Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ kvöldar á sóðalegu götu-horninu og flöktandi ljósin í7-Eleven-búðinni hafa vak-andi auga með bænahópn- um sem reynir að kalla til almættið í lífsnautnaborginni Las Vegas í Bandaríkjunum. Jon Philips, sem segist hafa verið drukkinn í 45 daga, skjögrar inn í bænahringinn. „Gef oss betri tíð,“ segir einhver. Philips fellur á kné og karlarnir og konurnar í Kristilegu mótorhjólasamtökunum slá hring um hann. Skammt frá standa Harley-hjólin þeirra. Í borg sem hefur á boðstólum draumaheima úr auðfengnu fé og gleði allan sólarhringinn er mun kaldranalegri veruleika að finna á bak við neonljósin og glansmyndina sem ferðamennirnir sjá. „Þetta er erf- iðasta borgin til að búa í í Bandaríkj- unum,“ segir Hal Rothman, sagnfræ- ðiprófessor við Háskólann í Nevada í Las Vegas (UNLV). „Það er ekkert öryggisnet.“ Meðferðarúrræði vegna spilafíknar eru fá. Langar biðraðir hjá góðgerðarsamtökum. Fjöldi heimilislausra er talinn hafa næstum því tvöfaldast síðan 1999 og er nú um 12 þúsund. Mörgum finnst að Las Vegas sé amerískur draumur – ódýrt húsnæði, Nevadaríki innheimtir enga tekju- skatta og hægt er að fá vel launaða vinnu sem ekki krefst neinnar mennt- unar. Í aðeins þrem ríkjum Banda- ríkjanna er lægra hlutfall háskóla- menntaðra íbúa, en meðal heimilistekjur í ríkinu eru 42.177 doll- arar á ári (rúmlega 4,3 milljónir króna), sem er þær 19. hæstu í Bandaríkjunum. Þeir sem vinna við að leggja bílum fyrir gesti geta haft upp árlega um 50 þúsund dollara (ríf- lega fimm milljónir króna). Gjafarar í spilavítunum geta haft mun hærri tekjur, og þurfa ekki einu sinni menntaskólapróf. Frá 1990 til 2000 fjölgaði íbúum í Las Vegas og nágrenni um 62%, sem var mesta aukning í nokkurri borg í Bandaríkjunum. Nú eru íbúar Suður- Nevada 1,3 milljónir. Las Vegas er glæsilegur leikvöllur fyrir ferðamenn, en borgin dregur einnig til sín þá ör- væntingarfullu, fólkið sem hefur hvergi komist áfram og kemur til borgarinnar til að gera síðustu til- raunina. Þúsund dollarar Í heitum og rökum leikfimisal marga kílómetra frá neonljósunum er Mike Jamison að æfa fyrir næstu box- keppni. Hann er í slæmu formi og er engan veginn undirbúinn, en honum hefur verið lofað þúsund dollurum fyrir að berjast í litlum sal í spilavíti sem stendur við hliðargötu. Það hefur enginn heyrt getið um Mike Jamison, 24 ára uppgjafamenntskæling frá Memphis sem kom til Las Vegas fyrir ári. En hann trúir því að hann geti orðið meistari. Ungir hnefaleikakappar flykkjast hingað og bíða í röðum í leikfimisöl- unum og vona að Las Vegas og box- araorðspor borgarinnar geri þá að næsta Mike Tyson eða Lennox Lewis. „Þeir eru allir að æfa vegna þess að allir vilja koma til Las Vegas þar sem þeir halda að þeir geti slegið í gegn,“ segir Richard Steele, fyrrverandi hnefaleikadómari og núverandi fram- kvæmdastjóri Nevada Partners-leik- fimisalarins þar sem Jamison æfir. „Ef maður hefur ekki hæfileika nær maður aldrei árangri. Það er ekki nóg bara að fara til Las Vegas,“ segir Steele. Kannski verður Jamison næsti meistari. En í borginni þar sem allt byggist á líkum eru möguleikar hans litlir. „Ég er búinn að gera þetta í 12 ár. Þetta er það eina sem ég kann,“ segir Jamison. „Ég bið til Guðs að ég geti búið áfram í Vegas og haldið glórunni.“ Fjölskyldan hans, sem býr öll í Memphis í Tennessee, hefur látið glepjast af skærum ljósum borgar- innar. Jamison segir að skyldfólk sitt haldi að hann græði á tá og fingri og lifi í vellystingum í alls- nægtalandinu. En Jamison á engan bíl, getur naumlega greitt reikningana og sleppir því að borða þegar hann á enga peninga. Hann lifir í voninni um næstu þúsunddollara- keppni. Þegar hann átti afmæli um daginn keypti kærastan hans handa honum súkku- laðitertu – og borgaði með falsaðri ávísun, segir hann. „Vegas ræður örlögum manns,“ segir hann og stígur inn í hringinn. Á Larry’s Villa Nokkra kílómetra í burtu er föstu- dagssíðdegi og nektardansari sem kallar sig Jackie er nýbyrjuð á vakt á Larry’s Villa, reykfylltum og sjúsk- uðum stað sem fáir ferðamenn munu nokkurn tíma rekast inn á. Þetta er bar fyrir heimamenn – sömu við- skiptavinirnir dag eftir dag. Þeir moka kvartdollurum í spilavélar og sumir gefa súludönsur- unum varla auga. „Ég hata Las Veg- as,“ segir Jackie, sem er 32 ára, þar sem hún situr í pásu, klædd rós- rauðum brjóstahaldara og G-streng. „Ég er svo þreytt á þessu starfi, sjá þá stara á mann og borga ekki neitt.