Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 25
RC Hús, Sóltún 3, 105 Rvík. s. 511 5550
Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is
Kynnið ykkur
verðin og hina
ýmsu möguleika.
Bjóðum RC fjölnotahús, einbýlishús, stór og lítil
sumarhús, golfskála, veiðihús, hótel og veitingahús,
eftir okkar eða þínum teikningum. Öll húsin eru byggð
úr sérvöldum, hægvöxnum, norskum kjörviði, sem
þegar er komin á yfir 100 ára reynsla, hér á landi.
ARNARHVÁLL hýsir fjár-
málaráðuneytið. Þar er sífellt
verið að véla um sjóðinn okkar
allra, ríkiskassann, sem stund-
um virðist vart skrölta í en tútnar út í betra ár-
ferði svo böndin virðast ætla að bresta. Sjaldan
þykir mönnum þessi sjóður þó of bólginn.
Fjármálaráðuneytið er auðvitað ekki fjárhirsla
ríkisins í þeim skilningi að þar séu seðlabúnt og
mynthrúgur. En hurðin, sem fjármálaráðherra og
starfslið hans sviptir upp daglega, er þó jafn
virðuleg og væri hún smíðuð fyrir slíkar hirslur.
Hún er haganlega útskorin af Ríkharði Jónssyni
og sýnir Ingólf varpa öndvegissúlum sínum fyrir
borð og þræla hans, Karla og Vífil, finna þær í
fjöru.
Sá misskilningur virðist algengur, og hefur
meira að segja ratað á bækur, að hurðin fyrir Arn-
arhváli sé eftirmynd Valþjófsstaðarhurðarinnar,
sem telst einn merkastur íslenskra forngripa.
Um Valþjófsstaðarhurðina hafa fræðimenn lát-
ið svo um mælt að útskurðurinn sé meðal þess stíl-
hreinasta og jafnvægasta sem rómönsk list hafi
eftir sig látið á Norðurlöndum. Kristján Eldjárn,
þáverandi þjóðminjavörður, sá enga ástæðu til að
draga úr þeim fullyrðingum í bók
sinni, Hundrað ár í Þjóðminjasafni.
Valþjófsstaðarhurðin var kirkju-
hurð á Valþjófsstað í Fljótsdal þar til
árið 1852. Hún var lengst af fyrir
kirkjuskipinu sjálfu, inn af forkirkju,
og því hafði hún lítið náð að veðrast
þegar menn áttuðu sig á gildi hennar.
Sem er eins gott, því hún mun vera frá
því um 1200 og íslensk veðrátta hlífir
engu og alls ekki í rúm 600 ár.
Á hurðinni eru tveir kringlóttir reitir
með miklum útskurði. Útskurðinum
lýsti Kristján Eldjárn svo: „Á efri
kringlunni er sagan af riddaranum og
ljóninu sýnd í þremur atriðum. Fyrsta
atriðið er neðst og þar er allt á ferð og
flugi, hestur og haukur á fleygiferð, en
á hestinum situr riddarinn og rennir
sverði sínu gegnum flugdreka sem eng-
ist í dauðateygjum, en úr klóm drekans
smýgur ljónið og á riddaranum líf að
launa. Næsta myndatriði sýnir riddar-
ann þar sem hann ríður hesti sínum á
hægum stilltum gangi og haukurinn sit-
ur rólegur á makka hestsins, en ljónið
skokkar hnakkakerrt á eftir lífgjafa
sínum. Síðasta myndatriðið er til hægri
ofan við miðju; ljónið liggur syrgjandi og að bana
komið á gröf riddarans; kross er á leiðinu og kirkja í
baksýn, en fyrir neðan ljónið er svohljóðandi rúna-
letur: Sjá inn ríkja konung er vá dreka þenna, en
inn í mitt mál er skotið orðunum „hér grafinn“ (sbr.
hip sepultus á myndum er sýna greftrun frelsarans)
til að skýra síðasta myndatriðið.“
Á neðri kringlunni eru fjórir flugdrekar, sem
liggja í hring og bíta í sporð sér. „Til samans fylla
þessir fjórir drekar hinn kringlótta reit, svo
hvergi er of eða van. Ógnarafl drekanna er hneppt
í ramma formsfjötra, sem stríkka æ því meir sem
þeir spyrna fastar eins og Gleypnir á Fenrisúlfi,“
segir í bók Kristjáns.
