Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Skýrr hf. verður haldinn á Radisson SAS Hótel Íslandi fimmtudaginn 28. febrúar nk. kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.05 gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Ennfremur er þessar upplýsingar að finna á heimasíðu félagsins, www.skyrr.is. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar, sem ekki geta sótt fundinn en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega. Aðalfundur Skýrr hf. 2002 ÁSTANDIÐ á martvörumarkaði í dag styrkir þá eindregnu skoðun Samtaka verslunarinnar að verð á markaði ráðist fyrst og fremst af markaðsaðstæðum, en síður af verði aðfanga, að sögn Hauks Þórs Hauks- sonar, formanns samtakanna. Hann segir það staðreynd að á markaðnum ríki fákeppni sem markaðurinn ráði ekki við að leysa án utanaðkomandi afskipta samkeppnisyfirvalda. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Hauks Þórs á aðalfundi Samtaka verslunarinnar í gær. Hann sagðist fullyrða að enginn sem hafi reynslu af að starfa í sam- keppnisumhverfi vilji hverfa aftur til þess ástands sem ríkti fyrir tíma sam- keppnislaga. Annað kunni að gilda fyrir þá sem komið hafi sér upp mark- aðsráðandi stöðu og málsvara þeirra. Þá sagði hann að þau sjónarmið séu fásinna, sem fram hafi komið á síð- ustu dögum um að fákeppni á Íslandi sé eðlileg, að markaðsráðandi staða sé nauðsynleg, og að hörð samkeppni, eins og hún birtist hjá stærri þjóðum, sé lúxus sem Íslendingar hafi ekki efni á. Málflutningur af þessu tagi sé ekki sæmandi forystumönnum í ís- lensku atvinnulífi. „Ég tel að þróun í verslun, iðnaði, landbúnaði og fleiri greinum eigi í raun allt undir því að fákeppni fái ekki þrifist í smásölu með matvæli. Þar eru undir hagsmunir neytenda og það er hlutverk Samkeppnisstofnunar að sjá til þess að slík staða fái ekki við- haldist,“ sagði Haukur Þór. Vilja treysta Samkeppnis- stofnun enn frekar í sessi Aðalfundur Samtaka verslunarinn- ar samþykkti ályktun þar sem stjórn- völd eru hvött til að treysta Sam- keppnisstofnun enn frekar í sessi þannig að hún eigi auðveldara með að tryggja virka samkeppni á öllum svið- um íslensks viðskiptalífs. Í ályktun- inni leggja samtökin einnig áherslu á að niðurstöður rannsóknar Sam- keppnisstofnunar á hugsanlegri mis- notkun smásöluverslana á markaðs- ráðandi stöðu þeirra verði gerðar opinberar hið allra fyrsta. Þá vilja þau að yfirvöld samkeppnismála hafi frumkvæði að því að sem fyrst verði settar siðareglur um samskipti smá- sala og birgja á þeim sviðum versl- unar þar sem fáar keðjur verslana hafa náð yfirburðastöðu á markði. Er þar einkum átt við dagvörumarkað- inn og byggingavörumarkaðinn. Haukur Þór sagði í ræðu sinni að efnahagsumhverfið hafi almennt ekki verið versluninni hagstætt á síðasta ári. Samdráttur í neyslu og fjárfest- ingum, gríðarlega háir vextir auk mikils gengisfalls krónunnar hafi ein- kennt árið. Öllum megi vera ljóst að innflutningsverslunin hafi orðið einna harkalegast fyrir barðinu á falli krón- unnar, sem sett hafi verulegt strik í reikninginn hjá mörgum fyrirtækj- um. Hann sagði að samkvæmt laus- legri könnun Samtaka verslunarinnar hafi gengistap hjá tilteknum 45 inn- flutningsfyrirtækjum verið samtals um 1 milljarður króna á árinu 2001, en það samsvari rúmu einu prósenti af samanlagðri veltu fyrirtækjanna. Metnaðar- og skilningsleysi drag- bítur á