Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 49 Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar ókhalds- námskeið Nokkur sæti laus á 120 stunda morgun- eða kvöldnámskeið sem hefjast 23. febrúar og 1. mars hjá NTV í Kópavogi. B K la p p a ð & k lá rt / ij Verslunarreikningur (24 stundir) Tvíhliða bókhald (36 stundir) Tölvubókhald (42 stundir) Launabókhald (12 stundir) Vsk. uppgjör og undirbúningur ársreiknings (6 stundir) Helstu námsgreinar n t v . is nt v. is n tv .i s Upplýsingar og innritun í síma 544 4500 og á ntv.is Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til list- og menningarstarfsemi 2002 Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir styrkumsóknum einu sinni á ári og eru Hafnfirðingar sem og aðrir sem vilja standa að viðburðum í Hafnarfirði hvattir til að sækja um. Þá eru veittir styrkir til kynningar á hafnfirskum listamönnum eða bænum. 1. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða list- og menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði. 2. Umsækjendur geri grein fyrir hvernig þeir muni kynna afraksturinn fyrir nefndinni eða bæjarbúum. 3. Skilgreina þarf verkefnið í umsókn. Mælst er til að kostnaðaráætlun fylgi sem og að ósk um styrkupphæð sé nefnd. 4. Ekki er styrkt til náms eða rekstrar (t.d. húsaleiga). 5. Nefndin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkja, komi ekki til verkefna sem sótt er til. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi mánudaginn 18. mars 2002 á skrifstofu menningarmála, Vesturgötu 8. Þar má einnig nálgast sérstök eyðublöð. Kjósi menn að fá eyðublað í tölvupósti skal senda orðsendingu á menning@hafnarfjordur.is Menningarfulltrúi Hafnarfjarðar. ASHTANGA YOGA Kraftmikið og áhrifaríkt yoga sem eykur styrk, léttir á spennu og nærir andann. Yogastöður, öndunaræfingar, hugleiðsla og slökun. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:20-18:30 á Háaleitisbraut. Einar B. Ísleifsson, símar 554 5683 og 896 6005 Kæri viðskiptavinur! Hef hafið störf eftir barnseignarfrí á hársnyrtistofunni Space, Rauðarárstíg 41. Tímapantanir eru í símum 551 3430 og 552 3430. Sigga Námskeið 23.-24. febrúar Meðvirkni Ertu ... með lágt sjálfsmat? ... Þunglynd(ur)? ... Upptekin(n) við að stjórna öllum í kringum þig? Finnst þér þú þurfa að gera öllum til geðs? Lærðu um hvað meðvirkni er, hvernig hún eyðileggur út frá sér og hvernig þú getur heilað lífið þitt. Námskeiðið fer fram á ensku. Gitte Lassen, sími 861 3174. Fermingamyndatökur Hverfisgötu 50, sími 552 2690 ÞAU lönd innan Evrópusambandsins sem virðast hafa sýnt fullt lýðræði í þjóðlegum skilningi varðandi ESB- málin, eru Danmörk og Írland. Þau hafa líka bæði valdið miklum titringi í Brussel með þessu beina lýðræði. Síðast kom taugaveiklunin berlega í ljós varðandi neitun Íra við Nice- sáttmálanum. Ráðamenn ESB brugðust ókvæða við og það viðhorf kom jafnvel fram að hafa niðurstöðuna að engu. Þar kom skýrt fram hugur Brusselklík- unnar til lýðræðis og þjóðarvilja. Þau lönd sem á seinni árum hafa gerst að- ilar að ESB hafa hinsvegar viðhaft þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi málið. Það er auðvitað skref í rétta átt, en þó er mikil spurning hvort ein- faldur meirihluti eigi að gilda í slíku örlagamáli. Skynsamlegra væri að gera kröfu um óyggjandi meirihluta, a.m.k. 60%. Í Svíþjóð var t.d. aðild samþykkt með aðeins 52,7% fylgi. Samt var beitt miklum