Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 23

Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 23 KAUPÞING var rekið með 853 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári, sem er heldur betri afkoma en árið áður. Fyrir skatta dregst afkoman hins vegar saman um helming í tæpar sex hundruð milljónir króna. Skýringin á þessum mun á afkomuþróun fyrir og eftir skatta er tekjufærsla tekju- skatts á síðasta ári, sem stafar að hluta til af lækkun tekjuskattshlut- fallsins úr 30% í 18%. Hagnaður Kaupþings er í sam- ræmi við arðsemismarkmið, þau hljóða upp á 15% arðsemi eftir skatta en niðurstaðan varð 14,6%. Sé miðað við arðsemi eigin fjár án verðbreyt- ingarfærslu var arðsemin 20,2%. Í fréttatilkynningu frá bankanum kemur fram að veruleg umskipti hafi orðið í rekstri hans á fjórða ársfjórð- ungi en afkoma fyrstu níu mánuði ársins hafi numið 83 milljónum króna eftir skatta. „Helstu ástæður þessa umskipta eru í meginatriðum tví- þættar,“ segir í tilkynningunni. „Annars vegar féllu til tekjur vegna verkefna á sviði fyrirtækjaþjónustu. Hins vegar voru skilyrði á verðbréfa- mörkuðum á fjórða ársfjórðungi bankanum hagstæð og leiddu til verð- hækkana á verðbréfaeign bankans.“ Innlán hjá Kaupþingi voru engin árið 2000 en í fyrra námu þau 10,6 milljörðum króna og eru í dótturfyr- irtækjunum í Danmörku og í Lúxem- borg. Þeir bankar höfðu viðskipta- bankaleyfi í fyrra og í upphafi þessa árs fékk móðurfélagið, Kaupþing banki hf., viðskiptabankaleyfi hér á landi. Forsvarsmenn bankans gera sér vonir um að þetta muni skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun hans og gera hana ódýrari, en vonast er eftir um þreföldun innlána frá árslok- um 2001 til loka þessa árs. Hreinar vaxtatekjur bankans voru neikvæðar um 187 milljónir króna. Ástæða þess að vaxtatekjur að frá- dregnum vaxtagjöldum eru neikvæð- ar er sú að verulegur hluti eigna bankans, svo sem hlutabréf, ber ekki vexti. Gengistap af veltuhlutabréfum nam 639 milljónum króna á síðasta ári, en gengishagnaður að fjárhæð 351 milljón króna hafði verið af þess- um lið árið 2000. 366 milljóna króna gengistap veltuskuldabréfa árið 2000 snerist hins vegar í rúmlega eins milljarðs króna gengishagnað í fyrra. Gengishagnaður af gjaldeyristengd- um eignum og skuldum minnkaði úr 435 milljónum króna í 342 milljónir króna milli ára. Alls jókst því geng- ishagnaður Kaupþings úr 420 millj- ónum króna í 725 milljónir króna. Breyting hefur orðið á útreikningi á afkomu erlendra dótturfélaga og er gengismunur vegna breytingar á reikningskilum þeirra í íslenskar krónur nú færður í rekstrarreikning en áður var hann færður í gegnum eigið fé í efnahagsreikningi. Hefði sömu aðferð verið beitt og árið áður hefði afkoman versnað um 172 millj- ónir króna, en samanburðartölum fyrra árs hefur verið breytt til sam- ræmis við þessa breytingu. Framlag í afskriftareikning útlána nam 415 milljónum króna á árinu, þar af fóru tæp 40% inn á sérstakan af- skriftareikning en rúm 60% á reikn- ing til að mæta almennri áhættu. Í árslok var afskriftareikningurinn 1,6% af útlánum og veittum ábyrgð- um, en það hlutfall var 0,9% ári fyrr. Gert ráð fyrir 1,4–1,5 milljarða hagnaði á þessu ári „Að teknu tilliti til árferðisins erum við þokkalega sáttir við afkomuna,“ segir Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings spurður um afkomu bank- ans. Eins og fram kemur í reikningum Kaupþings hefur kostnaðurinn aukist talsvert en Sigurður segir að skýring þess sé sú að fyrirtækið hafi stækkað mikið á þessu ári. Starfsfólki hafi fjölgað, banki verið stofnaður í Dan- mörku og verið sé að byggja upp starfsemi í Sviss. Af þessu hafi hlotist mikill kostnaður en tekjur séu ekki enn farnar að skila sér. Spurður um útlitið, svo sem vaxt- arhorfur, segir Sigurður að umfang viðskipta á fjármálamarkaði og verð- bréfamarkaði hafi dregist saman, bæði hér á landi og ekki síður erlend- is. Þrátt fyrir þetta hafi fyrirtækið ekki í hyggju að grípa til sérstakra niðurskurðaraðgerða heldur ætli það sér að halda áfram að vaxa. „Við telj- um,“ segir hann, „að samdrátturinn muni ekki halda áfram. Hvort botn- inum sé náð einmitt nú eða hvort bíða þurfi í nokkra mánuði er ómögulegt að segja til um, en við viljum hafa fólkið okkar til staðar þegar þau um- skipti verða svo við þurfum ekki að fara að ráða inn nýtt fólk þá. Og vöxt- urinn sem við erum að hugsa um þarf ekki nauðsynlega að vera í eigin fé, heldur fyrst og fremst í tekjumynd- un.