Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 49 ✝ Salómon Einars-son fæddist í Mið- Tungu í Tálknafirði 4. október 1914. Hann lést 8. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Jóhannsson, f. 11. september 1868, d. 25. október 1934, og Jónína Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1880, d. 16. desember 1944. Systkini Salómons eru: Guðmundur R., f. 1901, d. 1915, Jóndís S., f. 1903, d. 1997, Jóhann L., f. 1904, d. 1997, Þorleifur M., f. 1906, d. 1906, Að- alsteinn E., f. 1907, d. 1984, Sig- urður Á., f. 1909, d. 1991, Pálína G., f. 1911, Guðmundur R., f. 1917, Magnús F., f. 1919, og Málfríður R.O., f. 1921. Salómon kvæntist 4. október 1943 Sigurbjörgu Björnsdóttur, f. á Brekku í Fljótum í Skagafirði 10. mars 1923. Foreldrar hennar voru Björn Stefánsson bóndi, f. 8. ágúst 1896, d. 12. maí 1982, og Karólína Sigríður Kristjánsdóttir ljósmóðir, f. 21. maí 1903, d. 28. júlí 1951. Dóttir Salómons og Sigurbjargar er Birna Karólína, f. 11. apríl 1943. Hún giftist árið 1966 Reyni Ás- grímssyni, f. 29. ágúst 1941. Þau skildu 1997. Synir þeirra: 1) Sal- ómon Viðar, f. 1961, maki Þóra Lind Karlsdóttir f. 1963. Börn þeirra eru Reynir Viðar, f. 1987, Birna Björg, f. 1991, og Karl Ces- ar, f. 1993. Fóstursonur Salómons Viðars og sonur Þóru Lindar er Svavar Örn Eysteinsson, f. 1981, maki Steinunn Björnsdóttir, f. 1980, sonur þeirra er Jónas Breki, f. 1999. Áður átti Salómon Viðar Gylfa Snæ, f. 1984, móðir Margrét sem þá tíðkuðust til sjós og lands, þar til hann réð sig sem vinnumann til að afla fjár til frekari mennta. Fór þá í Reykholtsskóla í Borgar- firði, þar sem hann var í tvo vetur, og þaðan í Samvinnuskólann. Á sumrin vann hann ýmis störf. Að námi loknu fór hann til starfa norð- ur í Skagafirði um tíma. Fór svo þaðan vestur á firði og gerðist framkvæmdastjóri á Patreksfirði og bjó þar til ársins 1947. Þá flutt- ist hann ásamt fjölskyldu sinni norður í Fljót og tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá Samvinnu- félagi Fljótamanna í Haganesvík. Því starfi gegndi hann til ársins 1960. Þá flytjast þau til Kópavogs þar sem Salómon gegndi starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Kópavogs um tíma. Þá tekur hann við verkstjórastöðu í efnagerðinni Record, í eigu KRON. Því starfi gegndi hann uns hann lét af störf- um sökum aldurs. Salómon var mjög virkur í félagsmálum, gegndi ýmsum safnaðarstörfum í Kópa- vogi, var meðal annars hringjari í Kópavogskirkju um árabil og sat í sóknarnefnd. Hann var einnig virkur þátttakandi í Byggingar- félagi Kópavogs. Salómon var mjög hlynntur samvinnustefnunni og vann ötullega í þágu hennar. Hann var nokkuð pólitískur og ákveðinn í sinni flokkshollustu. Eftir að þau hjónin fluttu suður var sterk tenging við Fljótin áfram og frístundum oftast eytt þar. Salóm- on var mikill náttúruunnandi og mjög bókhneigður, grúskari hinn mesti. Hann hafði geysilegt dálæti á vísum og kveðskap öllum. Er líða tók á ævina fór heilsan að gefa sig og var svo komið, að þau hjónin dvöldu að síðustu á dvalarheim- ilinu í Kumbaravogi, þar sem eft- irlifandi eiginkona hans dvelur nú. Hann var dagfarsprúður maður og skapaði sér ekki óvildarmenn. Þau hjón voru góð heim að sækja. Útför Salómons fer fram frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Gylfadóttir, f. 1964. 