Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 47 við komu og brottför skipsins. Hann eignaðist líka lítinn bát, sem hann reri þegar heilsan leyfði. Hann fylgdist vel með allt til hinsta dags. Eiginmaður minn og börn, öll eiga þau sínar ljúfu minningar um hann. Þar var ekkert kynslóðabil. Dalli hafði ríka kímnigáfu og frá- sagnarhæfileikar hans voru annál- aðir. Þetta kunnu bæði ungir og aldnir að meta. Eftir að ég varð fullorðin verður mér tíðhugsað til æskuáranna. Flest hefur breyst, Hólmurinn hefur breyst, Vík, bær ömmu og afa, er horfinn. Eitt er það þó sem ekki breyttist. Það er sá kærleikur sem þau systkinin frá Vík báru og hafa borið fram á þennan dag, hvert til annars og til samferðamanna sinna. Það er það veganesti sem þau höfðu úr föðurgarði. Gersemi sem aldrei eyðist. Í minningu minni mun ég ávallt geyma minninguna um síð- asta fund pabba og Dalla í þessu jarðlífi. Þar öðlaðist orðið bróðir sitt sanna innihald. Þar urðu ljóslifandi orð Páls postula um kærleikann. „En nú varir trú, von og kæleikur, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Ég flyt elskulegum frænda mín- um hjartans þakkir fyrir samveruna frá mér og fjölskyldu minni allri. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér (S. Kr. Pétursson.) Elsku Laufey, Stína, Níels, Svan- hildur, Ágúst, Agnar, Siggi og fjöl- skyldur, Guð varðveiti ykkur og styrki. Blessuð sé minning Jóns Dalbú. María Ásgeirsdóttir. Elsku frændi. Þá er komið að kveðjustund. Er ég lít til baka kem- ur ýmislegt upp í huga minn sem mig langar til að segja frá enda var það segin saga að alltaf leið mér vel þegar ég var nálægt þér. Þú varst alltaf svo rólegur og í góðu skapi og ég var svo heppin að fá að fara í nokkuð margar siglingar með þér, ekki síst þegar ég bjó hjá afa og ömmu á Vestfjörðunum. Þá var oft siglt með Baldri yfir Breiðafjörðinn og man ég sérstaklega eftir einu at- viki. Þann dag var yndislegt veður og þegar við vorum komin út á fjörð- inn, fórum við til þín upp í stýrishús. Ef ég man rétt, var það aðallega vegna þess að ég vildi endilega fara og hitta Dalla frænda. Þegar til þín var komið þá varð ég alsæl, enda ekki skrítið þar sem útsýnið yfir Breiðafjörðinn var stórkostlegt og ég var líka svo hátt uppi. Þolinmæði þín átti engan sinn líka og þú smit- aðist af gleði minni yfir þessu öllu. Toppurinn á ferðinni og það sem gerði hana svona minnisstæða var þegar þú leyfðir mér bæði að setjast í sætið þitt og svo fékk ég líka að stýra bátnum. Þetta situr mér enn í minni. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég uppgötvaði það að sjálfstýringin var á bátnum, en samt yndisleg stund sem er vel geymd í hjarta mér. Það er líka önnur sjóferð með þér sem geymir bara góðar minningar. Og það var fyrir nokkrum árum þegar við afi komum saman til Stykkishólms og fórum með þér í bátsferð um eyjarnar á Breiðafirð- inum. Þetta var yndislegur og sól- ríkur dagur og sjórinn var spegil- sléttur. Og þegar afi klöngraðist úr bátnum og tiplaði á steinum til að komast út í Fagurey, varð okkur ekki um sel en hann fór nú samt og komst heilu og höldnu til baka. Sem betur fer. Já, minningarnar eru margar og yndislegar. Elsku frændi. Megi góður Guð geyma þig og passa þig vel fyrir mig. Þú varst alltaf einn af mínum uppáhaldsfrændum og það var alltaf gott að koma til þín. Elsku Laufey og allir aðrir að- standendur. Þið hafið misst mikið en munið að hann mun alltaf fylgja ykkur og passa ykkur öll. Gakktu með Guð í hjarta þér, horfðu fram á veginn. Þá mun gæfan fylgja þér, einnig hinum megin. Sofðu rótt, elsku frændi. Hulda. Með þessum fátæklegu orðum, sem hér fara á eftir, kveð ég vin minn og félaga til margra ára, Jón Dalbú Ágústsson. Þó að nokkur ald- ursmunur hafi verið á okkur fannst mér að það drægi heldur