Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 19 Dæmi um hvað vítamín og steinefni gera fyrir þig Í DAG frumsýnir Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum söngleikinn Gauragang, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Áður hafa Þjóðleikhúsið og nokkur áhuga- leikhús sýnt verkið, sem töluvert hefur verið sýnt í skólum. Efnivið- urinn er gamansöm þroskasaga ungs drengs, þó með alvarlegu ívafi, þar sem unglingurinn Orm- ur Óðinsson þroskast frá barni til fullorðinnar manneskju. Nítján leikarar taka þátt í sýn- ingunni, en hlutverk eru nokkru fleiri. Aðalhlutverk eru í höndum Andra Bergmann Þórhallssonar, Erlu Dóru Vogler og Elísabetar Öglu Stefánsdóttur. Unnar Geir Unnarson er leik- stjóri verksins, en þetta er þriðja leikhúsverkið sem hann stýrir. Unnar er heimamaður og hefur komið víða við í leikhúslífi á Fljótsdalshéraði. Hann stundar nú klassískt söngnám í Reykjavík. Tónlistin í verkinu er eftir hljómsveitina Ný danska og tón- listarstjóri sýningarinnar er Haf- þór Snjólfur Helgason. Leikfélag Menntaskólans á Eg- ilsstöðum hefur verið starfrækt frá árinu 1988 og er formaður þess Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir. Frumsýning Gauragangs hefst kl. 20 í Fosshóteli Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Aðgangseyrir er kr. 1.800. Ráð mun gert fyrir að minnsta kosti 6 sýningum. 15. leikár Menntaskólans á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Andri Bergmann Þórhallsson og Erla Dóra Vogler í hlutverkum Orms og Höllu í leikritinu Gauragangi, sem frumsýnt verður í kvöld. Frumsýna Gauragang í kvöld Egilsstaðir Í SKOÐANAKÖNNUN Bæjarmála- félagsins Hnjúka á Blönduósi vegna prófkjörs sem haldið verður 16. febr- úar nk. gefa sex einstaklingar kost á sér. Þau eru í stafrófsröð: Björgvin Þór Þórhallsson, aðstoð- arskólastjóri Grunnskóla Blönduóss, en hann gefur kost á sér í fyrsta sæti. Gunnlaug S. Kjartansdóttir verka- kona, hún gefur kost á sér í ótilgreint sæti. Helga Jónína Andrésdóttir bankastarfsmaður, hún gefur einnig kost á sér í ótilgreint sæti. Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri, hún gefur kost á sér í fyrsta sæti. Jón Ragnar Gíslason verkamaður, í ótilgrein sæti. Valdimar Guðmannsson verkamaður, í fyrsta til þriðja sæti. Sex gefa kost á sér Bæjarmálafélagið Hnjúka „Það gerist ekki á hverjum degi að þessir menn eru samtímis á landinu og í okkar huga verða þetta auðvitað algjörir túrbó-tón- leikar, sagði Bryndís Brynjólfs- dóttir, einn stjórnarmanna í Skála- félaginu. Forsala aðgöngumiða fer fram í Lindinni, tískuverslun, Eyravegi 7, hjá versluninni Írisi í Miðgarði og á skrifstofu Sjóvár-Almennra á Austurvegi 36. Miðaverð er 1.500 í forsölu og 1.800 við innganginn. SKÁLAFÉLAGIÐ, sem stendur að endurbyggingu Tryggvaskála á Selfossi, stendur fyrir stórtón- leikum í Fjölbrautaskóla Suður- lands þriðjudaginn 19. febrúar klukkan 20,30. Á tónleikunum koma fram stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson bassi og Gunnar Guðbjörnsson tenór ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara. Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörns- son syngja saman Selfoss Í HAUST var söfnun á vegum sóknarnefndar Skeggjastaðakirkju vegna kaupa á nýju orgeli í kirkj- una, gamla orgelið var fótstigið harmoníum frá árinu 1949, þriggja radda. Nýja orgelið var vígt hinn sex- tánda desember 2001 af séra Sig- fúsi J. Árnasyni. Nýja orgelið var keypt hjá Hljóðfæraverslun Pálm- ars Árna ehf. og að sögn Pálmars Árna er orgelið hollenskt af Cont- ent-gerð, stafrænt tuttugu radda með píputóni, tveggjaborða með petala og þarfnast það ekki still- ingar eins og pípuorgel þurfa að minnsta kosti einu sinni á ári. Sóknarnefnd Skeggjastaða- kirkju vill koma á framfæri inni- legu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem gerðu þeim kleift að kaupa þetta nýja orgel og biður þeim guðs blessunar. Vegna mistaka birtist gömul frétt um orgelið í blaðinu á þriðju- dag og er beðist velvirðingar á því. Nýtt orgel komið í Skeggjastaðakirkju Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Orgelið í Skeggjastaðakirkju. Bakkafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.