Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 21
glænýi Ford-vörubíll, var bíla öflug- astur í Mývatnssveit, þá réðumst við Hallgrímur Þórhallsson (1914–1982) bróðir Kristjáns til þessarar farar með honum. Þannig er Hrafntinnu- hrygg lýst í Landið þitt Ísland: „Brattur fjallshryggur, 685 m.y.s. á Mývatnsöræfum austur og suðaust- ur af Kröflu. Efst í honum kemur fram gangur úr hrafntinnu, en hrafntinnumolar og brot finnast hvarvetna í grenndinni. Óvíða eða hvergi á landinu er eins fögur hrafn- tinna og hér. Hrafntinnuhryggur er að mestu leyti úr hrafntinnu og er talið að hann hafi orðið til við gos undir jökli.“ Pöntun þessi var frá byggingarmeistara á Akureyri og ætluð í húsbyggingu þar, áferð skyldi vera svipuð og á Þjóðleikhús- inu í Reykjavík. Þannig er hrafn- tinnu lýst í Íslensku alfræðiorðabók- inni: „Hrafntinna, svart, glerkennt afbrigði af líparíti, stökkt og brotnar líkt og tinnusteinn, myndað við hraða kólnun hraunkviku, t.d. við gos undir jökli.“ Við höfðum með- ferðis mikið af strigapokum og geng- um nú upp eftir hryggnum og hófum að fylla pokana. Nokkra klukkutíma tók það okkur að ná fullfermi á bíl- inn, en ég fullyrði, að þetta er versta vinna, sem ég hefi nokkurn tíma stundað. Að ganga niður fjallshrygg með fullan poka af hrafntinnu, þar sem hver þynna skar sig inn í bakið á mér, þannig að ég hálfhljóp undan pokanum mest af leiðinni niður að bílnum. Loks var fullfermi komið á Þ-11 og við hugðumst leggja af stað heim að Vogum. En þá kom babb í bátinn, bíllinn var orðinn svo þungur, að hann stóð fastur í sandinum: „Þetta er eins og ægisandur,“ man ég eftir að Hall- grímur mælti. Eigi man ég gerla, hvort við urðum að létta einhverjum pokum af bílnum og bera þá síðan á hann, þar sem fastara var undir, en alla vega komumst við í Voga undir kvöld og fór Kristján með farminn til Akureyrar daginn eftir. Örugglega prýðir hrafntinnan erfiða einhver hús á Akureyri ennþá, en hvaða hús? Glögga menn fyrir norðan bið ég nú að senda mér línu um þetta mál, þótt „aðeins“ 60 ár séu nú liðin frá þess- um flutningum. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson komu í Mývatnssveit árið 1752 og skoðuðu nágrenni sveit- arinnar, einkum brennisteinsnám- urnar og umhverfi Kröflu. Fyrst rannsökuðu þeir brennisteininn í Hlíðarnámum og fóru síðan á Hrafn- tinnuhrygg. Þeir segja að hrafntinn- an sé í þremur lögum efst í hryggn- um, og sé miðlagið best og um alin á þykkt (63 cm). Af hrafntinnunni sendu þeir tvö stykki til Kaup- mannahafnar og vógu þau 103 og 93 pund (51,5 kg og 46,5 kg). Sumir hafa talið, að hrafntinnan utan á Þjóðleikhúsinu sé úr Hrafn- tinnuhrygg á Mývatnsöræfum, en svo mun ekki vera. Húsið er pússað með blöndu úr kvartsi og hrafntinnu og mun hrafntinnan vera úr Hrafn- tinnuhrauni á Landmannaafrétt í Rangárvallasýslu. (Landið þitt Ís- land, H–K, bls. 122–3.) Eftirmáli Hinn 30. jan. sl. reit ég Velvak- anda Mbl. bréf, er birt var skömmu síðar í Mbl. og þar var spurt í 1. lagi: „Hvaðan er hrafntinnan á útveggj- um Þjóðleikhússins?