2) Ásgrímur Víðir, f. 1970, maki Helga Þor- steinsdóttir, f. 1973. Börn þeirra eru Þor- steinn Arnar, f. 1992, og Petra Sigurbjörg, f. 1994. Áður átti Sal- ómon Ruth, f. 30. júlí 1936, móðir Guðbjörg Pálfríður Elíasdóttir, f. 14. ágúst 1916, d. 17. febrúar 1943. Maki Ruthar er Skarphéð- inn Ölver Jóhannes- son, f. 24. september 1934. Börn þeirra: a) Kristján, f. 1956, maki Kristín Jó- hanna Björnsdóttir, f. 1956. Börn þeirra Berglind f. 1978, og Hróðný, f. 1985. b) Svanhildur, f. 1960, maki Jón Hilmarsson, f. 1952. Börn hennar eru Skarphéðinn Ölver, f. 1978, Illugi, f. 1985, og Elliði, f. 1989. c) Einar, f. 1961, maki Helga Gísladóttir, f. 1958. Dóttir þeirra er Ruth, f. 1992. Fóstursonur Ein- ars og sonur Helgu er Hjörtur Smárason, f. 1975. d) Sandra, f. 1968, maki Þór Þórðarson, f. 1973. Synir hennar eru Kristinn, f. 1988, og Friðrik, f. 1991. Áður átti Ruth Guðberg, f. 1953, faðir Pétur Val- garð Jóhannsson, f. 1935, d. 1980. Maki Guðbergs er Hjördís Guðrún Ólafsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru Sóley Ruth, f. 1980, Pétur Val- garð, f. 1984, Maríanna, f. 1988, og Eyrún f. 1990. Fósturforeldrar Ruthar voru Einar Gíslason og Vigdís Andrésdóttir á Fífustöðum í Arnarfirði. Salómon ólst upp hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs. Þá fluttist hann til fósturforeldra sinna, Gests Jónssonar og Bjarghildar Jóns- dóttur á Skeiði í Arnarfirði. Á ung- lingsárum gekk hann í þau verk Afi Monni dáinn. Hann sem var svo stór hluti af lífi hans Salla míns og svo okkar. Ég kynnist afa Monna fyrir rúm- lega 18 árum þegar ég fór að búa með Salla dóttursyni hans og nafna, en Salómon afi var kallaður Monni af sínu nánasta fólki. Afi og amma tóku mér strax opnum örmum og eins syni mínum Svavari Erni sem þá var tveggja ára og kölluðum við þau afa og ömmu. Ég hafði heyrt margt gott um afa og ömmu sagt, því Salli minn leit mikið upp til þeirra og var mikið samband og náið þeirra á milli. Ef einhverjar spurningar vöknuðu hjá okkur, þá var sagt, ég spyr afa. Það var mjög gott að koma til þeirra, heim í Engihjallann eða aust- ur að Þingvallavatni, en þar eiga þau hjónin sumarbústað og dvöldu þar löngum stundum er þau hættu að vinna. Og alltaf var amma með ný- bakaðar pönnukökur og fleira góð- gæti. Svo var farið í gönguferð með afa niður að vatni og þá var nú mikið skrafað saman og oft fylgdu fróð- leiksmolar með. Afi var vel lesinn maður og virtist vita nánast allt, og sagði svo skemmtilega frá. Hann sá meðal annars um kaupin á fyrstu íbúðinni okkar, þegar við vorum í Færeyjum og vorum búin að eignast Reyni Við- ar, því við urðum jú að eiga þak yfir höfuðið þegar við kæmum heim. Afi sá um öll okkar mál af stakri prýði og fengum við að vita um gang mála með reglulegu millibili. Afi og amma voru með okkur á stórum stundum í lífi okkar, skírn- arvottar þegar við skírðum dóttur okkar og fékk þá amma nöfnu og afi var svaramaður Salla þegar við gift- um okkur. Afi var mikil barnagæla og sóttu börnin mikið til hans og hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við þau, og leið öllum vel í návist hans. Árið 1990 áttum við Salli von á barni, og vorum við búin að ákveða að skíra barnið í höfuðið á afa, en litla sálin kom of snemma svo við eigum lítinn nafna á himnum sem tók á móti nafna sínum, Monni stóri og Monni litli leiðast nú um himnasveitina. Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín Þóra Lind og Salómon (Salli). Fallegar minningar hugann fylla, falla tárin kinnar á. Ef ég mætti tímann stilla englar yrðu að hverfa frá. Með saknaðarkveðju, elsku afi minn. Ásgrímur Víðir Reynisson. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Í dag kveðjum við hinstu kveðju hann Monna afa. Það er með söknuði og sorg í huga sem við skrifum þessar línur, það er erfitt að koma orðum að því sem liggur okkur á hjarta. Monni afi var ljúfur og mildur maður, ávallt með bros á vör, það var gott að vera í ná- vist hans. Hann fór með vísur og sagði okkur sögur, alltaf tilbúinn að hlusta og spjalla. Áhugi hans á bók- um og ljóðum leyndi sér ekki og það var gaman að heyra hann segja frá. Hann var óþreytandi við að sinna yngstu kynslóðinni á meðan heilsa hans leyfði, leiddi þau sem ekki voru farin að ganga og hljóp um með þeim sem það gátu. Oft var erfitt að sjá, hvort skemmti sér betur, barnið eða afi. Það hafa verið forréttindi að hafa kynnst honum Monna afa og talið hann til fjölskyldu sinnar og við þökkum fyrir það. Söknuðurinn er sár og við biðjum góðan Guð að styrkja okkur, geyma afa og vaka yf- ir Boggu ömmu. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. Valdimar Briem.) Ásgrímur, Helga, Þorsteinn Arnar og Petra Sigurbjörg. Kæri afi minn, vertu alltaf hjá mér og vaktu yfir mér og farðu ekki frá mér. Petra Sigurbjörg. Kæri langafi og langalangafi. Nú er komið að kveðjustund, við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum með þér og ömmu Boggu, bæði heima í Engihjalla og í sveit- inni. Allra ferðanna niður að vatni, stundum blotnuðum við smá en hún amma sá um að koma okkur í þurra sokka svo við fengum ekki kvef. Það voru góðar stundir og geymum við þær í hjörtum okkar. Við biðjum algóðan Guð að styðja og styrkja ömmu Birnu og ömmu Boggu á þessum erfiðu tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þín Svavar Örn, Gylfi Snær, Reynir Viðar, Birna Björg, Karl Cesar og Jónas Breki. SALÓMON EINARSSON þegar ég kom austur að kíkja í kaffi uppeftir til ykkar Hauks eða hringja og athuga hvort þú nenntir ekki með mér í gönguferð. Iðulega gleymdi ég mér við spjall hjá ykkur, það var alltaf svo notalegt að hitta ykkur og einhvern veginn svo afslappað þó að heimilið væri stórt og nóg að gera. Í næstum því hvert skipti sem ég kom var búið að breyta einhverju eða bæta og alltaf dáðist ég að því hvað þú varst smekkleg og hvernig þú fannst alltaf besta staðinn fyrir hvern hlut. Frá því að ég var lítil hlakkaði ég líka alltaf sérstaklega til að opna pakka frá ykkur, ég vissi nefnilega að hann geymdi eitthvað sem mér þætti frábært, allt var sér- valið fyrir hvern og einn af svo ein- staklega mikilli alúð og umhyggju- semi. Þannig varst þú. Takk fyrir allt, Ágústa mín. Sjáumst, ljúfan. Arnheiður frænka. Í dag er til moldar borin náin frænka mín og