Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 16
Í BÓKINNI Saga daganna segirÁrni Björnsson að fréttaaukiRíkisútvarpsins um Vana-dísina sé fyrsta þekkta apríl-gabb íslensks fjölmiðils. Þetta er ekki alls kostar rétt. Þegar frétta- aukanum var útvarpað 1. apríl 1957 höfðu íslensk dagblöð hrekkt lesend- ur sína nokkrum sinnum með þessum hætti og er fyrsta hrekkinn að finna í Morgunblaðinu 1953. Akranesflugvél Á baksíðu Morgunblaðsins 1. apríl 1953 er mynd af fjögurra hreyfla far- þega- og flutningavél af nýjustu gerð sem var á sveimi yfir Reykjavík þenn- an morgun. „Hefur komið til mála að flugvél þessarar tegundar verði feng- in til þess að halda uppi samgöngum milli Reykjavíkur og Akraness.“ Daginn eftir segir að starfsmenn blaðsins hafi tekið upp „þá nýlundu að þessu sinni að birta aprílgabb í Morg- unblaðinu í gær“. Viðurkennt er að birt hafi verið samsett mynd af stræt- isvagni og flugvél. Nokkrum dögum síðar segir Víkverji að aprílgabbið hafi tekist ágætlega. Hringt hafi verið og spurt hvenær vélin tæki upp áætl- unarferðir og að komið hafi „lyftingur í Akurnesinga við tilhugsunina um að þeir fengju ef til vill að njóta þessa kostulega farartækis og komast til Reykjavíkur á fáeinum mínútum“. Ekki er útilokað að hugmyndin að þessari frétt sé sótt í frétt Tímans ári áður af aprílgabbi þýskra fjölmiðla þar sem íslenskir knattspyrnumenn komu til meginlandsins með fljúgandi strætisvagni. Tyrone Power á ný „Óvæntur gestur kom til Reykja- víkur í gærdag,“ segir Morgunblaðið 1. apríl 1954. Það var kvikmyndaleik- arinn Tyrone Power, sem var á leið frá Bandaríkjunum til Írlands þegar smávegis vélarbilun varð og vélin lenti á Keflavíkurflugvelli. Gert var ráð fyrir að hann héldi ferðinni áfram þennan dag. Með fylgir mynd af leik- aranum þegar hann var að koma úr síðdegiskaffi í Sjálfstæðishúsinu. Í blaðinu daginn eftir segir að „1. apríl-mynd“ blaðsins hafi vakið at- hygli, sérstaklega yngri kynslóðar- innar. Margir spurðu hvort leikarinn væri farinn aftur af landi brott. Myndin sem birt var af Tyrone Power 1954 var sama mynd og tekin var þegar hann kom til landsins tæp- um sjö árum áður. Þá gisti hann eina nótt á Hótel Borg og forvitni vegfar- enda var svo mikil að lögreglan varð að loka Pósthússtræti um tíma. Tyr- one var þá á ferð vestur um haf, en ekki austur, eins og í aprílgabbinu. Diskurinn og dagsláttan „Fljúgandi diskur lenti á Mýrdals- sandi um hádegi í gærdag,“ segir í frétt á baksíðu Tímans 1. apríl 1954. Mikill dynur var af ferð disksins er hann sveif inn yfir sandinn og lenti þar. Fimm mínútum síðar hóf hann sig til flugs á ný og hvarf upp í skýin. Þegar menn komu á staðinn þar sem diskurinn hafði lent sást djúp dæld. „Greinargóðir menn telja að dældin, sem diskurinn skildi eftir sig nemi allt að því dagsláttu í ummál,“ segir Tím- inn. Framhald baksíðufréttarinnar er á næstöftustu síðu. Þar er í lokin sleg- inn varnagli, með stóru letri: „Les- endur blaðsins eru beðnir að athuga að í dag er 1. apríl og er þessi frétt í samræmi við það.“ Hermann að hætta „Hermann segir af sér!“ Þessi fyr- irsögn er á frétt á forsíðu Vísis 1. apríl 1957. Þar segir að borist hafi tilkynn- ing um að Hermann Jónasson hafi beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Síðan er vitnað í tilkynninguna: „Ástæðurnar fyrir lausnarbeiðninni eru þær sem hér skulu taldar: Ráðu- neytið hefur komist að því eftir mikla sálkönnun að völd séu ekki eftirsókn- arverð í sjálfu sér og ráðherradómur ekki til sáluhjálpar. Auk þess gerir ráðuneytið sér ljóst að það hefur gert sig sekt um að svíkja öll loforð sem það gaf fyrir kosningar svo að það getur ekki sóma síns vegna setið leng- ur.“ Í lok fréttarinnar er ein lína á hvolfi: „Afsakið – 1. apríl!