Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í vetur hafa loksins farið fram miklar umræður um Evrópusambandið, EES- samninginn, fullveldi Ís- lands og evruna. Síðasta útspilið í umræðunni var að EES- samningurinn dygði vel, það þyrfti jú kannski að prófarkalesa hann. Aðild Íslands að ESB væri alls ekki á dagskrá, hún væri ekki aðkallandi, öllum meginhags- munum Íslendinga væri borgið innan EES og umræður um rottueitur væru það helsta sem fælist í aðild að ESB. Það er kannski allt í lagi með EES-samninginn. Það er ekki hundrað í hættunni eins og er vinsælt orðatiltæki nú um stundir. En þróun þarf nú að eiga sér stað þótt það sé ekki hundrað í hætt- unni. Íslendingar þurfa að láta af þessari skammsýni og móta stefnu til lengri tíma. Hverju stöndum við frammi fyrir eftir áratugi en ekki bara eitt ár? Vilj- um við vera hluti af Evrópu í al- vöru eða viljum við vera áhorf- endur og þiggjendur, alltaf á varamannabekknum? Mig rekur ekki minni til að hafa lesið eða fræðst um eitthvað sem heitir sæfiefni, en mér er sagt að þetta sé heldur léttvægur mála- flokkur. Heldur almenningur virkilega að stjórnmálamenn og fleiri lýsi yfir áhyggjum sínum af framtíð EES-samningsins vegna einhvers sem skiptir svo litlu máli? Að sjálfsögðu er rottueitur ekki málið. Málin eru m.a. minnk- andi áhrif EFTA-stoðarinnar í samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, aukin áhrif Evrópu- þingsins og ráðherraráðsins og minni áhrif framkvæmdastjórn- arinnar sem átti m.a. að verða tengiliður EFTA-ríkjanna. Og al- gengara verður að ESB-stoðin taki einhliða ákvarðanir sem við þurfum að láta yfir okkur ganga. Við þurfum að eiga aðild að nefndum og það eru ekki bara nefndir sem fjalla um hollustu á vinnustöðum. Það er merkilegt að þrátt fyrir miklar umræður undanfarna mánuði, skuli áfram heyrast raddir um að Ísland afsali sér full- veldinu með inngöngu í ESB. Ýmsir sérfræðingar hafa leitt rök að því í ræðu og riti að fullveld- isafsalið sé meira með EES- samningnum heldur en við fulla aðild að ESB. Aðild að ESB snýst um annað og meira en umræður um rottu- eitur og nefndarstörf varðandi hreinlæti á vinnustað. Hún snýst um endurheimtingu á hluta af fullveldinu, að láta rödd okkar heyrast, að hafa eitthvað um framtíðarhagsmuni okkar að segja. Og einfaldlega að vera hluti af Evrópu án undanþágu. Fyrir utan efnahagslegan ávinning, sem verður staðreynd, þrátt fyrir að við greiðum tvo til þrjá milljarða nettó til sambandsins í félags- gjöld á ári. Norðmenn rita einnig mikið og ræða um þessar mundir um stöðu Noregs utan ESB. Í Noregi er rætt um það sem staðreynd að enginn áhugi er fyrir hendi af hálfu ESB-stoðarinnar að endur- skoða og uppfæra EES- samninginn. Utanríkisráðherrar bæði Noregs og Íslands hafa lýst áhyggjum af þessari staðreynd. Espen Barth Eide, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í norska utanrík- isráðuneytinu og Jonas Gahr Støre, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóri í norska forsætisráðu- neytinu, birtu í vikunni grein í Aftenposten undir yfirskriftinni: Aumingja EES-samningurinn. Í greininni lýsa þeir breyttum aðstæðum, gamli EES-samning- urinn á ekki við lengur, hann var barn síns tíma. Þeir lýsa Norð- mönnum sem áhorfendum að því að nágrannarnir í Evrópu þróa mikilvægt samstarf á milli 25 landa en á sama tíma snýst Evr- ópuumræðan í Noregi um að lappa upp á EES-samninginn. Umræðan er komin í öngstræti og þaðan þarf að ná henni. Það nákvæmlega sama á við hér á landi. „Kjarni málsins er: EES- samningurinn varð, hvorki meira né minna, svarið við hvernig ríki utan ESB gætu tryggt sér fulla þátttöku í innri markaðnum án aðildar að ESB. Hann svarar spurningum níunda áratugarins. Hann er sveigjanlegur aðeins á þessu sviði, þannig að við inn- leiðum samþykktir ESB í norska löggjöf endurtekið og án allra áhrifa. EES-samningurinn hefur í raun leitt til nýrra vinnubragða í utanríkisstefnu: Aðferð einhliða aðlögunar,“ segir m.a. í grein þeirra félaga í lauslegri þýðingu. Við eigum ekki að krefjast þess af EES-samningnum að hann veiti okkur allan mögulegan að- gang að Evrópusamvinnu, segja þeir Eide og Støre, og það má einnig heimfæra upp á Ísland. Spurningarnar