Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 41 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Höfum fengið til sölu gistiheimili í fullum rekstri í hjarta miðbæjarins. Eignin sem er mikið endurnýjuð og í góðu ásigkomulagi skiptist í sex samþykktar íbúðir, tvö herbergi og góða morgunverðaraðstöðu. Auk þess er óinnréttað ris þar sem möguleiki er að útbúa tvö til fjögur herbergi eða tvær stúdíóíbúðir. Áhv. húsbr. 21 millj. TILVALIÐ FYRIR SAMHENTA FJÖLSKYLDU. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. VITASTÍGUR GISTIHEIMILI Í FULLUM REKSTRI BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A UGLUHÓLAR 6 - MEÐ BÍLSKÚR Falleg 89 fm íbúð á 3ju hæð (efstu) í litlu fjölbýli. Íbúðin er 4ra herb. auk bíl- skúrs. Góðar suðursvalir, glæsilegt út- sýni. Íbúðin er til afh. mjög fljótt. Verð kr. 11,9 millj. Bjalla merkt Vera Björk. AUSTURBERG 32 Vel skipulögð endaíbúð með sérinn- gangi á fyrstu hæð. Íbúðin er um 85 fm, 3ja herb. björt og góð. Góð vestur- verönd. Stutt í alla þjónustu. Verð kr. 9,8 millj. Góð lán áhvílandi. Bjalla merkt Rannveigu. Allar upplýsingar á Borgum fasteignasölu í síma 588 2030 OPIÐ HÚS SUNNUDAG MILLI KL. 14 OG 16 OPIÐ HÚS MILLI KL. 14 OG 16 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 HLÍÐARÁS 8 - MOSFELLSBÆ OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 ÁLFTAHÓLAR 4 - LYFTUBLOKK OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 Í dag sýnum við þetta reisulega tveggja íbúða einbýlishús. Húsið, sem er samtals 254 fm, er vel staðsett innst í lokaðri götu. Á neðri hæðinni er innbyggður tvöfaldur bílskúr ásamt 3ja herbergja aukaíbúð en hæðin uppi skiptist m.a í stórar stofur með útgengi á svalir með glæsilegu útsýni, stórt eldhús með góðum innrétting- um, þvottahús með bakinngangi og í sér svefnálmu 3 góð her- bergi og baðherbergi. Á gólfum er nýlegt parket og flísar. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG frá KL. 14-17 Í þessari fallegu lyftublokk er til sýnis og sölu góð 4ra-5 herbergja íbúð á 4. hæð merkt 4-A. Nýlegar innréttingar og parket. Suður- svalir. Glæsilegt útsýni. Rebekka og Jósef sýna íbúðina í dag frá kl. 14 og 17 OPIÐ Á LUNDI Í DAG FRÁ KL. 12-14 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 OPIÐ HÚS - Reykás 41 - 2ja herb. Í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 sýna Ívar og Hrönn fallega 77 fm 2ja herb. íbúð á 1. hæð á mjög góðum útsýnisstað í litlu fjölbýli. Rúmgóð stofa. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Þvottaherb. í íb. Mikið útsýni. Góð verönd við stofu. Áhv. 4,2 m. V. 9,5 m. 3273 ✝ Guðni HeiðarRichter fæddist á Akranesi 25. apríl 1977. Hann lést 9. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Emil Samúel Richt- er, f. 26. janúar 1931, d. 10. janúar 2000, og Halldóra Ingibjartsdóttir, f. 3. janúar 1948. Bræður hans eru: Ingibjart- ur Geir, f. 11. des- ember 1972, Hjalti Rúnar, f. 29. desem- ber 1978 og Gunnar Örn, f. 3. apríl 1982. Hálfsystkin hans samfeðra eru: Reinhold, f. 23. maí 1956, Ómar Þröstur, f. 17. febrúar 1958, Signý Ósk, f. 17. maí 1960, Guð- rún Perla, f. 21. ágúst 1960, Þor- steinn, f. 20. maí 1962, Valur, f. 2. júní 1963, og Krist- inn, f. 13. nóvember 1964. Barnsmóðir Guðna er Perla Dögg Einarsdóttir Geirdal, f. 29. des- ember 1980, og eru börn þeirra Stjarna Rós, f. 15. mars 1998, og Einar Logi, f. 22. september 1999. Útför Guðna Heiðars Richter fer fram frá Akraneskirkju á morgun, mánudaginn 18. febrúar og hefst athöfnin klukkan 14. Hvað er það sem veldur því að unga fólkið okkar, þetta fallega og vel gerða fólk, lendir undir í lífsbarátt- unni, missir tökin og getur ekki fund- ið leið úr sálarkreppunni sem örlögin hafa spunnið, með þræði svo óendan- lega sterkum að engin leið virðist að komast út úr? Hvað er það sem gerist? Erum það við sem bregðumst, eða kapphlaupið á eftir lífsþægindum, sem við eltumst við endalaust? Þjóðfélagið, hvað?! Við getum endalaust spurt en fáum engin svör. Getum við sætt okkur við að sjá á eftir hraustu og góðu fólki, sem hefur allt til brunns að bera, vegna þess að það gefst upp? Hvernig stöndum við eftir? Undrandi? Öll fæðumst við með sömu tækifærin, í uppeldinu er okkur kennt að fara beina