Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ER ein af þversögnumtónlistarfræðanna að ekki eröll danstónlist danstónlist,þ.e. ekki er hægt að dansa við alla þá tónlist sem menn kenna við dans. Nafnið er vitanlega þannig til komið að framan af var slík gerð tónlistar með hröðum reglulegum takti ætluð til dansmenntar, en fyrir áratug tóku ýmsir að bræða saman við danstónlistina raftónlist- artilraunum og slökunartónlist. Nið- urstaðan var síðan kölluð ýsmum nöfnum, en almennt kallast hún „Int- elligent Dance Music“, gáfuleg dans- tónlist, sem gefur vissulega í skyn að önnur danstónlist sé heimskuleg, ekki satt? Þá er betra að grípa gamla raftónlistarorðið og láta það ná yfir þessa tónlist líka, enda skarast nú- tímaleg raf-danstónlist við raftónlist- artilraunir manna á áttunda og ní- unda áratugnum. Helsta vígi raftónlistarmanna hef- ur löngum verið Warp-útgáfan breska, sem fagnaði tíu ára afmæli sínu fyrir tveimur árum. Frægar eru safnskífurnar Artificial Intelligence sem kynntu fyrir fólki Aphex Twin, Orb, Plastikman, Autechre og Black Dog Productions, en listamenn sem Warp hefur gefið út eru allir meðal helstu brautryðjenda í raftónlist síð- asta áratugar og enn er verið að ryðja nýjar brautir eins og heyra má á frábærri skífu Prefuse 73, Vocal Studies + Uprock Narratives sem kom út á síðasta ári og hefur að geyma einskonar rafsoðið hiphop. Meðal fremstu liðsmanna sem Warp-útgáfan hefur gefið út er skoska tvíeykið Boards of Canada, en allur þessi inngangur er til orðinn vegna væntanlegrar breiðskífu Boards of Canada sem kemur út á morgun og kallast Geogaddi. Margir muna eflaust eftir fyrstu plötu þeirra félaga Michael Sandison og Marcus Eoin, sem kalla sig Boards of Canada, Music Has the Right to Children, sem kom út 1998. Sú plata var víðast valin með bestu plötum ársins og gott ef hún var ekki efst á mörgum listum. Á henni kynntu þeir draumkennda raftónlist sem krydduð var með furðuhljóðum og ríkulegri kímni. Michael Sandison og Marcus Eoin hneigðust báðir til tónlistar, en Sandison var fyrri til að stofna hljómsveit, gerði það 1980, en sú fékkst við tilraunakennda tónlist og kvikmyndagerð, en nafn sveit- arinnar var fengið af fræðslu- myndbandi frá Kanada sem gefið var út af National Film Board of Can- ada, Kanadíska kvikmyndaráðinu. Marcus Eoin kynntist Sandison og félögum 1984 og var á endanum boð- ið að ganga í hljómsveitina sem bassaleikari, en mannaskipti voru svo ör á þessum árum að áður en yfir lauk höfðu fjórtán manns verið í sveitinni. Eins og getur nærri átti framsækin danstónlist erfitt upp- dráttar þar sem þeir félagar ólust upp í smábæ á norðausturströnd Skotlands. Þeir létu það þó ekki á sig fá, tónlistin varð æ drungalegri og dýpri í takt við stuttmyndirnar sem þeir gerðu við hana. 1989 var sveitin búin að koma sér upp eigin hljóðveri og á næstu árum gerðu þeir félagar ýmsar tilraunir með tónlistarflutn- ing, meðal annars utan dyra, og tóku þátt í fjölmörgum uppákomum, auk- inheldur sem þeir gáfu út smáskífur á eigin útgáfu og ætluðu vinum og vandamönnum. Ein platan, Twoism, rataði inn á skrifstofu Skam-útgáfunnar í Man- chester í ársbyrjun 1996 og þar á bæ höfðu menn hraðar hendur og leit- uðu þá Sandison og Eoin uppi. Fyrsta platan fyrir Skam var stutt- skífan Hi Scores og um sumarið hit- aði sveitin meðal annars upp fyrir Autechre og Panasonic. Skam-liðar voru duglegir við að koma sveitinni á framfæri og meðal annars rötuðu lög með Boards of Canada inn á ótelj- andi safnskífur á næstu mánuðum. Með bestu sýruskífum Fyrir réttum fjórum árum gekk Boards of Canada síðan til liðs við Warp-útgáfuna og fyrsta breið- skífan, áðurnefnd Music Has the Right to Children, kom út vorið 1998. Eins og getið er tóku gagnrýn- endur plötunni fagnandi og til gam- ans má geta þess að breska tónlistar- tímaritið NME taldi Music Has The Right To Children með 25 bestu sýruskífum allra tíma, en á þeim lista var meðal annars að finna Bítlana, Byrds, 