Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón DalbúÁgústsson fædd- ist í Stykkishólmi 16. september 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 7. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Ágúst Páls- son, bóndi og skip- stjóri í Vík við Stykkishólm, f. 26.8. 1896, d. 14.7. 1959, og Magðalena Níels- dóttir, f. 16.6. 1897, d. 21.5. 1975. Jón Dalbú ólst upp í Vík, þriðji í röðinni af átta systkinum. Þau eru Guðmundur Kristján, f. 1918, d. 1978, Ásgeir Páll, f. 1921, Sigurður, f. 1925, Dagbjört Elsa, f. 1926, Þórólfur, f. 1928, Þóra, f. 1935, d. 1996, og Hrafnhildur, f. 1938. Hinn 4. júní 1949 kvæntist Jón Dalbú eftirlifandi eiginkonu sinni, Laufeyju Sigurðardóttur frá Odda á Fáskrúðsfirði, f. 9.8. 1920. Börn Jóns og Laufeyjar eru: 1) Kristín Sigurbjörg, f. 1948, gift Kristjáni Inga Karls- syni, f. 1945, d. 1990. Sonur Krist- ínar er Jón Elvar Hafsteinsson, kvæntur Jóhönnu Ó. Eiríksdótt- ur. 2) Níels Breiðfjörð, f. 1950, kvæntur Elsu K. Mikkaelsdóttur, f. 1945. Börn þeirra eru Gunnar Karl, unnusta Áslaug Þorgeirs- dóttir, Magðalena og Lilja. 3) Ágúst, f. 1951, kvæntur Bryn- dísi Bjarnadóttur, f. 1953. Dætur þeirra eru Alma, sambýlis- maður Benedikt Sig- urgeirsson, og Þór- dís. 4) Svanhildur, f. 1955, sambýlismað- ur Sigurður Gunn- arsson, f. 1954. Þeirra börn eru Helga Kristín og Davíð Karl. Sonur Svanhildar er Jó- hann Örn Sigurjóns- son, unnusta Hildur Hilmarsdótt- ir. 5) Sigurður, f. 1958, kvæntur Sigrúnu Sævarsdóttur, f. 1961. Synir þeirra eru Sævar, Kolbeinn og Matthías. Stjúpsonur Jóns Dalbú er Agnar Olsen, f. 1943, kvæntur Rafnhildi R. Jóhannes- dóttur, f. 1943. Börn þeirra eru Margrét, Laufey og Sigurgeir. Langafabörnin eru fimm. Jón Dalbú stundaði sjómennsku í liðlega hálfa öld. Fyrst með föð- ur sínum og síðan sem skipstjóri og útgerðarmaður á ýmsum fiski- bátum frá Stykkishólmi. Síðustu rúma þrjá áratugi starfsævinnar var hann stýrimaður og skipstjóri á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Útför Jóns Dalbú fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er bróðir minn Jón Dalbú Ágústsson skipstjóri, síðast á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Hann hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða um skeið. Við hverfum aftur í tímann, á vetrarvertíð árið 1954. Mb. Harpa SH 9 er stödd í fiskiróðri á Breiða- firði, í Norðurálskanti. Þangað er mikið sótt til veiða á vertíðum. Það er lokið við að draga línuna, en síðan er gengið frá og gert sjóklárt til heimsiglingar. Skipstjórinn fer fram í lúkar að fá sér bita hjá matsvein- inum. Sjálfur ætlar hann að taka landstímið, þótt venjan sé að það falli í hlut stýrimannsins, því skip- stjórinn stendur útstímið. Á meðan síðasti hluti línunnar var dreginn versnaði veðrið. Gekk hann í norðanátt með sortabyl og með versnandi sjólagi. Dágóð ástaða var, afli um 7 til 8 tonn og því góð ballest í aflanum, sem er í lestinni. Nú tek- ur skipstjórinn við stjórn og stefnan tekin til lands. Enginn radar er í bátnum, því er stuðst við dýptar- mæli, kompás og klukku. Ganghraði bátsins er ekki mikill eða um 7 mílur á klst. Aðrir Stykk- ishólmsbátar voru gangbetri. Eftir nokkurra tíma siglingu telur skip- stjórinn að nú séu þeir komnir inn á móts