saman en sundur eftir sem árin liðu, en vin- áttan var ávallt heil og sterk. Kynni okkar hófust ekki að marki fyrr en 1973 er ég réðst til starfa hjá sama fyrirtæki og hann starfaði hjá en þá hafði Jón starfað þar óslitið frá 1959, en þegar ég kom inn í fyr- irtækið fann ég hvað var gott að eiga leiðsögn Jóns að, minni hans, þekkingu og velvilja í hvívetna. Þeg- ar siglt var um ókortlagðar siglinga- leiðir Breiðafjarðar, þröngar, grunnar og skerjóttar, var gott að hafa hann til leiðsagnar. Starfsferill Jóns hjá Flóabátnum Baldri hf., síðar Breiðafjarðarferj- unni Baldri ehf., var orðinn langur og farsæll þegar hann lét af skip- stjórn og sté frá borði en síðustu tvö árin sinnti hann störfum í landi fyrir félagið. Með þeim störfum endaði hann starfsferil sinn árið 1995, þá búinn að vera í nær fjörutíu ár hjá félaginu á fimm bátum þess. Hann starfaði mikið með föður mínum og tók alfarið við skipstjórn á Baldri eftir að faðir minn fór í land til að annast framkvæmdastjórn fyrir- tækisins. Eftir dauða föður míns 1971 var hann sú stoð sem fyrirtæk- ið hvíldi mikið á og varð til þess að það hélt velli og gat haldið áfram til nýrra verkefna. Þegar horft er til baka kemur upp í hugann að mörg farsæl ár eru liðin síðan Jón Dalbú hélt fyrst um stjórnvölinn á skipum. Ég minnist þess að hafa heyrt að 1947 fór hann með föður mínum Lárusi austur á Fáskrúðsfjörð til að sækja nýsmíð- aðan bát, sem Baldur hf. keypti í smíðum hjá skipasmíðastöð Einars Sigurðssonar. Þeir félagar skiluðu bátnum heilum í höfn í Stykkishólmi eins og ætlað var og sigldi báturinn farsællega fyrir byggðir Breiða- fjarðar um nokkur ár. Það sem varð mun farsælla fyrir Jón og nágranna hans Hólmarana var að með þessari óvæntu för festi hann ráð sitt og giftist systur skipasmiðsins Lauf- eyju Sigurðardóttur og nam hana nánast á brott úr faðmi austfirskra fjalla. Þau bjuggu allan sinn búskap í Stykkishólmi og komu á legg og til mennta börnunum sex, þjóðfélaginu til ómældra heilla. Eftir förina að austan tók Jón aft- ur til starfa hjá útgerð föður síns, Ágústs á m.b. Sæborgu, og síðan nýjum báti, m.b. Hrímni, sem þeir feðgar gerðu út um nokkurra ára skeið. Eftir að þeir feðgar seldu m.b. Hrímni var Jón stýrimaður um nokkurn tíma á Baldri á árunum 1953 til 1955. Síðar stofnuðu bræð- urnir Jón og Þórólfur útgerðarfyr- irtæki, sem gerði út m.b. Smára og var Jón skipstjóri sem fyrr. Þeir seldu bátinn og Jón kom til starfa hjá Baldri eins og fyrr er sagt. Margt er tilviljun háð í þessu lífi, árið eftir að Jón fæddist var stofnað félagið sem hann starfaði sem lengst hjá. Nú er hann allur og félagið er þessa stundina í vörslu skilanefndar sem er að skrifa dánarvottorðið þessa dagana. Svona eru tilviljan- irnar. Eða eru þetta ekki tilviljanir heldur örlögin að leika af fingrum fram sinfóníu sína? Hvort sem er heldur, eða hvorugt, þá er það víst að vinur minn Jón Dalbú hefur dregið upp sitt lífsakkeri og haldið á vit eilífðarinnar en hver veit nema á öðrum tíma í öðru rými hann kasti akkerum og taki upp fyrri störf að lífga upp á tilveruna með skemmti- legum sögum. Ég votta Laufeyju og börnum hennar mína dýpstu samúð á þess- um tímamótum. Guðmundur Lárusson.  Fleiri minningargreinar um Jón Dalbú Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ ÞorsteinnBjarnason fædd- ist á Hlemmiskeiði á Skeiðum 15. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 6. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingveldur Jónsdóttir, f. 13.5. 1881, d. 19.1. 1956, og Bjarni Þorsteinsson, f. 7.6. 1876, d. 28.3. 