Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 26
LISTASAFN Kópavogs – Gerðar- safn er í senn miðstöð lista í Kópa- vogsbæ og safn reist um stóran hluta listaverka Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara, sem Kópavogsbær hlaut að gjöf árið 1977, tveimur árum eftir að listkonan féll frá. Síðan Gerðarsafn hóf starfsemi árið 1994 hefur það reglulega staðið fyrir sýningum á verkum eftir Gerði Helgadóttur og hefur nú tekið til sölu í safninu minja- gripi tengda verkum listakonunnar, unna í sérstöku hönnunarverkefni á vegum safnsins. Hönnunarverkefnið hefur verið tæp tvö ár í þróun og segist Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður safn- ins, sérlega ánægð með útkomuna, en safnið hóf sölu á minjagripunum síð- astliðið haust. „Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem safn á Íslandi lætur hanna minja- gripi sem tengjast verkunum sem þar er að finna, en þetta er algengt víða á söfnum erlendis. Hugmyndin á bak við slíkt verkefni er í senn að halda uppi minningu listamannanna og afla tekna fyrir safnið um leið og efnt er til nýsköpunar í sjálfri hönnun minja- gripanna,“ segir Guðbjörg. Fengnir voru sex íslenskir hönn- uðir á ýmsum sviðum nytjalistar til þess að hanna gripi sem unnir eru út frá formum eða litum er minna á verk Gerðar um leið og þeir bera hand- bragð eða stíl hönnuðanna. „Dæmi um þá gripi sem fást í búðinni eru stíl- hreinar töskur og bolir í ólíkum stærðum, treflar og slæður með þrykktum mynstrum eftir Ingiríði Óðinsdóttur, skartgripir eftir Þor- berg Halldórsson gullsmið og skálar og sandblásin glös eftir Kristínu Garðarsdóttur. Þá hefur Ólöf Birna Garðarsdóttir unnið skemmtilegar minnisbækur og kort þar sem unnið er með klippimyndir listakonunnar. Minjagripina má skoða í anddyri safnsins þar sem komið hefur verið upp nokkurs konar safnbúð. Þeir hafa vakið talsverða athygli og hafa allt frá erlendum ferðamönnum til íslenskra safngesta sýnt gripunum og nýjung- inni sem þeim fylgir mikinn áhuga,“ segir Guðbjörg. Listaverk út af fyrir sig Hönnuðurnir sex sem komu að verkefninu eru Ingiríður Óðinsdóttir textíllistakona, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir leirlistakona, Ólöf Birna Garðarsdóttir grafískur hönn- uður, Tinna Gunnarsdóttir iðnhönn- uður, Þorbergur Halldórsson gull- smiður og Kristín Ísleifsdóttir leirlistakona, en sú síðastnefnda hef- ur haft umsjón með verkefninu í heild. „Hugmyndin kom upphaflega upp í tengslum við hönnunarverkefni sem Kristín Ísleifsdóttir vann fyrir safnið, en þar hannaði hún kerta- stjaka út frá verkum Gerðar,“ segir Guðbjörg og gefur Kristínu Ísleifs- dóttur orðið. „Við sáum strax hversu miklir möguleikar voru á því að vinna með verk Gerðar á þennan hátt og ákváðum því að efna til verkefnis um gerð minjagripa fyrir safnið. Við leit- uðum til hönnuða af ólíkum sérsvið- um til að fá breidd í útfærslu minja- gripanna.