Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.02.2002, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BORGARSTJÓRINN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur tekið sér það hlutverk að vera einskonar uppboðshaldari borgarinnar. Vinnumenn hennar og ráðgjafar styðja hana dyggilega í því að koma á, í sem flestum viðskiptum borg- arinnar við íbúana, kerfi uppboða. Um uppboð á lóðum borgarinnar segir borgarstjórinn í Frétta- blaðinu nýlega að þessi aðferðar- fræði (uppboðsleiðin) sé komin til að vera. Innan Vinstri – grænna hefur þetta verið mikið gagnrýnt, svo og margt annað sem lýsir mark- aðshyggju R-listans. Á það hefur verið bent að lóð þarf ekki að skila inn öllum kostnaði sveitarfélagsins þegar við úthlutun hennar eins og R-listinn leggur þó áherslu á. Bygg- ing á viðkomandi lóð gefur af sér opinber gjöld í áratugi, jafnvel ár- hundruð auk þess sem fyrirtæki eða íbúar í viðkomandi byggingu gefa sveitarfélaginu tekjur á sama máta um langa framtíð. Þessvegna er það einfaldlega blind markaðshyggja að ætla lóðarkaupanda að greiða þegar við úthlutun allan kostnað vegna lóðarinnar. Í þessu máli hafa Vinstri – grænir allt aðrar áherslur. Innan þeirra er það og talið lýsa mikilli vanþekkingu og fátæklegri félagshyggju þegar borgarstjórinn og formaður skipulagsnefndar lýsa því yfir að með uppboðsleiðinni sé öllum íbúum borgarinnar gert jafnt undir höfði að klófesta lóð. Vinstri – grænir telja að með uppboðsleiðinni sé aftur á móti hinum efnaðri gert greiðara að festa sér lóð. Þetta ger- ir félagshyggjufólk sér hinsvegar ljóst. Í komandi uppstillingum á R- listann má vænta þess að Samfylk- ingin velji sér markaðshyggjufólk svo sem var reyndin síðast. Þess- vegna er mikilvægt að framsókn- armenn velji sér félagshyggjufólk sem sína fulltrúa. Slíkt fólk finnst þar enn. Hjá Vinstri – grænum er nú í gangi könnun eða tilnefning til framboðs. Sérstaða Vinstri – grænna kemur þá í ljós, þegar upp- stillingarnefndin leggur fram tillög- ur sínar. Þar hlýtur að verða lögð áhersla á að til framboðs verði þeir valdir sem engin tengsl hafa haft við R- listann. Í því fælist sérstaða Vinstri – grænna. Óskhyggja Birgis Guðmundsson- ar á DV og einhverra á Frétta- blaðinu að troða Árna Þór Sigurðs- syni inn á lista Vinstri – grænna er í algerri mótsögn við sérstöðu Vinstri – grænna. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, 109 Reykjavík. Uppboðshaldari borgarinnar Frá Kristni Snæland leigubifreiðastjóra: ÉG sá sl. laugardag þátt á Skjá 1 sem heitir Djúpa laugin. Þessi þáttur er mjög vinsæll hjá börnum og ungling- um, enda efnistök miðuð við þennan aldurshóp. Þátturinn gengur út á það að reynt er að koma fólki saman á stefnumót. Í sjálfu sér er hér um til- tölulega græskulaust gaman að ræða, ef vel er á haldið. Í umræddum þætti voru þrjár stúlkur þátttakend- ur og einn piltur. Stúlkurnar, sem voru á að giska 17–19 ára gamlar, voru kynntar og þær m.a. spurðar, hvort þær hefðu lent í vandræðalegri stöðu einhvern tíma á ævinni. Ein þeirra sagði, að það hefði verið, þeg- ar hún var í partíi með öðru ungu fólki. Í partíinu voru fimm strákar og hennar vandræðalega staða var, að hún hafði sofið hjá þeim öllum... Áhorfendum og stjórnendum þáttar- ins fannst svarið ágætt, hlógu og klöppuðu. Síðar í þættinum voru þátttakendur spurðir hvort þeir hefðu einhvern tíma farið á útihátíð. Þessi sama stúlka sagðist hafa farið á Eldborgarhátíð. Það hefði verið mjög gaman, að vísu sagðist hún ekki muna mikið eftir sér á hátíðinni, en það var örugglega mjög gaman... Og enn klöppuðu áhorfendur og stjórnendur. Þegar hér var komið var ég orðlaus. Næsta stúlka til- greindi sitt atvik, og það var, að móðir hennar hafði komið inn í her- bergið hennar þar sem stúlkan og þáverandi kærasti hennar stunduðu kynlíf. Enn klappaði salurinn. Og stúlkan bætti við, að mamma hennar lofaði að banka framvegis áður hún vogaði sér inn í herbergi dótturinnar. Hvaða skilaboð fá nú unglingar sem horfa á svona þætti? Það er allt í lagi og bara flott að muna ekki eftir sér á útihátíð og bara hálf vandræða- legt þegar allir strákarnir í partíinu hafa sofið hjá sömu stelpunni. Þeir, sem halda svona efni að ungu fólki, verða að átta sig á því, að þeir geta haft mikil og varanleg áhrif á líf þeirra ungmenna sem á horfa. Ég las um helgina góða grein í Morgun- blaðinu um líf unglinga á Íslandi, þar sem m.a. kom fram að kynlíf færist stöðugt neðar í aldri hjá unglingum. Einnig var greint frá skelfilegum hópkynlífsathöfnum unglinga allt niður í 13–14 ára, með alvarlegum af- leiðingum, andlegum og líkamlegum. Er nema von að illa fari, þegar börn og unglingar hafa fyrirmyndir eins og lýst er hér að ofan? Til viðbótar þessu má minna á skelfilega sjónvarpsauglýsingu kvik- myndarinnar Gemsa, þar sem mann- fyrirlitningin er algjör. Þessi auglýs- ing er sýnd a.m.k. á Stöð 2 snemma á kvöldin, væntanlega til að tryggja að sem flest börn og unglingar nái boð- skapnum. Ef fólki finnst að það sé í lagi, að ungt fólk hegði sér með þessum hætti, eða eins og Gemsa-auglýsing- in segir, að allar stelpur séu annað- hvort hórur eða feitar og leiðinlegar stelpur sem hanga á bókasöfnum, þá erum við verr stödd en ég hélt. HJÖRTUR ÖRN HJARTARSON, Byggðarenda 15, Reykjavík. Unglingamál Frá Hirti Erni Hjartarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.