &" $"  " #$ 7!** 6 *" &" " <$ 6 *" &" "" $+ "" 6 *" &" 6 *" <$ 7!* &" , % <$ 7!* &" .  $   994= /998 4 0"  (   &'# % /    0  ,  11# % # &-#-2# "" +*# >* #$ >* 8" 6 &" %* %$" #$ 4* /*0 6 #$ #&" &* " 6 6 &" $ * #$ & - " - " - " .      8/:, 6? /:, ('* $ & 0 ( !% % 43 5% $* " % % 0** * #( * + *" 4 0" 4 0" 0 %  ,  3$  ,  &4# % # &'#22# * * &"  3" 3* #$  % * &" 4 # /* 0 #$ 3" * &" 8"- <$ + ** #$ 8"- 8"$*0 #$ - " - " & - " - " - "           / / 0& " 4!*1 5% + "    "   $  ) *$ ( % "  8"- $" #$ & 0* *# .   / 8 0 ! 0+&* *" 0 -3  & "  ,  .  &'# % <& ( *# $" &" 6* % $" #$ ." * $" &" "" $" &" MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds- laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.