og áskoranirnar varðandi Evrópu sem við stönd- um frammi fyrir nú á dögum eru annars eðlis en þegar EES- samningurinn var samþykktur og ná langt út fyrir hann. Þær taka t.d. til pólitískrar samvinnu, þró- unar velferðarkerfis, sameig- inlegs gjaldmiðils, sterkari sam- vinnu í umhverfismálum, baráttu gegn fátækt og þátttöku í þróun stefnu í öryggis- og varnarmálum. Þetta eru alvöru mál og sorglegt að þeim skuli kastað fyrir brand- ara um prófarkalestur, rottueitur og hreinlæti á vinnustað. Við höfum notað aðferð einhliða aðlögunar við að hengja okkur á ESB, líka á málaflokka sem standa utan EES, eins og þeir fé- lagar segja að Norðmenn hafi gert. Og það er einmitt málið, við höngum með en afsölum okkur atkvæðisrétti og áhrifum. Það er skoðun þeirra félaga að endur- meta þurfi afstöðuna til Evrópu í Noregi. Umræðan þurfi að verða upplýstari og ekki eins bundin við hinn takmarkaða EES-samning. Allar þessar vangaveltur þeirra félaga eiga við hér á landi. Hundrað í hættunni Heldur almenningur virkilega að stjórnmálamenn og fleiri lýsi yfir áhyggjum sínum af framtíð EES-samn- ingsins vegna einhvers sem skiptir svo litlu máli? Að sjálfsögðu er rottueitur ekki málið. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur @mbl.is VAKA hefur lengi talað fyrir því að á svæði Háskólans í Vatnsmýr- inni rísi Vísindagarðar þar sem rannsóknartengd atvinnustarfsemi og starfsemi Háskóla Íslands fari fram. Nú liggja fyrir teikningar af Vísindagörðum og er mikilvægt að rösklega verði staðið að þeim fram- kvæmdum sem fyrirhugaðar eru. Mikilvægt er að hugað sé að því að stúdentar fái góða aðstöðu til rann- sóknarvinnu í þessum nýju bygg- ingum og mikilvægt er að sjónar- mið stúdenta fái að heyrast í auknum mæli við byggingu þeirra, svo hönnunarslys á borð við Nátt- úrufræðihúsið endurtaki sig ekki. Þar hefði eflaust mátt spara heilan milljarð með skynsamlegri ákvarð- anatöku. Vaka leggur til einfaldar lausnir Vaka leggur í komandi kosning- um mikla áherslu á húsnæðismál, enda afar brýnt hagsmunamál stúd- enta. Vaka telur mikilvægt að Stúd- entaráð beiti sér í auknum mæli fyrir því að styrkja Háskólann sjálf- an og tryggja að þeir miklu mögu- leikar sem í stúdentum og kenn- urum búa séu nýttir. Það er hægt að hugsa sér ýmsa litla hluti sem kosta lítið en geta komið að gagni. Lengja má opnunartíma bygginga Háskólans með því að fá stúdenta sjálfa til þess að sjá um gæslu þeirra. Hægt er að bæta aðstöðuna á Þjóðarbókhlöðunni með því að fjarlægja háværar flettivélar úr les- sal. Þar má einnig laga vinnuum- hverfi með því að bjóða upp á betri nestisaðstöðu. Það er lítið mál að fjölga innstungum í byggingum Há- skólans til þess að nemendur eigi auðveldara með að vinna á fartölv- ur. Þetta eru hlutir sem einfalt er að framkvæma ef viljinn er fyrir hendi. Stúdentagarða í fleiri bæjarfélögum Vaka mun beita sér fyrir áfram- haldandi uppbyggingu Stúdenta- garða, enda er ástandið á leigu- markaði óhagstætt stúdentum. Garðabær hefur sýnt glæsilegt frumkvæði með uppbyggingu stúd- entagarða þar. Vaka ætlar að leita eftir samstarfi við fleiri sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur svo að hægt sé að bjóða stúdentum að búa í ódýru húsnæði víðar en í Reykja- vík. Þá mun Vaka beita sér fyrir því að ríkið styrki byggingar við Há- skóla Íslands til jafns við byggingar annarra skóla á háskólastigi, en svo er ekki nú. Verður það að teljast óréttlátt. 25% námsmanna eiga börn Vaka hóf í fyrra umfangsmikið starf með það að leiðarljósi að bæta hag barnafólks í námi. Sú vinna gerði það að verkum að stofnaður var starfshópur sem á að móta fjölskyldustefnu Háskólans. Engin slík stefna er til nú, þrátt fyrir að 25% allra stúdenta eigi börn. Vaka vill tryggja það að börn stúdenta eigi kost á tryggri dag- vistun. Það er for- senda náms hjá for- eldrum ungra barna að geta gengið að dagvistun fyrir börn sín. Vaka ætlar að beita sér fyrir því að að foreldrar í námi greiði lægri leikskólagjöld en þeir foreldrar sem eru á vinnumarkaði, jafnvel þótt aðeins annað foreldri sé í námi. Vaka hefur enn fremur bent á það í vetur að við gerð stunda- skráa verði að koma til móts við þarfir barnafólks. Kennslustundir