“ Við upphaf verkefnisins skoðuðu átta valdir hönnuðurnir verk sem Guðbjörg og Kristín höfðu valið úr safni Gerðar Helgadóttur, og voru þar lögð fram verk frá ólíkum tímum ferils listakon- unnar, auk vinnu- teikninga og ann- ars efnis. Út frá verkunum unnu hönn- uðirnir tillögur að minjagrip- um og voru nokkrar tillagnanna valdar til þessarar fyrstu umferðar framleiðslunnar. „Við leggjum áherslu á bjóða upp á vandaða og sér- stæða gripi, sem unnir eru með vísun til verka Gerðar Helgadóttur en standa um leið sem listaverk út af fyr- ir sig,“ segir Guðbjörg. „Þó er að finna allt frá töskum og bolum sem framleidd eru í talsverðu magni og glösum Kristínar Garðarsdóttur sem unnin eru með hagkvæmni í verði í huga, til dýrari gripa á borð við skart- gripi Þorbergs og silfurskeiðar Tinnu Gunnarsdóttur.“ Uppspretta nýrrar sköpunar Kristín Ísleifsdóttir segir áhuga- vert hvernig hönnuðirnir unnu úr verkum Gerðar Helgadóttur með mismunandi hætti. „Unnið er ýmist með verk í heild eða form þeirra að einhverjum hluta. Þá er sótt í liti og áferð verka, sem var nokkuð breyti- legt eftir skeiðum í ferli Gerðar. Í öskjunum sem ég hannaði vísa ég t.d. í áferð steinskúlptúra Gerðar sem hún vann með á síðari hluta ferils síns. Það er athyglisvert hvernig vís- un í geómetríska tímabilið í listferli Gerðar birtist í þremur ólíkum grip- um, þ.e. í silkiþrykki Ingiríðar á slæð- ur, í minnisbókunum og í einföldu mynstri bolanna. Gegnumgangandi þema í útfærslu hönnuðanna er síðan „augað alsjáandi“, minni úr forn- egypskri list, sem Gerður notaði mik- ið í verk sín eftir að hún ferðaðist til Egyptalands. Gripirnir bera jafn- framt misjafnlega mikið handbragð hönnuðanna. T.d. er Kristín Garðars- dóttir með skálar sem tengjast mjög því sem hún hefur verið að gera í leir- listinni, um leið og hún vísar í augað alsjáandi.“ Guðbjörg bendir að lokum á að hönnunarverkefnið verði þróað áfram í framtíðinni, og nýjar útfærslur minjagripa framleiddar, eftir því sem fjárhagslegt svigrúm safnsins leyfi. „Við lögðum mikla vinnu í undirbún- ing verkefnisins, enda komu fram margar mjög skemmtilegar hug- myndir á vinnslustiginu, sem við höf- um í hyggju að útfæra síðar. Við völd- um úr þessum hugmyndum með það að leiðarljósi að minjagripirnir hefðu einhvers konar heildarsvip og má segja að hér hafi verið lagðar grunn- línurnar. Margar af hinum „djarfari“ tillögum hönnuðanna ákváðum við að eiga til góða og getum bætt þeim í safnið í framtíðinni ef allt gengur að óskum.“ Sérhannaðir minja- gripir í Gerðarsafni Á vegum Listasafns Kópavogs hafa sex hönnuðir unnið minjagripi út frá verkum Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Heiða Jóhannsdóttir skoðaði gripina og fræddist um tilurð hönnunarverkefnisins. Morgunblaðið/Ásdís Kristín Ísleifsdóttir leirlistakona og Guðbjörg Kristjánsdótt- ir forstöðumaður handleika trefil eftir Ingiríði Óskarsdótt- ur, úr safni sérhannaðra minjagripa sem Gerðarsafn býð- ur nú upp á. Þessar kortabækur eru unnar í anda geómetrískra klippimynda Gerðar Helgadóttur. heida@mbl.is Stílhreinar töskur og bolir eru meðal þeirra gripa sem fram- leiddir voru á vegum hönnunar- verkefnis Gerðarsafns. LISTIR 26 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI sýningu í kringum hina fé- lagslegu- og sálrænu reynslu er fylgir misnotkun á áfengi. Sig- urður Örlygsson málari fór til Kaupmannahafnar við opnun sýn- ingarinnar og segir hann við- brögð almennings hafa verið sér- staklega mikil. „Aðsókn á sýninguna hefur verið gríðarlega mikil og hafa fjölmiðlar gert henni góð skil. Það var allt stapp- fullt um opnunarhelgina og þegar ég kom til að skoða sýninguna á mánudegi, sem er venjulega mjög daufur dagur hvað aðsókn á myndlistarsýningar varðar, var fjöldi manns kominn til að skoða.