alþjóðavæðingu Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði í ræðu sinni á fund- inum í gær að í alþjóðavæðingu væru Íslendingar tvístígandi þegar þörf væri á að grípa tækifæri sem gefast. Hér á landi væru enn að mestu stund- uð gamaldags stjórnmál þar sem minnsti samnefnarinn úr átökum hagmunahópa mótaði framtíðarsýn- ina. „Að mínum dómi eru metnaðar- og skilningsleysi dragbítur á alþjóða- væðingu íslensks atvinnulífs um þess- ar mundir og hætt við að margskonar tækifæri til auðssköpunar í þágu þjóðarinnar fari forgörðum af þeim sökum. Ef við höldum áfram að hlaupa á staðnum meðan atvinnulíf samkeppnisþjóða alþjóðavæðist af kappi munu lífskjör fara hlutfallslega versnandi hér á komandi árum.“ Sigurður sagði að Ísland hefði dregist aftur úr öðrum þjóðum í al- þjóðavæðingu, mælt í fjárfestingum milli þjóða. Hér á landi virtist ríkja nokkurskonar millibilsástand og bið- staða í viðskiptalífinu. Brýn nauðsyn væri að koma viðskiptalífnu aftur á beina braut efnahagsframfara og þróttmikillar alþjóðavæðingar. Ljóst væri að á komandi árum myndi Ísland standa utan Evrópusambandsins og evrusvæðisins, og búa við fljótandi gengi og verðbólgumarkmið Seðla- bankans. „Á þessum forsendum þarf að taka ákvarðanir sem gera þjóð- arbúið samkeppnishæft í samfélagi þjóðanna á næstu misserum og skapa skilyrði fyrir útrás íslenskra fyrir- tækja á alþjóðavettvangi, um leið og dyrnar verða opnaðar upp á gátt fyrir erlendri fjárfestingu,“ sagði Sigurð- ur. Morgunblaðið/Sverrir Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, sagði á aðalfundi samtakanna í gær að þróun í verslun, iðnaði, landbúnaði o.fl. greinum ætti í raun allt undir því að fákeppni fengi ekki þrifist í smásölu með matvæli. Aðalfundur Samtaka verslunarinnar Fásinna að fákeppni á Íslandi sé eðlileg SWAN Net Ltd., dótturfyrirtæki Hampiðjunnar hf. í Killybegs á Ír- landi, hefur gert tilboð í allt hlutafé Gundrys Ltd. Hluthafar Gundrys hafa samþykkt að ganga til samn- ingaviðræðna á grundvelli tilboðsins. Ýmis atriði kaupsamningsins eru enn óútkljáð, en aðilar stefna að því að ljúka samningsgerðinni í byrjun mars nk. Í tilkynningu til Verðbréfa- þings Íslands kemur fram að Gundr- ys framleiðir og selur veiðarfæri og íhluti þeirra. Félagið er með höfuð- stöðvar í Killybegs sem er um fjögur þúsund manna bær á vesturströnd Írlands, en þaðan er langstærsti hluti írskra fiskiskipa gerður út. Fé- lagið á dótturfyrirtæki í Skotlandi og Englandi sem sinna sölu og fram- leiðslu á veiðarfærum og dótturfyr- irtæki á Írlandi sem veitir þjónustu fyrirtækjum í fiskeldi. Velta Gundr- ys-samstæðunnar á síðasta ári var um 650 milljónir króna og hagnaður eftir skatta, skv. óendurskoðuðu uppgjöri félagsins, var um 40 millj- ónir króna. Tilboðið gerir ráð fyrir að hluthafar Gundrys fái, til viðbótar peningagreiðslum, 16,67% hlut í Swan Net með útgáfu nýs hlutafjár í því félagi. Í kjölfar kaupanna er stefnt að sameiningu Swan Net og Gundrys, en félögin eru svipuð að stærð og aðalstarfsemi beggja félag- anna sú sama. Þá hafa þau bæði höf- uðstöðvar sínar í Killybegs á Írlandi. Ef ofangreind kaup og sameining ganga eftir mun Hampiðjan eiga 50,2% hlut í sameinuðu félagi. Áætl- anir gera ráð fyrir að sameinað félag verði með um 1,2 milljarða króna í árlega. Dótturfyrirtæki Hampiðjunnar í sam- einingarviðræðum ACOTÆKNIVAL var gert upp með 1.082 milljóna króna