Hurðin góða fór til Kaupmannahafnar árið
1852, sömu leið og margir aðrir forngripir íslensk-
ir. Árið 1930 var hins vegar haldin Alþingishátíð á
Þingvöllum og þá skiluðu Danir hurðinni. Hún er
enn í vörslu Þjóðminjasafnsins.
– – –
Árið 1930 var stórhýsið Arnarhváll tekið í notk-
un. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson,
vildi fá veglega hurð á húsið og mun Jónas Jóns-
son frá Hriflu hafa verið aðalhvatamaður þess að
mesti hagleiksmaður þess tíma, Ríkharður Jóns-
son, var fenginn til verksins, en Jónas var alla tíð
mikill velgjörðarmaður listamannsins. Heimildir
benda til að Ríkharður hafi haft hliðsjón af Val-
þjófsstaðarhurðinni, sem var á heimleið eftir út-
legðina í Danmörku, en hins vegar fer því fjarri að
hann hafi skorið út eftirmynd hennar.
Ríkharður var slæmur til heilsunnar þegar
hann vann hurðina. Hann veiktist af hettusótt árið
1929, fékk upp úr því taugabólgu, sem síðar
breyttist í taugagigt og þjakaði hann allar götur
síðan. „Þegar þau [veikindin] hófust, var ég að
smíða hurðina að Arnarhvoli. Ég reif mig upp úr
veikindunum til að ljúka henni, svo henni yrði lok-
ið fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum. En við
þetta versnaði mér. Ég var svo veikur, þegar Al-
þingishátíðin stóð yfir sumarið 1930, að ég kom
þar aðeins stund úr degi,“ segir Ríkharður í end-
urminningum sínum, sem Eiríkur Sigurðsson
skráði. Um sumarið gekkst Jónas frá Hriflu,
„tryggðarvinur minn“ eins og Ríkharður kallar
hann, fyrir því að útvega fé og senda Ríkharð á
Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, en vistin þar
bætti mjög heilsu listamannsins.
Valþjófsstaðarhurðin og hurð Ríkharðs eiga
það sameiginlegt að á báðum eru tvær útskornar
kringlur. Umhverfis myndirnar sem prýða kringl-
urnar á hurð Ríkharðs er drekamunstur og má
kannski segja að þar séu flugdrekarnir á Valþjófs-
staðarhurðinni gengnir aftur. Að öðru leyti er
myndefnið gjörólíkt. Þarna er enginn hugumstór
riddari sem bjargar ljóni úr klóm dreka og hlýtur
ævilanga tryggð þess að launum. Á efri myndfleti
Ríkharðs standa þrælar Ingólfs, Karli og Vífill, yf-
ir öndvegissúlum hans, sem þeir fundu loks á suð-
vesturhorni landsins, eftir langa leit. Ekki leist
Karla betur en svo á staðinn þar sem súlunum
skolaði á land, sem mun hafa verið í fjörunni fyrir
neðan Arnarhvál, að hann mælti: „Til ills fórum
vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes
þetta.“ Að svo búnu strauk hann úr vistinni og
varð því aldrei Reykvíkingur.
Á neðri mynd Ríkharðs siglir knörr þöndu segli
og í stafninum stendur víkingurinn Ingólfur Arn-
arson og varpar öndvegissúlum sínum útbyrðis.
– – –
Nákvæm eftirmynd Valþjófsstaðarhurðarinnar
er til, þótt ekki sé hún fyrir Arnarhváli. Völund-
urinn Halldór Sigurðsson frá Miðhúsum skar þá
hurð út og er hún fyrir innri dyrum kirkjunnar á
Valþjófsstað. Hann skar einnig út smækkaða
mynd hurðarinnar, sem var gefin Kristjáni Eld-
járn forseta Íslands í opinberri heimsókn hans til
Austurlands. Var vel til fundið hjá Austfirðingum
að færa fyrrverandi þjóðminjaverði, sem lýsti
hurðinni svo fjálglega í bók sinni, þá dvergasmíði
að gjöf.