æskuvinkona, Ágústa Egilsdóttir frá Eskifirði. Það er langt fyrir aldur fram að hún kveður jarðvistina, rétt liðlega 45 ára gömul. Sú slysaalda sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði hreif hana snögglega sl. föstudag í Hamarsfirði þegar á örskotsstundu varð ekki við neitt ráðið. Mikill er harmur Hauks og barnanna þeirra fjögurra. Megi guð gefa þeim styrk og sefa sorg þeirra. Við Ágústa ólumst upp í stórum systkinahópum á Hlíðarendanum á Eskifirði, í nálægðinni við sjóinn, fjöruna, lækina og fjöllin, sem voru okkur eilíf uppspretta drauma og ævintýraleiðangra. Við vorum systkinadætur og fundum ríkt til frændseminnar sem auk tryggrar vináttu batt tvær stúlkur saman á uppvaxtarárum. Hún átti sama af- mælisdag og móðurbróðir hennar, pabbi minn, sem gerði það að verk- um að mér þótti enn vænna um hana. Hún var allra ljúfust og trygg- ust. Þeir eiginleikar einkenndu hana allt lífið. Ágústa var umhyggjusöm móðir og amma og þau Haukur ein- staklega samstillt hjón sem höfðu skýra sýn á það hvernig þau vildu haga lífi sínu og búa að börnunum sínum og fjölskyldunni allri. Það verður börnunum þeirra eflaust dýrmætt veganesti allt lífið. Ágústa var móður sinni stoð og stytta síð- ustu árin eins og reyndar systkini hennar öll og hlúði að henni sem best hún mátti. Og hún var vinur vina sinna. Það fann ég alltaf vel þótt fjarlægðir skildu okkur að. Þegar svo skyndilega er bundinn endi á jarðneska tilveru leitar margt á hugann. Meðal annars hve kapp- hlaupið við tímann sem einkennir líf okkar svo margra verður gjarnan til þess að of lítil rækt er lögð við vini og ættingja. Böndin sem tengt hafa okkur tvær og fjölskyldur okkar, systkinahópinn hennar og minn, hafa þó verið traust og aldrei rofnað. Á síðustu árum hafa heimsóknir austur á Eskifjörð verið nokkuð strjálar og oft stutt stoppað. Fastur liður hefur þó jafnan verið kvöld- stund með Ágústu og Hauki. Þær stundir varðveiti ég í minningunni um Ágústu. Við systkinin og for- eldrar okkar biðjum almættið um að halda verndarhendi yfir öllum ást- vinum Ágústu Egilsdóttur. Kristín A. Árnadóttir. Okkur setti hljóð þegar sú frétt barst að hún Ágústa væri dáin. Við upplifum nú að einn úr okkar samstillta hópi er farinn. Hún Ágústa, þessi hljóða, stillta og þæga skólasystir, blandar sér ekki meir í hópinn okkar. Og við sem vorum rétt byrjuð að skipu- leggja framtíðina. Við komum öll saman 7 ára í skól- anum, hún útbæingur ásamt hinum útbæingunum sem blönduðust miðbæingum og innbæingum. Þarna varð til bekkur sem stóð þétt saman og haldið hefur hópinn af síaukum krafti seinni árin. Það fór aldrei mikið fyrir Ágústu, hún vann verk sín hæg og hljóð og ekki var alltaf vitað hvað henni var innanbrjósts. Hún hafði sínar meiningar og lét þær í ljósi þegar henni þótti hæfa. Nærvera hennar var góð og hún hafði jákvæð áhrif á þá sem í kring um hana voru. Það var oft mikið hlegið og þá velti hún vöngum og lét sín orð falla, svo enn meira var hlegið. Við mun- um sakna hennar en minningin mun lifa. Við munum hugsa til þín. Kæri Haukur, Agla, Bjössi, Sara, Birkir, Ísar og aðrir aðstandendur. Við vitum hvað þið hafið misst og vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Guð