“ Um afkomuhorfur á þessu ári segir Sigurður að gert sé ráð fyrir um 1,4 til 1,5 milljarða króna hagnaði eftir skatta. Frjálsi fjárfestingarbankinn hagnast um 462 milljónir króna Kaupþing varð á síðasta ári eigandi nánast alls hlutafjár í Frjálsa fjár- festingarbankanum hf. og er hann færður sem hlutdeildarfélag í rekstr- arreikningi Kaupþings en sem hluti samstæðunnar í efnahagsreikningi. Frjálsi fjárfestingarbankinn hagn- aðist um 462 milljónir króna í fyrra, en árið á undan var 168 milljóna króna tap af rekstrinum. Hagnaður af sölu viðskiptavildar sem varð til við sölu á fjórum dótturfélögum vegna yfirtöku Kaupþings nam 452 milljón- um króna á árinu, en hagnaður fyrir skatta nam 474 milljónum króna. Vaxtatekjur námu 2,1 milljarði króna og hreinar vaxtatekjur, þ.e. vaxtatekjur að frádregnum vaxta- gjöldum, námu 353 milljónum króna. Vaxtamunur var 3,2%. Framlag í afskriftareikning útlána nam 120 milljónum króna á síðasta ári og var afskriftareikningur útlána í lok ársins 2,3% af veittum ábyrgðum og útlánum. Vanskil útlána hafa farið lækkandi síðustu ár, og voru 1,56% um síðustu áramót en höfðu verið 1,72% ári fyrr. Eigið fé Frjálsa fjárfestingarbank- ans nam 2,2 milljörðum króna í lok tímabilsins og CAD-eiginfjárhlutfall hans var 21,8% í árslok en 21,2% í upphafi árs.            *  "&'  "  ""  " +     ,     -                  . /0   . /0 , 1      2 3       , 1                      & !4 # 5#5  # '4' %( & 5% %!& % $##5   4 '#5 ( "54   ! $% &"" % !5( %%)#6 #&)!6 &&4  (   (  (    ( ((  (        !"  # $ # $     !"            !"  Hagnaður Kaup- þings fyrir skatta dregst saman Jákvæð umskipti í afkomu Frjálsa fjár- festingarbankans ● STJÓRN Eldingar, félag smábáta- eigenda í Ísafjarðarsýslum, vill að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt þannig að línuveiðar njóti ívilnunar umfram önnur veiðarfæri. Í fréttatilkynningu frá Eldingu seg- ir að þorskaflahámarkskerfi króka- báta sem fellt var úr gildi 1. sept- ember sl. hafi reynst með eindæmum vel. Afnám veiðikerf- isins hafi haft gríðarleg áhrif á Vest- fjörðum og línuútgerð sé nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við und- anfarin ár. Erfiðleikar einstakra út- gerða og þjónustuaðila hafi fylgt í kjölfarið, samfara atvinnuleysi hjá verkafólki og sjómönnum. Stjórn Eldingar segist einhuga um að berjast fyrir breytingu á lög- um um stjórn fiskveiða þannig að línuveiðar dagróðrarbáta mundu njóta ívilnunar umfram önnur veið- arfæri, til dæmis þannig að að afli þessara báta teldist ekki að fullu til kvóta, 80% yrðu færð sem frádrag frá úthlutuðu aflamarki eða króka- aflamarki. Yrði þessi tillaga að lög- um myndi línuútgerð á Vestfjörðum aftur fara að dafna og atvinnulíf henni samfara ná betri stöðu. Til- lagan sé auk þess mjög í anda þess að auka framboð á ferskum fiski og minnka ásókn í stærsta fiskinn. „Efling línuveiða í strandbyggðum landsins er öflugasta átak, sem hægt er að gera til viðhalds byggðar í sjávarbyggðum Íslands. Efling línu- veiða er framlag til betri umgengni um auðlindina. Stjórn Eldingar ósk- ar eftir að tillagan verði tekin til al- varlegrar umræðu, í næstkomandi sveitarstjórnarkosningum í sjáv- arbyggðum þessa lands,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Línuveiðar njóti ívilnunar ● PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra er ekki hlynntur þeirri hug- mynd sem Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans setti fram á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í vikunni. Þar skýrði Halldór frá því að hann teldi fara vel á því að húsbréfadeild Íbúðalánasjóðs yrði breytt í „verðbréfunarfyrirtæki“ á heildsölustigi, en bankar og spari- sjóðir taki að sér smásölu til ein- staklinga. „Ég tel að Íbúðalánasjóður hafi fé- lagslegu hlutverki að gegna,“ segir Páll. „Hann er ekki í viðskiptum með sama hætti og Landsbankinn. Bank- inn er í rekstri til að hafa af því arð handa hluthöfum en Íbúðalánasjóð- ur til að hjálpa fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þó hann eigi jafn- framt að vera sjálfbær fjárhagslega. Íbúðalánasjóður hefur geysimiklu fé- lagslegu hlutverki að gegna, hann aðstoðar líka fólk sem býr við þröng kjör, hann lánar ekki bara þeim sem eru stöndugir. Hann gerir ekki heldur mun á fólki eftir því hvort það býr hér á suðvesturhorninu eða úti á landi. Hjá Íbúðalánasjóði sitja menn við sama borð hvar sem þeir eru á land- inu, en hjá Landsbankanum er gerð- ur munur á því hvar eignirnar eru. Þar að auki lánar Íbúðalánasjóður á lægri vöxtum en Landsbankinn.“ Íbúðalánasjóði ekki breytt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.