Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MIG langar til að koma með at- hugasemdir við bréf frá Leó M. Jónssyni sem hann skrifaði í Morgunblaðið 13. feb. um „smala“ á Keflavíkurveginum. Ég á það sameiginlegt með Leó að aka Keflavíkurveginn daglega til og frá vinnu. Leó hneykslaðist á „smölum“, eins og hann kallaði þá, ökumönnum sem blikkuðu ljósum til þeirra sem á undan væru til að fá þá til að víkja út á vegaxlirnar. Þessa menn kallaði Leó snarbrjál- aða frekjuhunda sem sýndu rudda- skap sem ætti sér engin takmörk, enda væri ekki allt í lagi hjá þessu fólki. Leó segir að það myndi skapa gríðarlega hættu og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar ef sú regla myndi skapast að menn færu að víkja út á vegaxlirnar. Það er staðreynd að þessi regla er að skapast og eykur frekar öryggið en hitt. Í Svíþjóð er þetta óskrifuð regla á vegunum og talið hafa aukið um- ferðaröryggi gífurlega. Ég tel að Leó ætti að líta í eigin barm. Það er ekki fögur lýsingin á aksturs- mátanum hjá honum, það hvarflar ekki að honum að víkja ef hann er á löglegum hraða. Þarna erum við komin að stærsta vandamálinu á vegum landsins, það eru menn eins og Leó sem líta á sjálfan sig sem sjálfskipaða löggæslumenn „gervi- löggur“. Þessar „gervilöggur“ ætla að sjá til þess að hinn almenni borgari fari eftir umferðarreglun- um og er hreint ótrúlegt að sjá hvað sumum þeirra dettur í hug að gera. Gervilöggurnar víkja ekki, eins og Leó, jafnvel þótt þeir séu á 70 km hraða. Sumir gefa í þegar það á að taka fram úr þeim, rjúka þá kannski úr 80 í 110 bara svo hinn komist ekki fram úr. En það hættulegasta af öllu er að þegar menn hleypa ekki þeim sem eru að taka fram úr aftur inn í röðina. Í seinustu viku varð ég vitni að glæfralegum framúrakstri. Þar tók ökumaður fram úr röð bíla. Þegar umferð kom á móti ætlaði ökumað- urinn að komast aftur inn í röðina en þá hleypti næsti ökumaður hon- um ekki inn á milli, heldur jók ferðina til þess að loka gatinu sem þar var. Ökumaður bílsins sem á móti kom bjargaði stórslysi með því að fara út á öxlina sín megin. Ég er engan veginn að réttlæta of hraðan akstur og er ekki einn af þessum „smölum“, heldur reyni ég að fylgja umferðarhraðanum sem er yfirleitt 90 –100 km/klst. Ef Leó og félagar halda að þeir auki umferðaröryggið með því að hleypa ekki öðrum ökumönnum fram úr sér þá eru þeir á villugöt- um staddir. Þeir sem ætla sér að taka fram úr þér, Leó, gera það hvort sem þú víkur eða ekki. Með því að víkja þurfa ökumenn ekki að fara yfir á öfugan vegarhelming til að komast fram úr. En með því að víkja ekki taka þeir „sénsinn“ og fara yfir á öfugan vegarhelming og setja þar með sjálfan sig, umferð- ina á móti og gervilögguna sem neitar að víkja í hættu. Er ekki gáfulegra að hleypa þessum mönn- um fram úr og draga þar með úr hættunni? Við höfum fínar löggur sem sjá um að hafa hemil á þessum mönn- um svo við þurfum ekki gervilögg- ur eins og þig og þína líka, Leó! BJARNI ANTONSSON, Vogum, Vatnsleysuströnd. „Gervilöggur á Keflavíkur- veginum“ Frá Bjarna Antonssyni: Morgunblaðið/Ómar Ef Leó og félagar halda að þeir auki umferðaröryggið með því að hleypa ekki öðrum ökumönnum fram úr sér þá eru þeir á villigötum staddir, segir í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.