Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ LESTUR Passíusálma Hallgríms Péturssonar er orðinn hefð víða í kirkjum landsins. Hér í Hveragerði hófst lestur þeirra að frumkvæði leikfélagsins árið 1996. Það er því í sjötta sinn í ár sem þeir eru lesnir hér í kirkjunni. Af þeim sex skipt- um sem lesið hefur verið hefur Stefán Sigurðsson aldursforseti hér, 101 árs, lesið fimm sinnum, og auk þess í útvarpinu. Fyrir tveimur árum gat hann ekki tekið þátt í lestrinum, því þá brá hann sér til Ameríku að heimsækja dótturdótt- ur sína, sem þar býr. Í ár hóf Stefán lesturinn. Að þessum lestri hafa margir komið en þó er alltaf fastur kjarni og þá oft félagar úr Leik- félagi Hveragerðis. Alls tóku tíu lesarar þátt í lestrinum í ár, bæði börn og fullorðnir. Rúm níutíu ár skildu að elsta og yngsta lesarann, Stefán 101 árs og Huldu Jónsdóttur á ellefta ári. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir. Lestur passíusálmanna sem fram fór í kirkjunni föstudaginn langa. Elsti lesarinn var Stefán Sigurðsson 101 árs . Aldursmun- ur rúm 90 ár Hveragerði. Morgunblaðið. TVEIR menn sluppu með ótrúlegum hætti þegar jeppi þeirra féll niður 30–40 metra eftir að hann hafði lent ofan í geil við Þursaborgir á Lang- jökli. Var í fyrstu talið að þeir væru alvarlega slasaðir en svo reyndist ekki vera. Bíll mannanna var fremstur af fimm jeppum sem voru á leið frá Borgarfirði til Hveravalla þegar at- vikið átti sér stað. Vilhjálmur Sig- urpálsson, sem var í öðrum bíl segir þá hafa komið að Þursaborgum að sunnanverðu en þétt þoka hefði legið yfir jöklinum. „Yfirleitt höfum við ekið meðfram Péturshorninu en þar sem það var mjög blint ákváðum við að aka yfir á slóð, sem við áttum á GPS-tækjunum okkar, norðan meg- in fram hjá Þursaborgum og yfir á Hveravelli. En þegar við vorum á leiðinni á slóðina keyrði hann of ná- lægt brúninni, endastakkst fram af og lenti á hvolfi.“ Annar stóð fljótlega upp Vilhjálmur segir að þeim félögum hafi að vonum brugðið mikið við þetta. „Fyrstu viðbrögðin voru að hringja í neyðarlínuna. Síðan ókum við vestur með brúninni og þegar maður var kominn norðan við Þursa- borgirnar var hægt að komast ak- andi niður með geilinni. Skilyrðin voru þannig að það þurftu menn að ganga á undan en svo stoppuðum við þegar það voru svona 150 metrar í strákana því þá missti ég sambandið á símanum mínum. Þannig að ég fór til baka en strákarnir fóru að fé- lögum okkar sem voru þarna tveir í bílnum.“ Það var fyrst þegar félagar mann- anna tveggja komu að bílnum að þeir vissu hvernig ástatt var um þá. „Það er ekki hægt að lýsa því hvað okkur létti mikið við það að komast að því að þeir voru ekki slasaðri en raun bar vitni,“ segir Vilhjálmur. „Mér skilst að þeir, sem gengu að bílnum, hafi komist að járnkarli sem var í honum og spennt með honum upp hurðirnar og getað þannig komið þeim út. Annar þeirra stóð nú fljót- lega upp og rölti um en hinn félagi okkar var meira meiddur, sleit ein- hverjar sinar í öxlinni og rifbeins- brotnaði. En mér skilst að húmorinn hefði verið kominn í lag í nótt þegar þeir voru komnir á sjúkrahúsið. Þannig að þetta fór nú betur en á horfðist.“ Vilhjálmur segir að bera hafi þurft þann sem var meira slasaður yfir í annan bíl. „Það kom þarna fólk á þremur bílum. Einn mannanna er í björgunarsveit og þeir aðstoðuðu okkur við að útbúa börur fyrir hann og koma honum í bílinn.“ Hittust á miðjum jökli Atburðurinn átti sér stað um klukkan 17 á föstudag og voru björg- unarsveitir og þyrla Landhelgis- gæslunnar þá þegar kölluð út. Vegna slæmra skilyrða á jöklinum gat þyrl- an ekki lent við slysstaðinn en hélt til Húsafells og var þar til taks. Var þá ákveðið að ferðafélagar mannanna tveggja myndu aka með þá til móts við björgunarsveitarfólk og lækna sem voru á leið í bílum upp á jökul. Mjög þungfært var þá orðið enda skafrenningur og töluvert rok og skyggni einungis um 30–40 metrar. Um klukkan 21.30 hittust björg- unarsveitarmenn og þeir félagar á miðjum Langjökli þar sem mennirn- ir tveir voru skoðaðir stuttlega og hugað að áverkum þeirra. Í fram- haldinu var farið niður af jöklinum og komið niður við Húsafell um mið- nætti og þaðan voru mennirnir flutt- ir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á