“ Sú ríkisstjórn sem hér átti í hlut var samsteypustjórn Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, svonefnd vinstri stjórn. Hún sat frá því sumarið 1956 og þar til í desember 1958. Vanadís á Ölfusá Mánudagskvöldið 1. apríl 1957 flutti Ríkisútvarpið fréttaauka „um þau furðutíðindi að nokkrir merkir framkvæmdamenn hefðu tekið sig saman og hafið skipsferðir til Selfoss“ eins og Morgunblaðið segir daginn eftir. Höfðu þeir keypt til þess 600 lesta flatbotna fljótaskip, Vanadís, sem áður hafði verið í ferðum á Sax- elfi. Einn fréttamaður var um borð í skipinu á leið þess upp Ölfusá og ann- ar lýsti hátíðahöldum á Selfossi. Það voru Stefán Jónsson, Thorolf Smith og Jón Múli Árnason sem unnu þetta efni. „Og víst munu flestir hlustendur sammála um að vel hafi hæft svo al- vörugefinni stofnun sem útvarpinu að hleypa í sig nokkrum gáska í tilefni dagsins,“ segir Morgunblaðið daginn eftir. Olía fundin Alþýðublaðið segir 1. apríl 1959: „Olía fundin í Öskjuhlíð! Getur gjör- breytt efnahag Íslendinga.“ Að sögn blaðsins fannst olían þegar verið var að bora eftir heitu vatni í sunnan- verðri Öskjuhlíð. „Í gærdag seitlaði olían upp á yfirborðið þar sem verk- fræðingar voru önnum kafnir við að kanna gæði hennar – í klofháum stíg- vélum.“ „Er það einlæg von ritstjórnar að einhverjir lesendur hafi gengið í gildruna,“ segir í blaðinu daginn eftir. Skáksnillingur frá Grímsey Að kvöldi 1. apríl 1959 flutti Rík- isútvarpið fréttaauka frá hraðskák- móti í Breiðfirðingabúð í Reykjavík og sagði frá 14 ára skákmanni úr Grímsey sem sigraði hvern snilling- inn á fætur öðrum. Undraskákmað- urinn var nefndur Pétur Vigfússon. „Margir gerðu sér ferð niður í Breiðfirðingabúð í gærkvöldi til þess að horfa á þennan nýja skáksnilling,“ segir Alþýðublaðið daginn eftir, „en laumuðust sneyptir heim.“ Sama dag var í hádegisfréttum útvarpsins sagt frá mótinu, þar sem Friðrik Ólafsson sigraði. Fréttinni lauk á þessum orð- um: „Ungi skákmeistarinn frá Gríms- ey, sem sagt var frá í fréttaauka í gær, var fyrsta-apríl-gestur útvarps- ins, og er hann úr sögunni.“ Stórlax við Grímsey „88 pd. lax veiðist við Grímsey,“ segir í fyrirsögn á baksíðu Morgun- blaðsins 1. apríl 1960. Þar kemur fram að mb. Hagbarður hafi tveimur dög- um áður fengið laxinn á línu suður af Grímsey, á svonefndum Flesjum. „Laxinn er hrygna, vegin blóðguð var hún 88 pund og 173 cm að lengd.“ Farið var með laxinn til Húsavíkur þar sem hann var settur í frost. „Svo margir hafa viljað sjá laxinn að tak- marka hefur orðið aðgang að frysti- húsinu.“ Eins og við var að búast reyndist fréttin um stórlaxinn aprílgabb. En leiðréttingin hefur ekki komist nógu vel til skila því að í Öldinni okkar 1951–1960 er fréttin birt sem stað- reynd. Þess má geta að í apríl 1957 veidd- ist lax við Grímsey, „132 cm að lengd Fyrsta aprílgabbið birtist fyrir nær hálfri öld Sá siður að láta fólk „hlaupa apríl“ mun vera nokkurra alda gamall og hafa erlendir fjölmiðlar tekið þátt í leiknum í meira en eina öld. Jónas Ragnarsson grípur hér niður í gabbfréttum frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Háskólabyggingin þoldi ekki álagið þegar nær allir skráðir nemendur mættu í skólann á sama tíma. Hafa verður í huga að fréttin birtist í Alþýðublaðinu 1. apríl 1969. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Margir muna eftir aprílgabbi Morgunblaðsins frá 1969 þegar gervitennur voru smíðaðar í hross í fyrsta sinn. Á myndinni er Haukur Clausen tannlæknir ásamt eigendum hestsins, Þóru Friðriksdóttur og Jóni Sigurbjörnssyni. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tyrone Power kom óvænt til Íslands, að sögn Morgunblaðsins 1. apríl 1954. Á myndinni eru Brandur dyravörður í Sjálfstæðishúsinu og Haraldur Á. Sigurðsson. Myndin á baksíðu Morgun- blaðsins 1. apríl 1953 af flug- vélinni sem átti að halda uppi samgöngum milli Reykjavíkur og Akraness. Fréttin reyndist aprílgabb, sennilega það fyrsta í íslensku dagblaði. Grímseyjarlaxinn sem rataði inn í Öldina okkar en var apr- ílgabb Morgunblaðsins 1960. Sagt var að maðurinn héti Þórarinn Vigfússon og væri skipstjóri á Hagbarði, sem veiddi laxinn. 16 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.