Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 51 DAGBÓK snyrtivörur Fylgstu með • Gloss fyrir augu • Varaförðunarbox • Húðgljái og nýjungar í húðmeðferð. fæst í betri apótekum. Handskorin húsgögn í miklu úrvali Mikið úrval gjafavöru Glæsilegir ekta pelsar Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15 Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Kæru Kanaríeyjafarar! Við óskum ykkur gleðilegra páska. Þökkum viðskiptin í vetur. Sjáumst hress næsta vetur í stærri og betri verslunum. Kær kveðja, Photo Harry og félagar, Gran Canari Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa sem lagvísa Fjögurra vikna vornámskeið hefst 7. apríl nk. Upplýsingar og skráning í símum 699 2676 og 426 8306 Söngsetur Estherar Helgu, Bolholti 4, Reykjavík. Enskukennsla hjá breskum kennurum með próf frá Cambridge University sími 588 7767 - tcosshall@hotmail.com STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Það er fátt sem getur komið þér úr jafnvægi. Þú ert því eftirsóttur til forystu- starfa og allir vilja hafa þig í sínu liði. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er engin ástæða að draga sig í hlé þótt hug- myndir þínar slái ekki í gegn. Sýndu þolinmæði og fylgdu þeim eftir í róleg- heitunum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Kipptu þér ekki upp við það, þótt þú fáir óvenjuleg- ar fréttir í dag. Haltu þínu striki eins og ekkert hafi í skorist. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur mikla þörf fyrir að sýna öðrum vináttu í dag. Fólk sækist eftir að vera í návist þinni og þú eignast nýjan vin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert upp á kant við allt og alla þessa dagana og þarft að forðast þær aðstæður sem koma þér í ham. Taktu því rólega þar til þetta gengur yfir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Hamingjan getur verið hverful en hún lifir ekki af sjálfu sér heldur þarf að sinna henni á hverjum degi og glæða hana nýju lífi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skjótt skipast veður í lofti í fjármálunum svo þú skalt fara þér varlega og velta fyrir þér öllum möguleikum því þá er þér engin hætta búin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú færð góðar fréttir í dag. Þær koma þér þægilega á óvart og koma þegar þú varst búinn að gefa upp alla von. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert í betra formi en oft áður og skalt því nota tæki- færið og gera áætlanir fyrir framtíðina. Þú ert góðum gáfum gæddur og átt að nota þær. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tækifærið bíður þín handan hornsins. Undirbúðu þig vel svo ekkert fari nú úrskeiðis, þegar á hólminn er komið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er frábær dagur til að lyft sér upp og hitta vinina. Mundu að góð vinátta er gulli betri. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á alla sem þú umgengst. Allir hafa gott af tilbreytingu svo skelltu þér út á lífið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Komdu til dyranna eins og þú ert klæddur, en reyndu ekki að slá ryki í augu ann- arra. Þú skalt hlusta á aðra en halda áliti þínu fyrir þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 1. apríl, er sjötugur Arn- ar Sigurðsson, Skipasundi 3, Reykjavík. Eiginkona hans er Elsý Emilsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 31. mars, páskadag, verður fimmtug Erla Sigtryggs- dóttir, hjúkrunarfræðing- ur, Baughúsum 42. Erla verður á flakki á afmælis- daginn með eiginmanni