Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Ökuníðingar VEGNA fréttar, Smala- mennska á Keflavíkurvegi, sem birtist fyrir stuttu vil ég koma því á framfæri að ég er atvinnubílstjóri og lenti í svipuðu atviki í fyrra. Tveir bílar unnu saman að því að reyna að fá mig til þess að stoppa og ég komst ekki framúr. Þetta voru fyrirtækjabílar úr Grindavík. Lét lögregl- una í Keflavík vita og svör- in sem ég fékk voru þau að ég skyldi víkja út á axl- irnar fyrir þessum mönn- um og hleypa þeim framúr til þess að skapa ekki pirr- ing. Ef þetta er viðhorfið hjá lögreglunni, þá er ekki skrýtið þó að þessir öku- níðingar haldi uppteknum hætti. Daði Runólfsson. RÚV NÚ heyrir maður mikið vælt og volað um slæma stöðu okkar góða RÚV. Er það illt að heyra um svo gagnmerka stofnun. En það er eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna er ekki bara öllum 16 ára og eldri gert að greiða smáupphæð með sköttum hvers og eins fyrir þessa sjálfsögðu þjón- ustu sem allir njóta góðs af, en ekki bara þeim sem skráðir eru eigendur tækj- anna, sem eru kannski bara einn á hverju heimili. Þetta hlyti að vera stærri tekjulind þótt upphæðin væri lág á hvern og einn. Fyrir utan það sem spar- aðist vegna innheimtu- gjalda sem mér er sagt að sé engin smáupphæð. Fróðlegt væri að fá skýr- ingu ef þetta er talin ófær leið. Anna Árnadóttir. Þjónusta til fyrirmyndar LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri ánægju sinni með þjónustu hjá Kentucky Fried Chicken í Hafnarfirði. Hann býr í Reykjavík en keyrir til Hafnarfjarðar til að versla þar. Segir hann að stúlk- urnar þarna séu einstak- lega hressar og hver ann- arri skemmtilegri og þjónustulundin alltaf í fyr- irrúmi. Þjónustan sem stúlkurnar veita er alveg til fyrirmyndar. Sendir hann þeim sínar bestu þakkir. Hversu dýru verði skal frelsið keypt? NÚ hefur hið háa Alþingi lögleitt hnefaleika á Ís- landi. En setja hefði þurft inn í lögin reglur þess efn- is, að þeir sem slasast í slíkri keppni greiði sjálfir fyrir lækniskostnað sem þeir þurfa á að halda eftir bardagann, þar sem þetta er þeirra val, að berja aðra – eða verða barðir niður. Keppnin snýst nú einungis um það. Alltaf er verið að tala um forræðishyggju ef frelsi er heft að einhverju marki. Við samborgararnir erum ekki spurðir hvort við vilj- um að skattpeningum okk- ar sé svo illa varið að leyfa hnefaleikamönnum að skaða hver annan. Ekki höfum við neitt val. Þeir sem mæla með þessari íþrótt benda á að slys verði í öllum íþróttagreinum. Jú, satt er það. En það er þó ekki tilgangurinn með öðr- um íþróttum, þótt slys geti hent. Þá má alveg eins spyrja, hvort banna eigi Vítisengla hér á landi? Er ekki sjálfsagt að fólk beri byssur og vopn og notkun þeirra verði gefin frjáls? Við eigum að bera traust hvert til annars, því í þessu landi býr svo gáfuð þjóð. 171037-3449. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLARMBAND, frekar breitt, týndist í desember sl. Skilvís finnandi hafi samband í síma 564-3350. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJA er fyrirmunað aðskilja þá ákvörðun ársþings Knattspyrnusambands Íslands um síðustu helgi að héðan í frá fari leikir í undanúrslitum bikarkeppni karla fram á Laugardalsvelli. Hvers á fólk á Akranesi, Akureyri og Vestmannaeyjum – svo helstu knattspyrnustaðir utan höfuðborgar- innar séu nefndir – að gjalda komist lið þeirra í undanúrslit? Dragist KA gegn Fram eða Þór gegn Fram fer leikurinn fram á heimavelli Reykja- víkurliðsins en stemmningin við það að fá heimaleik í undanúrslitum stendur liðunum úti á landi ekki leng- ur til boða. Þetta er með ólíkindum. x x x ÞAR sem vinur Víkverja var í sveitsem barn og unglingur var alltaf sagt sem svo að dýrin ætu en menn borðuðu eða snæddu. Það þótti ekki góð latína að láta það út úr sér að menn ætu, en það kom þó fyrir að tekið væri þannig til orða. Alltaf