Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þessa frábæru og vinsælu EMMALJUNGA BARNAVAGNA sem hægt er að breyta í kerru eigum við í mörgum litum og gerðum. Einnig eigum við EMMALJUNGA BARNAKERRUR í mörgum litum og gerðum. VARÐAN EHF. Grettisgötu 2, sími 551 9031 Netfang: vardan@vardan.is Heimasíða: www.vardan.is og vó 49 pund blóðgaður“, eins og þá var sagt í blöðum. Hann er enn talinn stærsti lax sem hér hefur veiðst. Romm og portvín „Í dag geta Reykvíkingar fengið sér á pelann fyrir lítið,“ segir Tíminn 1. apríl 1960. Um var að ræða romm og portvín sem tekið hafði verið af smyglurum á bannárunum, um 1920, en var orðið fyrir í geymslum Áfeng- isverslunarinnar. Kaupendur áttu að koma sjálfir með ílát og var áfengið selt á mun lægra verði en þá þekktist. Í lok fréttarinnar er fólk hvatt til að bregðast skjótt við vegna þess „að þetta kostaboð stendur aðeins í dag, 1. apríl“. Næsta dag segir blaðið að margir hafi arkað „með koppa og kyrnur nið- ur í Nýborg til þess að ná sér í leka“ en afgreiðslumennirnir orðið hvumsa við. Kafbátur til gæslustarfa „Fyrsti íslenski kafbáturinn hefur verið keyptur til landsins, kb. Eld- ing,“ segir Vísir 1. apríl 1963. Það er Landhelgisgæslan sem er að fá þetta skip sem á að koma landhelgisbrjót- um á óvart, enda ganghraði neðan- sjávar yfir 20 mílur „svo breskir tog- arar eiga sér ekki undankomu auðið“. Kafbáturinn lá við Ingólfsgarð og var almenningi til sýnis síðar þennan dag. Næsta dag sagði Vísir að margir hefðu ætlað að skoða skipið en ekki fundið annað en „gamlan færeyskan dall sem var að taka beitu“. Eldflaugarskot innanbæjar Sumarið 1964 var von á frönskum vísindamönnum sem ætluðu að skjóta upp eldflaugum af Mýrdalssandi til rannsókna á gufuhvolfinu. Vísir segir frá því 1. apríl 1964 að Frakkarnir séu komnir til landsins og muni skjóta upp lítilli tilraunaeldflaug af Skóla- vörðuholti síðdegis þennan dag. Með vísindamönnunum í för var blaðamað- urinn Bouffon frá vikuritinu Paris Match, sem „stjórnaði hinum fræki- lega leiðangri þegar Frakkarnir gengu fyrstir á land í Surtsey“ í des- ember árið áður. Leiðangursstjórinn sagði blaðamanni Vísis að ef allt gengi vel yrði áhorfendum boðið til kampa- vínsfagnaðar um borð í frönsku skipi sem þá var í höfn. „Fjöldi fólks fór að horfa á eld- flaugina,“ sagði Vísir daginn eftir. „Kom það flatt upp á marga þegar þeir sáu að allt var með kyrrum kjör- um á grasfletinum við Leifsstyttu.“ Ísbjörninn á jakanum Á hafísárunum, sennilega 1966 eða 1967, birtist fréttaauki í Ríkisútvarp- inu 1. apríl þar sem fréttamaður fór út á ísinn við Grímsey til að taka upp öskur í hvítabjörnum. Í lokin söng Egill Jónsson bóndi á Flæðiskeri Ís- bjarnarsönginn og Karlakór Kol- beinseyjar tók undir í viðlaginu „húl- aba labba la“ eins og frægt varð. Stefán Jónsson fréttamaður, sem átti þátt í þessu gabbi ásamt Árna Gunnarssyni og fleirum, segir frá því í Morgunblaðinu 1. apríl 1990 að sumir hafi ekki áttað sig á gríninu, þeirra á meðal Þórbergur Þórðarson rithöf- undur sem vildi ekki trúa því að ábyrgur fréttamaður væri að ljúga að fólki. Geimskip yfir Ísafirði? Eins og sést af þessari samantekt hafði Þjóðviljinn eitt dagblaða ekki tekið þátt í að gabba lesendur á fyrstu árum slíks leiks í íslenskum fjölmiðl- um. En 1. apríl 1967 birtist á forsíðu blaðsins frétt sem ber öll merki apr- ílgabbs, enda þótt blaðinu hafi ekki þótt ástæða til að draga hana til baka. Fyrirsögnin er: „Geimskip yfir Ísa- firði?