við Höskuldsey og því mikils- vert að sjá ljósið á vitanum þar. Tveir skipsfélagar eru með honum í stýrishúsinu. Þeir rýna út í sortann ásamt skipstjóranum. Og viti menn, nú blikka ljós á Höskuldseyjarvit- anum. Eftir alla þessa leið utan af miðunum bregst ekki ratvísi skip- stjórans. Báturinn er á réttum stað á réttum tíma. – Nú er stefnan tekin á Ólafsboðabauju, en um leið og stefnan er tekin sjást ljós á öðrum bát, sem ekki hefur treyst sér til að halda áfram sökum dimmviðris, en grípur nú tækifærið og fylgir Hörpu eftir til lands. Tveir aðrir vertíðar- bátar, sem hafa verið fljótari í för- um, eru komnir innar í Álinn, en andæfa þar við ljósabauju og bíða birtingar. Skipstjórinn á Hörpu heldur sínu striki, þótt ekki sjáist út fyrir borðstokkinn vegna hríðar- byls. Eftir að komið var að Ólafs- boðabauju er förin greið og landtaka auðveld. Skipstjórinn virðist gædd- ur sjötta skilningarvitinu til að rata við slíkar aðstæður. Höldum nú til ársins 1987. Ég er þá staddur á bryggjunni á Brjáns- læk, þar við bryggju liggur Flóa- báturinn Baldur og er verið að hífa bíla um borð. Áfangastaðurinn er Stykkishólmur. Komið er fram yfir hádegi þegar lagt er frá bryggju og stefnan tekin út úr Vatnsfirði. Næsti áfangastaður er Flatey. Þeg- ar skammt er komið út úr firðinum skellur á svarta þoka svo varla sést út fyrir borðstokkinn. Ekkert er þó slegið af, en sem fyrr er vel fylgst með tíma og siglingatækjum. Það næsta sem ber fyrir augu ferðalang- anna á Baldri er bryggjan í Flatey. Það er engu líkara en að skipstjór- inn sjái í gegnum sortann, bæði í byl og þoku. Nú er þessi skipstjóri lagður í sína hinstu siglingu. Ég trúi að hann verði fljótur að átta sig á kennileit- um á nýjum leiðum. Hann Jón Dalbú átti til kunnra formanna að telja. Faðir hans, Ágúst Pálsson, var kunnur skip- stjóri, fyrst á skútum, m.a. frá Ísa- firði, Patreksfirði, Flatey og Stykk- ishólmi. Þar var hann einnig með skipstjórn á vélbátum og farnaðist vel alla tíð. Föðurafinn var Páll Guð- mundsson í Höskuldsey. Lúðvík Kristjánsson rithöfundur skrifaði um hann minningarpistil í tímaritið Ægi, sem hann nefndi „Af honum fóru engar sögur“, það var orð að sönnu. Páli hlekktist aldrei á, hann var alla tíð mjög farsæll formaður, sem ávallt sigldi fari sínu heilu heim. Sömu sögu má segja um móðuraf- ann, Níels Breiðfjörð Jónsson í Sel- látri. Um hann er sagt í ritinu „Breiðfirskir sjómenn“: ,,Níels er sá af sjógörpum Suðureyja, sem ber höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína og er þá mikið sagt, því margir hafa gert garðinn frægan á þeim slóðum.“ Það má því segja, að góðir stofnar hafi staðið að baki þessa góða drengs, sem átti svo sérstaklega far- sælan feril í sínu sjómannsstarfi. Jón Dalbú varð þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Dalla á Baldri þekktu flestir, sem ferðast hafa með Baldri. Það er því stórt skarð höggvið í hóp Stykkishólmsbúa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nokkrar vertíðir til sjós með Jóni Dalbú og minnist þeirra stunda sem einna minna bestu. Hann gat á stundum brýnt raustina, ef á þurfti að halda, en aldrei var hann illyrtur eða ónotasamur, er hann sagði sín- um mönnum til verka. Hann gekk alltaf í öll verk með mönnum sínum