hef- ur blessaður vinurinn haldið að það væri röng notkun á málinu að segja að dýr borðuðu. Því rak hann í vörð- urnar þegar hann hlýddi 6 ára syni sínum yfir heimalesturinn á dögun- um. Þá las drengur sögu um hund einn sem glaður var en svangur þeg- ar hann loks kom heim til eiganda síns eftir hrakfarir og fékk að „borða“. Ekki var farið út í hverslags borð- siðir voru viðhafðir. Vini Víkverja þótti þetta einkennilegt en taldi víst að þarna hefði villa slæðst inn í text- ann. Nokkrum dögum síðar settist vinur Víkverja aftur niður með syn- inum við heimalærdóminn. Þá lá fyr- ir að lesa sögu um ketti og þeir virt- ust vera sjóaðri í borðsiðunum en kettirnir á Ströndum norður fyrir aldarfjórðungi sem urðu að láta sér nægja að éta og lepja úr skál. Snemma sögunnar var getið um kett- ling sem sem óx hratt og varð nokkru síðar að kisu sem ekki væri í frásögur færandi nema vegna þess að „kisan borðaði mikinn fisk“. Nokkru síðar í sögunni hafði fjölgað í kattarfjöl- skyldunni en það breytti ekki þeirri staðreynd að kisurnar „borðuðu mik- inn fisk“. Þegar lengra leið á söguna voru kettirnir enn við sama hey- garðshornið og lystugir sem aldrei fyrr því þá var greint frá að þeir „borðuðu mjög mikinn fisk“. Aðeins einu sinni var þess getið í sögunni, sem tók yfir 24 blaðsíður, að kettirnir ætu fisk. Sannast sagna þykir vini Víkverja það vera mjög miður þegar villur sem þessar komast inn í kennslu- bækur, ekki síst yngstu nemend- anna, sem leggja sig alla fram við lærdóminn og hafa löngun til að skilja rétt hvert einasta orð sem í bókunum stendur. x x x FÓLKI er eflaust í fersku minniatvikið þegar Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vítti Ögmund Jón- asson fyrir skömmu vegna þess með hvaða hætti hann kallaði fram í þegar forseti talaði. Víkverji hlustaði á út- sendingu frá Alþingi á dögunum, skömmu eftir ofannefnt atvik; Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, var í ræðustóli þegar kallað var fram í fyrir henni og hún spurði forseta, hvort þetta væri orð- inn fastur liður á hinu háa Alþingi. „Það færist í vöxt!“ svaraði þá Blön- dal forseti að bragði og þingheimur skellti upp úr. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 gosdrykkurinn, 8 gjalds, 9 venja, 10 kjöt, 11 gæfa, 13 peningar,15 stilltar, 18 vondan, 21 ríkidæmi, 22 kalviður, 23 sigruðum, 24 matar- skrína. LÓÐRÉTT: 2 leyfi, 3 röska, 4 sjúga, 5 lykt, 6 þvottasnúra, 7 at, 12 spil, 14 reyfi,15 ræma, 16 greppatrýni, 17 hunda, 18 svelginn, 19 láðs, 20 að undanteknu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gaufa, 4 hælum, 7 uggur, 8 lætur, 9 sót, 11 aumt, 13 árar, 14 ókátt,15 hagl, 17 alur, 20 áta, 22 fánýt, 23 gætin, 24 romsa, 25 agnir. Lóðrétt: 1 gaupa, 2 ungum, 3 aurs, 4 holt, 5 letur, 6 múr- ar, 10 ófátt, 12 tól, 13 áta,15 hafur, 16 gónum, 18 látin, 19 Rúnar, 20 átta, 21 agga. K r o s s g á t a MIG langar að gera at- hugasemd við það hversu fáránlegt verðlagið er á erlendum tímaritum hér á landi. Ef tekið er t.d. tónlistartímaritið Q þá kostar það 1.315 kr. í næstu bókabúð. En sam- kvæmt verðmerkingu á blaðinu kostar það 3,30 pund í Bretlandi eða 475 kr. Mismunurinn er s.s. 840 kr. Það er ansi mikill verðmunur eða 177%. Ef við tökum svo annað dæmi, kvikmynda- tímaritið Empire, kostar það hér 1.265 kr., en í Bretlandi 3 pund sem jafngildir 432 ísl. kr. Það er 193% verðmunur. Auð- vitað kostar eitthvað að flytja blöðin inn og eitt- hvað verður að leggja á þau svo að bókabúðirnar græði, en er þetta ekki fullmikið? Svona er þetta með næstum hvert ein- asta erlenda tímarit sem er til sölu hér á landi. Eigum við að láta bjóða okkur þetta ? Er þetta kannski eins og með allt annað á Íslandi, þetta við- gengst eingöngu af því að engin samkeppni er til staðar ? Salóme. Tímarit Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Nordic Ice koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun koma Luhai og Selfoss til Straums- víkur og Radvila kem- ur til Hafnarfjarðar. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Farið verður í Bún- aðarbankann þriðjud. 19. feb. kl. 10.15. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíðastofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upp- lýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 sam- verustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið í Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8-16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag pútt í Bæjarútgerð kl 10– 11.30. Leikhúsferð, verður fimmtudag 21. feb. í Borgarleikhúsið að sjá „Boðorðin níu“. Upplýsingar í Hraun- seli, s. 555-0142. Rúta frá Hraunseli kl 19.15. Félagsmiðstöðin verður lokuð vegna flutnings í Flatahrauni 3 í næstu viku 18. feb. til 22 feb. Vígsla nýrrar félags- miðstövar verður laug- ardaginn 23. feb. kl 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnudagur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13.30. Danskennsla, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheim- ili Félags eldri borg- ara, söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgusjó“og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miðapantanir í s. 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Ferð á veg- um Fræðslunefndar FEB á Listasafn Ís- lands miðvikud. 20. febrúar kl. 14. Mæting við Listasafnið, skrán- ing á skrifstofu FEB. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, sunnud. 24. feb. kl. 13.30. Námskeið í framsögn og upplestri er fyr- irhugað í mars ef næg þátttaka fæst, leiðbein- andi Bjarni Ingvars- son. Félag eldri borgara, Selfossi. Aðalfundurinn verður í dag, sunnu- dag, kl. 14 í Græn- umörk 5. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14– 16 blöðin og kaffi. Á morgun kl. 9–16.30 op- in vinnustofa, handa- vinna og föndur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Þorrablótið verður 22. febrúar, til- kynna þarf þátttöku í síma 568-3132. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 13–16 er opin myndlistasýning Braga Þórs Guðjónssonar, veitingar í veitingabúð, listamaðurinn á staðn- um Á morgun vinnu- stofur opnar frá kl. 9– 16.30, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 15.30 dans hjá Sigvalda. Að- stoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 20. mars, skráning haf- in. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber, kl. 13.30 spænska, kl. 17.15 kór- inn. kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Félags- starfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Þriðju- daginn 19. feb. leikfimi kl. 11.15, kl. 12 verður heimsókn í Hjalla- kirkju, þar verður mat- ur, helgistund, bók- menntastund og kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Kvenfélagið Keðjan heldur aðalfund sinn í Húnabúð, Skeifunni 11, mánudaginn 18. feb. kl. 20.30. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla, fundur verður í Kristni- boðssalnum Háaleitis- braut 58–60 mánudags- kvöldið 18. febrúar kl. 20 Benedikt Arnkels- son hefur biblíulestur. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist kl. 14, annar dagur í fjögurra daga keppni. Kvenfélag Kópavogs. Afmælisfundur fimmtu- daginn 21. febrúar kl. 20 í Hamraborg 10. Spilað verður bingó. Gestir velkomnir. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Á morg- un kl. 19 brids. Minningarkort Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæj- arskrifstofu Seltjarn- arness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlegast hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697. Þau fást líka í Háteigskirkju við Há- teigsveg. Í dag er sunnudagur 17. febrúar, 48. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. (1. Kor. 12.8.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.