Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 27 Til sölu fjórar "penthouse" íbúðir á frábærum stað við Mánatún 4 og 6, í hjarta Reykjavíkur. Hellulögð verönd umlykur "penthouse" íbúðirnar við Mánatún www.iav.is Hafðu samband við söludeild ÍAV í síma 530 4200 Tvær 3ja herb. 104 fm. suð-austur "penthouse" með um 100 fm. svölum til suðurs, austurs og norðurs. Tvær 3ja herb. 120 fm suð-vestur "penthouse" með um 100 fm. svölum til suðurs, vestur og norðurs. Álklædd lyftuhús sem þarfnast lágmarks viðhalds. Sér ílögn er í gólfum til aukinnar hljóðeinangrunar. Íbúðirnar eru mjög bjartar og með góðri lofthæð. Fallegar innréttingar og útsýni frábært. Íbúðirnar skilast tilbúnar án gólfefna með sér bílastæði í bílageymsluhúsi. Verð frá 22 millj. Íslenskir aðalverktakar hf. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205 Herbergi Svefnherb. Svefnherb. Herbergi Anddyri Anddyri WC WC Stofa/borðstofa Stofa/borðstofa Lyfta Þv. Þv. Eldhús Eldhús Glæsileg "penthouse" til sölu hjá ÍAV! Í GALLERÍ Skugga eru mörg sýningarrými og ólík. Í því smæsta hefur Hulda Ágústsdóttir hreiðrað um sig með textaverk. Rýmið, sem rétt rúmar einn mann, er grámálað og inni í því er stóll fyrir gesti að tylla sér á á meðan þeir skoða verkið. Að því loknu geta þeir gefið sér tíma til að fylgja þeim fyrirmælum sem lögð eru fyrir í textanum sem er eftirfarandi: „Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért stödd/staddur á öðrum stað á öðrum tíma. Skilaboðin eru skýr, maður á að klára listaverkið sjálfur í huganum, láta hann um að kalla fram nýtt um- hverfi, nýja reynslu. Þannig opnar Hulda fyrir óendanlega marga mögu- leika á myndrænum tengingum. Þetta er nokkuð sniðugt hjá Huldu og ber sterkan keim af texta/skipunar- verkum Yoko Ono frá því rétt eftir miðja síðustu öld, en sem dæmi þá gerði Ono verkið Body piece sumarið 1961: Stattu í kvöldbirtunni þangað til þú verður gegnsæ/sær eða þangað til þú sofnar, og Hand Piece sama sum- ar: Réttu upp höndina í kvöldbirtunni og horfðu á hana þangað til hún verð- ur gegnsæ og þú getur séð himininn og trén í gegnum hana. Munurinn á verkum Ono og þessu verki Huldu er það helst að verk Huldu fer eingöngu fram í huganum en verk Ono krefjast oftast einhverra aðgerða, þó að huglægi parturinn sé í flestum tilfellum stór. Verkið í Skugga er í góðu samræmi við eldri verk Huldu, t.d. verk sem var á samsýningu á Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum árum. Þá stillti hún sjón- varpsskjá upp inni í sýningarrýminu og í honum var bein útsending frá miðporti Kjarvalsstaða. Það sem þessi verk eiga sameiginlegt er inni/ úti sambandið og vangaveltur um staðsetningu; að vera hér en á sama tíma annars staðar. Það er ekki óalgengt að fólk vilji vera annars staðar en það er og því ættu þeir hinir sömu að fá eitthvað fyrir sinn snúð í litla klefanum í Skugga. Hér eða þar MYNDLIST Textaverk Gallerí Skuggi. Opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánu- daga. Til 31. mars. Hulda Ágústsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Þóroddur Bjarnason Til að njóta verks Huldu Ágústsdóttur þarf að loka augunum. Um nokkra hríð hefur staðið til að skagfirski Akureyringurinn og stór- tenórinn Óskar Pétursson væri í að- alhlutverki á gala-konsert enda er hann bæjarlistamaður í höfuðstað Norðurlands. Tónleikarnir urðu svo heldur betur að veruleika á skírdag þar sem boðið var til meiriháttar tónlistarveislu í Íþróttahöllinni á Akureyri. Það var að frumkvæði nýs fé- lagsskapar í bænum sem nefnir sig Líf og list að tónleikarnir komust á koppinn. Ekki liggja á lausu miklar upplýsingar um þennan hóp listvina en þakkarvert að duglegir tónleika- haldarar láti verkin tala og megi þau tala sem oftast í framtíðinni. Efnisskráin samanstóð mest af frægum og tilkomumiklum söng- verkum sem eftir hlé voru einkum úr Verdi-óperum. Fyrst gat að heyra Söng fuglanna eftir Atla Heimi við texta Davíðs Stefánsson- ar. Þetta var eina verkið sem Barna- kórinn söng svo hann varð að skila sínu án þess að fá mikið ráðrúm til að syngja sig í stuð. Lagið var vel sungið og náði að hljóma eins og in- dælt kvak í saklausri barnssál að vori. En kórinn var ívið of veikur miðað við hljómsveitina og almennt má segja að hljómburður hafi verið dálítið einkennilegur á þessum tón- leikum. Loftklæðning Íþróttahallar- innar er