og lét aldrei sitt eftir liggja. Ég minnist hans líka frá uppvaxtarár- um mínum, en ég var yngstur á heimilinu. Hversu hlýr og hjálpsam- ur hann var, natinn við heimilisverk og duglegur að hafa ofan af fyrir okkur yngri systkinum sínum. Bróðir var ekki einn í lífinu. Það var hans hamingja er hann gekk að eiga einstaka ágætiskonu, Laufeyju Sigurðardóttur ættaða frá Fá- skrúðsfirði. Þau eignuðust saman fimm börn, auk þess sem Jón Dalbú gekk syni Laufeyjar í föðurstað. Nú er mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni. Ég og mín fjölskylda höfum löngum notið mikillar gest- risni á heimili þeirra hjóna, eins og við reyndar öll Víkursystkinin. Við söknum öll vinar í stað og þökkum um leið fyrir allt á liðinni tíð. Við færum Laufeyju, börnunum og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari kveðju- stund. Samúðarkveðjur frá okkur Víkursystkinunum öllum og fjöl- skyldum okkar. Guð blessi minn- ingu góðs bróður. Vel við þökkum góðan greiða, gestrisni og hlýja hönd. Vítt um fjörðinn boða breiða berist fley þitt heilt að strönd. Hann hafsins sjómann seiðir, sveipast fegurð haf og jörð. Alltaf Drottinn Dalbú leiðir, djarft er siglt um Breiðafjörð. Þú átt skilið þökk og hrós, þú hefur siglt með snilli. Fylgi þér Drottins leiðarljós lands og eyja á milli. Þórólfur Ágústsson frá Vík, Stykkishólmi. Með þessum fáu orðum viljum við systkinin minnast afa í Hólminum, Jóns Dalbú Ágústssonar, sem lést 7. febrúar sl. Hugurinn hefur oft leitað heim að undanförnu í veikindum afa en vegna búsetu okkar erlendis höf- um við minna séð af honum en við hefðum viljað. Við fengum þó kær- komið tækifæri til að hitta afa um síðustu jól þegar við fórum í heim- sókn í Hólminn. Það lá vel á honum þennan jóladag þó greinilegt væri að dregið hefði af honum frá því að við hittum hann um haustið. Ekki óraði okkur þó fyrir því að við vær- um öll komin aftur til Íslands 6 vik- um síðar til að vera við jarðarför afa. Margt kemur í hugann þegar hugsað er tilbaka til þeirra stunda sem við áttum með afa. Hæst ber þar árlegar heimsóknir okkar á sumrin í Stykkishólm en alltaf vöktu þær sömu tilhlökkunina. Ævintýra- heimur Maðkavíkur, heimsóknir til kaþólska prestsins, sundnámskeið í gömlu lauginni, sjómannadagur í Hólminum, berjaferðir á haustin, ferðir í Flatey, bíltúrar með afa, kettirnir hennar ömmu og ferðir niður á bryggju til að taka á móti afa þar sem síðan var haldið heim á Tangagötuna í mjólk og kleinur. Afi var einstaklega hlýr og glað- legur maður með stórt hjarta. Hann var hlédrægur en ætíð var hann tilbúinn að ræða hin ýmsu málefni og sýndi þeim og viðmælendum sín- um ávallt eldheitan áhuga og ein- lægni. Hann var af þeirri kynslóð sem ólst upp við allt önnur skilyrði og lífsviðhorf en tíðkast í dag. Hann sló ekki bakgarðinn með rafmagns- sláttuvél heldur með orfi og ljá, nokkuð sem okkur borgarbörnunum þótti undur og stórmerki. Á þennan hátt fengum við nasasjón af því um- hverfi sem afi ólst upp í en sjálfur tileinkaði hann sér ætíð nýjustu tækni og starfaði síðustu ár starfs- ævi sinnar sem skipstjóri á nýja Baldri, farþegaferju með öllum nýj- ustu tólum og tækjum. Afi var ótrú- lega minnugur á ættartengsl fólks og hafsjór af fróðleik um heimaslóð- ir sínar við