Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 55 Nýjar vörur Nýjir litir Barnavagnar og barnarúm Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar FLUGLEIÐIR kynna nýjung fyrir þá sem kaupa farmiða í gegnum heimasíðu fyritækisins. Þessi ný- breytni er falin í því að 4. hvers mánaðar verða dregnir út vinn- ingar fyrir þá sem hafa keypt sér ferð með netklúbbnum eða net- flugi í mánuðinum á undan. Vinningshafinn í janúarmán- uði er Hildur Helgadóttir, en hún fékk í verðlaun eins árs áskrift að Stöð 2 og fimm miða í Sam-bíóin, segir í fréttatilkynn- ingu. Hannes Páll Guðmundsson úr sölustjórn Flugleiða afhendir Hildi Helgadóttur vinninginn. Vinningshafi í Net- klúbbi Icelandair „LÁNASJÓÐSMÁLIN eru eitt stærsta hagsmunamál stúdenta við Háskóla Íslands, enda eru námslán- in forsenda náms hjá fjölmörgum stúdentum. Árlega ganga forystu- menn stúdenta til viðræðna við Lánasjóðinn um kjör námslána á komandi námsári. Í rúman áratug hefur Röskva setið í meirihluta í Stúdentaráði og því samið fyrir hönd stúdenta. Vaka hefur nú tekið saman tölur sem sýna hve mikið grunnfram- færslan hefur hækkað undanfarinn áratug. Vaka hefur tekið saman upp- lýsingar um hækkun grunnfram- færslu á valdatíma Röskvu og sett í samhengi við almenna þróun verð- lags á þessu tímabili. Ljóst er að mjög miklar hækkanir hafa orðið í samfélaginu á þessum tíma, almennt verðlag hefur hækkað; námsbækur og leikskólagjöld eru mun dýrari og matvara hefur rokið upp úr öllu valdi. Frá árinu 1990 hefur verðlag hækkað um 51%. Á tímabilinu frá 1990 hefur grunnframfærsla hækk- að úr 48.832 kr. í 69.500 kr., sem er hækkun upp á 42,3%. Ein og sér gæti þessi tala litið vel út, en þar sem almennt verðlag hefur á sama tíma hækkað um 51% þýðir þetta í raun og veru að kjör náms- manna á námslánum hafa versnað um heil 8,7% í tíu ára stjórnartíð Röskvu,“ segir í fréttatilkynningu frá Vöku. Segja kjör námslána hafa versnað um 8,7% í tíð Röskvu Sjálfstyrkingarnámskeið eru að hefjast á vegum Sálfræðistöðvar- innar, Þórsgötu 24. „Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstyrk einstaklinga bæði í einkalífi og starfi og byggist á við- urkenndum sálfræðilegum aðferð- um sem hafa reynst vel til að efla sjálfstyrk fólks. Meðal efnis sem tekið er fyrir er pesónuleg framkoma, greining á eigin jákvæðum og neikvæðum hlið- um, ásamt því hvernig byggja megi upp góð samskipti, minnka ágrein- ing og deilumál. Áhersla er lögð á sjálfstyrk, sveigjanleika og öryggi í samskiptum þannig að þátttakandi finni að hann ráði vel við samskipti hvort sem álag er lítið eða mikið," segir í fréttatilkynningu. Höfundar námskeiðs og leiðbein- endur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Vinnusálfræðinámskeið Námskeið í vinnusálfræði eru einnig að hefjast á vegum Sálfræði- stöðvarinnar. Námskeiðin eru ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að tak- ast á við samskipti og samskipta- vanda sem oft kemur upp á vinnu- stöðum. Kennt er samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfun við að leysa ágreining og auka vinnugleði. Gert er ráð fyrir að þátttakendur geti notað sam- skiptalíkanið og aðferðir jafnt í starfi sem einkalífi. Námskeiðið er í formi erinda, verkefna og umræðna. Höfundar og leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á Sálfræðistöðinni, Þórs- götu 24, segir í fréttatilkynningu. Sjálfstyrkingarnámskeið Röng mynd með stuðningsgrein Röng mynd birtist með grein Guð- rúnar Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ings í blaðinu sl. miðvikudag í gær, þar sem hún mælti með Haraldi Þór Óla- syni í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Hafnar- firði. Rétt mynd birtist hér og biðst Morgunblaðið velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT HELGARSKÁKMÓT Kópavogs- bæjar, Smáralindar og Skáksam- bands Íslands verður haldið í dag, laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. febrúar í Smáralind í Kópavogi. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monr- ad-kerfi. Tímamörk 25 mínútur. Skákmótið hefst kl. 10 laugardag- inn 16. febrúar og sunnudaginn 17. febrúar kl. 11. Þetta er síðasta mótið í helgarmótasyrpu sem hófst á síð- asta ári í samvinnu Skáksambands- ins við ýmsa aðila. Mótið er einnig 50 ára afmælismót Tímaritsins Skákar og um leið uppskeruhátíð fyrir helg- armótasyrpuna þar sem heildarverð- laun verða veitt fyrir samanlagðan árangur á mótunum. Auk verðlauna fyrir samanlagðan árangur mótanna fimm verða veitt fleiri verðlaun á mótinu. Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands. Netfang: siks@simnet.is, segir í frétt frá Skáksambandi Íslands. Skákmót í Smáralind Lokaútkall Verslunin hættir eftir helgina K r i n g l u n n i - S í m i 5 8 8 8 0 8 0 70% afsláttur af öllum vörum NÁMSKEIÐ um meðvirkni verður haldið 23.–24. febrúar kl. 9.30– 16.30 báða dagana. Helstu einkenni meðvirkni eru lágt sjálfsmat, að vera upptekinn af að stjórna öllum í kringum sig, og að fólki finnast það bera ábyrgð á hamingju annarra. Á námskeiði verður kynnt um hvað meðvirkni snýst, hvernig hún virkar eyðileggjandi á líf fólks. Námskeiðið, sem fer fram á ensku, verður haldið í Heilsuhvoli, Flókagötu 65. Síðasti frestur skráningar á námskeiðið er 19. febrúar. Nánari upplýsingar og skráning hjá Gitte Lassen, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um meðvirkni FYRIRLESTRARÖÐ á vegum Karuna, samfélags Mahayana búddista, hefst þriðjudaginn 19. febrúar og stendur yfir þrjú þriðjudagskvöld. Þar mun Búdda- nunnan Gen Nyingpo kenna hvernig hægt er að halda ró sinni þegar hlutir fara úrskeiðis. Kennslan fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og hefst kl. 20. Gjald er kr. 1.000 fyrir hvert skipti. En kr. 500 fyrir nema, at- vinnulausa og öryrkja. Allir eru velkomnir. Kennslan fer fram á ensku og er hvert skipti sjálfstæð eining, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um búddisma BIRGITH Grundberg sérkennari í Örnsköldsvik í Svíþjóð kemur til Ís- lands 18. mars á vegum Símenntun- armiðstöðvarinnar á Vesturlandi og verður í rúma viku. Birgith verður með námskeið í notkun aðferðar til að örva fólk með skerta líkamsstarf- semi á Akranesi vikuna 18. til 22. mars. „Skynörvun með snertingu er meðvituð og skipulögð aðferð sem örvar stærsta líffæri líkamans, húð- ina. Hún er skilgreind sem þjálfun hugans og meðferð í daglegri um- önnun og þjálfun. Þörfin fyrir snertingu eykst við veikindi, slys og fötlun. Aðferðin hef- ur verið þróuð fyrir bæði börn og fullorðna og nýtist þroskaheftum, hreyfihömluðum og einhverfum og auk þess fólki með heilaskaða eftir slys og heilablóðfall. Í Svíþjóð er að- ferðin mikið notuð með þroskaheft- um börnum og fullorðnum. Á síðustu árum hefur hún einnig nýst börnum með sértæka námsörðugleika og æ fleiri nýta sér hana innan öldrunar- þjónustunnar. Aðferðin nýtist einnig við að draga úr streitu og við vinnu- vernd í fyrirtækjum,“ segir í frétta- tilkynningu. Ennþá eru laus pláss á námskeið- inu sem verður í mars og fer skrán- ing fram hjá Símenntunarmiðstöð- inni á Vesturlandi í síma eða á www.simenntun.is. Námskeið í skynörvun með snertingu NÁMSKEIÐ í Zen-hugleiðslu verð- ur haldið laugardaginn 2. mars kl. 10–12 í Skátaheimilinu við Gerðu- berg. Zen-iðkun byggist á öndun og vakandi huga. Þjálfunin fer aðallega fram í hugleiðsluæfingum sem kall- ast zazen. Eru þær grunnurinn að Zen-iðkun. Námskeiðið kostar kr. 3.000 og gildir sem mánaðargjald að loknu námskeiði, segir í fréttatilkynningu. Námskeið í Zen-hugleiðslu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.