“ Hún er einstæð tveggja barna móðir, dansar sex daga í viku og sinnir auk þess hreingerning- um til að ná endum saman. Tekjurnar hennar fara eftir því hversu ánægðir gest- irnir eru með hana og hversu mikla peninga þeir borga henni. Konur sem dansa á sumum best þekktu nektardansstöðum borgarinn- ar geta haft nokkuð góðar tekjur – þúsund dollara eða meira á góðu kvöldi (rúmar 100 þúsund krónur). Það eru staðirnir sem ferðamennirnir flykkjast á. Á Larry’s Villa hafast kannski upp 300 dollarar (um 30 þús- und krónur) á góðu kvöldi, en þau eru sjaldgæf. Stundum hafa Jackie og börnin hennar ekki nóg fyrir mat, segir hún, svo að þá borðar hún ekk- ert. Tekjur hennar verða einnig að hrökkva fyrir nauðþurftum móður hennar, sem þjáist af krabbameini og spilafíkn. Þegar staðan er virkilega slæm slær Jackie föstu viðskiptavin- ina sína um lán. „Ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu,“ segir Jackie og hoppar aft- ur upp á sviðið til að taka þátt í hóp- dansi. Hún hefur unnið við þetta í fimm ár, og með naumindum komist af, en alltaf lifir hún í voninni um að einn daginn komi stóra ávísunin. Hún er þreytt á að dansa en segir að það sé gott fyrir sjálfsímyndina að láta karl- menn stara á sig. „Þá líður manni bara svo vel,“ segir hún. Skiptir engu þótt það hrökkvi ekki til að borga reikningana. Ímyndir og draumar „Las Vegas er byggð á ímyndunum og draumum,“ segir Barbara Brents, félagsfræðingur við UNLV. „Mark- miðið er bara að selja ferðamönnum draumaheim. Að sumu leyti skilar það sér til fólks sem sér borgina sem stað þar sem það getur gert hluti sem það hefur ekki getað gert annars staðar.“ Það var einmitt það sem Mike Jam- ison hélt. Hann tapaði bardaganum sem hann var ekki undirbúinn fyrir – tæknilegt rothögg í annarri lotu. „Ég fór í þennan bardaga út af pening- unum. Þeir lugu að mér og sögðu að þetta yrði auðunnið.“ Viku síðar eru 1.000 dollararnir næstum búnir. Hann veltir því fyrir sér að gefa drauminn loks upp á bátinn og fá sér venjulega vinnu. „Ég hata Vegas. Ég get ekki lengur lifað frá einum bar- daga til annars. Ég er bara að reyna að komast af, maður.“ Það er aftur komið föstudagskvöld í miðborginni, við austurendann á Fremontstræti, handan við ljósasýn- inguna sem dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju kvöldi, handan við spilavítin. Kristilegu vélhjóla- mennirnir í leðrinu sínu eru að dreifa trúarlegu efni í þeirri von að bjarga einhverjum frá gildrum borgarinnar. Jon Philips, sem er 39 ára, hefur reynt að yfirgefa Las Vegas – 12 sinn- um á 28 árum, segir hann, en alltaf hefur hann laðast aftur að endalaus- um fjárhættuspilunum og drykkj- unni. Bróðir hans símsendir honum tuttugu dollara (2.000 krónur) annan hvern dag. Philips segir honum ekki frá því að hann eyðir því að mestu í fjárhættuspil. „Ég kem alltaf aftur til Vegas,“ segir hann. „Ég er með hjartasár sem grær ekki meðan ég lifi,“ segir hann og það rennur tár nið- ur vangann. Bænirnar eru búnar, vélhjólakapp- arnir rjúfa hringinn og enn einn sólar- hringurinn í Las Vegas er byrjaður. Við hliðargötu í Las Vegas Las Vegas er borg lífs- nautna og bandaríska draumsins um fé og frama. Hér segir af fólk- inu sem dregur fram lífið í skugga neonljósanna. Las Vegas. AP. AP Jon Philips faðmar einn Kristilegu vélhjólakappanna. AP Mike Jamison æfir sig fyrir bardagann sem hann tapaði. Konan sem kallar sig Jackie dansar við súluna á Larry’s Villa. ’ Ég hataLas Vegas ‘ AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.