Breiðafjörð. Afi var líka sannur sjómaður í útliti, stæðilegur maður með stórar, hrjúfar hendur og sjaldan sást hann úti við nema með kaskeiti eða derhúfu á höfði. Þegar siglt var frá landi hvort sem var á Baldri eða litlu trillunni hans, Hrímni, þá var afi kominn á heima- völl þar sem hvert sker eða hver eyja voru sem gamlir kunningjar. Elsku afi, við eigum eftir að sakna faðmlagsins þíns sem var alveg sér- stakt. Þú tókst utan um okkur af svo miklum krafti en um leið einstakri hlýju sem ætíð lauk með stórum kossi á kinn. Við kveðjum þig nú en minningin um þig mun lifa með okkur. Hvíldu í friði. Margrét, Laufey og Sigurgeir. Fallinn er frá frændi minn Jón Dalbú Ágústsson. Feður okkar voru bræður, mæður okkar systur. Hann sonur elsta bróður og elstu systur, ég dóttir yngsta bróður og yngstu systur. Þau voru fjögur systkinin úr Hösk- uldsey sem giftust fjórum systkin- um úr Sellátri. Móðir mín orðaði það eitt sinn þannig að það hefði ekki verið neitt annað að hafa. Þetta gafst samt furðu vel og mörg fædd- ust börnin, flest hjá Ágústi og Magðalenu. Jón var þriðji í röð margra systk- ina. Það virtist sjálfgefið að hann færi á sjóinn með föður sínum og voru þeir lengi saman til sjós og saman í útgerð. Dalli var fiskimaður fyrri hluta ævi sinnar, þó að flestir muni hann fyrst og fremst sem skip- stjórnanda á Flóabátnum Baldri, lengi vel sem stýrimaður og síðar sem skipstjóri. Ég var svo heppin að hitta hann stuttu áður en hann fór í sína síð- ustu för. Ég spurði hverning heilsan væri og Dalli sagði mér að nú væri dælan ónýt orðin og hann færi að fara að hitta þá frændur sína hinu- megin. Ég spurði hvort hann ætlaði þá að segja þeim sögur. „Nei, nú ætla ég að hlusta á þá, þeir hljóta að hafa margar sögur að segja mér,“ sagði Dalli og brosti breitt. Nú er setið á sagnaþingi, því að Höskuldseyingar hafa efalaust tekið honum fagnandi. Jón Dalbú var með eindæmum skemmtilegur persónu- leiki. Það leiftraði af honum þegar hann sagði frá. Hann hafði líka þann fágæta hæfileika að gera sögurnar betri en þær voru, við köllum það að barna við þær. Og þó að stundum væri farið frjálslega með staðreynd- ir var það bara betra. Margur ferða- maðurinn sem sigldi yfir Breiða- fjörð með Baldri naut þess að heyra þjóðsögur – nýjar sem gamlar – úr sagnasjóði Dalla. Og allar sannar – sem Guð er yfir mér! Þetta gátu þeir bræðurnir úr Höskuldsey og þetta gat Dalli. Verst að þetta hefur lítið erfst til þriðju kynslóðar. Jón Dalbú sótti sér konu austur á Fáskrúðsfjörð. Ég held að Jón hafi ekki verið ánægðari með annað í líf- inu en hana Laufey sína eins og hann ávallt kallaði hana. Hann fékk líka Agnar með henni og ég held að honum hafi fundist það heldur til bóta. Svo komu krakkarnir hver af öðrum. Hann virti konu sína ákaf- lega mikils og taldi sig mikinn láns- mann í lífinu. Eyþór, maðurinn minn, var til sjós með Jóni í mörg ár og er þakk- látur fyrir að hafa átt samleið með honum á Baldri. Jón Dalbú setti svip á Stykkis- hólm og vinir og frændur sakna hans. Ég veit ekki hvort mér auðn- ast að fylgja frænda mínum til graf- ar en sendi Laufeyju og börnum hans og systkinum samúðarkveðju okkar Eyþórs, Dagbjört Sigríður Höskuldsdóttir. Jón Dalbú hefur nú ýtt úr vör í hinsta sinn. Hann siglir