Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 33 stærsta og útbreiddasta prentmiðli landsmanna, Morgunblaðinu.“ „Hún (þ.e. fréttin um Alparósarhátíðina) er bæði löng og ítarleg og greinilega mikilvægt mál hér á ferð. Í byrjun hennar er tíundað hvernig Ís- land hafi verið í aðalhlutverki: Ekki fór á milli mála, að Ísland var í aðal- hlutverki að þessu sinni á Alparósarhátíðinni í Norfolk; íslenzk atriði voru á dagskrá alla dag- ana og íslenzki fáninn blakti hvarvetna við hún- ...um kvöldið sóttu um átta hundruð manns, þar á meðal helzta fyrirfólk Norfolk-borgar, mikla kvöldskemmtun á Marriott-hótelinu. Á samkom- unni var Halldóri Ásgrímssyni færð gjöf frá Nor- folk-borg og Íslendingum þakkaður þáttur þeirra í hve vel hátíð alparósarinnar hefði heppn- azt þetta árið.“ Síðan segir höfundur: „Annað mikilvægt atriði er hvernig sagt er frá Norfolk. Norfolk er ekki þekkt borg í Bandaríkjunum en þar er flotastöð Atlantshafsbandalagsins og hún er því hernaðar- lega mikilvægur staður...Boðskapur fréttarinnar er sá að í Norfolk, borg sem er einkum þekkt, sem flotastöð Nató, búi fjöldi fyrirfólks (hugs- anlega flotaforingjar og fjölskyldur þeirra) sem sé hrifið af Íslendingum og vilji verðlauna þá á ýmsan hátt. Þessi grein segir okkur því tvennt. Upphefð Íslendinga kemur að utan og vera okk- ar í Atlantshafsbandalaginu veldur því, að við fáum alls konar verðlaun og viðurkenningar. Þessi Alparósargrein fjallar um stórmenni helzta stórveldis heimsins, sem horfa til Íslands. Hún fellur inn í umræðuna um þúsund ára af- mæli Leifs heppna í íslenzkum fjölmiðlum árið 2000. Fjölmiðlar hafa fagnað því mjög að Am- eríkumenn séu nú loksins að skilja hver fann Am- eríku fyrst.“ Höfundur heldur síðan áfram að tína til áþekk dæmi um „þjóðernisstefnu Morgunblaðsins“ og kemst síðan m.a. að eftirfarandi niðurstöðu: „Ís- lendingar börðust hart á sínum tíma til að losna undan valdi Dana og því var fagnað mikið, þegar landið hlaut endanlegt sjálfstæði 17. júní 1944. Baráttan einkenndist af mikilli þjóðernisstefnu og þá sennilega dulinni minnimáttarkennd gagn- vart erlendu lýðræðisríki. Minnimáttarkennd Ís- lendinga virðist enn lifa góðu lífi á síðum Morg- unblaðsins...Það er athyglisvert að Bandaríkjaforseti virðist kominn í sæti Noregs- konungs nú undir lok 20. aldarinnar. Á bak við þessa tilhneigingu til að gera Ísland að hluta Bandaríkjanna leynist pólitík, sem felur sig með vopnum hægrimýtunnar að gera pólitískar skoð- anir að náttúrulögmálum, sem séu óumflýjanleg. Íslenzk þjóðernisstefna í Morgunblaðinu er því margþætt, ofin rótgrónum goðsögnum um þjóð- erni, hernaðarbandalög og hinn vestræna heim.“ Eitt sinn hlustaði merkt skáld á ungar stúlkur í framhaldsskóla lýsa því, hvernig skilja bæri ljóð hans. Lýsingar stúlknanna voru víðs fjarri hug- myndum skáldsins sjálfs um það hvað fælist í umræddum ljóðum. Skáldið sagði hins vegar við viðmælendur sína: hver er ég að halda því fram, að þeirra skilningur geti ekki verið jafnréttur og minn! Ef ungur háskólanemi les yfirleitt ein- hverja stefnu, hvað þá „þjóðernisstefnu Morg- unblaðsins“ út úr fréttafrásögnum af Alparós- arhátíð í Norfolk í Bandaríkjunum er ekkert við því að segja. Lesendur Morgunblaðsins upplifa blaðið sjálfsagt hver með sínum hætti! Hins vegar gæti það verið verðugt verkefni og jafnframt lærdómsríkt fyrir unga háskólanema að kynna sér þjóðernisstefnu Morgunblaðsins í þeirri merkingu, sem Katrín Jakobsdóttir leggur í það orð, þ.e. ættjarðarást, ekki sízt í ljósi þess að enn gægjast fram ranghugmyndir um það, að Morgunblaðið vilji selja landið sbr. ofangreind ummæli hins unga höfundar um það að blaðið vilji gera Ísland að hluta Bandaríkjanna. En hver er þjóðernisstefna Morgunblaðsins? Varðstaða um sjálfstæði, tungu og menningu Þjóðernisstefna Morgunblaðsins hefur áratugum saman ver- ið fólgin í varðstöðu um sjálfstæði þjóðar- innar, tungu og menn- ingu. Framan af og þó sérstaklega um og upp úr 1940 var sú stefna fólg- in í baráttu fyrir því, að lýðveldi yrði stofnað á Þingvöllum. Nú kann einhver að spyrja, hvort einhver þörf hafi verið á því að berjast fyrir lýð- veldisstofnun. En sú var raunin. Síðustu árin fyr- ir lýðveldisstofnun stóðu hörð átök um það hvort stofna ætti lýðveldi eins fljótt og kostur væri eða hvort bíða