Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 55

Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 55 Nýjar vörur Nýjir litir Barnavagnar og barnarúm Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar FLUGLEIÐIR kynna nýjung fyrir þá sem kaupa farmiða í gegnum heimasíðu fyritækisins. Þessi ný- breytni er falin í því að 4. hvers mánaðar verða dregnir út vinn- ingar fyrir þá sem hafa keypt sér ferð með netklúbbnum eða net- flugi í mánuðinum á undan. Vinningshafinn í janúarmán- uði er Hildur Helgadóttir, en hún fékk í verðlaun eins árs áskrift að Stöð 2 og fimm miða í Sam-bíóin, segir í fréttatilkynn- ingu. Hannes Páll Guðmundsson úr sölustjórn Flugleiða afhendir Hildi Helgadóttur vinninginn. Vinningshafi í Net- klúbbi Icelandair „LÁNASJÓÐSMÁLIN eru eitt stærsta hagsmunamál stúdenta við Háskóla Íslands, enda eru námslán- in forsenda náms hjá fjölmörgum stúdentum. Árlega ganga forystu- menn stúdenta til viðræðna við Lánasjóðinn um kjör námslána á komandi námsári. Í rúman áratug hefur Röskva setið í meirihluta í Stúdentaráði og því samið fyrir hönd stúdenta. Vaka hefur nú tekið saman tölur sem sýna hve mikið grunnfram- færslan hefur hækkað undanfarinn áratug. Vaka hefur tekið saman upp- lýsingar um hækkun grunnfram- færslu á valdatíma Röskvu og sett í samhengi við almenna þróun verð- lags á þessu tímabili. Ljóst er að mjög miklar hækkanir hafa orðið í samfélaginu á þessum tíma, almennt verðlag hefur hækkað; námsbækur og leikskólagjöld eru mun dýrari og matvara hefur rokið upp úr öllu valdi. Frá árinu 1990 hefur verðlag hækkað um 51%. Á tímabilinu frá 1990 hefur grunnframfærsla hækk- að úr 48.832 kr. í 69.500 kr., sem er hækkun upp á 42,3%. Ein og sér gæti þessi tala litið vel út, en þar sem almennt verðlag hefur á sama tíma hækkað um 51% þýðir þetta í raun og veru að kjör náms- manna á námslánum hafa versnað um heil 8,7% í tíu ára stjórnartíð Röskvu,“ segir í fréttatilkynningu frá Vöku. Segja kjör námslána hafa versnað um 8,7% í tíð Röskvu Sjálfstyrkingarnámskeið eru að hefjast á vegum Sálfræðistöðvar- innar, Þórsgötu 24. „Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstyrk einstaklinga bæði í einkalífi og starfi og byggist á við- urkenndum sálfræðilegum aðferð- um sem hafa reynst vel til að efla sjálfstyrk fólks. Meðal efnis sem tekið er fyrir er pesónuleg framkoma, greining á eigin jákvæðum og neikvæðum hlið- um, ásamt því hvernig byggja megi upp góð samskipti, minnka ágrein- ing og deilumál. Áhersla er lögð á sjálfstyrk, sveigjanleika og öryggi í samskiptum þannig að þátttakandi finni að hann ráði vel við samskipti hvort sem álag er lítið eða mikið," segir í fréttatilkynningu. Höfundar námskeiðs og leiðbein- endur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Vinnusálfræðinámskeið Námskeið í vinnusálfræði eru einnig að hefjast á vegum Sálfræði- stöðvarinnar. Námskeiðin eru ætluð þeim sem í starfi sínu þurfa að tak- ast á við samskipti og samskipta- vanda sem oft kemur upp á vinnu- stöðum. Kennt er samskiptalíkan til að auka samstarfshæfni þátttakenda og þjálfun við að leysa ágreining og auka vinnugleði. Gert er ráð fyrir að þátttakendur geti notað sam- skiptalíkanið og aðferðir jafnt í starfi sem einkalífi. Námskeiðið er í formi erinda, verkefna og umræðna. Höfundar og leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á Sálfræðistöðinni, Þórs- götu 24, segir í fréttatilkynningu. Sjálfstyrkingarnámskeið Röng mynd með stuðningsgrein Röng mynd birtist með grein Guð- rúnar Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ings í blaðinu sl. miðvikudag í gær, þar sem hún mælti með Haraldi Þór Óla- syni í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Hafnar- firði. Rétt mynd birtist hér og biðst Morgunblaðið velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT HELGARSKÁKMÓT Kópavogs- bæjar, Smáralindar og Skáksam- bands Íslands verður haldið í dag, laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. febrúar í Smáralind í Kópavogi. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monr- ad-kerfi. Tímamörk 25 mínútur. Skákmótið hefst kl. 10 laugardag- inn 16. febrúar og sunnudaginn 17. febrúar kl. 11. Þetta er síðasta mótið í helgarmótasyrpu sem hófst á síð- asta ári í samvinnu Skáksambands- ins við ýmsa aðila. Mótið er einnig 50 ára afmælismót Tímaritsins Skákar og um leið uppskeruhátíð fyrir helg- armótasyrpuna þar sem heildarverð- laun verða veitt fyrir samanlagðan árangur á mótunum. Auk verðlauna fyrir samanlagðan árangur mótanna fimm verða veitt fleiri verðlaun á mótinu. Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands. Netfang: siks@simnet.is, segir í frétt frá Skáksambandi Íslands. Skákmót í Smáralind Lokaútkall Verslunin hættir eftir helgina K r i n g l u n n i - S í m i 5 8 8 8 0 8 0 70% afsláttur af öllum vörum NÁMSKEIÐ um meðvirkni verður haldið 23.–24. febrúar kl. 9.30– 16.30 báða dagana. Helstu einkenni meðvirkni eru lágt sjálfsmat, að vera upptekinn af að stjórna öllum í kringum sig, og að fólki finnast það bera ábyrgð á hamingju annarra. Á námskeiði verður kynnt um hvað meðvirkni snýst, hvernig hún virkar eyðileggjandi á líf fólks. Námskeiðið, sem fer fram á ensku, verður haldið í Heilsuhvoli, Flókagötu 65. Síðasti frestur skráningar á námskeiðið er 19. febrúar. Nánari upplýsingar og skráning hjá Gitte Lassen, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um meðvirkni FYRIRLESTRARÖÐ á vegum Karuna, samfélags Mahayana búddista, hefst þriðjudaginn 19. febrúar og stendur yfir þrjú þriðjudagskvöld. Þar mun Búdda- nunnan Gen Nyingpo kenna hvernig hægt er að halda ró sinni þegar hlutir fara úrskeiðis. Kennslan fer fram í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands og hefst kl. 20. Gjald er kr. 1.000 fyrir hvert skipti. En kr. 500 fyrir nema, at- vinnulausa og öryrkja. Allir eru velkomnir. Kennslan fer fram á ensku og er hvert skipti sjálfstæð eining, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um búddisma BIRGITH Grundberg sérkennari í Örnsköldsvik í Svíþjóð kemur til Ís- lands 18. mars á vegum Símenntun- armiðstöðvarinnar á Vesturlandi og verður í rúma viku. Birgith verður með námskeið í notkun aðferðar til að örva fólk með skerta líkamsstarf- semi á Akranesi vikuna 18. til 22. mars. „Skynörvun með snertingu er meðvituð og skipulögð aðferð sem örvar stærsta líffæri líkamans, húð- ina. Hún er skilgreind sem þjálfun hugans og meðferð í daglegri um- önnun og þjálfun. Þörfin fyrir snertingu eykst við veikindi, slys og fötlun. Aðferðin hef- ur verið þróuð fyrir bæði börn og fullorðna og nýtist þroskaheftum, hreyfihömluðum og einhverfum og auk þess fólki með heilaskaða eftir slys og heilablóðfall. Í Svíþjóð er að- ferðin mikið notuð með þroskaheft- um börnum og fullorðnum. Á síðustu árum hefur hún einnig nýst börnum með sértæka námsörðugleika og æ fleiri nýta sér hana innan öldrunar- þjónustunnar. Aðferðin nýtist einnig við að draga úr streitu og við vinnu- vernd í fyrirtækjum,“ segir í frétta- tilkynningu. Ennþá eru laus pláss á námskeið- inu sem verður í mars og fer skrán- ing fram hjá Símenntunarmiðstöð- inni á Vesturlandi í síma eða á www.simenntun.is. Námskeið í skynörvun með snertingu NÁMSKEIÐ í Zen-hugleiðslu verð- ur haldið laugardaginn 2. mars kl. 10–12 í Skátaheimilinu við Gerðu- berg. Zen-iðkun byggist á öndun og vakandi huga. Þjálfunin fer aðallega fram í hugleiðsluæfingum sem kall- ast zazen. Eru þær grunnurinn að Zen-iðkun. Námskeiðið kostar kr. 3.000 og gildir sem mánaðargjald að loknu námskeiði, segir í fréttatilkynningu. Námskeið í Zen-hugleiðslu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.