braut en fyrir þau okkar sem leita út af henni, hvert stefnir þá? Því þarf lífið að verða svo óbærilegt að engar sjáanlegar leiðir séu til baka aftur á beinu brautina? Er það vegna þess að engin leið er til baka? Eða að við gefum ekki þessu fólki möguleika á að komast til baka eða veitum því þau tækifæri sem til þarf að ná áttum? Því er þjóðfélagið okkar orðið þannig að við höfum ekki tíma eða gefum okkur ekki tíma til að hlusta og heyra neyðarópin allt í kringum okk- ur? Mig skortir orð, það er ekkert hægt að segja, manni svíður sárt að svona ungur maður, aðeins tæpra 25 ára, besti aldur sem hugsast getur, efni- legur, myndarlegur maður, skuli ekki hafa fengið að njóta tækifæranna sem bjóðast í dag, eignast drauma og líf fyllt af hamingju og gleði, heldur hafa villst af braut og ekki séð að jafn- margar leiðir eru til baka og þær voru þegar rangar ákvarðanir voru teknar á leiðinni. Guðni frændi minn átti þó því láni að fagna að eignast tvo litla sólar- geisla, þau Stjörnu Rós og Einar Loga. Þau voru honum svo mikis virði og naut hann þeirra stunda sem hann átti með þeim. Guðni hét í höfuðuð á ömmu sinni og minni, Guðnýju, sem nú hefur fengið barnabarnið til sín svona stuttu eftir að sonur hennar lést. Hann og hún umvefja hann án efa og strjúka burtu tárin og mýkja sviðann eftir svo stutta og erfiða veru á meðal okkar sem raun ber vitni. Hann átti góða samheldna bræður og yndislega og þolinmóða móður sem nú situr eftir óendanlega sár og sorgmædd. Auk þess átti hann mörg hálfsystkini sem sjá nú á eftir bróður sem fá þeirra áttu kost á að kynnast náið vegna aðstæðna sem urðu ekki umflúnar. Dóra mín, Stjarna Rós og Einar Logi, Ingi, Hjalti og Gunnar og fjöl- skyldur, orð eru til lítils á svona sorg- arstundu. Megi algóður guð halda verndarhendi sinni yfir ykkur og gefa ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Ásta Sigvaldadóttir og frændsystkini. Elsku Guðni minn. Ég trúi því varla að þú sért endanlega farinn frá mér, en það er nú sannleikurinn og ég get ekkert gert til að fá þig til baka. Eina sem ég get gert er að halda minningu þinni lifandi í huga mér. Síðustu daga hefur flóð tilfinninga streymt gegum mig, ég hef rifjað upp stundirnar sem við áttum saman og hef grátið og hlegið til skiptis að uppátækjum okkar. Þegar ég hugsa til baka er hlátur og vellíðan ofarlega í huga mér, mér leið alltaf vel hjá þér. Bestu stundir okkar saman áttum við án efa á litla enginu okkar, þar sátum við saman umvafin bláum blómum og fuglasöng, þetta var okkar staður. Við höfum nú brallað ýmislegt sam- an enda leiddist okkur aldrei, við spjölluðum um heima og geima og þrættum svo yfir öllu saman. Þú vannst að sjálfsögðu alltaf enda þrjóskur eins og naut. Það voru ófá skiptin sem við sett- umst uppí bíl og keyrðum stefnulaust út í bláinn til að sjá og skoða eitthvað nýtt. Oft austur eftir en stundum á Reykjanesið. Við vorum bókstaflega búin að keyra allar götur á höfuðborg- arsvæðinu, ef við sáum eitthvað sem við áttum eftir að skoða gerðum við það. Sunnudagsrúntur annan hvern dag að minnsta kosti. Í þessum ferð- um okkar sást þú yfirleitt einhvern bíl sem þú vildir helst kaupa á staðnum og ég þvældi um hvað þetta og þetta gæti orðið falleg mynd og bætti svo við „nei Guðni Heiðar það verður ekki keyptur neinn bíll“. Við gátum með góðu móti sameinað ólík áhugamál okkar. Þá varst þú að leika þér á mót- orhjólinu og ég útí móa rétt hjá að taka myndir. Við áttum auðvitað ein- hver sameiginleg áhugamál sem var líka gott, að geta gert eitthvað alveg saman. Annars vorum við voðalega heima- kær og nutum þess þegar við fengum loksins íbúð að elda góðan mat og kúra saman yfir góðri mynd og þá var hið mjög svo rómaða Guðna-popp ómissandi. Ég gæti eflaust haldið áfram endalaust en stærsti parturinn er að sjálfsögðu hvað okkur leið vel saman og hversu vel við áttum saman þrátt fyrir að vera ólík. Ég veit að síðustu mánuði leið þér ekki vel og að lokum hefur þú séð þetta sem einu lausnina. Þín verður sárt saknað. Ég vona að nú hafir þú loksins öðl- ast frið og að þið feðgar séuð samein- aðir á ný, þá veit ég að þér líður vel. Þín Rebekka. GUÐNI HEIÐAR RICHTER Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.