Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 19

Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 19 Dæmi um hvað vítamín og steinefni gera fyrir þig Í DAG frumsýnir Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum söngleikinn Gauragang, eftir Ólaf Hauk Símonarson. Áður hafa Þjóðleikhúsið og nokkur áhuga- leikhús sýnt verkið, sem töluvert hefur verið sýnt í skólum. Efnivið- urinn er gamansöm þroskasaga ungs drengs, þó með alvarlegu ívafi, þar sem unglingurinn Orm- ur Óðinsson þroskast frá barni til fullorðinnar manneskju. Nítján leikarar taka þátt í sýn- ingunni, en hlutverk eru nokkru fleiri. Aðalhlutverk eru í höndum Andra Bergmann Þórhallssonar, Erlu Dóru Vogler og Elísabetar Öglu Stefánsdóttur. Unnar Geir Unnarson er leik- stjóri verksins, en þetta er þriðja leikhúsverkið sem hann stýrir. Unnar er heimamaður og hefur komið víða við í leikhúslífi á Fljótsdalshéraði. Hann stundar nú klassískt söngnám í Reykjavík. Tónlistin í verkinu er eftir hljómsveitina Ný danska og tón- listarstjóri sýningarinnar er Haf- þór Snjólfur Helgason. Leikfélag Menntaskólans á Eg- ilsstöðum hefur verið starfrækt frá árinu 1988 og er formaður þess Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir. Frumsýning Gauragangs hefst kl. 20 í Fosshóteli Valaskjálf á Eg- ilsstöðum. Aðgangseyrir er kr. 1.800. Ráð mun gert fyrir að minnsta kosti 6 sýningum. 15. leikár Menntaskólans á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Andri Bergmann Þórhallsson og Erla Dóra Vogler í hlutverkum Orms og Höllu í leikritinu Gauragangi, sem frumsýnt verður í kvöld. Frumsýna Gauragang í kvöld Egilsstaðir Í SKOÐANAKÖNNUN Bæjarmála- félagsins Hnjúka á Blönduósi vegna prófkjörs sem haldið verður 16. febr- úar nk. gefa sex einstaklingar kost á sér. Þau eru í stafrófsröð: Björgvin Þór Þórhallsson, aðstoð- arskólastjóri Grunnskóla Blönduóss, en hann gefur kost á sér í fyrsta sæti. Gunnlaug S. Kjartansdóttir verka- kona, hún gefur kost á sér í ótilgreint sæti. Helga Jónína Andrésdóttir bankastarfsmaður, hún gefur einnig kost á sér í ótilgreint sæti. Jóhanna G. Jónasdóttir leikskólastjóri, hún gefur kost á sér í fyrsta sæti. Jón Ragnar Gíslason verkamaður, í ótilgrein sæti. Valdimar Guðmannsson verkamaður, í fyrsta til þriðja sæti. Sex gefa kost á sér Bæjarmálafélagið Hnjúka „Það gerist ekki á hverjum degi að þessir menn eru samtímis á landinu og í okkar huga verða þetta auðvitað algjörir túrbó-tón- leikar, sagði Bryndís Brynjólfs- dóttir, einn stjórnarmanna í Skála- félaginu. Forsala aðgöngumiða fer fram í Lindinni, tískuverslun, Eyravegi 7, hjá versluninni Írisi í Miðgarði og á skrifstofu Sjóvár-Almennra á Austurvegi 36. Miðaverð er 1.500 í forsölu og 1.800 við innganginn. SKÁLAFÉLAGIÐ, sem stendur að endurbyggingu Tryggvaskála á Selfossi, stendur fyrir stórtón- leikum í Fjölbrautaskóla Suður- lands þriðjudaginn 19. febrúar klukkan 20,30. Á tónleikunum koma fram stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson bassi og Gunnar Guðbjörnsson tenór ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleik- ara. Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörns- son syngja saman Selfoss Í HAUST var söfnun á vegum sóknarnefndar Skeggjastaðakirkju vegna kaupa á nýju orgeli í kirkj- una, gamla orgelið var fótstigið harmoníum frá árinu 1949, þriggja radda. Nýja orgelið var vígt hinn sex- tánda desember 2001 af séra Sig- fúsi J. Árnasyni. Nýja orgelið var keypt hjá Hljóðfæraverslun Pálm- ars Árna ehf. og að sögn Pálmars Árna er orgelið hollenskt af Cont- ent-gerð, stafrænt tuttugu radda með píputóni, tveggjaborða með petala og þarfnast það ekki still- ingar eins og pípuorgel þurfa að minnsta kosti einu sinni á ári. Sóknarnefnd Skeggjastaða- kirkju vill koma á framfæri inni- legu þakklæti til þeirra fjölmörgu sem gerðu þeim kleift að kaupa þetta nýja orgel og biður þeim guðs blessunar. Vegna mistaka birtist gömul frétt um orgelið í blaðinu á þriðju- dag og er beðist velvirðingar á því. Nýtt orgel komið í Skeggjastaðakirkju Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Orgelið í Skeggjastaðakirkju. Bakkafjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.