– – –
Þótt húsið, sem hurðin prýðir, sé hér oftast
nefnt Arnarhváll, þá eru þeir ekki færri sem kalla
það Arnarhvol. Fyrri orðmyndin mun vera eldri.
Af einhverjum ástæðum er það svo, að í síma-
skránni er fjármálaráðuneytið sagt vera til húsa í
Arnarhváli, dómsmálaráðuneytið, sem er í austur-
hluta hússins við Lindargötuna, er í Arnarhvoli,
en viðskiptaráðuneytið, sem einnig er austan
megin, heldur sig við Arnarhvál. Hver fyrir sinn
smekk.
Húsið var byggt á árunum 1929 til 1930, til að
leysa bráðan húsnæðisvanda ýmissa opinberra
skrifstofa, en húsaleiga um víðan völl kostaði rík-
issjóð offjár. 1. júlí 1930 flutti Búnaðarbankinn inn
og í kjölfarið Skipaútgerð ríkisins, lögreglan,
vegamálastjóri, húsameistari, landlæknir, toll-
stjóri, skrifstofa ÁTVR, ríkisféhirðir og ríkisbók-
hald og er þá ekki allt talið. Byggt var við húsið
Lindargötumegin og sú nýbygging tekin í notkun
1948.
– – –
Flestir sjá hurð Ríkharðs Jónssonar líklega
bregða fyrir í fréttatímum sjónvarps, þegar ráð-
herrar eru spurðir spjörunum úr fyrir utan ráðu-
neytið. Þeir hafa margir hrundið henni upp, ýmist
glaðir í sinni eða þungstígir af áhyggjum, menn úr
öllum flokkum eins og Björn Ólafsson, Gunnar
Thoroddsen, Magnús Jónsson, Matthías Á.
Mathiesen, Ragnar Arnalds og Albert Guðmunds-
son. Og á síðari árum þeir Þorsteinn Pálsson, Jón
Baldvin Hannibalsson, Ólafur Ragnar Grímsson
og Friðrik Sophusson, sem allir eru horfnir úr
daglegri pólitík. Núna gengur Geir H. Haarde til
starfa sinna í ráðuneytinu, framhjá Ingólfi, þræl-
um hans tveimur og öndvegissúlunum.
Lok, lok og læs
á Arnarhváli
Eftir
Ragnhildi
Sverrisdóttur
Valþjófsstaðarhurðin t.v. og hurð Ríkharðs fyrir Arnarhváli.
rsv@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
SÝNING helguð Halldóri Laxness
verður opnuð í félagsheimili MÍR,
Vatnsstíg 10, á mánudag, kl. 16.
Halldór var í
hópi forgöngu-
manna að stofn-
un félagsins fyrir
52 árum og fyrsti
forseti þess frá
1950-1968.
Á sýningunni,
sem er í tilefni af
aldarafmæli
skáldsins, eru
fjölmargar ljós-
myndir og teikningar sem tengjast
störfum Halldórs í MÍR og menn-
ingarsamskiptum Íslands og þáver-
andi Ráðstjórnarríkja uppúr miðri
síðustu öld, m.a. 15 myndir frá sýn-
ingu Malí-leikhússins í Moskvu á
leikriti Laxness Silfurtúnglinu.
Leikritið var sýnt árin 1955-57 und-
ir heitinu Seld vögguvísa. Þá eru á
sýningunni allmargar bækur Hall-
dórs sem gefnar voru út á ýmsum
tungumálum þar eystra, blaða-
úrklippur og umsagnir, svo og
myndskreytingar við verk skálds-
ins, m.a. nokkrar frummyndir hvít-
rússneska listamannsins Arlens
Kashkúrevits við Sjálfstætt fólk og
Atómstöðina. Von er á fleiri mynd-
verkum Kashkúrevits í tilefni ald-
arafmælisins. Sýningin er opin út
aprílmánuð, frá kl. 14-16.
Laxnesssýning í MÍR
Halldór
Laxness