blessi ykk- ur öll. Árgangur 56. Elsku Ágústa mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin, þú sem alltaf brostir svo fallega. Hvar sem ég sá þig fannst mér alltaf geisla af þér gleðin, það var ekki hávaði eða gauragangur, heldur þessi hægláta prúða framkoma sem var svo nota- leg. Þú varst hjá mér í leikfimi, mættir alltaf, stundum fórum við í gufu, stundum í langar gönguferðir og einu sinni til Halifax. Það verður erfitt fyrir leikfimi- hópinn að byrja án þín. Þú sast beint fyrir framan mig kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim. Ég veit ekki af hverju en þetta kvöld horfði ég meira á þig en aðra. Ég sé þig fyrir mér sitjandi á dýnunni, halda hand- leggjunum utan um hnéð, í svörtu og hvítu skónum, bein í baki, hnar- reist og glæsileg. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Ágústa mín. Ég sendi ástvinum þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Katrín. Okkur langar með örfáum orðum til að minnast Ágústu Egilsdóttur sem lést í bílslysi föstudaginn 8. febrúar sl. Við kynntumst Ágústu í gegnum vin okkar Jón Hauk. Eftir nám í Fiskvinnsluskólanum 1974 réðst hann til Alla ríka í vinnu aust- ur á Eskifjörð og hitti Ágústu. Stofnuðu þau fljótlega heimili að Svínaskálahlíð 23, sem upp frá því varð þeirra vin í dagsins amstri. Leiðir okkar lágu víða saman, bæði í Englandi, Þýskalandi og vítt um land, eftir því hvar við bjuggum hverju sinni. En eftirminnilegast var að sækja þau hjón heim á Eski- fjörð eða ferðast með þeim inn á Austurlandshálendið. Okkur langar til að þakka þær stundir sem við átt- um saman, gönguferð inn í Eski- fjarðarbotn, ferð um Borgarfjörð eystri eða njóta leiðsagnar þeirra um Austurland. Þarna var Ágústa á heimaslóðum og þarna fann maður að hún átti rætur. Það var gott að koma til Eskifjarðar og finna sam- heldnina og traustið sem ríkti með þeim Ágústu og Jóni Hauki. Af dugnaði og smekkvísi byggðu þau og bættu húsið sitt og minningar um þau á fallegu sumarkvöldi úr garð- stofunni með útsýni yfir lygnan Eskifjörð er gott að eiga. Þrátt fyrir stórt heimili gátu þau alltaf bætt við sig heimilisfólki og viljum við þakka þeim hjónum fyrir að hýsa og hugsa um Nonna og Ellu sumarparta þegar þau voru að vinna í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar og leyfa þeim ásamt Sigrúnu systur þeirra að hafa lögheimili sitt á Ís- landi í Svínaskálahlíðinni. Það er komið að leiðarlokum og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Ágústu sem við hefðum svo vel viljað hafa með okkur miklu lengur. Við biðjum almættið að senda Jóni Hauki, Öglu, Bjössa, Söru, Birki, Ísari Tandra, Hlyni og öðrum fjölskyldumeðlimum styrk og kraft á þessum erfiðu tímum. Guðni, Sólrún, Jón, Elín, Sigrún og Kristinn. Elsku Ágústa. Þetta er aðeins ör- stutt leið, ekki svipstund milli dauð- ans og lífsins. Með þessum orðum viljum við þakka þér allan hlýhug, umhyggju og samfylgd undanfarin ár. Svo margt var gert, svo margt ógert. En þú munt lifa áfram í hjörtum okkar. Elsku Haukur, Agla, Bjössi, Sara og Birkir, Guð veiti ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Bea, Íris Hannah, Pétur Aron. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.