“ Margt manna hefur hringt til mín og gefið gagn- legar upplýsingar og niðurstaða mín eftir úrvinnslu þeirra er þessi: a) Sigurður Jónsson frá Laug (1890-1936) sá um flutningana á hrafntinnunni úr Hrafntinnuhrauni í Þjóðleikhúsið. Torleiði var mikið á þessari leið, svo Sigurður varð m.a. að hlaða sandpokum á hrygg einn, svo yfir hann mætti komast, og er hann nefndur Pokahryggur og sér enn fyrir pokunum. Einn af bílstjór- um Sigurðar frá Laug tjáði mér, að hann hefði flutt 30 tonn af hrafntinnu í Þjóðleikhúsið. b) Mývetningar fluttu talsvert magn af hrafntinnu til Húsavíkur, þegar á 4. áratugnum. Fyrst var hrafntinnan flutt á hestum að Langavog við Mývatn, sem er í svo- nefndum Stekkjarhaga í landi Voga. Þaðan á vélbát í Álftagerði og þaðan með bílum til Húsavíkur. Hús at- vinnudeildar HÍ, Flensborgarskól- inn, Alþýðuhúsið og fjölda íbúðar- húsa eru með slíka áferð. Einnig mun eitthvað hafa verið flutt til út- landa handa sjónglerjaverksmiðjum, t.d. Zeiss Ikon í Jena í Þýskalandi, og í stjörnukíkinn á Palomarfjalli í Kaliforníu, sem tekinn var í notkun 1948, en þar var þá stærsti spegil- sjónauki í heimi, 5 m í þvermál. Þess- ar útflutningsfréttir eru óstaðfestar og eru í athugun sérfræðinga við HÍ og eru efni í aðra grein. Heimildir: 1. Reise igjennem Island, prentuð í Sorø árið 1772, eftir þá Eggert Ólafsson vara- lögmann og skáld (1726–1768) og Bjarna Pálsson landlækni (1719–1779), bls. 725–6. 2. Ódáðahraun I. eftir Ólaf Jónsson, bls. 55 og 203, Bókaútg. Norðri 1945. 3. Þjóðleikhúsið eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, útg. 1953. 4. Landið þitt Ísland, H–K, bls. 122–3, Örn & Örlygur 1981, 2. bindi eftir þá Þor- stein Jósepsson og Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum. 5. Símbréf frá Veiðimálastofnun dags. 30. janúar 2002 um silung í Eilífsvötnum. 6. Reykjahlíðarætt, VII,2, bls. 619, Líf & saga, Reykjavík 1993. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. Vogabræður, synir Jónasar Péturs Hallgrímssonar og Guðfinnu Stefánsdóttur: Frá vinstri Jón, Stefán, Sigurgeir, Þorlák- ur, Hallgrímur og Pétur. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Í nágrenni Jörundar (t.h.) og Hrafntinnuhryggs. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Hrafntinna. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 21 ...á Mallorca ...á Benidorm ...á Krít ...í Portúgal ...til Alicante Ó d‡ ra st ir a lls s ta ›a r Ó d‡ ra st ir a lls s ta ›a r Verðdæmi á mann með SólarPlús 2. september. Innifalið: Flug, gisting í 2 vikur (ekki fyrirfram vitað um nafnið), ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 39.900 kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Tropic Mar í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 46.600kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Skala í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.470 kr. fyrir fullorðna og 3.695 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 54.700kr. Verðdæmi á mann með SpariPlús. Innifalið: Flug, gisting á Sol Dorio í 2 vikur, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvarllaskattar, 4.455 kr. fyrir fullorðna og 3.680 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 49.700kr. Verðdæmi á mann miðað við brottför 2. apríl eða 22. maí. Innifalið er flug. M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Flugvallarskattar, 3.730 kr. fyrir fullorðna og 2.955 kr. fyrir börn, ekki innifaldir. 26.900kr. Hlí›asmára 15 • Kópavogi Opi› í dag kl. 13-16 Uppselt 17. júní og 15. júlí. Uppselt 31. júlí. Uppselt 30. maí og 20. júní. Uppselt 18. júní og 16. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.