13th Floor Elevators, Pink Floyd, Jimi Hendrix, Happy Monda- ys, Stone Roses, Spiritualised og Flaming Lips. Sumrinu 1999 eyddu þeir Sand- ison og Eoin í hljóðveri og unnu að næstu plötu, en upptökur tóku held- ur lengri tíma en ætlað var, meðal annars vegna tónleikahalds. Haustið 2000 kom þó út fjögurra laga plata, In A Beautiful Place Out In The Country, rétt til að halda mönnum við efnið. Platan nýja, sem heitir því sérkennilega nafni Geogaddi, kemur svo út á morgun eins og getið er og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Hún er að mörgu leyti rökrétt fram- hald Music Has the Right to Childr- en og til þess fallin að auka enn hróð- ur þeirra Sandisons og Eoins. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Nútímaleg raf- soðin danstónlist Ekki er öll danstónlist danstónlist, eins og sannast á skosku hljómsveitinni Boards of Canada sem sendir frá sér sína aðra breiðskífu á morgun. Ný skífa þeirra Boards of Canada-manna er að mörgu leyti rökrétt framhald þeirrar síðustu, að mati Árna Matthíassonar. SPJALLIÐ atarna er stutt og lag- gott enda var það tekið snemm- morguns. Stírur þaulsætnar beggja vegna ála og svör því stutt og snagg- araleg. Ekki „Halló.“ Halló. „Já …“ Hæ, ég heiti Arnar og er að hringja frá Íslandi. Er þetta Nich- olas? „Já.“ Ókei. Ræðum plötuna nýju aðeins. Þessi titill, er hann glettin tilvísun í REM-lagið? „Ha ha. Kannski. Ha ha.“ Af hverju ákváðuð þið að gefa út endurhljóðblöndunarskífu? „Það var nú ekki okkar ákvörðun. Við leituðum eftir fjölda fólks til að hræra í laginu okkar „Don’t Be Light“. Við fengum bara svo góð við- brögð að þetta varð óvart að breið- skífu.“ Var erfitt að fá fólk til verksins? „Nei. Það var auðvelt. Við bara spurðum fólkið. Sumt af því er vinir okkar.“ Eitthvað heyrði ég af því að Daft Punk-menn hygðust hræra í einu laganna. En ég sé nafnið þeirra hvergi á diskinum? „Nei. Það kemur bara einn þeirra við sögu. Og það eina sem hann ger- ir er að stytta „Don’t Be Light“.“ Vera Finnst þér Air eiga eitthvað sam- eiginlegt með öðrum frönskum sveitum, eins og t.d. Daft Punk? „Já. Að sjálfsögðu. Humm … allir eru reyndar með mismunandi stíl en við reynum að halda hópinn og standa saman. Við hitt- umst reglulega þar sem þetta er frekar lítil „sena“.“ Umslag síðustu plötu (10 000Hz Legend) var um margt sérstakt (þar er mynd af einhvers kon- ar framtíðaríbúð, í miðri eyði- mörk, sýnilega í Bandaríkj- unum). Er þetta ein- hvers konar draumur eða … „Nei. Þetta er raunhæf von. Okkur langar til að eignast svona sjálfir. Það er notaleg tilhugsun.“ Félagi þinn, Jean-Benoît, hefur sagt að þið séuð markmiðsbundið að reyna að gera líf ykkar listrænna. Hvernig gengur það? „Vel.“ Ljós Síðasta plata ykkar er nokkuð frá- brugðin Moon Safari, sem flestir kannast líkast til við. Eru þessar stefnubreytingar meðvitaðar? „Já, það mætti segja það. Við höf- um gaman af því að reyna ólíka hluti.“ Funduð þið til einhverrar pressu varðandi Moon Safari, að henni þyrfti að fylgja vel eftir? „Alls ekki. Við gerum það sem við viljum.“ Höfðu „blandararnir“ frjálsar hendur hvað lögin varðaði? „Já.“ Og eruð þið ánægðir með niðurstöðurnar? „Já. Það erum við.“ Það kennir ýmissa grasa. Ein útgáfan er í reggí-dub- stíl … „Já (hlær). Við kunnum að meta fjölbreytnina.“ Og hvað er svo framundan? „Ný plata. Við tökum hana upp í ár og hún kemur út síðar á árinu.“ Everybody Hertz inniheldur um- vélanir eftir The Neptunes, Modjo, Adrian Sherwood, The Hacker og Mr. Oizo. Einnig er á henni spánnýtt lag, „The Way You Look Tonight“. Platan kemur út á mánudaginn. Eitthvað er í loftinu Air-bræður: Nicolas Godin og Jean-Benoît Dunckel. Franska bandið Air hefur ávallt fetað eigin leið og engra annarra. Á nýjustu plötunni láta þeir þó aðra um það. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Nicholas Godin um endurhljóðblönd- unarskífuna Everybody Hertz. Air endurhljóðblandaðir arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.