Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR
44 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ekki missa af þessari!
Vorum að fá í sölu
þessa stórglæsilegu,
endurbyggðu, 116 fm
sérhæð ásamt bílskúr á
þessum eftirsótta stað.
Þessi er með öllu! Jat-
obaparket og náttúru-
steinn á gólfi, arinn,
suðursvalir, allar inn-
réttingar nýjar, halogen
ljósakerfi, nýtt eldhús
og baðherbergi með hornbaðkari og gufubaði. Hiti í stéttum.
Verð 19,7 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, á milli 13 og 15.
Sölumenn Þingholts verða á staðnum og taka vel á móti þér.
OPIÐ HÚS - FLÓKAGATA 18
Virkilega góð 5 herbergja íbúð með sérinngangi. Fjögur svefnher-
bergi og góð stofa útgengt út á góðar suðursvalir. U.þ.b. 18 fm
gluggalaus geymsla fylgir íbúðinni. 25,8 fm stæði í bílageymslu
m/aðstöðu til þvotta. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla.
Margrét tekur á móti ykkur með heitt á könnunni.
GETUR LOSNAÐ FLJÓTLEGA
ÖLDUGRANDI 7
OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 19
WWW.EIGNAVAL.IS
OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12-14
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099
Vorum að fá í sölu mjög góða 64 fm
íbúð á annarri hæð í litlu fjölbýli með
góðum sv-svölum. Rúmgott svefn-
herbergi með góðum skáp. Bað-
herbergi hefur allt verið tekið í gegn
með baðkari og innréttingu. Gott
eldhús með góðum borðkrók. Áhv.
4,1 millj. Verð 8,3 millj.
Atli og Lilja taka á móti ykkur í dag frá kl. 15.00-17.00
Falleg og sjarmerandi 40 fm 2ja
herb. íbúð á 1. hæð (ekki jarðhæð)
með sérinngangi. Stór stofa og herb.
Nýl. eldhúsinnr. Brjóstpanill á veggj-
um. Loftlistar og rósettur í loftum.
Gott viðhald, m.a. búið að taka í
gegn að utan klæðningu, gler o.fl.
Nýtt rafmagn og -tafla. Áhv. 4,0 millj.
húsbréf í 40 ár 5,1%. Verð 7,6 millj.
Góð 3ja herb. 87 fm íbúð á 4. hæð
ásamt 21 fm bílskúr á þessum vin-
sæla stað. Gott eldhús með góðum
borðkrók. Stofa rúmgóð með suð-ur-
svölum. Rúmgóð svefnherbergi.
Áhv. 7,0 millj. Verð 11,2 millj. LAUS
STRAX.
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAGINN 17. FEBRÚAR
HRAFNHÓLAR 4
BERGSTAÐASTRÆTI 9A
Kristinn og Hildur sýna eignina í dag frá kl. 14.00-17.00
ÁLFTAMÝRI 32 - 4. HÆÐ - MEÐ BÍLSKÚR
Eignin verður sýnd í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-16.00
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Eitt af glæsilegri einbýlishúsum borgarinnar til sölu eða leigu. Húsið er
um 460 fm að stærð og er allt hið vandaðasta. 77 fm aukaíbúð er í
húsinu og tvöfaldur bílskúr. Eignin er mjög vel staðsett við opið svæði
með stórkostlegt umhverfi og óhindrað útsýni yfir borgina.
EIGN Í SÉRFLOKKI.
Húsið er til sölu eða leigu.
Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
Glæsilegt einbýlishús
á fallegum útsýnisstað í Reykjavík
Höfðabakki 9 - Til leigu
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 899 9271
Til leigu í þessu glæsilega húsi. Skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir allar kröfur
til nútíma skrifstofureksturs. Frábær staðsetning, næg bílastæði, mjög gott
útsýni.
4. hæð mögl. stærðir 150 fm, 210 fm, 340 fm.
7. Hæð ( efsta hæð) 850 fm.
Eignin er í eigu traustra aðila. Hagstæð leiguverð.
Hafið samband við okkur.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði ÞINGHOLTIN - RVÍK - EINB.
Nýkomið í einkas. skemmtil. þrílyft 130 fm einb.
(klasahús) við Bragagötuna. Allt sér. Eignin er
barn síns tíma. Hús er nýmálað og viðgert að ut-
an. Laust strax. Verð 15 millj. 87050
FORNISTEKKUR - RVÍK - EINB/-
TVÍB
Nýkomið í einkas. sérl. fallegt, vel viðhaldin hús-
eign með tvöf. bílskúr samtals ca 350 fm efri
hæð ca 180 fm Á jarðh. mjög falleg, nýlega end-
urnýjuð ca 100 fm 3ja herb. íb. með sérinng. Fal-
legur garður í rækt. Útsýni. Róleg og góð staðs.
Góð eign. hentugt fyrir 2 fjölskyldur. Verð 28,5
millj. 34513
FLÚÐASEL - RVÍK - M. BÍLSKÚR
Vorum að fá í sölu mjög góða 110 fm íbúð á ann-
ari hæð í góðu fjölbýli 3-4 svefnherb., gott út-
sýni, stæði í bílskýli, nýtt parket, eign sem vert er
að skoða. Myndir á mbl.is. Verð 12,7 millj. 87346
LAUGAVEGUR - RVÍK - SÉRH.
