Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 1
39. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. FEBRÚAR 2002 CARLA Del Ponte, aðalsaksóknar- inn í réttarhöldunum yfir Slobodan Milosevic í Haag, kom til Bosníu í gær þar sem hún lagði að ráðamönn- um meðal Bosníu-Serba að handtaka þá menn, sem sakaðir væru um stríðsglæpi og dveldust enn í serb- neskum hluta landsins. Kvaðst hún vera „ósátt og langþreytt“ á tregðu Bosníu-Serba til að sýna samstarfs- vilja í þessu efni. Enn er leitað meira en 20 Bosníu- Serba, sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi, en mestur áhugi er á að ná þeim Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í Bosníustríðinu, og Ratko Mladic hershöfðingja. Ræddi Del Ponte í gær við Mirko Sarovic, forseta Bosníu-Serba, og ætlaði síð- an til fundar við aðra ráðamenn. Ríkisstjórn Bosníu-Serba gaf í fyrradag Karadzic og sökunautum hans 30 daga frest til að gefa sig fram og er það haft til marks um aukinn vilja stjórnarinnar til að hafa samstarf við stríðsglæpadómstólinn. Skoraði hún jafnframt á innanríkis- ráðuneytið í Júgóslavíu að framselja þá Bosníu-Serba, sem handteknir yrðu í Serbíu eða Svartfjallalandi. Sagt er, að Karadzic sé í felum í Bosníu-Serbíu en Del Ponte hefur sakað Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, um að hafa skotið skjóls- húsi yfir Mladic. Kveðst hún vita hvar hann búi í Belgrad. Leit að Karadzic og Mladic verði hert Banja Luka. AFP.  Vænir/25 BRESK stjórnvöld telja að koma beri Saddam Hússein Íraksforseta frá völdum. Á hinn bóginn liggur ekki fyrir hvort ríkisstjórn Bret- lands myndi styðja að farið yrði með hernaði gegn Írökum í þeim tilgangi. Ummæli þessi lét Jack Straw, ut- anríkisráðherra Bretlands, falla í gær er hann var staddur í heimsókn í Afganistan. Bretar hafa verið dyggustu bandamenn Bandaríkjanna í því hnattræna stríði gegn hryðjuverka- ógninni, sem George W. Bush lýsti yfir eftir árásina á Bandaríkin 11. september. Bush forseti hefur sagt að Írak myndi ásamt Íran og Norð- ur-Kóreu „öxul hins illa“ í heimi hér. Hafa óstaðfestar fregnir hermt að Bandaríkjamenn hyggist fara með hernaði gegn Írökum á þeim for- sendum að Saddam Hússein ógni heimsfriðnum. Straw kvaðst þeirrar hyggju að „allir [æsktu] þess að Saddam [yrði] komið frá völdum.“ Annað mál væri síðan hvernig staðið yrði að slíku. Hernaðaraðgerðir gætu aðeins talist kostur teldu menn sýnt að endi yrði ekki bundinn á valdaskeið Saddams með öðrum hætti. Ekki væri tíma- bært að draga ályktanir í því efni og Bretar hefðu ekki gert upp hug sinn um hvort þeir myndu styðja herför gegn Íraksforseta og stjórn hans. Gætu farið einir gegn Saddam Viðbrögð við fregnum þess efnis að bandarískir ráðamenn hyggist steypa Saddam með hervaldi hafa verið neikvæð á meðal helstu banda- manna Bandaríkjanna jafnt í Evr- ópu sem í ríkjum araba. Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, brást við þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, aðfaranótt föstu- dags og lýsti yfir því að Bandaríkja- menn myndu hafa samráð við banda- menn sína áður en Bush forseti tæki ákvörðun um hvernig best yrði „reynt að koma á stjórnarskiptum í Írak“. Á hinn bóginn myndu Bandaríkja- menn halda þeim möguleika opnum að fara einir gegn Saddam en Bush forseti hefði enn enga ákvörðun tek- ið varðandi hernað gegn Írökum. Bretar vilja Saddam frá Powell heitir samráði við bandamenn London, Washington. Associated Press. MINNINGARATHÖFN um Mar- gréti Bretaprinsessu fór fram í Windsor-kastala, vestur af London, í gær en Margrét lést um síðustu helgi, 71 árs að aldri. Elísabet, móð- ir Elísabetar Englandsdrottningar, fór fyrir syrgjendum, sem voru alls um 400, en hún er orðin 101 árs gömul og er sögð heilsulítil um þessar mundir. Margrét prinsessa var yngsta systir drottningarinnar en forboðin