tapi á árinu 2001. Í ársuppgjöri félagsins kemur fram að rekstrartekjur á árinu nema 5.104 milljónum króna en Aco og Tæknival voru sameinuð á síðasta ári. Sameiginleg velta þessara félaga á árinu 2000 var 5.863 milljónir króna. Gengislækkun krónunnar um 14,8% á árinu hafði djúpstæð áhrif á reksturinn, einkum vegna skuld- setningar félagsins í erlendum lán- um. Fjármagnsliðir félagsins á árinu voru neikvæðir um 383 milljónir króna, þar af var gengistap 249 millj- ónir króna. Kostnaður og taprekstur vegna nýfjárfestinga var einnig um- talsverður hjá félaginu, einkum vegna Office 1-stórmarkaðanna. Út- lánatöp höfðu einnig neikvæð áhrif á rekstrarafkomu félagsins og þar munaði mest um afskriftir vegna kaupa Aco á raftækjadeild Japis og afskrifaðar kröfur Tæknivals vegna Íslenskrar miðlunar. Afskriftir vegna tapaðra viðskiptakrafna og hlutabréfa námu 179 milljónum króna. Afskriftir og niðurfærsla vörubirgða voru um 200 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam tæpum 49 milljónum króna 31. desember 2001. Gert ráð fyrir 90 milljóna króna hagnaði á árinu 2002 Forsendur áætlunar ársins 2002 miðast við stöðugt gengi krónunnar og lágt verðbólgustig. Gert er ráð fyrir 5.200 milljóna króna veltu fé- lagsins á árinu 2002. Áætlanir gera ráð fyrir rúmlega 90 milljóna króna hagnaði eftir skatta á árinu en reikn- að er með að hagnaðurinn verði allur á 4. ársfjórðungi. Afkoma fyrirtæk- isins í upphafi árs er samkvæmt áætlun. Velta, framlegð og rekstrar- kostnaður voru í samræmi við áætl- anir í janúarmánuði. Þótt heimild liggi fyrir um sölu á verslanasviði félagsins verður það ekki selt að svo stöddu nema viðun- andi tilboð berist, að því er segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Aco- Tæknivals verður haldinn 1. mars nk.                                   !"# ! $" $%&! $#'  & #%% '& (' %)& &"#       !" # $ # $   !"      !" # $ 1.082 milljóna tap hjá AcoTæknivali ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch staðfesti í gær lánshæfisein- kunnina AA- fyrir ríkissjóð Íslands vegna lána í erlendri mynt. Fyrir- tækið staðfesti jafnframt lánshæfis- einkunnir fyrir skuldbindingar í ís- lenskum krónum en þær eru AAA fyrir langtímaskuldbindingar og F1+ fyrir skammtímalán. Horfur um lánshæfiseinkunnir vegna lang- tímalána eru nú taldar neikvæðar en voru áður stöðugar. Í frétt Fitch segir að á síðasta ári hafi hægt verulega á hagvexti á Ís- landi og gert sé ráð fyrir samdrætti á árinu 2002. Við þessar aðstæður hafi afkoma ríkissjóðs og skuldastaða hins opinbera versnað. Fitch telur hins vegar að slík aðlögun hafi verið nauðsynleg til að draga úr viðskipta- halla. Eigi að síður telur Fitch að að- lögunin sem nú á sér stað gæti reynst erfiðari en ráð er fyrir gert. Til lengri tíma litið muni minni viðskiptahalli fela í sér að erlenda skuldastaðan verði viðráðanlegri. Hin nýja peningamálastefna sem fel- ist í verðbólgumarkmiði og markaðs- gengi styrki þessa mynd, auk þess að bæta getu hagkerfisins til að bregð- ast við ytri áföllum. Skuldastaðan muni samt sem áður enn um sinn takmarka möguleika á betra láns- hæfismati. Hreinar skuldir erlendis hafi aukist verulega frá því að láns- hæfiseinkunnin AA- (AA mínus) var gefin í febrúar árið 2000. Þær nema nú um 266% af útflutningstekjum. Lánshæfis- einkunn Ís- lands í AA- flokki ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.