“ Sigurður segir það greinilegt að fólki finnst hugmyndin að baki sýningunni vera forvitnileg, enda fáist þar innsýn í ákveðið fé- lagslegt vandamál út frá öðru sjónarhorni en menn eigi að venj- ast. „Þetta er því ekki myndlist- arsýning í hefðbundnum skilningi, þar sem henni er ætlað að veita innsýn í ákveðna reynslu, og voru verkin fyrst og fremst valin í sam- ræmi við þemað,“ segir Sigurður Örlygsson. „Sýningin er byggð upp sem eins konar hringferli í gegnum myrkviði áfengisfíknar, allt frá ánetjun til lausnar. Með því að sækja til verka frá ólíkum tímabilum og eftir ólíka lista- SÝNINGIN „Ásjónur Alkóhóls konungs“ (Kong Alkohols ansig- ter) sem stendur yfir í Sívalaturn- inum í Kaupmannahöfn um þessar mundir hefur vakið mikla athygli- .Þar eru sýnd málverk og ljós- myndir eftir 75 norræna lista- menn er tjá ólíkar birtingarmyndir áfengismisnokt- unar. Sex íslenskir myndlist- armenn eiga verk á sýningunni, þ.e. þau Eyjólfur Einarsson, Gunnar Örn, Magnús Kjartansson, Nanna Bisp Büchert, Sigurður Ör- lygsson og Tryggvi Ólafsson. Það er danska listafélagið In Art sem efnir til þessarar óvenju- legu myndlistarsýningar. Sýning- arstjóri er ritstjórinn Åge Büch- ert sem átti jafnframt hugmyndina að því að byggja upp menn, og tengja þau textabrotum úr ýmsum áttum, leggur sýning- arstjórinn áherslu á að um sé að ræða ferli sem margir hafi gengið í gegnum og reynt að tjá sig um á ólíkan hátt,“ segir hann. Sigurður bætir því við að einkar áhugavert hafi verið fyrir sig að taka þátt í þessu sérstæða verkefni, þar sem hann hafi und- anfarin ár glímt við reynslu af al- kólisma í málverkum sínum. „Ég er ef til vill ekki farinn að verða fyllilega meðvitaður um þetta við- fangsefni í myndum mínum fyrr en nýlega, en í á annan áratug hef ég tekist á við reynslu af því að alast upp á alkóhólísku heimili og glíma síðan sjálfur við þennan vanda. Mörg verkanna á sýning- unni höfðu jafnframt sterk áhrif á mig, ekki síst vegna þess að þau lýsa reynslu sem margir sem hafa kynni af áfengisvandanum þekkja. Um leið felur sýningin í sér ákveðna von um bata, og að hægt sé að sigrast á vandanum. Einn elsti málarinn sem á verk á sýningunni, Daninn Sven Ritter, er ef til vill sterkasta dæmið um það. Hann var kominn á áttræð- isaldur þegar hann hætti að drekka með hjálp góðrar konu og sneri sér að málaralist. Síðan hef- ur hann átt mörg góð ár, en hann er kominn vel á níræðisaldur. Þetta sýnir að það er aldrei of seint að bæta sig,“ segir Sigurður. Sýningin „Ásjónur Alkóhóls konungs“ í Sívalaturni í Kaup- mannahöfn mun standa til 28. febrúar. Sýning um alkóhólisma vekur athygli Gestir skoða sýninguna „Ásjónur Alkóhóls konungs“ í Sívalaturni í Kaupmannahöfn. Til hægri má m.a. sjá mál- verk Sigurðar Örlygssonar, „Morgunsár í Laugardalnum“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.