sín- um, Gunnari Jónssyni, og dætrum þeirra. SVEIT undir merkjum Mariu Teresu Lavazza vann á Evrópumótinu í blönduð- um flokki sem fram fór í Belgíu um miðjan mánuð- inn. Sveitin er að mestu skipuð ítölskum stórstjörn- um úr opna flokknum og kvennaflokknum (Duboin, Versace, Ferraro, Cuzzi, Lavazza), ásamt austurrísku landsliðskonunni Mariu Er- hart. Lavazza-liðið vann lið Stoppa frá Frakklandi í úr- slitaleik með mikilum yfir- burðum. Spilið að neðan kom upp í þeirri viðureign: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á632 ♥ 875 ♦ D86 ♣542 Vestur Austur ♠ D4 ♠ KG10987 ♥ G1042 ♥ ÁK963 ♦ G954 ♦ 3 ♣873 ♣9 Suður ♠ 5 ♥ D ♦ ÁK1072 ♣ÁKDG106 Vestur Norður Austur Suður Cuzzi Stetz Versace Serf Pass Pass 1 spaði 2 grönd Pass 3 tíglar 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 6 lauf Pass Pass Pass Slemman er gullfalleg og ætti að vera auðveld við- fangs fyrir reynda spilara. En franski sagnhafinn tap- aði spilinu; tók þrisvar tromp og gaf slag á tígul til hliðar við hjartaásinn. Þetta er enn eitt „bókarspilið“ frá Evrópumótinu. Vinnings- leiðin er að taka aðeins tromp tvisvar og kanna svo tígulinn. Ef báðir fylgja tvisvar er hægt að leggja upp, en í þessu tilfelli sann- ast að austur á einspil í báð- um láglitum og þá má trompa tígul í borði. Eftir sagnir er nokkuð ljóst að austur á a.m.k. tíu spil í spaða og hjarta og því ætti þessi spilamennska að liggja nokkuð beint við. Sigursveitin missti slemmu á hinu borðinu, en vann eigi að síður 10 IMPa á spilinu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Hlutavelta Þessar ungu stúlkur sem allar eru 12 ára söfnuðu sl. sumar 30.900 kr. og gáfu Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita, efri röð frá vinstri: Erla María Mark- úsdóttir, Linda Ósk Hilmarsdóttir, Erla Rún Guðmunds- dóttir og Margrét H. Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri, Anna Birna Fossberg, Alexandra Sif Jónsdóttir og Sigríður Dynja Guðlaugsdóttir. Á myndina vantar Höllu Þórey Victorsdóttur og Þórunni Jónsdóttur. LJÓÐABROT HVAÐ MUNAR Hvað munar mar um dropa? Hvað munar sól um geisla? Hvað munar grund um grasstrá Og grænan skóg um laufblað? Og sumar sjálft um blómknapp Á sælum gróðrar tíma? Hvað munar þig þá, meyja, Þó miðla gerir kossum? Því fjáðri muntu finnast Þess fleiri sem þú gefur. Steingrímur Thorsteinsson 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 c5 4. d5 Db6 5. Bc1 d6 6. f3 Da5+ 7. c3 Rf6 8. e4 g6 9. Bd2 Bg7 10. c4 Dd8 11. Bc3 Ra6 12. Rd2 O-O 13. Re2 Hb8 14. Rg3 Rc7 15. Be2 b5 16. b3 h5 17. O-O b4 18. Bb2 Staðan kom upp á Reykjavíkurmótinu sem lauk fyrir skömmu í Ráð- húsi Reykjavíkur. Stefán Kristjánsson (2.405) náði á mótinu lokaáfanga að al- þjóðlegum meistaratitli og var hársbreidd frá því að ná fyrsta áfanga sín- um að stór- meistara- titli. Tafl- mennska hans var af- ar vönduð og laut hann einungis einu sinni í lægra haldi. Hér atti hann kappi við Guð- mund Kjart- ansson (1.910). 18...Rfxd5! 19. Bxg7 Re3 20. Dc1 Rxf1 21. Rxh5!? Áhugaverð tilraun hjá Guðmundi til að hræra upp í taflinu. Svart- ur reyndist þó vandanum vaxinn. 21...Rxd2 22. Dxd2 gxh5 23. Dh6 f6 24. Dh8+ Kf7 25. Dh7 Re6 26. f4 Rxg7 27. Bxh5+ Ke6 28. Bg4+ f5 29. exf5+ Kd7 30. Dxg7 Hf6 og hvítur lagði niður vopnin. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.        MORGUNBLAÐIÐ birt- ir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót og fleira lesendum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfang- ið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.