hönnuð með það í huga að dempa hljóð og til þess að yfirvinna þá dempun sungu listamennirnirog léku í hljóðkerfi. Þannig voru t.a.m. strengjaleikararnir með snúru- tengda hljóðnema á hljóðfærunum. Hljóðkerfið lagar hljómburðinn mik- ið en eðlilegt endurkast eða „reverb“ vantar og gerviendurkast úr tölvum og hljóðkerfi kemur aldrei í staðinn fyrir það. Hér komum við að máli málanna í tónlistarlífi Akureyringa. Enginn frambærilegur salur er til fyrir tónlistarflutning í bænum og skora ég á kandídata til nýrrar bæj- arstjórnar og bæjarbúa í heild að leggjast nú á eitt og róa að því öllum árum að slíkur salur komist í gagnið fyrir lok næsta kjörtímabils. Nógu er búið að eyða í íþróttaaðstöðu að undanförnu og röðin komin að hljómgóðum tónleikasal. En jafnvel þótt við hefðum góðan tónleikasal skulum við ekki horfa framhjá tækniframförum við tónlist- arflutning og mér segir svo hugur að hljóðnemar og hljóðkerfi verði þar notuð í vaxandi mæli. Ef allir tónlist- armennirnir eru tengdir við hljóð- nema og músíkin blönduð á staðnum í mixer ber að geta þess sem sér um hljóðblöndunina því hann hefur afar mikið um það að segja hvernig mús- íkin hljómar fyrir áheyrandann. Hljóðmeistarinn hefur í rauninni tekið yfir hluta af stjórnun styrks frá stjórnandanum og á þessum tón- leikum vantaði að gefa upp hver sá mæti takkagúrú væri. Það er jafnvel hugsanlegt í ljósi aukins áhuga á tækni við alla skapaða hluti að gefa upp hvers konar hljóðkerfi sé notað, fjölda rása og hátalara og staðsetn- ingu þeirra. Karlakórinn Heimir söng með þegar hljómsveitin flutti næst Fin- landiu Síbelíusar. Bæði hljómsveit og kór virtust í góðu formi þótt hljómur kórsins væri dálítið fjar- rænn í hljóðrýminu. Síðar á tónleik- unum söng Heimir Brennið þið vit- ar, Pílagrímakórinn eftir Wagner og Steðjakórinn eftir Verdi. Í þessum verkum kom hann betur í gegn og stóð vel fyrir sínu; hreinn, þéttur og karlmannlegur. Talandi um Steðja- kórinn þá var steðjaslátturinn helstil sterkur í slagverkinu en flutningur hljómsveitarinnar annars mjög fínn. Óskar Pétursson komst afar vel frá sínu á þessum tónleikum. „Áfram veginn“, þekkt meðal þjóð- arinnar í flutningi Stefáns Íslandi, söng hann af næmi og þýðleik í góðu jafnvægi við hljómsveitina. Hann blómstraði í Napólísöngnum fræga eftir Cardillo, „Cor’ngrato“, með frábæru sólói Sigrúnar konsert- meistara Eðvaldsdóttur og hápunkt- urinn í lokin var magnaður. Hið sama má segja um aríurnar „Una furtiva lagrima“ og „La donna é mo- bile“ þótt stundum mætti greina ör- litla hæsi í röddinni og upphaf síð- astnefnda verksins hefði mátt vera hnitmiðaðra. Hinn rómantíska „Mansöng“ eftir Romberg söng Óskar sérdeilis smekklega og upp- skar bravóhróp frá áheyrendum á eftir. Hinir geðþekku Álftagerðisbræð- ur voru með eitt lag á efnisskránni, Hamraborgina. Þótt söngurinn hafi verið bjartur og tær voru þeir of veikir í styrk miðað við hljómsveit- ina. Þar vantaði á að hljóðblöndunin væri við hæfi. Fyrsta lag Diddúar var hinn frægi kossavals Il Bacio eftir Arditi, Lagið var glæsilega sungið en tempóið hefði mátt vera aðeins hraðara, eink- um í upphafi. Hin lögin sem Diddú söng ein með hljómsveitinni voru Mein Herr Marqee úr Kátu ekkj- unni, Caro nome úr Rigoletto og Mattinata, sönglag eftir Leonca- vallo. Er skemmst frá því að segja að söngkonan fór hreinlega á kost- um og tryllti áheyrendur af hrifn- ingu. Ekki var hún síðri í dúettunum tveimur Adio adio úr Rigoletto og E’strana sempre libera úr La trav- iata sem hún tók með Óskari. Hann söng þá líka af mikilli prýði og hljóð- meistarinn hefði að ósekju mátt draga hann meira fram í blöndun- inni. Þetta voru sérlega skemmtilegir og góðir tónleikar og hljómsveitin hefur sjaldan verið betri. Áheyrend- ur voru greinilega stórhrifnir og klöppuðu fram tvo dúetta í viðbót úr La traviata auk þess sem framreidd- ur var tvítyngdur „Grobbsöngur úr Skagafirði/O sole mio“ með Álfta- gerðisbræðrum og Diddú í miklu fjöri og sönggleði. Skínandi skírdagskonsert TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Óskar Pétursson Sigrún Hjálmtýsdóttir, Karlakórinn Heimir í Skagafirði, Álfta- gerðisbræður, Barna- og unglingakór Ak- ureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. ÓPERUTÓNLEIKAR Ívar Aðalsteinsson Morgunblaðið/Kristján Óskar Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.