Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKanadíska parið fær líka gullverðlaun/B4 Eyjamenn í fimmta sætið með stórsigri/B3 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r16. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 2 ÞÓ AÐ þau Maríana Pálmey, Sig- ríður Þórdís og Victor Blær séu bara þriggja og hálfs árs vita þau allt um tölvur og Netið, eða að minnsta kosti allt það merkileg- asta og nóg til að geta haft gagn af þessum fyrirbærum. Senda mömmu og pabba tölvupóst Í leikskólanum Funaborg í Grafarvogi er nefnilega unnið markvisst með tölvur í daglegum leik og starfi. Meðal annars nota krakkarnir sér Netið til að afla upplýsinga um mikilvæga hluti eins og Bat- man, sem var áberandi í tengslum við öskudaginn á dög- unum. Þá eru krakkarnir í tölvu- póstsambandi við foreldra sína auk þess sem leikskólinn heldur úti sinni eigin heimasíðu. Í Morg- unblaðinu í dag er rætt við þá sem stýra þessu starfi í Funaborg og forvitnast nánar um það sem þau Maríana, Sigríður og Victor hafa að segja um tölvurnar. Morgunblaðið/Sverrir Tölvunám á leikskólastigi  Tveggja til sex/15 ÞRÍR einstaklingar og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa stefnt umhverfisráðherra og fjár- málaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna úrskurðar umhverfisráðherra um að fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofnunar og fallast á virkjun- arframkvæmdir við Kárahnjúka. Aðalkrafa stefn- enda er sú að úrskurður umhverfisráðherra verði felldur úr gildi og honum gert að staðfesta úr- skurð Skipulagsstofnunar. Til vara er þess krafist að úrskurður umhverfisráðherra verði ómerktur. Einstaklingarnir sem kæra eru Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður, Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og Ólafur S. Andrésson lífefnafræð- ingur. Í frétt þeirra og Náttúruverndarsamtak- anna segir að markmið stefnenda sé ekki aðeins að vernda íslenska náttúru með því að fá úrskurði umhverfisráðherra hnekkt með dómi heldur einn- ig að verja þau lýðræðislegu réttindi sem almenn- ingi eiga að vera tryggð með lögum um mat á um- hverfisáhrifum, lögum um aðgengi að upplýs- ingum, tilskipunum ESB þar um og alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland hefur gengist undir. Segjast stefnendur rökstyðja mál sitt þannig: „Kárahnjúkavirkjun mun valda verulegum og óafturkræfum umhverfisspjöllum sem ekki verða fyrirbyggð eða bætt með mótvægisaðgerðum. Umhverfisráðherra var því lögskylt að leggjast gegn framkvæmdinni og staðfesta úrskurð Skipu- lagsstofnunar. Stór hluti þess afls sem fyrirhuguð Kára- hnjúkavirkjun á að skila í upphafi mun fyrirsjáan- lega þverra vegna setmyndunar í Hálslóni. Virkj- unin uppfyllir því ekki skilyrði um endur- nýjanlega orku líkt og kveðið er á um í „íslenska ákvæðinu“ við Kyoto-bókunina. Umhverfisráðherra bar að víkja sæti sökum vanhæfis þar eð hún var bundin af virkjunar- stefnu ríkisstjórnarinnar og hún líkt og aðrir ráð- herrar hafði tekið afstöðu með Kárahnjúkavirkj- un áður en málið kom til úrskurðar hennar í Noral-yfirlýsingunum og öðrum opinberum skjöl- um. Umhverfisráðherra virti hvorki andmæla- né upplýsingarétt stefnenda og braut jafnræðisreglu stjórnsýslu þrátt fyrir skýr fyrirmæli í íslenskum lögum og samsvarandi tilskipunum EB. Ráðherra skorti lagaheimild til að taka á móti og afla umfangsmikilla nýrra gagna og byggja úr- skurð sinn á þeim. Einungis var fjallað um og úr- skurðað um veigamikil efnisatriði á einu stjórn- sýslustigi (kærustigi) andstætt lögum um um- hverfismat og stjórnsýslu. Bar umhverfisráð- herra því að vísa málinu til meðferðar Skipulags- stofnunar á nýjan leik.“ Segja umhverfisráðherra hafa virt rétt kærenda að vettugi „Umhverfisráðherra hafnaði meginforsendu og niðurstöðu Landsvirkjunar í skýrslu um umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar, að efnahagslegur ávinningur virkjunarinnar vægi upp umtalsverð umhverfisáhrif og kannaði ekki efnahagslegar forsendur virkjunarinnar. Þannig hafði ráðherra ólögmæt endaskipti á meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Umhverfisráðherra vanrækti þá lagalegu skyldu sína að taka á og fella rökstuddan úrskurð um kröfur og sjónarmið stefnenda, þrátt fyrir fyr- irheit um efnisúrlausn. Virti hún þannig lögbund- inn lýðræðislegan rétt kærenda að vettugi.