áróðursblekk- ingum í því skyni að fá sænskan al- menning til að styðja aðildina. Talið er að umrætt fylgi hafi á tímabili gengið svo til baka að það hafi farið niður undir 30%. Það er augljóst að lýðræðinu hefur hnignað á Vesturlöndum á síðustu árum. Óheft markaðshyggja, samfara vaxandi kjaramun fólks, hefur leitt til þess að þeirrar tilhneigingar gætir í auknum mæli í valdaklíkum að valta yfir almenning. Ranglátar lagasetn- ingar renna í gegnum þjóðþingin eins og ekkert sé, þar sem fámennum sér- hagsmunaklíkum er hyglað á kostn- að alþjóðar. Ekki þarf endilega að fara til útlanda til að sjá dæmin um það. Margir úti á landi hafa haft stór orð um það Reykjavíkur-lýðræði sem landsbyggðin hefur mátt þola mörg undanfarin ár. Valdinu er þjappað saman í höfuðborginni og lýðræðis- fulltrúar þjóðarinnar á þingi virðast sumir hverjir hafa þá sannfæringu að utan borgarmarkanna sé ekki neitt mannlíf sem ástæða sé til að virða. En hvernig halda menn þá að Bruss- el-lýðræðið myndi leika landsbyggð- ina? Ef eitthvað er víst í þessari ver- öld, þá er það víst að við Íslendingar höfum ekkert með ESB-lýðræði að gera. Það er best að þeir búi við það sem fundu það upp og telja það hag- kvæmt fyrir sig. Við skulum hinsvegar ganga í það verk að gera hið íslenska lýðræði skilvirkara og ærlegra og gæta þess að fjöregg frelsis og sjálfstæðis verði ekki að fúleggi vegna þess að við veit- um því ekki eðlilega og sjálfsagða að- hlynningu. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Lýðræði Vesturlanda hnignar Frá Rúnari Kristjánssyni: VIÐ lestur bréfs sr. Gunnars Björns- sonar í sunnudagsblaðinu 10. febrúar sl. vaknaði hjá mér löngun til að velta því aðeins fyrir mér í bréfi, sem hann vekur máls á. Sr. Gunnar segir, laus- lega túlkað af mér, að ekki sé hægt að komast hjá því að kenna börnum kristinfræði eigi þau nokkuð gott með að læra. Mér finnst að sr. Gunnar geri eins og svo margir aðrir kristnir menn og telji sín trúarbrögð hafa all- an sannleik til að bera umfram önnur, sem ég tel vera rangt. Ég tel engan sannleik vera endanlegan og tel að okkur beri að leita sem víðast og temja okkur víðsýni, í trúmálum sem öðru sem snertir mannlífið. Þannig getum við komist nær því að sýna hvert öðru gagnkvæma virðingu í stað þess að kenna börnum okkar ein- ungis að virða kristinn sið. Þó að lögð yrði áhersla á kristin trúarbrögð og hætt að halda tilveru guðs að börnum sem sannleik, þýðir það ekki að í staðinn kæmi tómhyggja og mannfyrirlitning.Kristnir menn voru ekki upphafsmenn kærleika eða mannvirðingar, náungakærleikur hefur verið til svo lengi sem samfélag manna hefur verið til og samhjálp má einnig kenna uppá margar tegundir dýra. Þannig má kenna fólki að virða hvert annað án þess að þurfa að beita brögðum trúar eða guðsdýrkunar. Önnur siðfræði en kristin siðfræði þarf ekki að vera henni síðri. Fylgismenn ákveðinnar reglu eru gjarnir á að halda því fram að ef ekki væri þeirra regla væri afleiðingin óreiða. Það er leiðindaáróður. Það eru alltaf til fleiri möguleikar en tveir, sama hvað áróðursmeistarar hverrar reglu hafa að segja. Mögulega er ég að einhverju leyti að láta stjórnast af fordómum þegar ég skrifa þetta en það er á sama hátt og kristinn maður lætur orð sín stjórnast af kenningum sínum. SIGURÐUR HARÐARSON, hjúkrunarfræðingur og anarkisti. Með mátu- legri virð- ingu Frá Sigurði Harðarsyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.