1961, þau áttu ellefu börn: Helga, f. 1905, Eiríkur, f. 1907, Jón, f. 1908, Þorsteinn, f. 1909, Valdimar, f. 1911, Ingigerð- ur, f. 1912, Margrét, f. 1914, Sig- urður, f. 1916, Guðmundur, f. 1917, Þórdís, f. 1920, og Ingólfur, f. 1922. Þorsteinn kvæntist 1937 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ingigerði Þórðardóttur, þau eiga þrjú börn: Þórð- ur, maki Sigurbjörg G. Jónsdóttir, eiga þau fjögur börn og tíu barnabörn; Hjör- dís, maki Bjarni Tómasson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn; og Guð- rún, maki Erlingur G. Haraldsson, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Útför Þorsteins fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hann kemur gangandi niður hólinn með stafinn sinn. Hár og reisulegur með fötu í hendinni nýbúinn að gefa skjátunum sínum. Hann stoppar þeg- ar hann sér hlaupandi stelpukjána á leiðinni upp hólinn á móti honum, brosir og segir ,,nei sælar elskurnar, eru þið komnar“. ,,Já afi , megum við kíkja á kindurnar“. Hann jánkar því, segir að við megum kíkja inn um gluggann, það megi ekki trufla þær þegar þær eru að eta. Við hlaupum að kofanum og troðum nefinu inn um þennan litla glugga og kíkjum á kind- urnar, þarna voru „blessaðar skját- urnar hans afa“. Svona var hann afi okkar sem nú hefur kvatt þennan heim. Við vorum svo heppnar systurnar að fá að um- gangast afa á okkar uppvaxtarárum. Afi og amma bjuggu í fallegu húsi í út- jaðri Selfossbæjar. Þar bjuggu þau lengst af og voru með kindur í litlum kofa skammt frá húsinu, eða bak við hól. Afi var mikill dýravinur og sést það best á því að hann var með kindur langt fram á níræðisaldur. Hann sló garðinn og hólinn með orfi og ljá og heyjaði þannig handa skjátunum sín- um allan sinn búskap. Það var oft mikill hamagangur í kringum rollu- stússið á afa. Þegar öll hersingin mætti í smalamennsku og heyskap var oft kátt í hól. Afi átti gamlan traktor sem var aðeins startað við þessi tækifæri og heyvagn sem allir kepptust við að fá að sitja í og troða á heyinu svo sem mest kæmist á vagn- inn og svo var hoppað og slegist í hlöðunni. Afi kippti sér ekki upp við þessi læti heldur hélt bara sínu striki. Allir hjálpuðust að og jafnvel þótt við systurnar værum aðallega í því að flækjast fyrir virtist það aldrei angra hann, hann brosti bara sínu blíðasta. Á eftir fór svo allt liðið inn í kaffi og pönnukökur til ömmu. Þó svo að afi hafi ekki verið með kindur síðustu ár þá fylgdist hann vel með því sem aðrir voru að braska í þeim efnum. Hann var mikill sveitamaður í sér, enda fæddur og uppalinn í sveit. Á veturna var ekki síður gaman að koma í heim- sókn til afa og ömmu þar sem snjór- inn var alltaf miklu meiri þarna í út- jaðrinum en inni í bæ. Hjá afa var leiðin alltaf greið heim að húsi, þar sem það mátti ekki sjást snjóföl þá var hann farinn út að moka. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa í Miðtúnið. Alltaf var afi eitthvað að stússa. Ann- að hvort að heyja, bóna eða gera við bílinn, moka snjó eða annað sem til féll hverju sinni. Ef ekkert var að gera fór hann bara í gönguferðir um hverfið, í sund eða rúntaði með ömmu niður í bæ. Það er orðið að skemmti- legum sið hjá fjölskyldunni að kíkja í kaffi til afa og ömmu á sunnudags- morgnum. Alltaf sat afi í stólnum sín- um og fylgdist með hópnum. Núna síðustu árin var heyrnin og heilsan orðin ansi léleg, enda árin orðin mörg. Við kveðjum þig elsku afi með söknuð í huga, en minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma, við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Inga sendir sérstakar saknaðarkveðjur. Hvíl í friði elsku afi. Kveðja, Karen, Hrönn, Ingigerður, Bryndís, Birgir, Steinar og Erlingur Örn. ÞORSTEINN BJARNASON ✝ SigurbergurBjarnfreðsson fæddist á Efri- Steinsmýri í Meðal- landi í Vestur- Skaftafellssýslu 30. september 1916. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Víðinesi á Kjalarnesi 8. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Bjarnfreður Jóhann Ingimundar- son, f. 12. september 1889, d. 16. mars 1962, og Ingibjörg Sigurbergsdóttir, f. 3. nóvember 1893, d. 20. júlí 1945. Systkini Sig- urbergs eru Björn Gísli, f. 24. júlí 1913, d. 31. apríl 1980, Vilborg, f. Sveinn Andrés, f. 27. ágúst 1935, d. 17. janúar 1941, Ólafur, f. 28. des- ember 1936, Vilmundur Siggeir, f. 3. september 1939, d. 21. nóvem- ber 1964, Þóranna Halla, f. 7. sept- ember 1942, d. 31. janúar 1981. Sigurbergur ólst upp á Efri- Steinsmýri í Meðallandi og hlaut þar barnaskólamenntun. Fyrir tví- tugt tók hann að sækja vetrarver- tíðir til Vestmannaeyja en dvaldi á sumrin á Efri-Steinsmýri til 1945. Eftir andlát móður sinnar settist hann að í Vestmannaeyjum ásamt föður sínum og systkinum og stundaði þar sjómennsku á vélbát- um, m.a. aflaskipinu Freyju. Frá 1955 var hann í vinnumennsku á sumrin á Mosfelli í Mosfellsdal um 15 ára skeið en stundaði vetrar- vertíðir í Eyjum. Síðustu 15 árin bjó hann á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi á Kjalarnesi. Sigurbergur var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurbergs fer fram frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi í dag og hefst athöfnin klukkan14. 19. júní 1915, d. 30. maí 1995, Haraldur, f. 23. desember 1917, d. 29. janúar 1940, Guð- jón, f. 3. mars 1919, Lárus, f. 18. maí 1920, d. 23. desember 1975, Aðalheiður, f. 8. ágúst 1921, d. 26. apríl 1994, Jóhanna, f. 31. desem- ber 1922, Ólöf, f. 24. júlí 1924, Ingibjörg, f. 16. ágúst 1925, d. 10. desember 1985, Ey- gerður, f. 4. janúar 1927, d. 4. apríl 1991, Ármann, f. 20. mars 1928, d. 9. júní 1988, Aðalsteinn, f. 9. júní 1929, Steindór, f. 26. júní 1930, Valdimar, f. 16. febrúar 1932, Magnús, f. 9. febrúar 1934, Skömmu eftir að foreldrar mínir fluttu að Mosfelli í Mosfellsdal árið 1954 réðst Bergur til þeirra í vinnu- mennsku, dvaldi hjá þeim á sumrin um árabil en stundaði þess á milli vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum. Við systkinin hændumst fljótt að Bergi enda var hann sérlega barn- góður. Þannig liðu mörg ár, Bergur kom í maí eins og vorfuglarnir, sökkti sér niður í sveitastörfin en var horfinn til hafs þegar haustaði. Í endurminningunni eru sumrin í Dalnum ævintýri, sambland af töðu- ilmi og fjósalykt. Bergur keyrir dráttarvélina með nælonpípu í munninum, við krakkarnir sitjum í heyvagninum á meðan traktorinn sil- ast heim túnið. Eftir kvöldmat setj- umst við inni í herbergi hjá Bergi og hlustum á útvarpið, kannski var það framhaldsleikritið Hulin augu eða fréttir um hvað einstakir síldarbátar hefðu veitt mörg mál og tunnur. Bergur var óspar að segja okkur krökkunum sögur frá bernskuárum sínum fyrir austan, heillandi sögur, sumar af nafngreindum mönnum eins og Lárusi á Klaustri eða Kjar- val. En eftirminnilegastar voru frá- sögurnar úr Meðallandinu þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi í nánu sambandi við náttúru landsins. Bergur átti margar bækur sem hann geymdi í pappakassa uppi á lofti. Eitt sinn fórum við bróðir minn á stúfana og hugðumst kanna hvort hægt væri að komast yfir góða sögu- bók. Okkur leist best á bók sem hét Gátan mikla, þetta hlyti að vera æsi- spennandi leynilögreglusaga eins og titillinn gaf til kynna. Við urðum fyr- ir stórkostlegum vonbrigðum, hér var um að ræða heimspekirit eftir Brynjólf Bjarnason, forystumann ís- lenskra sósíalista, og fjallaði um sjálfa lífsgátuna. Bókina hafði Berg- ur eignast og lesið á yngri árum en hafði nú pakkað henni niður í kassa. Ég skildi það ekki fyrr en seinna að Bergur þurfti ekki lengur slíkar bækur. Hann var búinn að leysa lífs- gátuna fyrir löngu og lausnin var fólgin í nægjusemi, hógværð og ævi- langri tryggð. Hvíl í friði, kæri vinur. Bjarki Bjarnason. SIGURBERGUR BJARNFREÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.