Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 17 Golfdeild Úrvals-Útsýnar, Hlíðarsmára 15, sími 585 4140, peter@uu.is, www.urvalutsyn.is „PÁSKAGOLFFERÐ TIL GALWAY“ 28. mars -1. apríl. Fararstjóri: Gylfi Kristinsson. Gist í miðbæ Galway, stórskemmtilegum bæ á vesturströnd Írlands. Stutt í golf á spennandi golfsvæði. Verð kr. 73.000 í tvíbýli. Innif.: Flug, gisting m/morgunverði, allur akstur frá flugvelli til hótels og golfvalla og 5 golfhringir. Ekki innif.: Flugvallarskattur kr. 4.120. Einnig kjörinn staður fyrir þá sem spila ekki golf! kjarna sem Ron fannst nauðsynlegt að finna í verkinu svarar Ólafur að sér hafi fundist þurfa að skera ým- islegt út úr því. „Þótt grunntónninn sé í rauninni sá sami fannst mér nauðsynlegt að snerpa á samskipt- um þessara tveggja manna og skýra persónuleika þeirra. Mér fannst líka þurfa að sýna betur þetta margræða eðli aðalpersón- unnar; hann er ekki bara skíthæll, það er fleira sem í honum býr. Í verkinu eru einnig átök um eitt og annað, en þær hugmyndir sem ganga á milli mannanna tveggja í verkinu eru í rauninni bara til að undirstrika persónuleika þeirra. Í rauninni gengur leikritið því fyrst og fremst út á það að bregða upp mynd af lífi aðalpersónunnar og af- hjúpa lygina. Það má segja að þetta sé eins og þegar við flettum lög- unum af lauknum, einu af öðru.“ Varðandi þá tilraun að færa verk- ið út úr íslenskum veruleika og í al- mennara samhengi, sem Ron talar um, segir Ólafur að sér finnist nú menn vera eins hvar sem þeir eru. „Verkið er enn að fjalla um sömu þætti mannlegs eðlis. Ég vildi þó reyna að snerpa þetta og svo er það alltaf þannig að þegar maður er byrjaður þá dettur manni allt mögulegt í hug, sem ég skrifaði inn í textann. Fléttan er þó sú sama en endirinn er aðeins öðruvísi. Mér fannst nauðsynlegt að stórveldi þessa manns, sem er hálfgert skrímsli þótt hann sé um leið sjarm- erandi og vel að sér, myndi hrynja. Í lokin hefur fólk samt samúð með honum; þegar hann brotnar þá brotnar hann alveg og það snertir fólk. Þess vegna ákvað ég að breyta endinum,“ segir Ólafur Jóhann. Blaðamaður fór á forsýningu á verkinu og ljóst var að áhugi á upp- færslunni var talsverður og margt um manninn í salnum. Frammi- staða leikaranna var með miklum ágætum og óneitanlega afar skemmtilegt að sjá jafn kunnuglegt andlit og andlit Davids Warners í svo miklu návígi sem fulltrúa ís- lensks veruleika. Aðrir sem að verkinu komu eiga einnig hrós skil- ið fyrir sína vinnu, því allt, smátt sem stórt, varð til þess að gefa verkinu aukið vægi og studdi jafn- framt dramatíska framvindu þess. Augljóst er að í engu hefur verið til sparað og því verður forvitnilegt að fylgjast með viðtökum og viðbrögð- um gagnrýnenda við þessari frum- raun íslenska metsöluhöfundarins Ólafs Jóhanns Ólafssonar á Shaft- esbury Avenue. Sorcha Cusack, í hlutverki ráðskon- unnar, lagar slaufuna á Karli, sem David Warner leikur. ANNA Heiða Pálsdóttir varði nýverið dokt- orsritgerð sína í barnabók- menntum við enskudeild University College Worcester á Englandi í samvinnu við Coventry University. Leiðbeinendur voru dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, sem tekur við stöðu landsbókavarðar hinn 1. apríl nk., og dr. Jean Webb, dósent við University College Worcester og forstöðumaður rannsóknarnáms- deildar háskólans. Tilkvaddir sér- fræðingar voru Silja Aðalsteins- dóttir bókmenntafræðingur og Tony Watkins frá The University of Read- ing. Andmælendur voru dr. Peter Hunt, prófessor við Cardiff Univers- ity í Wales, og dr. David Roberts frá enskudeild UCW, sem nú er yf- irmaður enskudeildar The Univers- ity of Central England í Birm- ingham. Í fréttatilkynningu segir: „Rit- gerðin ber yfirskriftina „History, Landscape and National Identity: A Comparative Study of Contempor- ary English and Icelandic Literat- ure for Children“. Teknar voru fyrir 43 enskar og 43 íslenskar barnabæk- ur, aðallega frá árunum 1970–1999, og skoðað hvernig þjóðerniskennd endurspeglast í þeim, sérstaklega í landslagslýsingum og afstöðu sögu- persóna til umhverfisins. Þá var einnig litið á hvernig saga hvors lands fyrir sig, Englands sem fv. ný- lendusinna og Íslands sem áður laut stjórn Danaveldis, hefur áhrif á þjóðerniskennd landsmanna og við- horf til annarra þjóða eins og það kemur fram í barnabókum.... Rannsóknin naut styrks frá rann- sóknarnámssjóði RANNÍS og ORS (Overseas Students Research Fund) í Bretlandi. Þetta er fyrsta dokt- orsritgerð um íslenskar barnabók- menntir svo vitað sé. Anna Heiða lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1976. Hún rak tískuverslunina Partý í Reykjavík í meira en áratug en sneri aftur til náms, lauk BA-prófi frá Há- skóla Íslands 1996 og MA-prófi frá Háskóla Íslands 1999, en hluta af því námi tók hún við The University of Liverpool á Englandi. Hún skrifaði barnabókina Galdrastafir og græn augu (1997) og þýddi Gyllta áttavit- ann (2000) og Lúmska hnífinn (2001) eftir Philip Pullman. Þá hefur Anna Heiða m.a. skrifað fræðigreinar og flutt fyrirlestra um barnabók- menntir og kennt skapandi skrif við Endurmenntunarstofnun HÍ, auk þess sem hún heldur úti vefsíðu um Harry Potter (www.mmedia.is/ah/ harry.htm). Hún er formaður Barna og bóka, Íslandsdeildar IBBY- samtakanna.“ Foreldrar Önnu Heiðu eru Páll S. Pálsson hrl. f. 29. janúar 1916, d. 11. júlí 1983, og Guðrún Stephensen kennari, f. 11. maí 1919. Anna Heiða er gift Hilmari Ævari Hilmarssyni, f. 12. febrúar 1958, tölvusérfræðingi hjá Streng, og eiga þau tvö börn, Sigríði Ástu, f. 1983, og Hilmar Æv- ar, f. 1988. Doktor í barnabók- menntum Reykjavík á nýrri öld OPINN FUNDUR um skipulagsmál MIÐBORGARINNAR Uppbygging og endurreisn miðborgarinnar er forgangsverkefni Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins halda opinn fund um skipulagsmál miðborgarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 19. febrúar kl. 18. www.xd.is www.reykjavik2002.is Júlíus Vífill Ingvarsson Jóna Gróa Sigurðardóttir Inga Jóna Þórðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Guðlaugur Þór Þórðarson Kjartan Magnússon Ávarp Björn Bjarnason menntamálaráðherra Fundarstjóri Eyþór Arnalds varaborgarfulltrúi Miðborgin kemur okkur öllum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.