Vorum að fá í einkas. glæsil. 110 fm íbúð á þriðju
hæð í virðulegu steinhúsi í hjarta Rvík. Mikil loft-
hæð. Glæsil. eldhús. Gott útsýni. Eign sem vert er
að skoða. Verð 15,2 millj. 87503
AUSTURBERG - RVÍK. Nýkomin í
einkasölu mjög góð 40 fm einstaklingsíbúð á
fyrstu hæð í fjölb. Frábær staðs. Hús í góðu
standi. Sérinng. Laus strax. Verð tilboð 81608
SUNNUVEGUR - RVÍK - EINB.
Nýkomið glæsil. stórt vandað tvílyft einb.
með innb. tvöföldum bílskúr samtals ca 380
fm 4-5 svefnherb. Stofa, borðstofa, arinstofa
ofl. Parket. Inni sundlaug, gufa ofl. Mjög fal-
legur garður. S-svalir. Frábær staðs. við Laug-
ardalinn. Eign í sérflokki. Verð tilboð.
MÁNUDAGINN 18. febrúar kl.
17.00 heldur Óli Halldórsson fyrir-
lestur um verkefni sitt til meistara-
prófs í umhverfisfræði. Fyrirlestur-
inn fer fram í stofu 102 í Lögbergi.
Aðgangur er ókeypis og öllum heim-
ill.
Verkefnið heitir: Ákvarðanataka
um vernd og nýtingu náttúrunnar í
íslenskri stjórnsýslu.
„Fjallað er um ákvarðanatöku í
umhverfismálum á Íslandi, eða nán-
ar tiltekið ákvarðanatöku um stjórn-
un, nýtingu og verndun íslenskrar
náttúru innan íslenskrar stjórnsýslu.
Rakin eru úrræði sem eru til staðar
innan íslenskrar stjórnsýslu til
ákvarðanatöku um umhverfismál og
fjallað um helstu aðila sem koma að
ákvarðanatökunni. Kastljósinu er
svo beint að því hvaða aðilar, eða
hvers konar aðilar, ættu að koma að
ákvarðanatöku í umhverfismálum.
Við leit að svari við þeirri spurningu
er rýnt í eðli stjórnsýslulegrar
ákvarðanatöku og forsendur þeirra
aðila sem koma að ákvarðanatöku í
umhverfismálum innan stjórnsýsl-
unnar. Mat á umhverfisáhrifum er
tekið sérstaklega fyrir sem nokkurs
konar prófsteinn á virkni og eðli
stjórnsýslulegrar ákvarðanatöku í
umhverfismálum og niðurstöður töl-
fræðilegrar úttektar á matinu nýttar
til að leita svara við rannsóknar-
spurningum. Viðfangsefnið telst til
umhverfisfræða, en hluta þess mætti
staðsetja innan heimspeki og þá
náttúruheimspeki eða náttúrusið-
fræði,“ segir í fréttatilkynningu.
Umhverfisstofnun og heimspeki-
skor heimspekideildar boða til fyr-
irlestrarins en Óli er nemandi í heim-
spekideild og vann verkefnið innan
heimspekiskorar undir leiðsögn Ró-
berts Haraldssonar.
Fyrirlestur um
ákvarðana-
töku í um-
hverfismálum
NÝ samtök, Félag um menntarann-
sóknir, verða formlega stofnuð mið-
vikudaginn 20. febrúar í sal Sjó-
mannaskólans í Reykjavík kl. 16.15
og í stofu K202 í Sólborg, Háskól-
anum Akureyri, með notkun fjar-
fundabúnaðar. Á báðum stöðum
verður boðið upp á kaffiveitingar, í
Reykjavík áður en fundurinn hefst,
þ.e. frá 15.30, og á Akureyri á fund-
inum sjálfum.
Félagið verður vettvangur fyrir
alla þá sem leggja stund á rann-
sóknir í menntamálum, þá sem
vinna að þróunarstarfi í skólum,
áhugafólk um eflingu menntarann-
sókna svo og þá sem leggja stund á
nám í menntunarfræðum.
Erindi halda: Allyson Macdonald
kennslufræðingur, Bragi Guð-
mundsson sagnfræðingur og Krist-
ín Indriðadóttir bókasafnsfræðing-
ur. Bragi flytur erindi sitt á
Akureyri og Allyson og Kristín
verða í Reykjavík.
Frekari upplýsingar er að finna á
heimasíðu hins nýja félags, sjá vef-
slóð: http://rannsokn.khi.is/fum/,
segir í fréttatilkynningu.
Félag um mennta-
rannsóknir –
stofnfundur
LIONSKLÚBBURINN Þór í
Reykjavík í samvinnu við Leikfélag
Reykjavíkur stendur fyrir leiksýn-
ingu í Borgarleikhúsinu miðvikudag-
inn 20. febrúar kl. 20, til styrktar
Krabbameinsfélagi Íslands. Sýnt
verður: Boðorðin 9 – hjónabands-
saga á augabragði eftir Ólaf Hauk
Símonarson.
Allur ágóði sýningarinnar rennur
til styrktar krabbameinsrannsókna.
Nánari upplýsingar eru á http://
www.krabb.is heimasíðu Krabba-
meinsfélags Íslands, segir í frétta-
tilkynningu.
Leiksýning til
styrktar Krabba-
meinsfélaginu
FÓLK Í FRÉTTUM