til kl. 19 eru mjög erfiðir þeim sem eru með börn á leikskólaaldri. Próftöflur eiga að geta verið til- búnar þegar stúdentar skrá sig í kúrsa. Þannig er fyrirkomulagið í mörgum háskólum erlendis. Próf- tíminn sjálfur er oft úrslitaatriði fyrir foreldra. Nemendur ættu að geta stjórnað tíma sínum og því ættu próftöflur að liggja fyrir þegar nemendur eru að velja kúrsa fyrir næstkomandi önn. Það er enn frem- ur algjör forsenda þverfaglegs náms að stúdentar geti séð hvenær próf í ólíkum deildum verða. Vaka leggur fram ítarlega stefnu Vaka hefur á undanförnum dög- um kynnt stefnu sína fyrir stúd- entum Háskólans og fengið mjög góðar viðtökur. Með samstarf að leiðarljósi vitum við að hægt er að gera betur en nú er. Við hvetjum stúdenta til að nýta sér kosninga- rétt sinn dagana 20. og 21. febrúar næstkomandi. Vaka vill kröftugt háskólasamfélag Páll Ragnar Jóhannesson Stúdentar Vaka vill að Stúd- entaráð beiti sér fyrir því, segja Erla Ósk Ás- geirsdóttir og Páll Ragnar Jóhannesson, að styrkja Háskólann sjálfan og tryggja að þeir möguleikar sem í stúdentum og kenn- urum búa séu nýttir. Páll Ragnar skipar 4. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs og Erla Ósk Ásgeirsdóttir skipar 6. sæti á sama lista. Erla Ósk Ásgeirsdóttir AF hverju setjumst við á skólabekk í Há- skóla Íslands? Það er til að stunda nám og gera okkur þannig betur hæf til að takast á við framtíðina. Gæði þeirrar kennslu sem við hljótum er því eitt mikilvægasta hags- munamál okkar stúd- enta og sameinar okk- ur öll. Röskva hefur því ætíð lagt mikið upp úr kennslumálum og leggur sem áður fram ítarlega stefnu sem miðar að bættri kennslu við skólann. Góðir kennarar njóti þess í launum Röskva vill berjast fyrir því að kennarar sem leggja mikla rækt við kennslu njóti þess í launum. Í núverandi kerfi fá kennarar nær eingöngu greitt eftir rannsóknar- virkni. Þeim kennurum sem leggja mesta áherslu á kennslu er í raun refsað því það tekur tíma frá rann- sóknarvinnu sem metin er til launa. Á næstu mánuðum á að endur- skoða framgangskerfi kennara og Röskva vill að tekið sé aukið tillit til kennsluþátta þannig að góðir og metnaðarfullir kennarar fái greidd hærri laun. Röskva vill einnig að þeir kennarar sem sækja námskeið í kennslu- tækni fá það metið til launa. Handbók og skiptidagar Röskva vill koma á námskeiðahandbók í sem flestum deildum skólans. Námskeiða- handbók hefur verið gefin út með góðum árangri í viðskipta- fræði en í slíkri bók eru upplýsingar um áfanga frá eldri nem- um sem hafa þegar setið viðkom- andi kúrsa. Upplýsingar af þessu tagi geta reynst mikilvægt tæki fyrir nemendur sem eru að velja sér áfanga. Röskva hefur lengi lagt áherslu á þverfaglegt nám sem er í sífelldri sókn innan Háskólans. Röskva vill taka upp svokallaðan Skiptidag innan Háskólans þar sem gerð væri tilraun til að hvetja fólk til að kynna sér nám í fleiri deildum. Þá færi fram almenn kynning á grein- um eins og stjórnmálafræði og ís- lensku og nemendur úr öðrum fög- um gætu kynnt sér um hvað námið snýst í þessum fögum. Röskva vill að settar verði skýr- ar vinnureglur fyrir leiðbeinendur við lokaritgerðir þar sem hlutverk leiðbeinenda og æskilegt vinnuferli lokaritgerða er skilgreint. Röskva vill líka fleiri ókláraðar lokarit- gerðir í hús en fleiri hundruð stúd- entar eiga einungis eftir að skila inn lokaritgerð til að fá prófgráðu. Röskva vill að Háskólinn marki sér stefnu í tæknivæðingu kennslu um hversu langt eigi að ganga í tækni- væðingu kennslu og hvernig hún er best framkvæmd. Röskva vill einn- ig skýrar reglur um nemendur í verknámi, t.d. um eðlilegan þátt nemenda í heimahjúkrun. Bætt menntun er allra hagur. Röskva leggur því áherslu á að fylkingarnar í Stúdentaráði vinni saman að bættri kennslu. Það hef- ur einnig verið raunin. Ég hvet stúdenta til að kynna sér þær hug- myndir sem fylkingarnar hafa kynnt til þess að bæta kennslu við Háskólann. Röskva vill mennta- mál í öndvegi Gunnhildur Stefánsdóttir Stúdentar Röskva vill berjast fyrir því, segir Gunnhildur Stefánsdóttir, að kenn- arar sem leggja mikla rækt við kennsluna njóti þess í launum. Höfundur skipar 2. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.