ekki á sjó í dag, hann siglir á Guðs síns fund, eins og Matthías Jochumsson kvað um Eggert Ólafsson er hann lagði af stað í sína hinstu för yfir Breiða- fjörðinn. Jón Dalbú var föðurbróðir minn og gekk aldrei undir öðru nafni á mínu heimili en Dalli frændi. Fyrstu minningar mínar tengjast Dalla frænda og fjölskyldu hans, þá ný- kominni að austan. Þau fluttu inn í Tómasarhagann ásamt okkur, en Tómasarhagi var nafnið á húsinu heima. Við vorum því tvær fjöl- skyldurnar í Tómasarhaga. Laufey og Dalli ásamt börnunum niðri, og við uppi. Auk þess bjó hjá þeim tengdamóðir Dalla. Börnin voru upphaflega tvö á neðri hæðinni en voru fjögur þegar þau fluttu. Það voru því ekki margir fermetrarnir sem komu í hlut hvers og eins, en því stærra var hjartarýmið. Upphaf- lega var ég eina barnið á efri hæð- inni og það þótti mér afskaplega ein- manalegt. Þá var brugðið á það ráð að skjótast niður til að leika við krakkana, þegar ég vaknaði á morgnana. Þar var aldrei talað um plássleysi. Ég man aldrei eftir að við værum fyrir, ekki einu sinni þótt nýtt barn hefði verið að fæðast. Þeg- ar jólin nálguðust kom eplalyktin. Dalli frændi var nefnilega skipstjóri á Baldri. Hann kom með epli og appelsínur ásamt gosdrykkjum fyr- ir bæði heimilin. Í minningu minni var Dalli frændi mjög stór maður. Mér fannst eins og hann væri sá sem átt var við þegar talað var um Breiðfirðing. Dalli var alla tíð til sjós. Ég minnist þess hve stolt ég var af honum frænda mínum þegar talið barst að því hve leiða- glöggur hann væri á siglingu um Breiðafjörðinn. Allir voru öruggir um að ná að landi ef hann var við stjórnvölinn. Ég hef heyrt margar sögur, þar sem svo virðist sem hann hafi þekkt Breiðafjörðinn eins og lófann á sér. Dalli hefði líklega getað notað orð móðurafa síns, Níelsar Breiðfjörð, þegar hann sagði: „Betri er kunnugleiki en kort.“ Þau Dalli og Laufey fluttu aðset- ur sitt frá Tómasarhaganum, en bara handan yfir götuna. Þau nefndu hús sitt Odda, eftir húsinu á Fáskrúðsfirði, þar sem Laufey var alin upp. Við systur vorum ekki síð- ur tíðir gestir í Odda. Þar gerðust ævintýrin. Ég minnist þess þegar við Stína dóttir Dalla og Laufeyjar sátum við gluggann og horfðum út í sortann og biðum eftir að sjá ljósin á Baldri birtast. Við gátum ekki ímyndað okkur hvernig hægt væri að sigla á milli svartra skerjanna í slíku dimmviðri. En hann Dalli sigldi sínu fari ávallt heilu heim. Aldrei bar skugga á samband þeirra bræðra pabba og Dalla. Mamma og Laufey voru eins og systur í mínum huga. Ég hugsaði stundum um hvert ég myndi fara ef eitthvað kæmi fyrir mömmu og pabba og svarið lá í augum uppi: Til Laufeyjar og Dalla. Dalli frændi var einstakur maður með stórbrotinn persónuleika. Hann var hávaxinn, þéttur á velli og þéttur í lund. Hjartahlýr var hann. Dalli var hraustur maður framan af ævi. Síðari hluta ævi átti hann síðan við hjartasjúkdóm að etja, sem hlýt- ur að hafa verið erfitt fyrir svo vinnusaman mann. Eftir að hann fór í land sjötugur að aldri vann hann um skeið við að losa og festa Baldur JÓN DALBÚ ÁGÚSTSSON +,           /4 0 ! ) -  ( % "  6*"-&  % #$ % % " #$ $+ "" " &" " % #$  3" " #$ . * 4 *# &" 7!*  " &" /*0 )  #$ - " - " & - " - " - "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.