Landspítala – há- skólasjúkrahús í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan er líðan mannanna þokkaleg og liggja þeir á almennri deild. Um 80 menn frá björgunarsveit- unum í Borgarfirði, Akranesi, Ár- nessýslu og af höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðum auk fólks frá Landhelgisgæslunni og sjúkraflutn- ingsmanna frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins. Ferðafélagi tveggja manna sem sluppu lítið meiddir er jeppi þeirra hrapaði „Ekki hægt að lýsa því hvað okkur létti mikið“ Morgunblaðið/Sverrir Þyrlumenn Landhelgisgæslunnar réðu ráðum sínum áður en lagt var af stað upp að Langjökli. Vegna slæmra aðstæðna gat þyrlan ekki athafn- að sig á jöklinum og beið í Húsafelli meðan verið var að ferja mennina. UMFANGSMIKIL leit að vélsleða- manni sem saknað var við Veiðivötn stóð yfir frá föstudagskvöldi og allt þar til björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar fundu mann- inn upp úr kl. 7 í gærmorgun. Var maðurinn við góða heilsu eftir næt- urvistina en hann fannst skammt frá vélsleða sínum sem var bensínslaus. Um 80 björgunarsveitarmenn á 20 vélsleðum, fimm öflugum jeppum og fimm snjóbílum voru við leit alla nóttina að manninum sem hafði orðið viðskila við félaga sína um þrjúleytið á föstudag við Tungnaá. Maðurinn var þar á ferð ásamt tveimur félögum sínum frá Land- mannalaugum áleiðis að Veiðivötn- um. Þegar þeir komu að Tungnaá fór vélsleðamaðurinn yfir snjóbrú, sem brast og féll niður þegar hann var kominn yfir. Gat maðurinn komið skilaboðum til félaga sinna hinum megin við ána að sleði hans væri orðinn bensínlaus og sjálfur ætlaði hann að ganga nið- ur í Veiðivötn. Félagar hans fóru hins vegar að Sigöldu og síðan í Veiðivötn. Þegar þangað var komið kom í ljós að maðurinn var ekki kom- inn og sást ekkert til ferða hans. Var lögreglu á Hvolsvelli þegar gert viðvart og óskaði hún strax eftir að leit yrði gerð að manninum kl. 19.30 á föstudagskvöldið. Björgunar- sveitum sem voru við aðgerðir á Langjökli og í nágrenni hans var þegar snúið til leitar við Veiðivötn, ásamt því að björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli, Landeyjum og Ár- nessýslu voru kallaðar út. Einnig voru sendar björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu til leitar að manninum. Lítið skyggni og hvöss él Aðstæður til leitar voru mjög erf- iðar, lítið skyggni og gekk á með hvössum éljum. ,,Leitaraðstæður voru mjög erfiðar bæði vegna mikils krapa og skyggni var nánast ekki neitt mestalla nóttina,“ sagði Jón Hermannsson, vettvangsstjóri björgunarsveitarmanna, í samtali við Morgunblaðið í gær. ,,Það lagað- ist aðeins í birtingu [í gærmorgun] og gátum við þá dreift leitinni um svæðið og fundum manninn fljótlega við sleðann. Ástand mannsins var gott. Hann var vel búinn og hafði gert rétt í að grafa sér snjóbyrgi þar sem hann hafðist við,“ sagði Jón. Í birtingu í gærmorgun hafði stað- ið til að bæta mjög mikið við leitina áður en maðurinn fannst, og voru um 100 björgunarsveitarmenn til viðbót- ar í viðbragðsstöðu. Vélsleðamaður fannst heill á húfi eftir tólf tíma leit 80 björgunarsveitarmenn leituðu mannsins alla nóttina MAÐUR slasaðist er hann ók á vél- sleða fram af snjóhengju í Leppint- ungu sunnan Kerlingarfjalla að morgni föstudags. Þrjátíu björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fóru á vélsleðum og jeppum mann- inum til aðstoðar. Hlaut mikla áverka á brjóstkassa Var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, kölluð út og kom hún með hinn slasaða til Reykjavíkur um klukkan hálftvö á föstudag. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á slysadeild kom í ljós að maðurinn er með mikla áverka á brjóstkassa og mun hann verða á sjúkrahúsinu í nokkra daga. Hann slapp hins vegar við meiðsl á höfði og hálsi. Maðurinn þurfti sjálfur að ganga frá slysstaðnum og í þyrluna og var það talsvert þrekvirki að sögn lækn- is. Morgunblaðið/Júlíus Þyrla Landhelgisgæslunnar kom með vélsleðamanninn sem slasaðist við Kerlingarfjöll til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi á föstudag. TF-LÍF sótti slasaðan mann Ók á vélsleða fram af hengju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.