“ Með fylgir mynd sem sagt er að hafi verið tekin 17. október árið áð- ur en ekki komist í hendur ljósmynd- arans fyrr en í lok mars. Ástæðan var sú að þegar hann varð var við und- arlega hluti yfir fjarðarbotninum og smellti myndum af þeim sneri hann sér til lögreglunnar á Ísafirði sem bað hann að afhenda sér filmuna og hafa hljótt um atburðinn. Síðar kom í ljós að filman hafði verið send utanríkis- ráðuneytinu sem „skilaði henni beint í hendur yfirmanna hernámsliðsins á Keflavíkurflugvelli“ eins og blaðið segir. Þjóðviljinn hneykslast á þessu ferðalagi filmunnar og þeirri leynd sem var viðhöfð. Nýlenda á Mallorca Vísir segir frá því 1. apríl 1968 að ís- lenska ríkið hafi fest kaup á þriðja hluta hinnar vinsælu eyjar Mallorca í Miðjarðarhafi „undir íslenska ferða- mannanýlendu“ í þeim tilgangi að bæta viðskiptajöfnuð landsins við Spán. Sagt er að samgönguráðuneyt- ið hafi í bígerð að banna ferðalög Ís- lendinga til baðstranda í öðrum lönd- um. Sama dag segir Vísir frá því að ungur Keflvíkingur hafi útbúið tæki sem „vinnur starf línuvarða af það mikilli nákvæmni að engu skeikar“ og að hann vinni að gerð tækis sem geri knattspyrnudómara óþarfa. Síðar kom fram að báðar fréttirnar voru birtar „í tilefni dagsins“. Reykur í sjónvarpssal Starfsmenn fréttastofu Sjónvarps- ins brugðu á leik 1. apríl 1968 og svið- settu bruna í leikmyndadeild stofnun- arinnar. „Magnaðist reykurinn í kringum Markús Örn Antonsson fréttaþul jafnt og þétt þar til hann var farinn að hósta og varð rétt grilltur gegnum reykinn,“ segir í Vísi daginn eftir. Þetta mun hafa verið fyrsta apr- ílgabb Sjónvarpsins. Þegar allir mættu í skólann Alþýðublaðið segir frá því 1. apríl 1969 að aðalbygging Háskóla Íslands hafi sprungið eða rifnað vegna þess að nær allir skráðir stúdentar hafi mætt í tíma samtímis. „Urðu þrengsli mikil í anddyri skólans og ýttist mannfjöld- inn stöðugt lengra og lengra út í hlið- arálmurnar uns þunginn í endunum varð of mikill og sigu álmurnar við það niður.“ Skemmdir urðu mjög miklar og segir blaðið að kostnaður við viðgerðir verði greiddur af tekjum Happdrættis Háskólans. Til þess að fá fé til framkvæmdanna „hefur verið ákveðið að fella niður stóra vinning- inn í happdrættinu í desember“. Með- an á viðgerð stendur verður kennsla felld niður „þar sem hægt er að gera það að skaðlausu“ segir blaðið en að öðru leyti verður kennt í samkomu- húsum. Gervitennur í gæðing „Sá atburður gerðist í fyrsta sinn á Íslandi nú um helgina að settar voru gervitennur upp í hross,“ segir Morg- unblaðið 1. apríl 1969. Þetta var Páfi, sex vetra gæðingur Þóru Friðriks- dóttur leikkonu, en tennur hans höfðu skemmst. Haukur Clausen tannlækn- ir annaðist verkið í samvinnu við Pál Agnar Pálsson yfirdýralækni en Guð- jón Guðmundsson og Júníus Pálsson smíðuðu tennurnar. Hesturinn átti að vera til sýnis við félagsheimili Fáks þennan dag kl. 17–19 og segir blaðið áreiðanlegt að mörgum leiki forvitni á að sjá hestinn með nýju tennurnar. Morgunblaðið hefur það eftir Jóni Sigurbjörnssyni, eiginmanni Þóru, daginn eftir að „Páfi hefði hlegið mikl- um hrossahlátri þegar hann hefði sagt honum hve margir hefðu látið gabbast“. Huliðshjálmur Síðasta frétt Sjónvarpsins 1. apríl 1969 hófst á þessum orðum: „Huliðs- hjálmurinn er vel þekkt fyrirbrigði úr þjóðsögum. Hefur margur maðurinn sjálfsagt óskað þess einhverntíma að geta brugðið yfir sig huliðshjálmi og horfið, enda gæti það óneitanlega verið þægilegt stundum.“ Þegar fréttaþulur- inn hafði lesið þessi orð hvarf hann af skjánum en hélt þó lestrinum áfram: „Tæknimönnum sjónvarpsins hefur nú tekist að leysa þetta mál, eins og þið sjáið glöggt, og hefur verið sótt um einkaleyfi á þessari aðferð í mörgum löndum, þar sem álitið er að hún geti orðið einkar vinsæl.“ Síðan birtist fréttaþulurinn á ný og sagði: „Enn hef- ur hins vegar ekki tekist að gera það forna fyrirbrigði að veruleika er menn gátu brugðið sér í allra kvikinda líki, en að því mun þó vera unnið.