ætti stríðsloka og þess að Danir yrðu frjáls þjóð á ný. Ýmsir helztu forystumenn jafn- aðarmanna börðust fyrir því að fresta lýðveld- isstofnun en forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru fremstir í flokki þeirra, sem vildu hraða stofnun lýðveldis eins og kostur væri. Morgun- blaðið studdi sjónarmið hinna síðarnefndu. Um þessar deilur má lesa annars vegar í bók, sem gefin var út í tilefni áttræðisafmælis Hanni- bals Valdimarssonar fyrir tæpum tveimur ára- tugum og nefnist Bannfærð sjónarmið en hins vegar er ræða Bjarna Benediktssonar á Þingvöll- um í júní 1943, sem birt er í ritgerðar- og ræðu- safni hans, sennilega bezta lýsingin á viðhorfum þeirra, sem vildu lýðveldisstofnun eins fljótt og kostur væri. Hannibal var í hópi svonefndra lög- skilnaðarmanna. Eftir lýðveldisstofnun tók við framhald sjálf- stæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar, sem Morg- unblaðið var virkur aðili að, þ.e. baráttan um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Í þremur af fjórum þorskastríðum þurfti að berjast hart fyrir því, að Íslendingar héldu fast við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar án þess að gera stórfelld mistök á öðr- um vígstöðvum eins og að ganga úr Atlantshafs- bandalaginu eða segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin, sem var krafa vinstrimanna þeirra tíma. En jafnframt hefur varðstaða um íslenzka tungu og menningu verið þáttur í grundvallar- stefnu Morgunblaðsins undanfarna áratugi. Ekki hefur veitt af. Aukin samskipti þjóða í milli, ný fjarskiptatækni, gervihnattasjónvarp og fleira hefur leitt til þess að bæði við Íslendingar og aðrar þjóðir höfum fengið yfir okkur holskefl- ur erlendra menningaráhrifa og þá sérstaklega frá hinum engilsaxneska heimi og þá fyrst og fremst frá Bandaríkjunum. Tilhneiging til undanhalds og uppgjafar í þess- um efnum birtist með ýmsum hætti. Því miður hefur þessi tilhneiging verið áberandi á tveimur síðustu Viðskiptaþingum Verzlunarráðs Íslands. Á Viðskiptaþingi fyrir rúmu ári sagði Frosti Bergsson stjórnarformaður Opinna kerfa m.a.: „Það eru margar þjóðir aðrar en Íslendingar, sem hafa tekið þá stefnu að vera tvítyngdar og þessi umræða á sér stað á ýmsum stöðum í heim- inum og af hverju í ósköpunum ættum við ekki að taka hana upp hér á Íslandi.“ Í samtali við Morgunblaðið í kjölfarið á þessari ræðu sagði Frosti Bergsson: „Annars vegar get- um við staðið vörð um það að vera Íslendingar með okkar íslenzku menningu en hins vegar að vera tvítyngd þjóð og tala bæði íslenzku og ensku og hvort tveggja málið vel.“ Á Viðskiptaþingi Verzlunarráðs Íslands fyrir nokkrum vikum kom skýrt í ljós að Frosti Bergs- son var ekki einn á ferð með þessar skoðanir. Í setningarræðu sinni sagði Bogi Pálsson, formað- ur Verzlunarráðs Íslands, m.a. „Meiri vandi er að ná fólki með sérþekkingu, sem vill búa á Íslandi og gerast leiðandi í atvinnu- lífi landsmanna. Meðal annars af þessum ástæð- um er það engin tilviljun að settar eru fram á vettvangi Verzlunarráðsins hugmyndir um að við eigum að vera tvítyngd þjóð...Að þessu hlýtur líka að reka hér á landi, að íslenzk fyrirtæki, sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum taki ensku upp, sem almennt innra samskiptamál.“ Þegar hugmyndir eru uppi hjá forystumönn- um í íslenzku viðskiptalífi um að við eigum að verða tvítyngd þjóð og þær eru ítrekaðar til þess að ekkert fari á milli mála er væntanlega ljóst að brýn þörf er á varðstöðu um íslenzka tungu og menningu. Sú þjóðernisstefna Morgunblaðsins, sem byggist á ættjarðarást og virðingu fyrir tungu okkar, sögu og menningu, hefur því miklu hlutverki að gegna og á satt að segja ekkert skylt við Alparósarhátíð í Norfolk í Bandaríkjunum! Morgunblaðið/RAX Páskastemmning í Elliðahvammi við Vatnsenda. „Hins vegar gæti það verið verðugt verkefni og jafn- framt lærdómsríkt fyrir unga há- skólanema að kynna sér þjóðernisstefnu Morgunblaðsins í þeirri merkingu, sem Katrín Jak- obsdóttir leggur í það orð, þ.e. ætt- jarðarást, ekki sízt í ljósi þess að enn gægjast fram rang- hugmyndir um það, að Morgunblaðið vilji selja landið sbr. ofangreind ummæli hins unga höfundar um það að blaðið vilji gera Ísland að hluta Bandaríkj- anna.“ Laugardagur 30. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.