“ Þá kemur fram í frétt Náttúruverndarsamtaka Íslands að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á flýtimeðferð í málinu og að héraðsdómari hafi gefið stefnuna út. Verður málið þingfest næst- komandi þriðjudag. Stefna ráðherrum fyrir að heimila Kárahnjúkavirkjun ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segir það göfugt markmið að jafna lífeyrisréttindin í landinu, sem hann styðji heilshugar, aðspurður um réttlæti þess að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna eru að með- altali 55% hærri en sambærileg rétt- indi á almennum vinnumarkaði. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir þetta mismunun sem sé gjör- samlega óverjandi. Ögmundur Jónasson segir BSRB aldrei hafa staðið í vegi fyrir því að launafólk á almennum vinnumarkaði nyti sambærilegra lífeyrisréttinda og BSRB-félagar. „En menn vilja ekki viðurkenna að þar með sé rétt- lætanlegt að setja haft á framfara- sókn okkar, eða skyldu menn vera að gera kröfu um að við stöndum í stað? Ég er þeirrar skoðunar að mikið sé til vinnandi að kjör eftirlaunafólks séu sem allra best þannig að fólk sé ekki svipt efnalegum lífsgæðum þeg- ar starfsævi lýkur. Í samræmi við þetta hefur okkar markmið verið að efla og bæta þessi réttindi.“ Varasamar alhæfingar Fram hefur komið að laun opin- berra starfsmanna hækkuðu að með- altali um 9,6% milli 2000 og 2001 en laun á almennum markaði um 8,3%. Eins má nefna að laun opinberra starfsmanna hafa hækkað um 53% síðustu fimm árin en á almennum markaði um 36,8%. Ögmundur sam- þykkir ekki að þessar tölur sýni leið- réttingu á launum opinberra starfs- manna sem eigi að hafa áhrif á lífeyrisréttindin. „Ég held að þessar alhæfingar séu afskaplega varasam- ar. Það er rétt að kjör margra hópa sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hafa batnað verulega. Það sama á við um kjör ýmissa hópa á almennum vinnumarkaði. Aðrir hafa nánast staðið í stað og því er mjög erfitt að draga almennar línur í þessum efn- um.“ Grétar Þorsteinsson segir að eftir áralanga baráttu fyrir jöfnun lífeyr- isréttinda sé þolinmæði ASÍ á þrot- um. Fyrir dyrum standi viðræður við fjármálaráðherra sem hann bindur miklar vonir við. „Ég ætla rétt að vona að viðræður við fjármálaráðherra skili árangri og ég hef engar efasemdir um það að ef menn greiða ekki úr þessu í viðræð- um við ráðherra, þá verður ekki staðið upp frá næstu samningum fyrr en búið er að slétta þetta út. Svo einfalt er það,“ segir hann. „Að ríkið sé að mismuna í réttindum er gjör- samlega óverjandi, en ég bind auð- vitað miklar vonir við að það takist að greiða úr þessu og ætla ekki að gera því skóna að það takist ekki.“ Aldrei staðið í vegi fyrir jöfnun lífeyrisréttinda Ögmundur Jónasson formaður BSRB Mismununin gjör- samlega óverj- andi að mati forseta ASÍ VIÐRÆÐUM um sölu á Landssíma Íslands til kjölfestufjárfestis hefur ekki verið slitið en líkur á sölu til kjölfestufjárfestis hafa minnkað upp á síðkastið. Hefur Verðbréfaþing Ís- lands sett hlutabréf Landssíma Ís- lands á athugunarlista vegna þeirrar óvissu sem ríkir um hvort framhald verði á söluferli til kjölfestufjárfest- is. Skýrist á næstu tveimur vikum hvort af sölu verður Að sögn Skarphéðins Bergs Stein- arssonar, starfsmanns fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur nefndin óskað eftir fundi með fulltrúum TDC í næstu viku og er það eini fundurinn sem boðaður hef- ur verið með þeim sem sýnt hafa áhuga á að verða kjölfestufjárfestar í Landssímanum. Skarphéðinn segir að á næstu tveimur vikum muni skýrast hvort af sölu til kjölfestufjár- festis verði. Síminn settur á athugunarlista Litlar lík- ur á sölu FORRÁÐAMENN Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans, BUGL, óska eftir að koma því á framfæri að engin fjáröflunarstarf- semi standi nú yfir á vegum deild- arinnar. Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlækn- ir tjáði Morgunblaðinu að haft hefði verið samband við deildina í gær þar sem boðinn hefði verið geisladiskur til styrktar henni. Segir hann slíka sölu óviðkomandi deildinni. Hann kvað mönnum hafa brugðið við að deildin væri hugsanlega misnotuð í slíkum tilgangi. Engin fjár- öflun á veg- um BUGL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.