“ Villa í tölvunni „Allt bendir til þess að gengislækk- anirnar 1967 og 1968 hafi verið óþarf- ar,“ segir Alþýðublaðið 1. apríl 1970 og gefur þá skýringu að villa hafi fundist í tölvu Seðlabankans. Skömmu áður en gengið var fellt hafði bilað „transistor“ og ekki verið unnt að fá annað en rússneskan trans- istor sem nú væri komið í ljós að hefði verið „gerður fyrir kommúnistískt hagkerfi“. Blaðið sagði ráðamenn hafa haldið þessu leyndu og allt eins væri von á gengishækkun. Það yrði jafnvel tilkynnt klukkan 16 þennan dag þegar aðalbankastjóri Seðla- bankans ætlaði að flytja ræðu af svöl- um Alþingishússins. Með fréttinni birtist mynd af „starfsmanni IBM fyrirtækisins“ þegar unnið var að lag- færingu tölvunnar. Næsta dag segir Alþýðublaðið að þetta hafi verið aprílgabb og getur þess að forstjóri IBM vilji að það komi fram að myndin tengist ekki IBM á nokkurn hátt. John á Íslandi Breski bítillinn John Lennon kom til Íslands 1. apríl 1970, að sögn Vísis, til þess að ræða við Gunnar Þórðar- son tónlistarmann um hugsanlega samvinnu þeirra um gerð söngleiks. Æfingar áttu að fara fram í íþrótta- húsinu á Hálogalandi og ætlaði John að líta á aðstæður síðdegis þennan dag. Blaðið náði tali af Lennon á Hót- el Sögu, en þá var hann nýkominn úr gönguferð. Hann sagði að borgin væri falleg en honum fannst fyndið hvað öll húsin voru lítil. Á þessum árum gekk sú saga að Paul McCartney væri lát- inn. Aðspurður sagði félagi hans: „Ja, það skyldi þó aldrei vera. Ég hef ein- mitt verið að furða mig á því hvað hann hefur verið daufur í dálkinn upp á síðkastið.“ Reyndar var það John sem lést tíu árum eftir „heimsókn“ sína til Íslands en Paul lifir góðu lífi og hefur komið til Íslands, eins og Ringo félagi þeirra. Gabbað í hálfa öld Ekki hefur tekist að finna eldra aprílgabb í íslenskum dagblöðum eða útvarpi heldur en gabb Morgunblaðs- ins frá 1953. Það verður því að teljast marka upphafið, þar til annað kemur í ljós. Hvað sem öðru líður hafa íslenskir fjölmiðlar lagt sig fram um að við- halda þessum sið síðustu árin. Er skemmst að minnast fréttar Morgun- blaðsins um hauskúpu Egils Skalla- grímssonar 1. apríl 1995 og mynd af nýjum KR-búningi 1. apríl 2000. Ólík- legt er að dagblöð og ljósvakamiðlar láti af þessari iðju í bráð. Höfundur hefur tekið saman efni í Daga Íslands og fleiri bækur. Sennilega er eitt eftirminnilegasta aprílgabb Morgunblaðsins fréttin frá 1. apríl 1962 um að silfur Egils Skalla- Grímssonar hefði fundist í Kýrgili í Mosfellsdal. Þetta voru þrjátíu silf- urpeningar með áletruninni Ólafur konungur. „Engum blöðum er um það að fletta að hér eru komin bróð- urgjöld Egils Skalla-Grímssonar, silfr- ið góða úr kistunum sem Aðalsteinn Játvarðsson konungur Engla galt Agli eftir orrustuna við Ólaf kvaran á Vínheiði árið 937,“ segir Morgun- blaðið.Haft er eftir Jóni Guðmunds- syni á Reykjum að mikið hafi verið leitað að silfrinu en menn verið „farn- ir að sætta sig við að silfrið hans Eg- ils væri annars konar, það væri heita vatnið sem alls staðar streymir upp úr jörðinni á þessu svæði“. Fréttin 1. apríl var birt á forsíðu og leiðrétting daginn eftir einnig. Segir þar að sjá megi af viðbrögðum fólks að fréttin hafi verið „lesin með sér- stakri athygli og létu margir gabb- ast“. Silfur Egils fundið Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „Guðmundur Ásmundsson sýnir nafna sínum Jónssyni fjársjóðinn er þeir hafa lagt á kassa sem lá þarna í gilinu,“ segir í texta með þessari mynd sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins 1. apríl 1962, þar sem sagt var frá því að silfur Egils hefði fundist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.