ást, fjöldi ástarævin- týra og skilnaður settu mark sitt á líf hennar. Reuters Margrétar minnst LIÐSMAÐUR palestínsku ör- yggislögreglunnar lést í gær- kvöldi þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Jabaliya-flótta- mannabúðirnar á Gazaströnd- inni. Þrjátíu aðrir særðust í árásinni, bæði óbreyttir borg- arar og nokkrir öryggislög- reglumenn til viðbótar. Þá hafa alls 1.208 fallið í átökum í Mið- austurlöndum frá því í septem- ber árið 2000, 924 Palestínu- menn og 262 Ísraelar. Fyrr í gær hafði Ísraelsher orðið fyrir áfalli þegar einn af foringjum sérsveita hans lést er húsveggur féll á hann í þorp- inu Saida á Vesturbakkanum. Höfðu sérsveitirnar fyrr um daginn ráðist inn í Saida með vopnavaldi og eyðilagt bæði hús og gróðurland heima- manna. Ísraelsher stóð fyrir sams konar aðgerðum víðs veg- ar á Gazaströndinni í gær en í fyrrakvöld höfðu þrír hermenn fallið þegar sprengja sprakk undir skriðdreka þeirra á Gaza- svæðinu. Hundruð Palestínumanna köstuðu í reiði sinni grjóti að bækistöðvum Yassers Arafat, forseta heimastjórnar Palest- ínumanna, í Ramallah í gær. Kröfðust þeir þess að heima- stjórnin léti lausa fanga, sem aðild eiga að nokkrum öfgahóp- um Palestínumanna, og að bundinn yrði endi á þá ógnar- stjórn sem þeir segja Palest- ínumenn nú mega þola. Ísraelar gera loft- árásir á Gaza Gaza, Jerúsalem, Ramallah. AFP. HAMID Karzai, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Afgan- istan, kenndi í gær hátt settum emb- ættismönnum í stjórninni um morðið á flugmálaráðherra hennar, Abdul Rahman, sem var ráðinn af dögum á Kabúlflugvelli í fyrradag. Hét hann því að mennirnir yrðu sóttir til saka fyrir ódæðið og sagði að aldrei fyrr hefðu erindrekar í stjórn Afganist- ans beint spjótum sínum að eigin fulltrúum með þessum hætti. „Sumir þeirra manna, sem stóðu að þessu ódæði, hafa unnið fyrir afg- önsku öryggissveitirnar og við höf- um handtekið þá og sett á bak við lás og slá. Við munum færa þá fyrir dóm og sjá til þess að refsingu dómara verði framfylgt,“ sagði Karzai. Afganskir pílagrímar fyrst sagðir hafa myrt ráðherrann Karzai sagði að fjórir menn, þeirra á meðal tveir hátt settir herforingj- ar, hefðu verið handteknir vegna morðsins. Þrír aðrir hefðu komist undan til Sádi-Arabíu. Hafa stjórn- völd þar í landi verið beðin um að snúa þeim til baka, að sögn Karzais. Karzai sagði að ráðherrann hefði verið myrtur „af persónulegum ástæðum“ þegar hann var í þann veginn að leggja upp í ferð til Nýju- Delhí á Indlandi með flugvél frá afg- anska ríkisflugfélaginu Ariana. Áður höfðu embættismenn sagt að pílagrímar, sem beðið höfðu í tvo daga eftir flugi til Mekka, hefðu ráð- ist á Rahman og barið til ólífis vegna orðróms um að hann hefði aflýst fyr- irhuguðu flugi til S-Arabíu. Árásarmennirnir voru sagðir hafa komist inn í stjórnklefa flugvélarinn- ar eftir stiga, leitað Rahman uppi og myrt hann. Sagt var að þeir hefðu síðan fleygt líki hans út úr vélinni. Réðust þeir líka á forstjóra Ariana, Ruhullah Aman, sem slasaðist tölu- vert. Karzai fullyrti hins vegar í gær að pílagrímar hefðu ekkert haft með morðið á ráðherranum að gera. Afganska stjórnin kom saman til langs skyndifundar vegna þessara atburða en þeir voru teknir upp á myndband af viðstöddum blaða- mönnum. Flugmálaráðherra Afganistans ráðinn af dögum Embættismönnum kennt um morðið Kabúl. AFP. AP MIKIÐ öngþveiti greip um sig þegar hópur Afgana, sem höfðu orðið frá að hverfa, reyndi að brjóta sér leið inn á íþróttaleik- vanginn í Kabúl í gær til þess að horfa á knattspyrnuleik milli úr- valsliðs heimamanna og alþjóð- legu friðargæslusveitanna. Særðust nokkrir tugir manna í átökunum en inni á íþróttaleik- vanginum fóru leikar þannig að friðargæslusveitirnar unnu með þremur mörkum gegn einu. Barist um stúkusæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.